Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 Morgunblaðið heimsótti Seltjarnarnes fyrir skömmu, m.a. vegna frétta þess efnis að bæjar- stjórnin hygðist ekki nýta álagn- ingarheimild á útsvör hæjarbúa, heldur láta 10% duga. 1 þessu sambandi var rætt við þá Sigur- geir Sigurðsson bæjarstjóra og Magnús Erlendsson forseta bæjarstjórnar. Fyrst lagði Morgunblaðið þá spurningu fyrir þá félaga, hvort ekki væri verið með þessari álagningu útsvars að þúa til kosningavíxil sem falla myndi strax að loknu kosningum I vor. — Nei, tvö sfðastliðin ár hefur bæjarstjórnin hér á Seltjarnar- nesi notað heimild til 10,5% út- svarsálagningar eitt bæjarfélaga og f ár er ákveðið að láta einhverj- ar framkvæmdir frekar sitja á hakanum heldur en hækka út- svörin var svarið. Þýðir þetta ekki verulegan sam- drátt í framkvæmdum hjá Sel- tjarnarnesbæ. — Við reiknum með að þetta séu um 30 milljónir króna, sem við drögum úr álagningu, þannig Núverandi bæjarstjórn Selt jarnarneshæjar, f.v. Njáll Þorsteinsson, Njáll Ingjaldsson, Magnús Er- lendsson, Snæbjörn Ás- geirsson, Sigurgeir Sig- urðsson, Karl B. Guð- mundsson og Vfglundur Þorsteinsson. Seltjarnarnesbær: „Heimildir til skattlagn- ingar ekki nýttar til fufls” að hér er um veruiega fjárhæð að ræða hjá ekki stærra bæjarfélagi en Seltjarnarnesi. Heildaráætlun- in hljóðar aðeins upp á liðlega 400 milljónir króna. Hvernig er þetta hægt? — Einfaldlega með þvi að fara sér aðeins hægar og gera áætlun á nýjan leik, svo sem við byggingar- framkvæmdir við hina nýju heilsugæzlustöð okkar og sund- laugina sem verður reist við íþróttahúsið. Hvernig hafa bæjarbúar tekið þessari ákvörðun? — Almennt vel, þó eru til hóp- ar, sem vilja greiða hærri gjöld um ákveðið árabil til þess að ljúka tilteknum verkefnum og hægja síðan á. Þetfa getur verið mjög erfitt í bæjarfélagi þar sem alltaf eru næg verkefni framundan. Hver eru aðalverkefnin í ár? — Heilsugæzlustöðin er lang- stærsta verkefnið hjá okkur á þessu ári og á því næsta. Aætlað er að steypta upp húsið á V/i ári og um leið hefjast handa um inn- réttingu hluta heilsugæzlu- stöðvarinnar. Líklega verða tón- listarskólinn og bókasafn, sem vera eiga á efri hæð hússins, látin bíða til ársins 1980. Hvað með sundlaugina sem í bígerð er að reisa hér við íþrótta- húsið? — Sundlaugin er fullhönnuð og verður væntanlega næsta verk- efni á eftir heilsugæslustöðinni upp úr 1980. Hvað með gatnakerfi ykkar Seltirninga? — A árinu 1977 var gert sér- stakt átak í makbikun gatna, m.a. til þess að geta sett allt fram- kvæmdafé bæjarins í heilsu- gæzlustöðina á þessu ári, þannig að nú eru um 90% gatna hér frágengnar. Lóðir eru mjög dýrar hér og erfitt hefur verið að fá þær? — Það er rétt að lóðir eru dýr- ar, en fólk er þá um leið að kaupa sig inn í bæjarfélag, sem getur boðið mjög góða þjónustu á öllum sviðum, ennfremur er rétt að taka það fram að byggingarland er sér- lega gott hér á Nesinu, þannig að grunnar húsa eru yfirleitt mjög ódýrir. Er ekki æskilegt að bærinn eigi landið sem hann tekur til skipu- lagningar fyrir íbúðarbyggingar? — Mjög æskilegt með það í huga að fá fram þau not af land- inu sem þjóna bæjarbúum sem bezt, t.d. í sambandi við útivist og opin svæði. Á Seltjarnarnesbær nokkurt land eftir? — Já, í desember s.l. var gengið frá samningi um kaup á Nýjabæ, landi og húsum og í gangi erú viðræður við aðra landeigendur á Nesinu. Ennfremur á bærinn orð- ið landspildur hér og þar, t.d. umhverfis skólann og opinberar byggingar. Þá hefur bærinn eign- ast land undir íþróttasvæði sunn- an Valhúsaskóla. Vegna væntan- legs miðbæjar keypti bærinn Eiði af Reykjavíkurborg 1976. Hvaða verklegar framkvæmdir verða á vegum bæjarins aðrar en bygging heilsugæzlustöðvarinn- ar? — Þó að við segjum að öll áherzlan sé lögð á byggingu stöðvarinnar þá er jafnframt margt annað í gangi, t.d. er fyrir- hugað að leggja slitlag á nokkra göngustíga og bifreiðastæði, steypa gangstéttir við sjö götur og vinna verulega við 'nýbyggingu gatna. Götulýsing er orðin mjög stór þáttur í rekstri bæjarins og er á áætlun að setja varnalega lýsingu við þær sjö götur sem gangstéttir verða steyptar við. Magnus Erlendsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar og Sig- urgeir Sigurðsson bæjarst jóri vió Ifkan, þar sem getur aó Ifta fþrótta- hús bæjarins aó viðbættri fyrirhugaóri sundlaug, hina nýju heilsu- gæzlustöó svo og Valhúsaskóla. Ilinn nýi glæsilegi Valhúsaskóli. Ofan á honum má sjá glerkúlu þar sem st jörnukikirinn er. Hvað með yngstu kynslóðina sem ekki er á skólaaldri? — Seltjarnarnesbær rekur tvo leikskóla er rúma 70—75 börn. Ennþá eru langir biðlistar á þær stofnanir þannig að fljótlega verður hugsað að aukningu. Bær- inn rekur ennfremur tvo gæzlu- velli sem eru mjög vel sóttir. Þessir vellir eru reyndar millistig milli leikskóla og gæzluvalla þar sem unnt er að hafa börnin inni i vondum veðrum. í sumar verða byggðir þrír sérhannaðir leikvell- ir eftir teikningu Trausta Vals- sonar og Kristins Ragnarssonar arkitekta. Aætlaður kostnaður við þessa velli er um 15,5 milljónir króna. «4, Hvernig er ástand skólamála hjá ykkur hér á Nesinu? — Óhætt er að fullyrða að þau mál eru I sérstaklega góðu lagi hér á Seltjarnarnesi, með bygg- ingu Valhúsaskóla varð gjörbylt- ing í þeim efnum, þannig að bæði barnaskóla- og framhaldsnám fer nú fram í einsettum skóla. Und- anfarin ár hefur staðið yfir til- raunakennsla í báðum skólunum, þannig að börnin dvelja lengur í skólanum og búa sig undir næsta vinnudag. Hér starfar stór tónlist- arskóli og námsflokkar. Hvað með tómstundir unglinga á Seltjarnarnesi, eru þau send í Tónabæ? — Sennilega sækja einhverjir unglingar af Nesinu Tónabæ, en i mjög litlum mæli þó. Hér er starf- andi æskulýðsráð sem stendur fyrir fjölbreyttu skemmtana- og tómstundalífi unglinganna ásamt skólanum. Þessir aðilar nýta nú félagsheimilið 2—3 kvöld í viku fyrir margs konar starfsemi auk þeirrar er fram fer í skólunum og í íþróttahúsinu. Hvaða byggingarsvæði hafa að- allega verið í gangi undanfarin ár? — Það ber fyrst að nefna Mel- húsatún sem hefur byggst svo til allt á undanförnum þremur árum, ennfremur hefur byggðin vestan Valhúsahæðar stóraukist. Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að hinni nýju heilsugæzlustöð, að viðstöddum gestum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.