Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 33. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 13% gengislækkun - gengissig stöðvad • • Osku- dagur Kátir krakkar í miðborginni í gær Dollarinn fer í tæpar 254 kr., pundið í 492 og markið í 120 kr. GENGI íslenzku krónunnar hefur verið lækkað um 13% að meðaltali samkvæmt ákvörðun bankastjórnar Seðla- bankans með samþykki ríkisstjórnarinnar. Jafngildir þetta meðalhækkun erlends gjaldeyris um 14,9%, þann- ig að t.d. dollarinn hækkar úr 220.90 kr. í 253.90 kr., sterlingspundið úr kr. 427.80 í 491.70 kr., þýzka markið úr 105 kr. í 120.70 kr. og danska krónan hækkar úr kr. 38.60 í 44.30 krónur. Jafnframt hefur verið ákveðið að hætta gengissigi sem hefur verið ríkjandi í gengismál- um hér á landi sl. 3 ár og endurheimta að nýju stöðug- leika í gengisskráningu með því að halda meðalgengi krónunnar óbreyttu, að því er kemur fram í tilkynningu Seðlabankans. Þar segir einnig að gengisskráning muni þó ekki verða tekin upp að nýju fyrr en sett hafa verið lög um ýmsar ráðstafanir vegna gengisbreytingarinnar, en frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Gengisskráning var felld niður sl. mánudag. Hér fer á eftir fréttatilkynning Seðlabankans vegna gengislækk- unarinnar: Bankastjórn Seðlabankans hefur, með semþykki ríkisstjórn- ^•innar og að höfðu samráði við bankaráð, ákveðið lækkun á meðalgengi islenzku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli um 13%, sem jafngildir meðalhækk- un erlends gjaldeyris um 14,9%. Mun gengisskráning, sem felld var niður frá mánudagsmorgni 6. þ.m., þó ekki verða tekin upp að nýju, fyrr en sett hafa verið lög um ýmsar ráðstafanir vegna gengisbreytingarinnar, þar á meðal um myndun gengismunar- sjóðs. Gengisákvörðun þessi hefur verið tekin eftir ýtarlegar við- Framhald á bls. 23 Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, á Alþingi; Gengissig hefur ekki nægt til að jafna vaxandi misræmi fram- □ - □ Sjá ræðu forsætis- ráðherra á bls. 20 □ - og umræður á þingi □ Áfram- haldandi sókn Eþíópíu Mogadishu. Addis Aheba, 8. febrúar. AP, Reuter. SÓKN Kþfópíumanna í Ogaden-eyðimörkinni gegn hersveitum frelsishreyfingar V-Sómalfu heldur áfram og að sögn stjórnar Sómalfu gerðu Eþfópfumenn f dag á ný loft- árásir á landsvæði innan Sómalfu sjálfrar. Sómalir segja að ráðist hafi verið á hafnarborgina Berbera við Adenflóa og sömuleiðis á borg- ina Hargeisa. Sveitir Sómala á jörðu niðri eru sagðar á undanhaldi f eyðimörkinni og urðu þær fyrir harðvftugum árásum skriðdreka, flugvéla og langdrægra fallbyssna. Sómalíumenn segja að her- liði Eþiópíu sé stjórnað af Framhald á bls. 23 % Rfkisstjórnin lagði í gær fram á Alþingi frum- varp til laga um ráðstafan- ir vegna ákvörðunar Seðla- bankans um lækkun á gengi fslenzku krónunnar um 13%. Geir Hallgríms- son, forsætisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu og í ræðu hans kom fram, að ljóst hefði verið um nokkurt skeið að gengi ís- lenzku krónunnar var orð- ið óraunhæft vegna sívax- andi misræmis fram- leiðslukostnaðar og verð- lags hér á landi og f helztu viðskiptalöndum okkar. Hefði gengissig ekki nægt til að jafna þessi met. % Hækkun innlends kostnaðar veldur meiri erfiðleikum, þegar búið er við óraunhæft gengi og þar með hlutfallslega lágt verð á innflutningi, sagði for- sætisráðherra. Stóraukinn kaupmáttur og eftirspurn innanlands að undanförnu hefði valdið óhóflegri eftirspurn eftir innflutt- um vörum, og ef ekkert væri að gert blasti við vax- andi halli í vöruskiptum við útlönd. Við þessum horfum væri snúist með gengislækkun. Við þennan vanda bættist sfðan að gengi Bandaríkjadollars hefði lækkað töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðli sfðasta misserið, en veru- legur hluti gjaldeyris- tekna íslendinga væri í þeim gjaldmiðli. % Geir Hallgrfmsson, forsætis- ráðherra, sagði ennfremur, að þótt gengisbreytingin'hefði ráðist af framangreindum sjónarmið- um, þá hefði hún verið höfð eins lftil og fært var talið til þess að verðáhrif hennar yrðu sem minnst. Hefði í þessum efnum einnig verið tekið mið af þeim ráðstöfunum' til þess að hemja vfxlhækkanir launa og verðlags, sem rfkisstjórnin hefði ákveðið að leggja fyrir Alþingi, þvf að án slfkra ráðstafana væri gengis- breytingin ein sér skammgóður vermir. 0 Hins vegar gerir frumvarpið, sem lagt var fram f gær, ráð fyrir að gengismun af útflutnings- birgðum sjávarafurða verði varið til lausnar sérstakra fjárhags- vandamála innan sjávarútvegs, en lauslega áætlað gæti alls um 2,1 milljarður króna komið f gengismunarsjóð þennan. Gert er ráð fyrir að verðjöfnunarsjóður fái liðlega helming þessa fjár en afgangurinn renni annars vegar til að létta stofnfjárkostnað fiski- skipa og hins vegar til hagræðing- ar f fiskiðnaði. Framhald á bls. 22. Óvíst um vopnasölu IJSA til Egyptalands Washington, Genf, 8. febrúar. AP, Reuter. SADAT Egyptalandsforseti hélt f kvöld frá Washington áleiðis til Evrópulanda án þess að fá ákveð- in svör hjá Carter forseta við beiðni Egypta um að þeim verði seldar bandarfskar orrustuþotur. Talsntaður Bandarfkjast jórnar sagði f dag að ákvörðun f því efni yrði ekki tekin alveg strax, en Sadat lagði hart að Carter á sfð- asta fundi þeirra í dag að selja Egyptum þessi vopn. Sadat var engu að síður bjart- sýnn f máli sínu við fréttamenn áður en hann hélt frá Washington og sagði að Bandarikin mundu framvegis verða fullgildur aðili að friðarviðræðum Egypta og Israelsmanna, en það hefði verið eitt markmiða hans með ferðinni til Bandaríkjanna að telja Banda- ríkjamenn á meiri beina þátttöku í friðarviðleitninni. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins lýsti því yfir í dag að Bandarikjastjórn væri andvíg bústöðum og landnámi Israelsmanna á Sínaískaga og vesturbakka Jórdanár, en Sadat hefur eins og kunnugt er gert það að kröfu að ísraelsmenn flytjist frá þessum stöðum. Talsmaðurinn gerði að umtalsefni opinberar orðsendingar Carters til Begins forsætisráðherra Israels um þetta mál, en Carter hefur nokkrum sinnum lýst andstöðu við afstöðu ísraelsmanna i þessu máli í orð- sendingum til Begins. Sadat átti í dag fundi með þing- leiðtogum í Washington áður en hann átti sinn síðasta fund með Carter og á fundinum í þinghús- inu reyndi hann ákaft að telja þingmenn á að rétt væri að selja Framhald á hls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.