Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 17 Álit fulltrúa Stéttarsambans bænda: Viðbótarráð- stafanir fyrir landbúnaðinn HÉR fer á eftir álit fulitrúa Stéttarsambands bænda I Verð- bólgunefnd, Gunnars Guðbjarts- sonar: „Ég undirritaður tel nauðsyn- legt og óhjákvæmilegt að gerðar verði efnahagsráðstafanir til að draga úr verðbólgu og tryggja rekstur atvinnUveganna og at- vinnuöryggi launþega. í trausti þess að tekið verði tillit til ábendinga stjórnar Stéttarsam- bands bænda um þetta efni, sem hér fylgja með, mæli ég með ráð- stöfunum þeim, sem gert er ráð fyrir í dæmi 5 I tillögum formanns nefndarinnar með frávikum þeim er felast í áður- nefndum fyrirvara og viðbótar- ráðstöfunum fyrir landbúnaðinn svo hagur hans verði tryggður." Samþykkt stjórnar stéttarsam- bands bænda: „Stjórn Stéttarsambands bænda telur nauðsynlegt að gerðar verði efnahagsráðstafanir bæði til að draga úr verðbólgu og eins og ekki sfður til að tryggja rekstur atvinnuveganna og at- vinnuöryggi í landinu. Stjórn Stéttarsambandsins get- ur því eftir atvikum fallist á 10—15% gengisfellingu nú, enda verði gerðar hliðarráðstafanir til að milda áhrif gengisfellingar á kjör þeirra lægstlaunuðu, svo sem bænda. Lögð er áhersla á eftirtalin atriði: 1. Ekki verði lagðar hömlur á hækkun búvöruverðs til bænda vegna hækkaðs verðs aðfanga, svo sem kjarnfóðurs, áburðar o.fl. 2. Sérstök áhersla er lögð á lækkun útsöluverðs á búvörum með þvf að söluskattur af kinda- kjöti verði felldur niður eða hann verði endurgreiddur og niður- greiðslur auknar. 3. Verði lagðar hömlur á kaup- gjaldshækkanir mismunandi eftir launafjárhæð, komi skýrt fram hvort miað er við tímakaup dag- vinnu, tímakaup miðað við tiltek- inn vinnutíma eða heildarfjárhæð mánaðarlauna án tillits til tíma- fjölda sem unninn er. 4. Stjórn Stéttarsambandsins telur vaxtahækkun umfram það sem orðið er varasama fyrir atvinnuvegi landsmanna og getur ekki mælt með þeirri leið né heldur verulegum samdrætti lánsfjár í krónutölu frá síðasta ári hjá stofnlánasjóðum atvinnuveg- anna. Stjórnin leggur áherslu á lögfestingu frumvarps um breyt- ingu á Iögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins sem nú er hjá ríkisstjórn. 51 Lögð er áhersla á nauðsyn þess að gæta aðhalds i ríkisrekstri og þá helst 'á þahn veg að dregið verði úr útgjöldum viþ rgkstur einstakra rfkisstofnáná Óg banka með bættu skipulagi og áukínm Vinnuhagræðingu. Ekki er mælt með samdrætti í samgöngumál- um. Talið er rétt að athuga mögu- leika á að fresta riýjum virkjunar- framkvæmdum. Mælt er með því að draga úr erlendum lántökum svo sem frekast er fært. 6. Ýmis atriði um stjórn fjár- festingarmála og fjármálastjórn eru í skýrslu formannsins með þeim hætti að stjórn Stéttarsam- bands bænda getur ekki fallist á þau. Mjög er óljóst hvað átt er við n með arðsemismati framkvæmda og einkum þegar langtímasjónar- mið eru höfð í huga, vegna síbreytilegra aðstæðna í fram- leiðslu og markaðsþróun. Eftir at- vikum er unnt að fallast á rýmk- un bindiskyldu sparifjáraukning- ar við Seðlabanka Islands um 5% fari sparif jármyndun yfir ákveðið mark, enda verði ekki horfið frá því að Seðlabankinn veiti afurða- lánin til atvinnuveganna og þau aukin frá þvf sem nú er. 7. Stjórn Stéttarsambands bænda telur að skilgreina þurfi skýrt hvaða félög eru skattskyld eða skyldug til að binda fé í sparnaði sbr. tillögu formanns nefndarinnar um það efni. Hún telur ekki rétt að stéttarfélög né menningarfélög eigi né geti fallið . undir þann flokk. Þar er t.d. átt við ungmennafélög, kvehfélög, búnaðarfélög, búnaðar- og ræktunarsambönd og stéttarfélög hverskonar. 8. Nauðsynlegt er að gerðar verði sérstakar ráðstafanir til að- stoðar skuldugum bændum, svo þeir ekki verði neýddir til að hætta búrekstri, ef þrengt er að kjörum allra þegna með efnahags- ráðstöfunum þeim sem framund- an eru. Þetta er sérstök nauðsyn þar sem fjármagnskostnaður í bú- vöruverði er alls ófullnægjandi. 9. Gengismunur af landbúnað- arvörum falli til landbúnaðarins svo sem venja hefur verið. 10. Rétt þykir að vekja athygli á þeim mun sem nú er á tolla- og söluskattsgreiðendum af vélum og tækjum til landbúnaðarins f samanburði við aðrar atvinnu- greinar. 11. Augljóst er að þær efna- hagsráðstafanir sem um er rætt í tillögum formannsins og meiri hluta verðbólgunefndar muni ekki leysa nema að litlu leyti sölu- vandamál landbúnaðarins á þessu ári. Því mun þurfa viðbótarráð- stafanir fyrir landbúnaðinn svo hlutur bænda haldist 'í ekki lak- ara hlutfalli við aðrar stéttir en verið hefur. En vegna þess hve kjör bænda hafa verið knöpp að undanförnu þyrfti hlutur bænda að batna hlutfallslega miðað við aðra í þjóðfélaginu og skorar stjórn Stéttarsambands bænda á ríkisstjórnina að gera ráðstafanir í þá veru í samráði við stjörn Stéttarsambands bænda. Samþykkt á fundi stjórnar Stéttarsambands bænda 7. febrú- ar 1978. F.h. Stéttarsambands bænda Gunnar Guðbjartsson I I I I ■ I I I ■ I ■ I I ■ I Rafsuða á sveifarása og öxla Með fullkomnum tækjaútbúnaði getum við nú boðið upp á nýja þjónustu í fyrsta sinn á íslandi. Við rafsjóðum málm á illa úrbrædda sveifarása úr járni ög stáli með sérstakri rafsuðuaðferð og síðan er ásinn renndur í rennibekk. Unnt er með þessari aðferð að ná sömu hörku málminum á legufleti og er í ásinum sjálfum. Rafsoðið er á alla sveifarása úr þenzin- og dieselvélum og einnig ýmis konar öxla. Traust og varanleg viðgerð sem sparar stórfé. Rafsuða (fullkomin aðlögun) 1. Urbræddur leguflötur 2. Rafsoðinn leguflötur 3. Fullunninn og renndur leguflötur Þ. Jónsson & Co. SKEIFUNNI 17 REYKJAVÍK SÍMAR: 84515/ 84516 Útgerðarmenn — skipstjórar Vorum að fá stóra sendingu af hinum viðurkenndu <EB> gúmmíbjörgunarbátum. STÆRÐIR: 6 — 8 — 10 og 12 manna ítösku eðahylki Athugið verð og greiðslukjör. ÓI AflJR GÍSIASON 1 CO. Mf. SUNDABORG 22 - SlMI 84800 - 104 REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.