Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 22
22— l-I —I —........— ii(iii(u:xm,At)rí.), KiMMTi;i)A(:i;K 9. kkiíkuah iotx — Allt gengur á afturfótunum Framhald af bls. 2 varð lokastaðan þessi Hvítt Margeir Kh7, Df7, a6 Svart Jón Kb3 Það áttu fæstir von á að norska alþjóðameistaranum Ögaard myndi takast að vinna tékkneska stórmeistar- ann Smejkal, en sú varð samt raunin á Ögaard sem hafði hvítt lék mjög skyn- samlega í byrjuninni og fór svo að hann vann peð af af Smejkal og hægt og Öítandi þrýsti hann á, eða þar til að Smejkal sá sér vænstan kostinn að gefa skákina eftir 52 leiki — ASI og VSI Framhald af bls. 2 Sambandið hefði að vísu átt fulltrúa í Verðbólgunefndinni og fengið að fylgjast með framvindu mála innan hennar, svo og hefði ríkisstjórnin rætt v.ð fulltrúa Alþýðusambandsins um einstök atriði en hins vegar hefði Al- þýðusambandið ekki haft neitt um það að segja hvaða leið til lausnar verð- bólguyandanum yrði valin né fengið frekari upplýsingar þar að lútandi Að visu hefði verið ýjað að þvi að svo- nefnd leið 5 (málamiðlunarleið sem nefnd er í skýrslu verðbólgunefndar- mnar) kæmi helzt til greina en Björn sagði að í augum verkalýðshreyfingar- innar væri þar alls ekki um neina málamiðlunarleið að ræða Hún væri raunar í 5 þáttum, ocfhvort ríkisstjórn- in hygðist gripa til þeirra allra eða hugsanlega sækja einhver atriði í aðrar leiðir eða valkosti kvaðst Björn ekki hafa hugmynd um og raunar ekki vita hvort ríkisstjórnin sjálf væri búm að taka afstöðu í því efni Þá hafði Mbl einnig samband við Jón H Bergs. formann Vinnuveitenda- sambands íslands, en hann vísaði til yfirlýsingar framkvæmdastjórnar VSÍ sem afhent var fulltrúum ASÍ á fundin- um í gær, en hún er svohljóðandi Vinnuveitendum er Ijóst að til þess að forða stöðvun framleiðslufyrirtækja og þar af leiðandi stórfelldu og fyrir- sjáanlegu atvinnuleysi eru skjótar og róttækar aðgerðir í efnahagsmálum nauðsynlegar Vinnuveitendasamband íslands er í grundvallaratriðum andvígt því, að ríkisvaldið hafi úrslitaáhrif á gerð eða framkvæmd kaup- og kjarasamninga, þótt oft hafi til þess komið Þróun kaupgjalds og verðlags hefir hins vegar orðið slik á síðustu mánuð- um að viðurkennt er af öllum, þar með forystumönnupi launþegasamtakanna. að efnahagsaðgerða sé þörf til að forða vandræðum Ríkisvaldinu er ávallt rétt og skylt að hafa forystu um að reyna að fmna leiðir til að forðast efnahagsöngþveiti Slikar aðgerðir hafa á undanförnum áratug- um verið framkvæmdar undir svipuð um kringumstæðum og nú með beinni þátttöku og tilstuðlan allra stjórnmála- flokka í landinu Vinnuveitendasambandið hefir enn ekki fengið vitneskju um. nema hluta þeirra efnahagsaðgerða, sem stjórn- völd boða að gerðar verði nú á næstu dögum og getur því e«gi tekið endan- lega afstöðu til þeirra, en á fundi samningsaðila nú ídag afhentu full trúar Alþýðusambands íslands Vinnu- veitendasambandi íslands tillögur sin- ar. B S R B o fl að skammtimalausn í efnahagsmálum í þeim eru m a gerðar tillögur um stórfelldar auknar álögur á atvinnureksturinn. Vinnuveitendasambandi íslands tel- ur að samþykkt þeírra tillagna myndi Stórlega auka þann vanda sem þeim er ætlað að leysa og er því of langt bil á milli hugmynda aðila vinnumark aðarins til þess að þeim einum sé með skjótum hætti fært að gera tillögur um lausn hins bráða vanda — íþróttir Framhald af bls. 39 þó. hvernig hægt verður að leggja blessun fyrir framkomu þeirra, og það af mörgum ástæðum Jafnframt þarf að hugleiða rétt annarra félaga, vegna mikilla útgjalda sem þau hafa þegar orðið fyrir af þátttöku Dalvíkinga i deildinni í vetur. en þau hafa flest þegar farið norður. ferðir, sem nú gilda einu, nema Eyjaliðið Þór. sem „keypti" útileik sinn og slapp ódýrt, vegna góðr- ar heimaaðstöðu — Abendingar Framhald af bls. 40 Ábendingum þessum er lýst i all- löngu máli í fjórða kaflanum í fimmta kafla er gerð grein fyrir nauðsyn sam- ræmdrar stefnu í efnahagsmálum til hokkurra ára í senn og lagt til, að komið verði á fót fastri samvinnunefnd stjórnvalda og hagsmunasamtaka, sem fjalli um þessa stefnumótun í lok þriðja kafla eru sett fram fjögur dæmi um hugsanleg úrræði til þess að hamla gegn verðbólgu á þessu ári og stuðla að jafnvægi i þjóðarbúskapnum, tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveg- anna og þar með atvinnuöryggi Meginleiðirnar fjórar. sem dæmin lýsa og um er að velja í þessu efni, mætti nefna svo 1) Samdráttarleið, en í henni felst fyrst og fremst það að beita fjármála- og lánamálatækjum hins opinbera í aðhaldsátt og til beinnar verðlækkunar án afskipta af gerðum kjarasamning- um 2) Launastöðvunarleið, sem treyst- ir fyrst og fremst á launastöðvun til þess að draga úr verðbólgu og þar með úr kostnaðarhækkun hjá atvinnu- vegunum 3) Gengislækkunarleið, sem treyst- ir fyrst og fremst á það að lækka gengið verulega í einu skrefi til þess að tryggja rekstrargrundvöll útflutningsat vinnuvega og jafnvægi í utanríkisverzl- un, en á niðurfellingu verðbóta á laun til þess að hamla gegn verðbólgu auk strangra aðhaldsráðstafana á sviði lánamála 4) Málamiðlunarleið, sem treystir á nokkra gengislækkun og takmörkun verðbóta auk fjármála- og peninga- málaráðstafana í öllum leiðunum fjórum er einhver gengislækkun þegar í stað talin nauð- synleg Dæmin sýna gengislækkun frá skráðu gengi 3 febrúar 1978 frá 8% til 10% upp i 20%, í þeim felst einnig nokkur skerðmg kaupmáttar frá því. sem að er stefnt með gildandi kjara- samningum. minnst í samdráttar/nið- urfærsluleiðinni, en mestí launa- stöðvunar- og gengislækkunarleið- unum í málamiðlunarleiðinni er að því stefnt að halda í aðalatriðum þeim kaupmætti. sem var að meðaltali á árinu 1977 Telja verður. að brýn þörf sé fyrir ákveðnar aðgerðir í efnahagsmálum þegar í stað, og jafnframt sé mikil- vægt, að við lausn á hinum aðsteðj- andi efnahagsvanda séu farnar leiðir, sem leggi grundvöll að bættri efna hagsstefnu á næstu árum í aðalatrið- um er um tvær leiðir að velja 1 Að fylgja þeirri meginhugmynd sem sett er fram í Dæmi 2 i þriðja kafla skýrslunnar og lýsa mætti sem sam dráttar- og niðurfærsluleið gegn verð- bólgu, að afstaðinni óhjákvæmilegri gengislækkun um nálægt 10% þegar í stað. en gerðir kjarasamningar haldist óbreyttir 2 Að fylgja þeirri meginhugmynd, sem sett er fram í Dæmi 5 i þriðja kafla skýrslunnar og lýsa mætti sem mála- miðlunarleið gegn verðbólgu, að af staðinni um það bil 1 5% gengislækk- un þegar í stað. samhliða nokkurri skerðingu verðbótaákvæða gildandi kjarasamninga auk hliðarráðstafana á sviði ríkisfjármála og lánamála Eins og nú er ástatt í efnahagsmál- um verður að álita, að sú meginhug- mynd. sém fólgin er í málamiðlunar- leiðinni. sem lýst er í fimmta .dæminu (nánar tiltekið Dæmi 5b) i lokagrein priðja kafla sé skárri kostur. þegar tekið er tillit til sem flestra markmiða i efnahagsmálum í þessu felst fyrst og fremst ábending um aðalatriði nauð- synlegra aðgerða en ekki um fram kvæmd þeirra í einstökum greinum í þessu efni skiptir miklu máli, að ekki sé gengið lengra í mildandi ráðstöfunum á sviði ríkisfjármála en raunverulegur grundvöllur er fyrir — Óvíst um vopnasölu Framhald af bls. 1. Egyptalandi þau vopn sem um væri beðið. Fyrirhugað hafði ver- ið að Sadat ætti einnig fund með Kurt Waldheim framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna i New York, en þeim fundi varð að af- lýsa vegna snjóþyngslanna í New York. Sadat og Waldheim rædd- ust í staðinn við í síma drjúga stund. í Genf lýsti Begin forsætisráð- herra ísraeis yfir því að vopna- ■sala Bandarikjanna til Egypta- lands ef einhver yrði mundi hafa mjög óheppileg áhrif á friðarum- leitanir í Miðausturlöndum. Hann sagði einnig á fundi með frétta- mönnum í sömu borg að hann vænti þess að friðarviðræður myndu hefjast á ný innan skamms. Begin gaf ekki til kynna að nein breyting hefði orðið á afstöðu hans og stjórnar hans til stofnunar nýs ríkis Palestínu- manna á Vesturbakkanum eða til ísraelsku byggðanna á Sinaí- skaga. Begin er í Sviss til að eiga fjáröflunarfundi með leiðtogum Gyðingasamtaka í Evrópu. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Israel, Shimon Peres, sagði í dag að hann kæmi ekki auga á hvern- ig ísraelsmenn gætu með lögleg- um hætti komið í veg fyrir að íbúar landsins settust að í byggð- um á Vesturbakka Jórdanár, frek- ar en t.d. í Evrópu eða Bandaríkj- unura. — Algert þorsk- veiðibann . . . Framhald af bls. 40 eftirfarandi aðila: Hafrannsóknastofn- unarinnar Fiskifélags íslands. Lands- sambands isl. útvegsmanna, Sjómannasambands íslands. Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands og Félags isl botnvörpuskipaeig- enda Að lokum vill ráðuneytið brýna fyrir útgerðarmönnum og skipstjórum þeirra báta, sem netaveiðar stunda, að þeir treysti ekki á að geta dregið öll sin net á síðustu stundu fyrir veiðistöðvun, heldur fækki netum i sjó næstu daga á undan Ráðuneytið mun gera allan ólöglegan sjávarafla upptækan sam- kvæmt framansögðu, án tillits til ástæðna, t d veðurs eða bilana Landhelgisgæzlan. Framleiðslueftir- lit sjávarafurða og sérstakir eftirlits- menn ráðuneytisins munu hafa eftirlit með því, að banni reglugerðarinnar verði hlýtt." — Gengissig Framhald af bls. 1. Frumvarpið Frumvarpið kveður á um toll- meðferð á innflutningi og hins vegar um með ferð á gengismun vegna birgða útflutningsafurða sjávarútvegsins og ráðstöfun á honum. Stofnaður verður sérstak- ur gengismunarreikningur í nafni ríkissjóðs hjá Seðlabanka íslands. Engar nákvæmar áætlan- ir um fjárhæðir, sem inn á slíkan reikning muni koma, liggja enn fyrir, en búizt er við að upphæðin Verði á bilinu 2 til 2,5 milljarðar íslenzkra króna. Stærð þessarar fjárhæðar ræðst einkum áf því að um síðastliðin áramót voru óvenjumiklar birgðir sjávaraf- urða í landinu. i frumvarpinu segir, að hafi innflytjandi afhent skjöl til toll- meðferðar fyrir 6. febrúar og þau séu að öllu leyti fullnægjandi, skal afgreiða vöruna á gamla genginu, en þó því aðeins að toll- afgreiðslu sé lokið fyrir 1. marz. Hafi vara verið afhent inn- flytjanda gegn tryggingu aðflutningsgjalda, er heimilt að afgreiða hana á gamla genginu, fari fullnaðartollafgreiðsla fram fyrir lok apríl-mánaðar. Þá skilað er til banka gjaldeyri fyrir útfluttar sjávarafurðir fram- leiddar fyrir 1. janúar 1978, skal hann greiddur útflytjanda á því kaupgengi, sem í gildi er þegar skjölin eru afgreidd í banka við gjaldeyrisskil, að frádrégnum 13% gengismun. Ríkisstjórnin kveður síðan nánar á um til hvaða afurða þetta ákvæði skuli taka og eru ákvarðanir hennar þar að lút- andi fullnaðarúrskurðir. Þá skal gengismunur, sem myndast af þessum sökum færður á sérstakan reikning í riafni ríkissjóðs í Seðla- bankanum. Fénu, sem þannig kemur inn á reikninginn skal ráð- stafað í þágu sjávarútvegsins, en áður skal greiða af þvf hækkanir á flutningskostnaði og öðrum sambærílegum kostnaði við út- flutning vegna þeirra afurða, sem lögin koma til með að taka til og framleiddar hafa verið fyrir 1. janúar síðastliðinn, en fluttar út eftir gengisbreytínguna 8. febrú- ar. Þá skal endurgreiða ríkissjóði það, sem hann hefur vegna fram- leiðslu ársins 1976 greitt verð- jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins til þess að gera honum mögulegt að standa við greiðslu bóta í samræm við viðmiðunarverðið. Frumvarp ríkisstjórnnarinnar er í þremur greinum. Það sem þegar hefur verið greint frá er inntak fyrstu tveggja greina frumvarpsins, en í þriðju grein er nánar kveðið á um ráðstöfun þess fjár sem koma mun inn á reikning ríkisstjóðs hjá Seðlabanka, geng- ismunarsjóðs og varið skal í þágu sjávarútvegs: 65% af því, sem kemur í gengis- munarsjóð af andvirði frystra sjávarafurða, saltfisks, verkaðs, óverkaðs og flaka, skreiðar, fisk- mjöls, loðnumjöls og loðnulýsis skal renna til viðkomandi deilda Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins, en andvirði saltsíldar skal verða stofnfé deildar fyrir salt- síld. 35% af því, sem kemur í gengis- munarsjóð af andvirði þeirra af- urða, sem áður hafna verið hefnd- ar svo og öllu því sem kemur af aníivirði annarra sjávarafurða skal varið á eftirfarandi hátt: 43% til að greiða fyrir hagræð- ingu í fiskiðnaði, 57% til að létta stofnfjárkostnaðarbyrði eigenda fiskiskipa, sem orðið hafa fyrir gengistapi vegna erlendra og gengistryggðra skulda hvort- tveggja eftir þeim reglum og með skilyrðum sem ríkisstjórnin set- ur. Lög þessi öðlast þegar gildi, er Alþingi hefur samþykkt frum- varpið, en samkvæmt þeim er rík- isstjórn heimilt að setja með reglugerð eða á annan hátt nánari fyrirmæli um framkvæmd lag- anna. — Skák Framhald af bls. 28. min tefldi vel og þegar við lít- um á stöðuna eftir fyrra tíma- hrak er hann að vinna peð. Hvftt: Kuzmin 31. c3 — e4 32. RxB — cxR. (Ekki pxD vegna 33. RxD — HxR 33. HxH — fxH 34. Kel og hvítur hefur betra). 33. Dxd4 — Da6 34. He2 — h6! (Góður leikur. Hvítur má ekki taka peðið á e4 t.d. 35. Hxe4 — HxH 36. DxH — Hc8 og vinnur). 35. Dd5 — Ha-c8. (Svartur léttir á stöðunni til að auðvelda vörn- ina.) 36. HxII — HxH 37. Db5 — I)a8 38. Db4 — Da6 39. Db5 (Eru keppendur að sættast á jafntefli)? 39. — De6! (Póker- spilarinn vill reyna á þolrif andstæðingsins í tímahrakinu, sem nú er að hefjast). 40. He3 — f5! (Sterkur leikur, sem hvítur verður að svara með veikingu). 41. g3 — g5. (Nú hefur Kuzmin ekki litist á blik- una og vill sem skjótast jafn- tefli). 42. Db7 — He8 43. Dc7 — IIc8 44. Db7 — He8 45. Dc7 — Hc8 46. Db7 þá leikið og jafn- tefli. Brown einn efstur með þrennu og smáspil. Svart: Ögaard (Þegar tímahrakið er fram- undan og ekki er hægt að finna góðan leik getur verið gott að grípa í kónginn!) 22. Kg2(!?) (Nú hrynur svarta staðan til grunna i tímahraki). 22. — e4? 23. Rd4 — Re5 24. Bdl — Da3 25. Rc2 — I)xa2 26. Dxb4 — Rxd3 27. Dc3 — Bg7 28. Rb4. Gefið. — Morðgátan Framhald af bls. 40 heim og saman við lýsingu vitnisins sem tilkynnti lög- reglu um þessa dularfullu flutninga nema hann sá ekki hvar billinn stáðnæmdist strax og komið var fyrir næsta horn, pilturinn losnaði úr farangurs- kistunni og settist meðal félaga sinna tveggja í sjálfum bílnum. Reyndar kom þessi frásögn Nirði ekki alveg á óvart því að hann hafði fengið upplýsingar frá manní í nærliggjandi húsi um að hann hefði séð bíl stöðva, og mann stíga þar upp úr farangurskistunni. Taldi rannsóknarlögreglan því lík- legt strax í gær að þarna væri komin skýringin. — Lítil aukning Framhald af bls. 26 Birgðir liráefna stóðu í stað að mestu. Nýting afkastagetu er talin nokkru betri í lok 3. ársfjórðungs en í lok 2. ársfjórðungs 1977 og er það í samræmi við fyrri reynslu. Starfsmönnum fækkaði hins veg- ar nokkuð á 3. ársfjórðungi og er það einnig i samræmi við fyrri reynslu. Hins vegar er gert ráð fyrir að starfsmannafjöldinn yrði að mestu óbreyttur á 4. árs- fjórðungi. Venjulegur vinnutimi var að jafnaði nokkru lengri við lok 3. ársfjórðungs en um mitt árið og er það svipuð þróun og á fyrra ári. Þær upplýsingár sem bárust um magnbreytingu gefa til kynna að aukning miðað við árið áður hafi mest orðið í ullariðnaði. sútun, plastiðnaði og veiðarfæraiðnaði. Samdráttur var hins vegar mest- ur í matvælaiðnaði, steinefnaiðn- aði, fataiðnaði og málningariðn- aði. Að lokum skal þess getið að hagsveifluvog þessi er samin af Félagi islenzkra iðnrekenda og Landssambandi iðnaðarmanna. — Bridge Framhald af bls. 27 jafnframt meistarakeppni félagsins í einmepning. Sigur- vegari varð Gisli Gunnarsson sem spilaði fyrir Heran í 2. sæti var Kolbeinn Þorgeirsson fyrir Sindrabæ og I 3. sæti Ólafia Þórðardóttir fyrir Verslun KASK. Þá var aðaltvimennings- keppni félagsins á dagskrá í desember og lauk þeirri keppni rétt fyrir jól, þátttaka var all góð eða 16 pör. Röð 8 efstu: stig 1. Arni Stefánsson — Ragnar Björnsson 741 2. Kolbeinn Þorgeirss. — Gísli Gunnarsson 689 3—4. Karl Vignisson — Birgir Björnsson 673 3.—4. Ingvar Þórðars. - Skeggi Ragnarsson 673 5. Kristján Ragnars. — Guðmundur Finnboga 658 6. Olafia Þórðard. — Jón J. Sigurðsson 653 7. Björn Júlíusson — Þórður Jónsson 643 8. Guðrún Ingólfsd. — Ásgrimur Halldórs. 627 Nú er lokið 2 umferðum i aðalsveitakeppni félagsins 8 sveitir eru nú með og urðu úr- slit þessi: 1. umferð. sveit Svava — Björn G. 9:11 Jóhann — Árni 0:20 Jens — Karl -4:20 Ölafía — Kolbeinn 6:14 2. umferð Árni — Ölafia 18: 2 Svava — Jens 4:16 Kolbeinn — Karl 20:+2 Jóhann — Björn.G. 20: 0 3. umferð Kolbeinn — Jens 20: 0 Karl — Árni 7:13 Jóhann — Svava 13: 7 Olafía — Björn 20:-2 Staðan i sveitakeppninni eft- ir 3 umferðir: Kolbeinn Þorgeirss. 54 Arni Stefánsson 51 Jóhann Magnússon 33 Ólafia Þórðardóttir 28 Karl Vignisson 25 Svava Gunnarsd. 20 Jens Ólafsson 12 Björn Gislason 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.