Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1978 Kambódíumenn segjast hafa unnið stórsigur Bankok, 8. feb. Reuter. AP. KAMBÓDÍUSTJÓRN full- yrti í dag að herir landsins hefðu fellt og sært hundr- uð víetnamskra hermanna í einni mestu orrustu sem háð hefði verið hingað til á landamærum Kambódíu og Víetnams. Átökin urðu um 80 kílómetra frá höfuðborg Kambódíu, Phnom Phen, við ána Bassac. í frétt frá útvarpinu í Phnom Phen segir að 30 víetnamskir skriðdrekar hafi tekið þátt í orrustunni og að Kambódíumenn hafi eyðilagt 17 þeirra. Þá segir, að Mig- orrustuþotur og þyrlur hafi einn- ig stutt Vietnama. Ekki er getið um manntjón Kambódíumanna en 'sagt, að Víetnamar hafi misst mörg hundruð menn, fallna og særða. Atökin eiga að hafa átt sér stað undanfarna þrjá daga. Kambódíustjórn sagði einnig að átökin sýndu, að Víetnamar væru ekkert á þeim buxunum að semja frið, þó að þeir töluðu mikið um friðarsamninga. „Þó svo Víetnam- ar tali um samningaviðræður og lofi öllu fögru, þá er sannleikur- inn sá, að herir þeirra halda áfram bardögum f Kambódíu og fremja þar villimannlega stríðs- glæpk“ Víetnamar hafa tilkynnt að bar- dagar hafi skollið á Kaoh Thom- svæðinu í Víetnam, og herma fregnir þaðan að herir landsins hafi fellt 1.000 Kambódíumenn, sem réðust inn í landið. Frétta- skýrendur telja þó, að hér sé um að ræða sömu átökin og Kambódíumenn hafi skýrt frá, og að vel geti verið að bardögum þar sé enn ekki lokið. A sunnudag lýsti stjórn Víet- nams því yfir, að hún væri fús til að koma á vopnahléi, svo friðar- viðræður gætu hafizt. Vilja Víet- namar að tíu kílómetra hlutlaust belti verði á mílli landanna, og að hlutlaus aðili sjái um að friður sé Hafez Assad fer til Moskvu í næstuviku Damaskus. 8. febr. AP. HAFEZ Assad, forseti Sýrlands, fer til Moskvu I næstu viku að því er opinberar sýrlerizkar heimildir greindu frá I dag. Þetta er fyrsta heimsókn Assads til Moskvu sfð- an Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti hóf frumkvæði sitt um frið I Miðausturlöndum. Heimildir AP- fréttastofunnar segja að eftir að heimsókn Sýrlandsforseta lýkur muni næstæðsti maður Libýu, Abdul Salam Jalloud, koma þang- að. Vestrænir sérfræðingar telja þessar heimsóknir í tengslum við fréttir um að Libya hafi lofað Sýrlendingum tveggja milljarða dollara hernaðar- og efnahagsað- stoð. Segja þessar heimildir að nást hafi samkomulag um þetta atriði á Alsír fundinum i fyrri viku. Vestrænar heimildir eru þeirrar trúar að framlag Libyu verði notað til að festa kaup á meira af sovézkum vopnum og hergögnum fyrir sýrlenzka her- inn, en hann er að miklu leyti búinn sovézkum vopnum. Fréttirnar um væntanlega för Assads til Sovétríkjanna voru birtar er Sýrlendingar eru að endurkjósa Assad i forsetakosn- ingum. Hann er talinn munu fá mikið atkvæðamagn og ber þar hvort tveggja það til að hann er einn í kjöri og að mjög mögnuðum áróðri hefur verið haldið uppi í Sýrlandi síðustu vikurnar í þá átt að Sýrlendingar fylki sér einhuga að baki forseta sínum og sýni þar með í verki andúð sína á aðgerð- um Sadats Egyptalandsforseta. Assad fór síðast til Moskvu fyr- ir tæpu ári, eða í apríl 1977, skömmu áður en hann hitti síðan Carter Bandaríkjaforseta i Genf. Frankinn á uppleið í’drfs, 8. febrúar. Heuter, AP. GENGI franska frankans var á uppleið á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í dag á nýjan leik, en undanfarna daga hefur frankinn átt erfitt uppdráttar vegna þeirr- ar óvissu sem ríkir um úrslit frönsku þingkosninganna i næsta mánuði. Frakklandsbanki keypti franka fyrir um 200 milljónir dollara í síðustu viku til að sporna við falli frankans, en ríkisstjórn Barres hefur ákveðið að gera sitt bezta til að halda uppi gengi gjaldmiðilsins. haldinn. Hafa þeir sent Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, bréf og beð- ið hann um stuðning við tillögur sínar. Thailendingar sögðu í dag, að 100 kambódískir hermenn hefðu gert árás á iögregluvarðstöð á landamærum Thailands og Kambódfu og brennt til grunna tíu hús. Segir í fréttinni að árásin hafi verið brotin á bak aftur níu klukkustundum sxðar. Þetta voru fyrstu átökin á landamærum ríkjanna síðan lönd- in urðu sammála um að færa sam- búð ríkjanna í eðlilegt horf í síð- ustu viku. I kínverska dagblaðinu „Dag- blaði alþýðunnar" sem út kom á mánudag, eru stjórnvöld í Sovét- ríkjunum gagnrýnd fyrir afstöðu þeirra til landamæradeilna Vfet- nams og Kambódíu. Segir í grein- inni að tilraun Sovétmanna til að eyðileggja sambúð nágrannaríkj- arina sé liður í áætlun þeirra um að ná yfirráðum yfir allri Suð- austur-Asíu. Þá er í blaðinu haft eftir grísku dagblaði, „að aðeins heimsvaldasinnar og þá einkum endurskoðunarsinnar geti glaðzt yfir átökum Kambódíu og Víet- nams, en áform h'eimsvaldasinn- anna muni falla um sig sjálf. Allir sannir vinir landanna voni að þau hætti bardögum og semji frið vegna virðingar þeirra fyrir frelsi og sjálfstæði hvors annars.'1 FRÁ NORÐUR-lRLANDI — Myndin var tekin á sex ára afmæli „svarta sunnudagsins", þegar 13 menn I mótmælagöngu voru drepnir I Londonderry. A myndinni má sjá einn af liðsmönnum IRA, hins ólöglega frska lýðveldishers, standa I götuvfgi með nýtt vopn hersins, sjálfvirka vélbyssu. Fram hjá götuvfginu gengur fók sem er að minnast þeirra sem létust á sunnudeginum svarta árið 1972. Feðgin drepin á N-írlandi Maghera, N-trlandi, 8. febr. AP. FERTUGUR Iri og ellefu ára gömul dóttir hans létust I dag þegar sprengja sprakk er hafði verið komið fyrir við bfl hans. 1 bflnum var og átta ára gamall sonur mannsins og slasaðist hann alvarlega. Maður þessi William Gordon hafði nýlega látið skrá sig til sjálfboðaþjónustu f varnarliði Ulsters og er þetta annar varðlið- inn sem drepinn er á einum sólar- hring. Samkvæmt fréttum lögreglunn- ar virðist sem meiri ólga sé nú á Norður írlandi en um hrfð og gæti verið að IRA léti á næstunni meira að sér kveða. Hryðjuverkin síðustu sólarhringa eru rakin til liðsmanna IRA. Stjórnarandstaðan í Portúgal mótmælir Lissabon, 8. febr. AP. Reuter. Assad KOMMÚNISTAR og sósíal- demókratar í portúgalska þinginu héldu í dag uppi Rússneska flensan komin til V-Þýzkalands Berlín, 8. febr. AP RÚSSNESKA inflúensan er nú farin að stinga sér niður í Vestur-Berlín og í Vestur-Þýzkalandi að því er talsmaður v-þýzkra heil- VEÐUR víöa um heim Amsterdam 1 hvasst Aþena 13 skýjað Berlln 1 snjókoma Brussel 5 skýjaS Chicago + 6 skýjað Kaup- mannah. + 1 sólskin Frankfurt 4 snjókoma Genf 1 þungbúið Jóhannesarb 26 sólskin Lissabon 16 sólskin London 6 skýjaS Los Angeles 17 rigning Madrid 13 sólskin Moskva + 6 skýjaS New Vork + 1 bjart Ósló + 5 bjart Paris 6 hálfskýjað Rómaborg 6 sólskin San Francisco 16 rigning Stokkhólmur +3 skýjað Tel Aviv 18 skýjað Tokló 10 skýjaS Vancouver 11 rigning VFnarborg 0 snjókoma brigðisyfirvalda skýrði frá í dag, miðvikudag. í Austur-Þýzkalandi hafði verið frá því greint að þar væri flensan að byrja að herja á og áður höfðu borizt fréttir um inflúensu þessa í Tékkó- slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu. Vestur-þýzkir embættismenn innan heil- brigðisstjórnarinnar sögðu að flensan væri svipaðrar gerðar og hefðu verið al- gengt milli 1947 og 1957 og gæti því verið að fólk sem komið væri yfir 24 ára ald- ur væri ónæmt fyrir veik- inni. hörðum árásum á efna- hagsmálafrumvarp hinnar nýju stjórnar Soaresar for- sætisráðherra, en frum- varpið kom til fyrstu um- ræðu í dag. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði rætt samfleytt í fjóra daga. Leiðtogar kommúnista og sósíaldemókrata réðust harkalega á stjórnina sjálfa og þá flokka sem að henni standa, en Diego Freitas do Amaral, leiðtogi flokks miðdemókrata, sem sæti á í þess- ari ríkisstjórn, svaraði ásökunum stjórnarandstæðinga. Hann sagð- ist ekki vera í neinum vafa um að stjórnin gæti tekið á vandamálun- um af festu og að þjóðin mundi veia henni stuðning til þess. Búizt er við að atkvæði verði greidd um frumvarp stjórnarinn- ar um helgina og er fastlega búizt við, að það hljóti samþykki, enda hafa stjórnarflokkarnir tveir drjúgan meirihluta á þingi. Umræðurnar í þinginu í dag urðu mjög háværar á tímabili og forseti þingsins, Vasco da Gama Fernandes, hótaði að slíta þing- fundi þegar verst lét. Mikil há- reysti vaxð f þingsalnurri þegar Pato, talsmaður kommúnista, sak- aði do Amaral um að hafa verið inn undir hjá einræðisstjórninni sem steypt var af stóli í Portúgal fyrir fjórum árum. Aðdáendur fótboltamanna börðust Liverpool. 8. febr. Reuter. RÖSKLEGA fimmtlu manns slös- uðust og 27 voru handteknir þeg- ar slagsmál brutust út milli tveggja andstæðra fylkinga, ann- ars vegar aðdáenda knattspyrnu- manna brezka liðsins Liverpool og hins vegar Arsenal, eftir leik milli liðanna I gærkvöldi. Liverpool vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu og sættu áhangendur Arsenal sig ekki við sigurvfmu Liverpool- aðdáenda og brátt logaði allt I slagsmálum með fyrrgreindum afleiðingum. Þetta gerðist Þetta gerðist 9. febrúar. 1977 — Tilkynnt er að Sovét- rfkin og Spánn ætli að taka upp fullt stjórnmálasamband, en þau slitu því þegar Franco tók völdin á Spáni 1939. 1975—Tveir sovézkir geim- farar snúa heilu og höldnu aft- ur til jarðar eftir að hafa verið í geimfari á braut umhverfis jörðu f 30 daga. 1973 — Bretland og Frakk- land viðurkenna formlega Austur-Þýzkaland. 1971 — Jarðskjálfti á svæð- inu í kringum Los Angeles í Bandarfkjunum verður 64 að bana. 1967 — Tilkynnt er að um 100 hafi farist í jarðskjálfta í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu. 1965 — Um 2.000 manns gerá aðsúg að bandarfska sendiráð- inu í Moskvu vegna hernaðar- íhlutunar Bandarfkjanna i Víetnam. Aðgerðunum stjórn- uðu kinverskir og víetnamskir námsmenn. 1963 — Sovétmenn sleppa erkibiskupnum af Lvov úr haldi eftir 18 ára fangelsisvist. 1959 — Bandarikjastjórn samþykkir að veita löndum f Indókina hernaðaraðstoð. 1957 — Japan og Pólland taka upp fullt stjórnmálasam- band. 1941 — Þýzkir herir undir stjórn Rommels koma til Norður-Afriku frá Italíu. 1934 — Rúmenia, Grikkland, Júgóslavía og Tyrkland undir- rita Balkansáttmálann. 1929 — Rússland, Eistland, Lettháen, Pólland og Rúmenía skrifa undir friðarsamninga. I dag éiga afinæli: Leander Starr Jameson, suður-afrískur stjórnmálamaður (1853—1917), Anthony Hope Hawkins, brezkur skáldsagna- höfundur (1863—1933), frú Patrick Campbell (Beatrice Tanner), brezk leikkona (1865—1940). Hugleiðing dagsins. „Það versta við rifrildi er það að þú manst alltaf eftir þvf að ýfa upp gömul sár.“ (Önafngreint).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.