Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra: Hyggileg rádstöf- un gengishagnaðar Talsmenn stjórnarandstöðu sögðu ríkisstjórnina hafa brugðist á öllum sviðum efnahagsmála 0 Frumvarp til laga um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka Islands um breytingu á gengi íslenzkrar krónu var lagt fram f neðri deild Alþingis í gær. Forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, mælti fyrir frum- varpinu. Ræða forsætisráðherra er birt f heild hér í blaðinu og frumvarpinu gerð fréttaleg skil á forsíðu Mbl. 0 Sjávarútvegsráðherra, Matthfas Bjarnason, gerði grein fyrir þríþættum tilgangi ráðstöfunar gengishagn- aðar: að styrkja verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, að létta greiðslubyrði erlendra skulda, sem hækkuðu vegna gengisbreytingarinnar, og að stuðla að hagræðingu í fiskvinnslu. Að auki mun Byggðasjóður ráðstafa fjár- magni til þeirrar hagræðingar. Gengislækkuninni sem slíkri er ætlað að koma í veg fyrir annars fyrirsjáanlegri rekstrarstöðvun í sjávarútvegi. 0 Forvígismenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu efnahagsstefnu rfkisstjórnarinnar harðlega. Efnisþráð- ur úr ræðum þeirra fer hér á eftir. Leysir ekki vandann — magnar hann Lúdvfk Jósepsson (Abl) sagði frumvarp þetta fylgifisk ákvörð- unar um breytta skráningu ís- lenzku krónunnar. Það gæfi sem slíkt ekki ástæðu til langra um- ræðna. í kjölfar þess kæmi hins vegar annað frumvarp, sem gæfi tilefni til almennra umræðna um efnahagsmál á breiðum grund- velli. Núverandi rikisstjórn hóf feril sinn með gengislækkun i septem- ber 1974. Fimm mánuðum siðan lækkaði hún enn gengið. Hér er á dagskrá þriðja gengislækkun stjórnarinnar. A valdatíma núver- andi ríkisstjórnar hefur dollarinn hækkað úr kr. 98.— I kr. 253.10 eða um 156.7%. Þessar gengisbreytingar hafa að sjálfsögðu haft áhrif á verð- lagsþróunina í landinu. Fram- færsluvísitalan var 297 stig, er stjórnin var mynduð. Hún er nú 934 stig. Hefur sem sagt hækkað um 214% á u.þ.b. 40 mánuðum. Síðan ræddi LJó um störf Verð- bólgunefndar. Sú nefnd hafi skil- að af sér á hádegi í dag (þ.e. í gær). Hún hafi klofnað hressi- lega. Meirihluta skipi forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar, em- bættismenn og fulltr. stjórnar- flokkanna. Samstöðu hafi síðan fulltrúar ASl, BSRB og stjórnar- andstöðuflokkanna. Fulltrúar vinnuveitenda og bænda bóki og sérálit. Ljóst sé að rfkisstjórnin hafi fullmótað efnahagstillögur sínar áður en verðbólgunefndin skilaði af sér. Hún geti því ekki hengt sök af gjörðum sínum á snaga Verðbólgunefndar. Þremur mánuðum eftir að ríkis- stjórnin tók á sig ábyrgð af samn- ingum við BSRB, riftir hún í raun kjarasamningum í þjóðfélaginu. Slíkt er óheillaspor, sem leysir engan vanda, heldur magnar hann. LJó ræddi síðan efnisatriði frumvarpsins og ráðstöfun geng- ishagnaðar. Taldi hann að ráðstöf- un fjár til hagræðingar í fisk- vinnslu ætti að vera i formi lána en ekki styrkja. Þeir sem ættu eftir að koma á hagræðingu, þyrftu að gera það með sama hætti og hinir, sem þegar hefðu lagt i slikan kostnað. Fjármagn til hagræðingar þyrfti að fara til hagræðingar, ekki í greiðslu sam- ansafnaðra skulda. Ráðstöfun gengishagnaðar Matthfas Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, gerði grein fyrir út- flutningsbirgðum í landinu um áramót, áætluðum fjárhæðum í gengismunarsjóð og ráðstöfun þeirra. Birgðir um áramót væru áætlaðar að verðmlti 19.2 millj- arðar króna. Að auki komi svo ógreiddar en útfluttar afurðir, s.s. skreið. Varlega yrði þó að fara í áætlun gengishágnaðar af þeirri vöru. Helmingur gengishagnaðar fer í freðfiskdeild Verðjöfnunar- sjóðs, sem er tóm, sagði ráðherra. Saltfiskdeildin fær um 370 m.kr. Ný deild, saltsíldardeild, fær um Lúðvfk Jósepsson, fyrrv. sjávarútvegsráðherra. Gylfi Þ. Gfslason, form. þingfl. Alþ.fl. Magnús Torfi Ólafsson, form. SFV. 180 m.kr. sem stofnframlag. Lýs- is- og mjöldeild fær nál. 250 m.kr. Gengishagnaður fer að 65 hundraðshlutum í Verðjöfnunar- sjóð, sagði ráðherra. 35% renna í aðra þætti sjávarútvegs. Rúmur helmingur eftirstöðva (57%) gengur til þess að létta stofnfjár- byrði vegna gengistaps af völdum gengislækkunarinnar (þ.e. vegna hækkunar erlendra skulda í ís- lenzkum krónum) og tæpur helm- ingur eftirstöðva (43% fer til hagræðingar í fiskvinnslu. Sett verður reglugerð um þessa ráð- stöfun með liku sniði og gert var í gengislækkuninni 1974. Min skoð- un er, sagði ráðherra, að ráðstöf- un fjármagns til hagræðingar verði i formi lána með hagstæðum kjörum. I þeim tilfellum þar sem rekstrarstaða er slæm en efna- hagsstaða góð tel ég rétt að beina fjármagni ti hagræðingar í rekstri. Þetta hagræðingarfé kemur til viðbótar fjárútvegun Byggðasjóðs i sama skyni. Gengis- lækkunin væri gerð til að styrkja annars afleita rekstarstöðu út- flutningsgreina þjóðarbúsins. Hrollvekja efnahagsmála Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði ekki ástæðu til að tefja framgang frumvarps um ráðstöfun gengis- hagnaðar, sem væri i beinu fram- haldi af nýrri skráningu krónunn- ar. Hitt væri rétt að undirstrika að Alþýðuflokkurinn væri and- vigur heildarstefnu rikisstjórnar- innar í efnahagsmálum og þessu frumvarpi sem anga af henni. Steinar yrðu þó ekki lagðir í götu þess, að frumvarpið gæti náð fram á ganga i þinglegri meðferð i dag og á morgun, svo eðlileg gjaldeyrisviðskipti gætu hafist að nýju. Timi gæfist til að ræða heildar- efnahagsstefnuna þegar næsti kafli efnahagshrollvekjunnar kæmi á dagskrá síðar í vikunni. Ríkisstjórnin hefði brugðist á öll- um sviðum efnahagsmála. Verð- bólga átti að réna f 15% vöxt. Hún væri nú helmingi örari og vel það. Tryggja átti rekstur atvinnuveg- anna en stefnt er í 12.000 milljóna króna halla hjá útflutningsat- vinnuvegunum, eftir nærri 4ra ára valdaferil stjórnarinnar að öllu óbreyttu. Hvar sem bændur koma saman til funda krefjast þeir gjörbreyttrar stefnu í málum sínum. Sama mætti segja um for- vígismenn iðnaðar, sem sett hafa fram harða gagnrýni á ríkis- stjórnina. Verzlunni var lofað nýrri verðlagslöggjöf. Hún var svikin eins og aðrar atvinnugrein- ar, sagði GÞG. GÞG sagði viðskiptahalla liðins árs við útlönd hafa verið 9 millj- arða króna. Skuldir þjóðarinnar erlendis hefðu við sl. áramót numió 129 milljörðum. Halli á ríkisbúinu hefði numið2 milljörð- um króna 1977, þrátt fyrir allt talið um hallalausan ríkisbúskap. Ríkissjóður safnaði skuldum við Seðlabankann og næmi summan nú 15 milljörðum. Ríkisstjórnin — 13% gengis- lækkun Framhald af bls. 1. ræður við rfkisstjórnina, en ljóst hefur verið um nokkurt skeið, að gengi islenzku krónunnar var orð- ið óraunhæft vegna sivaxandi misræmis á milli þróunar fram- leiðslukostnaðar og verðlags hér á landi og helztu viðskiptalöndum íslendinga. Þrátt fyrir gengissig hefur ekki verið unnt að jafna þessi met. Vegna þeirrar þróunar, sem nú hefur verið lýst, hefur afkoma útflutningsatvinnuveganna versnað mjög, og eru að óbreyttri gengisskráningu engin tök á að greiða þau viðmiðunarverð, sem Verðjöfnunasjóður fiskiðnaðar- ins hefur nýlega ákveðið. Við mikla rekstrarerfiðleika er að etja í útflutningsiðnaði, og aug- Ijóst er, að hækkandi innlendur kostnaður verður einnig þeim iðn- greinum, sem framleiða fyrir inn- lendan markað í samkeppni við innflutta vöru, sífellt þyngri í skauti. Jafnframt hefur hin gífur- lega hækkun peningatekna á síð- astliðnu ári valdið stóraukinni eftirspurn eftir innfluttum vör- um, sem hlýtur að stefna við- skiptajöfnuðinum í vaxandi halla, ef ekkert er að gert. Það hefur aukið á þennan vanda, að gengi bandariska dollarans hefur farið lækkandi gagnvart öðrum gjald- miðlum síðastliðið hálft ár, en verulegur hluti gjaldeyristekna tslendinga er i dollurum. Við ákvörðun gengisins hefur verið reynt að taka tillit til þess- ara sjónarmiða allra, en þö reynt að stilla lækkun þess í hóf, svo að verðbólguáhrif hennar yrðu sem allra minnst. Hefur i þessu efni einnig verið tekið mið af þeim ráðstöfunum til þess að hemja víxlhækkanir launa og verðlags, sem rikisstjórnin hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi. Með þessari nýju gengisákvörð- un er vikið frá þeirri stefnu í gengismálum, sem fylgt hefur verið síðustu þrjú árin, en á því timabili hafa aldrei átt sér stað neinar stökkbreytingar í gengi, en gengi krónunnar þó sigið hægt niður á við. Með gengissigi þessu hefur framundir síðustu mánuði verið unnt að jafna nokkurn veg- inn samkeppnisaðstöðu islenzkra atvinnuvega og erlendra fram- leiðenda, þrátt fyrir miklu meiri verðbólgu hér á landi en í helztu markaðslöndum Islendinga. Sá ókostur hefur þó fylgt sífellt sig- andi gengi, að það hefur ýtt undir hækkun innlends verðlags og dregið úr aðhaldi um launa- ákvarðanir. Eftir þessa gengis- ákvörðun telur bankastjórn Seðlabankans mikilvægt, að reynt verði að endurheimta að nýju stöðugleika í gengisskráningu, og mun verða stefnt að því, ef engar óvæntar breytingar verða á ytri aðstæðum þjóðarbúsins, að halda meðalgengi krónunnar óbreyttu. Vegna sífelldra breytinga á er- lendu gengi er þó óhjákvæmilegt, að nokkrar smásveiflur verði á meðalgengi frá degi til dags. — Eþíópía Framhald af bls. 1. Sovétmönnum og KúbumÖnn- um. Þeir segja að í hörðum bardögum skammt norðan borgarinnar Dire Dawa hafi 43 skriðdrekum Eþíópiumanna verið grandað og harðneita þvi að þeirra eigið lið hafi beðið ósigur í orrustum þar í grennd og við borgina Harar. 23 Malthlas Bjarnason sjávarútvegsráðherra. hefði misnotað húsbóndavald sitt yfir Seðlabankanum i því efni. Alþýðuflokkurinn mun gera frekari grein fyrir afstöðu sinni, þegar væntanlegt efnahagsmála- frumvarp stjórnarinnar verður til umræðu næstu daga. Ný kollsteypa — stefnt í vinnudeilur Magnús Torfi Ólafsson (SFV). Frumvarpið, sem hér liggur fyrir, er upphafið að lokaskrefi á óheillaferli núv. rikisstjórnar. Þessi nýja gengisfelling sýnir, að ríkisstjórnin hefur ekki ráðið við viðfangsefni sín, þrátt fyrir mik- inn þingmeirihluta, 2/3 þing- heims. Hún hefur sóað valdaárum sfnum án raunhæfra aðgerða — í samræmi við heit sín. MTÓ vék að óhóflegri skulda- söfnun erlendis, óarðbærrí fjár- festingu innanlands, sem leitt hefði til lægri lifskjara en ella, og rangsnúinni nýtingu verðjöfnun- arsjóðs sjávarútvegs, sem notaður væri frekar sem styrktarsjóður en til að draga úr sveiflum afla og verðlags, eins og rétt hefði verið. Nú væri komið að nýrri koll- steypu og stjórnin stefndi í nýjar vinnudeilur i þjóðfélaginu. MTÓ rakti gengisfellingar og gengissig ísl. krónunnar gegnum valdaár tveggja ríkisstjórna. Hlut- ur núverandi ríkisstjórnar væri sýnu verri, enda hefði hún frá öndverðu verið á rangri braut. Núverandi ríkisstjórn hefði hafið feril sinn með gengislækkun. Hún hygðist sýnilega ljúka honum á sama hátt. MTÓ sagði erfitt að kenna launaþróun sl. árs alfarið um þró- un mála. Ef sú staðhæfing væri rétt, hefði hún a.m.k. átt að vera ríkisstjórninni ljós þegar hún og embættismenn hennar áttu hlut að niðurstöðum kjarasamninga á almennum vinnumarkaði á sl. sumri og þegar ríkisstjórnin sjálf samdi við BSRB. I það minnsta hefðu afleiðingar samninganna átt að vera stjórninni ljósar þegar þing kom saman á haustnóttum og tók að vinna að fjárlögum þessa árs. Þá hefði ríkisstjórnin átt að leggja fram úttekt efna- hagsmála og tillögur um raunhæf- ar aðgerðir, samhliða vinnslu fjárlaga. Utanrikisráðherra Nigeríu Joseph Garba kom til Moga- dishu frá Eþfópiu á þriðjudag, en hann er að reyna að miðla málum i deilu landanna. Við komuna til Sómalíu sagði ráð- herrann að Eþíópíumenn hefðu lagt á borðið fyrir sig mjög ákveðnar tillögur sem hann mundi kynna Sómaliu- mönnum. Ólíklegt er talið að för ráðherrans frá Nígeríu muni hafa nokkur áhrif i friðarátt. Bandarikjamenn hafa hafn- að beiðni Sómalíumanna um vopnakaup, en ýmis riki í Arabaheiminum hafa heitið Sómölum stuðningi verði land- ið fyrir árás Araba. Hins vegar styðja ísraelsmenn við bakið á Eþíópíumönnum þrátt fyrir fortölur Bandaríkjamanna, sem hvorugum aðilanum vilja liðsinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.