Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9, FEBRUAR 1978 MORöJfv KAttÍNO ■ ,1' »r.. feglDif GRANI göslari HOVLE- R<>ita þ*‘ir svona vélum á eplatrón í Kanada? Tilveruréttur Grjótaþorpsins „Grjótaþorpið svokallaða og gömlu húsin í Reykjavík eru mik- ið til umræðu þessa dagana í fjöl- miðlum og hafa lengi verið. Jafn- vel þó bréf þetta kunni að hafa lítil áhrif á gang mála þá vil ég þó láta þá menn sem harðast berjast mót andstæðingum gömlu hús- anna vita að þeir eiga fieiri fylgj- endur en þeir kunna að halda og er undirritaður einn þeirra. Fyrir nokkrum dögum sá ég í þessu blaði stóra grein um Grjóta- þorpið og yfirlitsmynd af því. A myndinni sá ég vei skipulag þorpsins og hve raunveruiega væri hægt að gera það að huggu- legu þorpi. Ég held að við mynd- um sjá eftir þessum byggingum og dýrmætu minjunum ef við einn góðan veðurdag sæjum kom- in nútimaháhýsi og bílaraðir þar sem nú er Grjótaþorpið. Og einnig held ég að iangt yrði þess að biða þar tii slíkur still á húsum og efniviður verður tekinn upp á ný og þess vegna eru þessi hús merkilegar minjar og eiga auk þess sína sögu að baki. Ég er sannfærður um það að egt yrði að gera Grjótaþorpið að vinalegasta stað i borginni ef það yrði lokað af og gerðir skemmti- legir göngustigar gegnum það þvert og endilangt. Öll umferð velknúinna farartækja ætti þar ekki sinn rétt og endurnýjun hús- anna þarf ekki að vera neinn draumur. Ef ungt fólk eða eldra sæi sér ekki fært að halda þorpinu við er ég viss um að borgaryfirvöld hlypu undir bagga. Ég ætla að vonast til að Grjótaþorpið og fleiri eldri hús fái að eiga sinn rétt i þessari tiiveru og réttir aðilar fái völdin í sinar hendur. Það má hreiniega sjá það fyrir hve-líflegt yrði í brekkunni á fögrum sumar- degi kringum fögur vinaleg húsin og fólk á gangi um þröngar göturnar. Einar I. Magnússon“. Hvaða hús á að vernda og hvaða hús má rífa? Þessari spurningu er e.t.v. erfitt að svara, en það væri ekki úr vegi að heyra raddir fleiri lesenda um þessi húsfriðunarmál, bæði um Grjótaþorpið i Reykjavik svo og önnur hús út um land. BRIDGE Umsjón: PáH Bergsson Þegar fara skal út að kvöldi er betra að muna eftir útidyralyklin- um. Enda fremur óþægilegt að koma heim og uppgötva þá fyrst að ekki er hægt að komast inn. En það er svo einkennilegt, að stundum koma lík atvik fyrir við spilaborðið. Norður gaf og allir utan hættu. Norður S. GIO H. K432 T. K76 L. ÁK65 Vestur S. K987 H. G6 T. 98432 L. DIO Suður S. AD42 H. ÁD85 T. 105 L. 843 Austur S. 653 H. 1097 T. ÁDG L. G972 Suður var sagnhafi í fjórum hjörtum og vestur spilaði út tígul- níu. Spilarinn lét lágt frá blindum og austur fék á gosa. Hann skipti í lauftvist, þristur, tía og kóngur. Spilarinn tók nú þrisvar tromp en gætti þess að vera inni í blindum að því loknu. Síðan svínaði hann spaðagosa. En vestur átti kónginn og spilaði aftur tígli. Þriðja tígul- spilið trompaði sagnhafi enda þurfti hann að fá afganginn. Hann gat nú spilað lágum spaða á tíuna en átti þá ekki innkomu á höndina til að taka á spaðaás og drottningu. Og spili hann strax háum spaða frá hendinni er að- eins hægt að losna við eitt lauf frá blindum í stað beggja smáspil- anna, sem annars verða gjafaslag- ir. Betur undirbúin úrspilsáætlun hefði komið í veg fyrir þetta. Ætti vestur spaðakónginn var inn- komuleysið fyrirsjáanlegt. Og til var einföld lausn á þessu. Það nægði að taka tvisvar tromp áður en spaðanum var svínað. Þá var hægt að trompa þriðja tígulspilið, spila lágum spaða á tiuna og þá var innkoman fyrir hendi á tromp til að taka níunda og tíunda slag- inn á spaða. ^ ^ Framhaldssaga eftir HUS MALVERKANNA ;Sr— 66 berg hafði fundist 1 bflnum klukkan fimm f morgun. Þvi f ósköpunum var Hendberg ekki búin að hringja fyrir iöngu og segja að kona hans væri týnd. Sem svar við hugsunum hans leit Jörgensen upp frá síman- um. — Það er ekki hún, tautaði hann. Hann leit aftur niður á blað- ið, skrifaði eitthvað hjá sér og lagði sfmann á. — Það var gott við hringdum ekki og gerðum manninum bilt við. Það getur ekki verið um að ræða kpnuna hans. Dorrit Hendberg er fertug. — Og þú ert viss um að hann hafi ekki skipt um konu sfðan? — Manntalsskrifstofan hefði vitað það. Þar fékk ég lfka að vita að hann hefur þrívegis ver- ið giftur áður. — Sá má aideilis punga út. — Nei, engu siíku cr til að dreifa. Hinar dóu frá honum veslings mannínum. — Dóu ... allar þrjár ... — Og nú er hann sem sagt giftur þeirri fjórðu. Og það var ekki hún sem i bflnum fannst. — Hijómar einkennilega með allar þessar eiginkonur semdeyjafrá honum. — Slfkt kemur nú fyrir. Jörgehsen yppti öxlum. — Láttu ógert að Ifta út eins og Sherlock Holmes. Carl Hendberg er mikill sómamað- ur... Hann er... já hann er mjög þekktur maður. — Mér þætti nú samt gaman að vita ... Skov stökk niður á gólfið. — Eg er mcð það allt hér. Einnig er ráðin gátan um kon- una í hflnum. Það er ættingi Hendbergs, eins konar frænka eða eitthvað í þeim dúr. Hún var skráð á hcimili hans fyrir þremur mánuðum eða svo. Ald- urinn kemur að minnsta kosti heim og saman. — Og hvað heitir sú? — Susie Albertsen. — Hefur hún einhvern tíma komizt í kast við lögreglu ... ég á við ef hún hefur verið dópisti eins og læknirinn staðhæfði. — Andartak. Jörgensen tók sfmann aftur. — Það er hún. Hann lagði tólið á. — Susie Albertsen. Hefur setið inni f þrjá sólarhringa í ffkniefnamáli. Varð forfallin meðan hún vann í efnaverk- smiðju sem er f eigu Ilend- bergs. Var send f afvötnun og sfðan tóku Hcndbergshjónin hana á heimili sitt. Við verðum að lcggja land undir fót og fara að segja þeim frá þessu. — Eg veit það nú ekki. Skov kipraði augun. — Þá er ekkert vfst að við hittum Carl Hendberg sjálfan að máli og mér þætti satt að segja fróðlegt að fá að hitta hann ... hugsa sér ... þrjár eig- inkonur hafa dáið frá honum og nú frænka sem varð dópisti og dó af þvf. — Það er rigningin sem fær þig til að sjá drauga f hverju horni. En mér er svo sem sama. Jörgensen tók enn upp sfm- ann. — A ég þá bara að hringja og biðja hann umbúðaiaust að koma hingað? — Nei, auðvitað ekki. Láttu mig um að tala við hann. Við segjum honum að koma og að- gæta hvort hér sé um frænku hans að ræða. Það cr hvort sem er f hans verkahring. 26. kafli Hendur hans skulfu þcgar hann lagði sfmann á. — Kg verð að fara til Ala- borgar... lögrcglan ... Emma tók af sér gleraugun og pússaði þau rólega. — Kannski væri nú ráð að þið sýnduð heilbrigða skyn- semi og segðuð mér hvað það er sem þið haffð flækt ykkur f. — Mér finnst lfka að Carl eigi eftir að gefa mér skýringu. Dorrit settist snögglega niður í stól. Eins og fæturnir neituðu að bera hana. — Fjárkúgunin, Carl. Ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.