Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 7 Landbúnaður Gjaldeyris- og við- skiptaaðstaða þjóðar- innar út á við hefur ver- ið og er bágborin, þó heldur hafi miðað í rétta átt f þvf efni. Sú fávizkustefna að rétt væri að leggja niður landbúnað á tslandi og flytja inn alla búvöru, sem neyzluvenjur þjóð- arinnar gera kröfu til, myndi sfður en svo rétta við hag þjóðarinn- ar f millirfkjaverzlun. Við flytjum þegar inn um 40% af neyzluvör- um þjóðarinnar. Við getum og hugleitt, hver hefði verið kostur þjóð- arinnar f tveimur heimsstyrjöldum þess- arar aldar, ef hún hefði verið háð aðflutningi búvara erlendis frá á þeim tfmum strfðssam- ganga og heims- hungurs. Þá — sem ætfð — var þjóðinni nauðsynlegt að búa að sfnu um matvælafram- leiðslu. Landbúnaður er mikilvægur hráefna- gjafi fslenzkum iðnaði. Ullar- og prjónavörur voru fluttar út fyrir tæpa tvo milljarða króna árið 1975 (miðað við þáverandi verðlag) og loðsútuð skinn og vörur úr þeim fyrir tæp- ar 1200 m.kr. Flest kauptún og kaupstaðir á Islandi byggja helft atvinnu og afkomu á samskiptum við nær- liggjandi landbúnaðar- héruð: úrvinnslu land- búnaðarafurða, þjón- ustuiðnaði og verzlun. Sjávarplássin fylla flest þann flokk þéttbýlis. Fjöldi kauptúna byggir afkomu sfna alfarið á nærliggjandi landbún- aðarhéruðum: Selfoss, Egilsstaðir, Blönduós. nefnd sem dæmi. Sá, sem vill fslenzkan land- búnað feigan stefnir jafnframt að þvf að höggva að rótum af- komu fólks f flestum þéttbýlisstöðum á Is- landi. Sjávarplássin Fiskimiðin, sem út- flutningsframleiðslan og gjaldeyrisöflun þjóð- arinnar sækja hráefni sitt til, liggja umhverfis landið allt. Fiskvinnslu- stöðvarnar, sem marg- falda hráefnið f vinnslu, eru af þeim sökum staðsettar á gjör- vallri strandlengjunni. Nýting fiskimiðanna og raunar gróðurmoldar- innar krefst þess, að landið sé allt f byggð. Ella myndi verðmæta- sköpun f þjóðarbúinu skreppa saman og þar með lffskjör þjóðarinn- ar sem heildar. Nefna má sem dæmi að Vest- firðir einir, fámennasti fjórðungur landsins, leggur til um fjórðung freðfiskútflutnings Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Sigluf jörður sem mal- aði þjóðarbúinu gull á árum sfldarævintýris- ins, var ekki hátt skrif- aður er gull hans f þjóð- arkistuna þraut. Nú má nefna hann á ný sem dæmi um hornstein verðmætasköpunar. Heildarlöndun á bolfisk og loðnu f Siglufirði nam 154 þúsundum tonnum á sl. ári. Mun það vera mesta magn afla landað á einum stað á landinu 1977. Alls var landað þar 96.000 tonnum af bol- fiski og 145.000 tonnum af loðnu. Kaupgjalds- og verð- lagsþróun f landinu 1977 hafði fært rekstur frystiiðnaðarins í land- inu að stöðvun. Nokkur frystihús höfðu þegar hætt rekstri s/v-lands. Rekstrarstöðvun annars staðar var tfmaspurs- mál, þó nokkur munur væri á rekstrarstöðu einstakra frystihúsa. Sýnt var að stefndi f at- vinnuleysi vfða um land — án efnahagsráðstaf- ana, sem nú hefur verið eða er verið að grfpa til. Ekki hefðu almanna- kjör batnað við atvinnu- leysi og stöðvun verð- mætasköpunar í sjávar- útvegi. Gengislækkun er að vísu neyðarúrræði — en færir sjávar- útveginum engu að sfð- ur fleiri fslenzkar krón- ur til að koma f veg fyrir rekstrarvá, sem barið hafði að dyrum hans og þjóðarinnar. Reykjavík Jafnhliða þvf, sem þjóðin verður að meta hlut landbúnaðar og sjávarplássa í þjóðarbú- skapnum, þarf hún að meta rétt gildi höfuð- borgarinnar, bæði f verðmætasköpun (sjávarútvegur, fisk- vinnsla og sfðast en ekki sfzt margvfslegur iðnaður) og sem þjón- ustumiðstöð á flestum greinum þjóðarbúskap- ar og mannlegra sam- skipta. Það er þjóðinni allri til gagns og giftu að Reykjavfk haldi hlut sfnum og reisn höfuð- borgar. Þess vegna þarf að eyða tortryggni og barnalegri togstreitu, sem vandræðaöfl ala á, engum til góðs en öllum til ills. Hlutur Reykja- vfkur gagnvart opin- berri fyrirgreiðslu, s.s. varðandi hafnarmann- virki, opinbera fjárfest- ingarsjóði, jöfnun kosn- ingaréttar, hefur verið minni en skyldi. Jöfnun á þessum vettvangi hlýtur að vera framund- an e.t.v. í áföngum, en óhjákvæmilega. LSkerai m SMÍÐJUVEGI6 SlA SlMI 44544 Nú getum við boðið þessi finnsk-hönnuðu sófa- sett með leðuráklæði. Framleiðum þau einnig með áklæðum eftir eigin vali. Eigum margar tegundir af leðursófasettum. LlTIÐ INN! VERIÐ VELKOMIN! EIKTEAK og OREGONFURA ávalllt fyrirliggjandi. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTIG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19. SIMI 85244 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu SKÁKSTYRKIR ERU SKATTFRJÁLSIR SKÁKSAM BAINID GIRO 625000 ISLAN DS Heimili óskast Heimili óskast í Reykjavík fyrir 13 ára dreng til skemmri eða lengri tíma. Uppl í síma 74544 fyrir hádegi. V—____________________________________ J 151 Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.