Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1978 Sameiginlegt álit fulltrúa ASÍ og BSRB og fulltrúa 3ja flokka í verðbólgunefnd MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi, sem er sameiginlegt álit fulltrúa Alþýðusambandsins, Bandalags starfsmanna rfkis og bæja og fulltrúa stjórnarand- stöðuflokkanna þriggja I verð- bólgunefnd ásamt sérstökum bók- unum þeirra Kristjáns Thorlaci- usar, formanns BSRB, og Gylfa Þ. Gfslasonar, formanns þingflokks Alþýðuflokksins: Reykjavfk, 8. fehrúar 1978 I þeim tillögum, sem nefndar- formaður hefur lagt fram í verð- bólgunefnd, er gert ráð fyrir beinni riftun kjarasamninga og verulegri almennri kjaraskerð- ingu. Við undirritaðir 5 nefndar- menn: Ásmundur Stefánsson, fulltrúi ASI, Gylfi Þ. Gíslason, fulltrúi þingflokks Alþýðuflokks- ins, Karvel Pálmason, fulltrúi þingflokks Frjálslyndra og vinstri manna, Kristján Thorlacius, full- trúi BSRB, og Lúðvík Jósepsson, fulltrúi þingflokks Alþýðubanda- lagsins, lýsum okkur andvíga slik- um aðgerðum og teljum okkur ekki fært að standa að nefndar- álitinu. Frá undirskrift samninga ASÍ- félaganna og atvinnurekanda eru nú einungis liðnir rúmir 7 mánuð- ir og rétt rúmlega 3 mánuðir frá undirskrift aðalkjarasamnings BSRB og fjármálaráðherra. í þessu sambandi má minna á, að í haustspá Þjóðhagsstofnunar og yfirliti stofnunarinnar um þróun og horfur efnahagsmála i janúar- lok á þessu ári er aukning þjóðar- tekna talin rúmlega 7% árið 1977, en Þjóðhagsstofnun spáði um 5% í áætlun sinni si. vor. Sá rammi, sem stjórnvöld hafa miðað við, hefur þannig reynst rýmri en áð- ur var gert ráð fyrir. Sú ríkis- stjórn, sem sjálf hefur undirritað kjarasamninga fyrir þrem mánuð- um og afgreitt fjárlög fyrir rúm- um mánuði, stefnir nú að riftun samninga. Stefna verður að samfelldum aðgerðum, sem miða að endur- skipulagningu efnahagslífsins, þannig að markmiðunum stöðugu verðlagi, vaxandi kaupmætti og fullri atvinnu sé náð til lengri tíma. Því er brýnt að þær aðgerð- i'r, sem nú verður gripið til, tor- veldi ekki frambúðarlausn þess- ara mála, eins og fram lagðar til- lögúr gera ráð fyrir. Það er skoð- un okkar að þann vanda, sem við er að etja, megi leysa án þess að rifta samningum eða skerða al- menn launakjör. Þá ber að itreka, að grundvallarforsenda þess að sú viðtæka samstaða, sem nauðsyn- leg er, ef lausnin á að koma að varanlegu gagni, er fyrirfram rof- in með aðgerðum af því tagi, sem nú eru boðuð. Það er algjört grundvallaratriði að samningar sem varða kaup og kjör séu haldnir eins og aðrar fjárskuldbindingar i þjóðfélag- inu. Um leið og við leggjum fram meðfylgjandi verðlækkunartil- lögu, leggjum við áherslu á að unnið verði að því m.a. að jafna sveiflurnar í efnahagslífinu, koma skipulagi á fjárfestingar- málin, hrinda fram úrbótum í skipan fjármála ríkis og sveitarfé- laga og bæta fyrirkomulag verð- lagseftirlits. Skammtímalausnin verður að leggja grunn að Iang- tímalausn. Sú tillaga, sem við Þörf marg- víslegra skammtíma- ráðstafana Hér fer á eftir bókun full- trúa Vinnuveitendasambands tslands, Jóns H. Bergs, f Verð- bólgunefnd 8. febrúar: „Mér er Ijóst, að þörf er margvíslegra skammtímaráð- stafana í efnahagsmálum vegna erfiðrar stöðu atvinnu- veganna nú. Stjórnvöld hafa þegar tekið ýmsar mikilvægar og stefnumarkandi ákvarðan- ir, sem að þessu lúta, og tel ég því óhjákvæmilegt, að þau ljúki nauðsynlegum aðgerðum meAvali þeirra leiða, sem bezt teljast fallnar til og falla að því, sem þegar hefur komið til framkvæmda. Ég tel ýmislegt af því, sem fram kemur i 4. og 5. kafla fyrirliggjandi draga að skýrslu „verðbólgunefndar“ geta orðið til mikils gagns og til bóta í meðferð efnahagsmála, en ég tel starf nefndarinnar, að því er snertir langtímamarkmið, ekki komið á það stig, að hún hafi lokið verkefni sínu.“ leggjum hér fram, stefnir að því að hægja á verðbólgunni, án þess að til atvinnuleysis þurfi að koma, þótt Ijóst sé að hér er ekki um að ræða nema skref i átt að lausn málsins til frambúðar. Auk þessara fjárlagaaðgerða verði verslunarálagning lækkuð um 10%, þannig að áhrif verð- lækkunaraðgerðanna á fram- færsluvísitöluna verði sem hér segir: Lækkun verslunarálaKningar 1 'A% Auknar nidurgreiðslur 3% Nióurfelling vöruKjalds 2V4% Lækkun alls 7% Samkomulag 5 fulltrúa í verð- bólgunefnd er þannig byggt á því grundvallaratriði að ekki verði hróflað við kjarasamningum, full atvinna haldist og dregið verði úr verðbólgu með verðlækkunarað- gerðum. Um hinn sérstaka vanda út- flutningsatvinnuveganna gerum við ekki tillögur hér, þar sem ljóst er að gengislækkun er þegar ákveðin. Sú ákvörðun knýr enn á um að gengið sé til verðlækkunar- Alls: 12.100 aðgerða af því tagi, sem hér er gerð tillaga um. Asmundur Stefánsson Karvel Pálmason Gylfi Þ. Gfslason Kristján Thorlacius Lúðvfk Jóspesson — 0 — Við, sem erum fulltrúar ASÍ og BSRB, tökum fram, að samtök okkar eru reiðubúin að eiga við- ræður við ríkisstjórnina á grund- velli þessara tillagna. Ásmundur Stefánsson Kristján Thorlacius — 0 — Til viðbótar þeim yfirlýsingum og tillögum, sem ég stand að, ásamt fjórum öðrum nefndar- mönnum i verðbólgunefnd, vil ég taka fram eftirfarandi: Ein af meginorsökum hinnar hröðu verðbólguaukningar á síð- ari árum er, að mínum dómi, óhagkvæm og skipulagslaus fjár- festing á vegum hins opinbera og annarra aðila í þjóðfélaginu. Þessari öru fjárfestingu hefur fylgt óhóflega og stórvarasöm skuldasöfnun erlendis. Ég tel að jafnframt því sem gerðar eru ráðstafanir til lagfær- ingar á skipulagi fjárfestinga- mála til lengri tíma, sé rétt að hefjast handa þegar á þessu ári og hægja nokkuð á fjárfestingu, sem unnt er að fresta, jafnvel þó þörf sé. Kristján Thorlacius — 0 — Gylfi Þ. Gislason tekur eftirfar- andi fram: Eg er i meginatriðum sammála þeim hugmyndum, sem settar eru fram í 4. og 5. kafla skýrslunnar varðandi umbætur i stjórn efna- hagsmála og skipulegt samráð aðilanna á vinnumarkaðinum og stjórnvalda, sem stuðlað gæti að varanlegum árangri í viðureign- inni við verðbólguna. Varðandi hugmyndir þær, sem settar eru fram í 3. kafla um efnahagsráðstafanir nú, er ég aðili að framangreindum tillög- um, og tel ríkisstjórnina eiga þegar i stað að taka upp viðræður við aðila vinnumarkaðsins og bændasamtakanna á þeim grund- velli. Ef ekki næst samstaða um þess- ar ráðstafanir, en í Ijós kæmi, að rikisstjórnin vildi virða gerða kjarasamninga, m.a. með því að draga úr rekstrarútgjöldum rikis- ins og opinberum framkvæmdum, eins og gert er ráð fyrir í dæmi II i 3. kafla, og ef bændasamtökin gætu ekki fallizt á lækkun út- flutningsbóta, mæli ég með því, að framkvæmdar verði þær að- gerðir, sem felast i dæmi 2, með þeirri breytingu, að I stað tekju- skattshækkunar og útsvarshækk- unar komi heimild til sveitar- félaga til þess að hækka aðstöðu- gjald á atvinnurekstur, enda gætu þau dregið úr framkvæmdum sin- um, ef þau telja hækkun aðstöðu- gjaldanna varhugaverða. Gylfi Þ. Gfslason Verðbólgunefnd að störfum. Verðlækkunarleið Fjáröflun: 1. 10% hækkun á skatti félaga auk 5% skyldusparnaðar 2. Veltugjald á sama skattstofn og aðstöðugjöld 3. Lækkun rekstursgjalda ríkisins 4. Utflutningsuppbætur, sem færast á niðurgreiðsl. 5. Áhrif aðgerðanna á rikissj. 6. Hækkun tekna ríkisins v/betri innheimtu söluskatts v/breyt. á tekjusk. 7. Sala spariskírteina m.kr. 900 4300 1500 1000 2000 1000 2000 Alls: 12.700 Ráðstöfun: 1. Vörugjald fellur niður 2. Niðurgreiðslur auknar 3. Leiðrétting á forsendum fjárlaga (en skv. upplýsingum Þjóðhagsstofnunar er óhjákvæmi- legt að afla þessara tekna, þar sem fjárlaga- forsendur hafa reynst rangar) m.kr. 6800 3200 Álit meirihluta Verðbólgunefndar: Famar verði leiðir sem leggi grunn að bættri efnahagsstefnu Hér fer á eftir álit meirihiuta Verðbólgunefndar, Jóns Sigurðssonar, Guðmundar G. Þórarinssonar, Halldórs As- grímssonar, Jóhannesar Nor- dal, Jónasar H. Haralz og Olafs G. Einarssonar. „Við erum í meginatrióum sammála um tillögur þær og ábendingar um umbætur i stjórn efnahagsmála og skipu- legt samráð aðilanna á vinnu- markaðnum og stjórnvalda, sem stuðlað gæti að varanleg- um árangri í viðureigninni við verðbólguna, sem settar eru fram í 4. og 5. kafla skýrslunn- ar. Við teljum einnig að brýn þörf sé fyrir ákveðnar aðgerðir í efnahagsmálum þegar í stað, og jafnframt sé mikilvægt, að við lausn á hinum aðsteðjandi efnahagsvanda séu farnar leiðir, sem leggi grundvöll að bættri efnahagsstefnu á næstu árum. 1 aðalatriðum er um tvær leiðir að velja til lausnar þess- um stundarvanda: 1. Að fylgja þeirri meginhug- mynd sem sett er fram i dæmi 2 í 3. kafla skýrslunnar og lýsa mætti sem samdráttar- og niðurfærsluleið gegn verð- bólgu, að afstaðinni óhjá- kvæmilegri gengislækkun um nálægt 10% þegar í stað, en gerðir kjarasamningar haldist óbreyttir. 2. Að fylgja þeirri meginhug- mynd, sem sett er fram í dæmi 5 í 3. kafla skýrslunnar og lýsa mætti sem málamiðlunarleið gegn verðbólgu, að afstaðinni um það bil 15% gengislækkun þegar í stað, samhliða nokkurri skerðingu verðbótaákvæða gildandi kjarasamninga auk hliðarráðstafana á sviði ríkis- f-jármála og lánamála. Eins og nú er ástatt í efna- hagsmálum teljum, við þá meginhugmynd, sem fólgin er í málamiðlunarleiðinni, sem lýst er í fimmta dæminu (nánar til- tekið dæmi 5b) í lokagrein 3. kafla sé skárri kostur, þegar tekið er tillit til sem flestra markmiða i efnahagsmálum. í þessu felst fyrst og fremst ábending um aðalatriði nauð- synlegra aðgerða en ekki um framkvæmd þeirra í einstökum greinum. í þessu efni skiptir miklu máli, að ekki sé gengið lengra í mildandi ráðstöfunum á sviði rikisfjármála en raun- verulegur grundvöllur er fyrir. Að öðru leyti vísum við til þess sem segir í niðurlagi 3. kafla: „að fimmta leiðin komist næst farsælli lausn, þótt á henni megi sjá ýmsa agnúa. Aðalatriðið er, að snúizt verði ákveðið og afdráttar'aust við verðbólgu- og jafnvægisvanda þjóðarbúsins. Hér er ekki valið milli þægilegra kosta, en velja þarf skjótt og með ákveðnum hætti milli kostanna fjögurra þ.e. hvort fara skuli samdrátt- ar- og niðurfærsluleiðina, launastöðvunarleiðina eða leið gengislækkunar með stöðvun eða skerðingu verðbóta. Vandinn er sá að kjósa þá leið, sem viðunandi árangur næst eftir frá efnahagslegu sjónarmiði án þess að valda svo kröftugu afturkasti í næstu kjarasamningum, að upp sé vakin enn á ný kröpp verð- bólgualda. Það er skammgóður vermir að draga snögglega úr verðbólguhraðanum á árinu 1978, ef af aðgerðum til við- náms gegn verðbólgu að þessu sinni hlýzt enn aukin verðbólga síðar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.