Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 2
MOR6UNBLAfrIÐ, FIMMTUÐAGUR9. FEBRUAR 187& - Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Rvík; 18 menn gefa kost á sér / Olafur B. Thors ekki þar á meðal en héfur enn ekki „lokað neinum dyrum” FRESTUR til að skila framboðum vegna próf- kjörs Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík rann út í gær og bárust framboð frá alls 18 mönnum, þar á meðal frá öllum núverandi borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins að undan- skildum Ólafi B. Thors, for- seta borgarstjórnar. Hækkun erlends gjaldeyris MIÐAÐ við 13% gengisrellingu breytist sölugengi skráðra gjald- miðla hðr á landi á eftirfarandi hátt: Bandaríkjadollar hækkar úr 220.90 í 253.90 kr., sterlingspund- ið úr 427.80 i 491.70 kr., dönsk króna úr 38.57 í 44.30 kr., norsk króna úr 43.10 í 49.55 kr., sænsk króna úr 47.50 í 54.60 kr., v-þýzkt mark úr 105 í 120.70 kr., finnska markiö úr 55.40 í 63.70 kr., peset- inn hækkar úr 2.70 í 3.15 krónur, japanska yenið úr 91 eyri í 1.05 krónu, gyllini hækka úr 98.15 í 112.80, belgíski frankinn úr 6.80 í 7.80, franski frankinn úr kr. 45.15 í 51.90 kr., lírur hækka úr 25 aurum í 29 aura, austurrískur schillingur úr 14.60 í 16.90, escudos úr 5.50 í 6.30 og kanada- dollar úr 199.30 í 229.10 krónur. Þessar tölur eru allar rúnnaðar af. Eftirtaldir menn gefa kost á sér til framboðs — í stafrófsröð: Albert Guð- mundsson, Bessí Jóhanns- dóttir, Birgir ísl. Gunnars- son, Davíð Oddsson, Elín Pálmadóttir, Grétar H. Óskarsson, Gústaf B. Einarsson, Hilmar Guð- laugsson, Kristján Ottós- son, Magnús L. Sveinsson, Margrét S. Einarsdóttir, Markús Örn Antonsson, Páll Gíslason, Ragnar Júlíusson, Sigríður Ás- geirsdóttir, Skúli Möller, Sveinn Björnsson, verkfr., og Sveinn Björnsson, kaup- maður. Kjörnefnd hefur rétt til að bæta mönnum við listann, þvf að allt að 48 rhega vera í framboði en nefnd- in skal vera búin að skila af sér fyrir 17. þ.m. Prófkjörið fer fram 4., 5. og 6. marz. Ölafur B. Thors sagði í samtáli við Mbl. er hann var spurður um ástæðuna fyrir því að hann er ekki meðal frambjóóenda, að ástæður hans væru persónulegar og stæðu aðallega í sambandi við starf hans, þannig að hann hefði ekki verið tilbúinn að gera upp hug sinn og senda inn framboð sitt, þegar fresturinn rann út. Ólafur var þá spurður að því hvort hann kynni þá að verða til viðtals ef kjörnefnd færi þess á leit við hann að hann tæki þátt í prófkjörinu engu að siður, og svaraði hann þvf þá til að enn sem kornið er heföi hann ekki lokað neinum dyrum í þeim efnum. Allt gengur á afturfót- unum hjá Smejkal — Tapaði nú fyrir Ögaard BENT Larsen vann biðskákina við Lombardy úr 4. umferð Reykjavíkur skákmótsins en biðskákir voru tefld- ar á Hótel Loftleiðum í gær. Þá vann Margeir Pétursson biðskák hans og Jóns L. Árnasonar. í gær var einnig tefld skák Ogaards og Smejkals úr 1. umferð, en henni var frestað, þar sem Smejkal var ekki kominn til landsins þá. Urslit skákarinnar urðu þau, að Ogaard vann skákina í 52 leikjum, og hefur tékkneski stór meistarinn Smejkal nú aðeins hlotið V6 vinning úr fjórum umferðum. Staðan á Reykjavíkurmótinu er sú að loknum 4 umferðum. að efstur er Browne með 316 vinning, » 2 —4 sæti eru Friðrik Ólafsson, Anthony Miles og Bent Larsen með 3 vinninga, 5 —6 Hort og Polugaevsky með 2V6 vinning, 7 —8 Guðmundur og Kuzmin með 2 vinninga, 9 —11 Lombardy. Ögaard og Margeir með 1 V6 vinning, 1 2 Helgi Ólafsson með 1 vinning og í 1 3 — 14 sæti eru Jón L Arnason og Smejkal með V6 vinning Menn höfðu spáð Larsen sigri yfir Lombardy þegar skák þeirra fór í bið í fyrradag og reyndust það orð að sönnu Larsen hélt áfram að þjarma að bandaríska prestinum þegar setzt var á ný við skákborðið í gær og í 80 leik gafst Lombardy upp Larsen lék mjög vel í þessari skák. þannig að Lombardy átti sér aldrei viðreisnar von Eftir skák- ina sagði hann „Ég lék 6 sinnum ónákvæmlega í skákinni og það er meira en nóg. þegar teflt er við kappa eins og Larsen Lokastaðan í skákinni varð þessi Hvítt Lombardy Kc2. Df6, c5, d4. e7, h3 Svart Larsen Ke3, Db3, Rd2, b5, e4. f5 og h4 Skák Margeirs Péturssonar og Jóns L Árnasonar varð alls 100 leikir og lengsta skák mótsins til þessa Þegar skákin fór í bið hafði Margeir unnið peð af Jóni og vann annað peð þegar komið var út í endataflið Jón gaf síðan skákina í 100 leik þegar Margeir hafði vakið upp drottningu og lék Jón hundraðsta leiknum til gamans, annars Framhald á bls. 22. Fulltrúar Alþýðusambands og Vinnuveitendasambandsins á fundi f gærdag, þar sem rætt var um viðhorfin i kjaramálum i Ijósi efnahagsráðstafana rikisstjórnarinnar. ASÍ og VSÍ greinir á um af- stöðu til efnhagsráðstafana FULLTRÚAR Alþýðusambands ís- lands og Vinnuveitendasambands íslands héldu sameiginlegan fund í gær að ósk fyrrnefnda aðilans þar sem til umræðu voru þau viðhorf i kjaramálum sem skapast hafa vegna gengislækkunarinnar og ráðstafana rikisstjórnar þvi samfara. í samtali við Mbl. að loknum þessum viðræð- um sagði Björn Jónsson, forseti ASÍ að hann teldi Ijóst að vinnuveitendur væru meðmæltir efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar og riftun gildandi samninga í yfirlýsingu framkvæma stjórnar VSÍ kemur hins vegar fram, að of langt bil sé á millu hugmynda aðila vinnumarkaðarins til þess að þeim einum sé með skjotum hætti Skipverji lenti í spili SKIPVERJI á vb. Búðar- nesi GK slasaðist um sex- leytið í gærdag þegar hann lenti í spili þar sem skipið var statt um 44 sjóm. út af Reykjanesi. Skipið bað Slysavarnafélagið um aðstoð, sem aftur hafði sam- band við varnarliðið og var þaðan send þyrla eftir manninum, Aðstæður voru hins vegár svo erfiðar að ekki tókst að ná hinum slasaða yfir í þyrluna en í þess stað voru sendir sjúkraliðar um borð í skipið sem gerðu að sárum mannsins til bráðabirgða. Þyrlan sneri aftur til Keflavíkur til að taka eldsneyti en átti síðan að bíða þess að skipið kæmi með manninn til Grindavíkur um 1- leytið í nótt og flytja hann þá þaðan til Reykjavíkur. fært að gera tillögur um lausn hins bráða vanda. Björn Jónsson, forseti ASÍ. sagði í samtali við Morgunblaðið að aðdrag- andi þessa fundar aðila vinnumarkað- arins i gær hefði verið með þeim hætti að Alþýðusambandið hefði farið fram á fund með stjórn VSÍ til að fá skýr svör um afstöðu þess til þess atriðis að gildandi samningi þessara aðila væri rift af þriðja aðila, þ e rikisstjórn Ekki hefði þó fengist bein svör af hálfu Vinnuveitendasambandsins í fyrstu hefðu fulltrúar þess sagt að ekki hefði verið beðið um þessar aðgerðir af hálfu vinnuveitenda en þegar þeim hefðu verið bent á að sambandið hefði ekki komið fram með neinar tillögur i þessu máli, hafi framkvæmdastjórnin tekið sér hlé til að semja framangreinda yfirlýsingu, en Björn kvaðst telja öll viðbrögð vinnuveitenda á þann veg að ekki væri unnt að skilja þau öðru visi en þeir væru meðmæltir ráðstöfunum rikisvaldsins Forseti Alþýðusambandsins var að þvi spurður hvert yrði næsta skref Alþýðusambandsins i þessu efni Björn sagði að það yrði ekki ákveðið fyrr en Ijóst væri í hverju allar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar væru fólgnar Allar tillögur sem til umfjöllunar væru gerðu þó ráð fyrir einhverri riftingu verðbóta- ákvæða en Björn sagði að miðstjórnin myndí fjalla sérstaklega um þetta mál þegar það lægi fyrir i heild sinni Hann var þá spurður hvert samráð rikisstjórnin hefði haft við Alþýðusam- bandið um þær ráðstafanir sem i vændum væru Björn sagði. að það hefði bókstaflega ekkert samráð verið haft við ASÍ um raunhæfar aðgerðir Framhald á bls. 22. Vel sloppið LlTILL drengur slapp ótrú- lega vel f bflslysi í gærmorgun. Hann var staddur í Norður- felli, rétt hjá Shellstöðinni þegar honum skyndilega skrikaði fótur í hálku og skipti engum togum að hann rann undir strætisvagn sem þarna fór hjá með farþega. Hjól vangsins fóru yfir báða fætur drengsins, en við skoðun í slysadeild kom þó í ljós að hann var ðbrotinn, aðeins skorinn og marinn. íslenzka umboóssalan: Japanir kaupa þá loðnu sem hægt verður að frysta lSLENZKA umboðssalan hefur nú gengið frá sölu á frystri loðnu og hrognum til Japans f vetur og hljóðar samningurinn upp á að Bifreiðar hækka um 200-600 þús. krónur Litasjónvarp hækkar um 50-70 þúsund VIÐ 15% hækkun útselds gjaldeyris er Ijóst að verð nýrra bifreiða hækkar mikið Hækkunin er eðlilega mismun andi eftir tegundum, en sam kvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér f gær er verðhækkun bifreiða á bil inu frá 180 þús. kr. upp I 650—700 þús. kr. á dýrustu bif reiðunum. Þá hækka öll heimil istæki nokkuð og sem dæmi má nefna að litasjónvarp, sem áður kostaði 285 þús. kr., mun nú kosta 330 þús. kr. Þvottavél, sem áður kostaði 170 þús. kr.. mun framvegis kosta rétt um 200 þús. kr. Morgunblaðið hafði samband við nokkra bifreiðainnflytjend- ur í gær og spurðist fyrir um nýtt verð á bifreiðum. Sem dæmi um hækkanir má nefna, að bifreið af gerðinni Ford Fairmont, sem áður kost- aði 3.5 millj. kr., myndi hækka um 450—500 þús. kr. og kostaði því um 4 millj. kr. nú. Ford Escort, sem fram til þessa hef- ur kostað 2.2 millj. kr., hækkar um 330 þús. kr. og kostar því á næstunni milli 2.5 og 2.6 millj. kr. Þá hækkar Ford Cortina Ur um 2.7 m.kr. í 3.1 millj. kr. eða um 400 þús. kr. Volvo 244 Eu- ropa hækkar um 400 þús. kr. úr röskum 3 millj. kr. í 3.5 millj. kr. Volvo 244 DL hækkar um 500 þús., úr 3.8 millj. kr. f 4.3 millj. Volvo 343 hækkar um 400 þ.kr. úr 2.8 m. kr. í 3.2 m. kr. Skoda Amigo, sem áður kostaði 1.1 millj. kr., hækkar um 180 þús. kr. í um 1.3 millj. kr. og bifreið af gerðinni Alfa Romeo, sem fyrir gengislækkun kostaði tæpar 2.3 millj. kr., kostar nú 2.6 millj. kr. og er hækkunin liðlega 300 þús. kr. fyrirtækið útvegi allt það magn af frystri hrygnu og hrognum sem það hefur tök á. fyrir Japans- markað. Áður var sjávarafurðadeild Sambandsins búin að semja um að selja Japönum alla þá loðnu og þau hrogn, sem frystihús innan vébanda þess geta framleitt i vetur, en það geta orðið um 2000 lestir og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna er búin að semja um sölu á 3000—5000 lestum af frystri loðnu og ennfremur á öllum þeim hrognum, sem hægt verður að frysta. Bjarni Magnússon fram- kvæmdastjóri íslenzku umboðs- sölunnar sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að á s.l. ári- hefði ísl. umboðssalan selt milli 800 og 900 lestir af frystri loðnu á Japansmarkað og ef allt gengi vel í vetur yrði framleiðslan ekki minni. Blaðamenn á sáttafundi BLAÐAMENN og útgefendur sátu á sáttafundi f gær. Hófst fundurinn kl. 15 og stðð hann til kl. 00.30. Nýr fundur hefur verið boðaður í dag kl. 14.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.