Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 37
'mo'RGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAG'uR 9. FEBMJAR1978 \ VELVAKANDI f SVARAR í SÍMA 10100 KL/. 10—11 h FRÁ MÁNUDEGI ‘InwuManFX'iisi'uw 1 kg heilagfiski........... 420.- 1 1 mjólk.................. 114,- 1 kg harðfiskur........... 3860.- 1 kg kindakjöt........... 1.131,- % Sjávar- og land- búnaðarafurðir H.J.: „I grein í Velvakanda h. 29.12 og 21.1. hefur bóndakona nokkur EÍin Sigurðardóttir svarað ötul- lega greinum húsmæðra i þéttbýli sem hafa birst í Vélvakanda. 1 grein hennar 21.1. birtust nokkr- ar athugasemdir varðandi grein mina h. 3.1. sem ég tel nokkuð ábótavant og villandi. í grein sinni 29.12. lét Elin í veðri vaka að landbúnaðarvörur væru með öllu lifsnauðsynlegar venga próteina og steinefnainni- halds þeirra. Eg talaði um sjávar- afurðir i þvi sambandi hve orku- gjöfuiar þær væru. En orkan kemur frá orkuefnum sem saman- standa af próteinfitu og kolvetni. Mælikvarði á orkuna er hitaein- ing. Það var einnig verið að bera saman hitaeiningar og prótein. Mér finnst réttara að taia um orkuefni i þessu sambandi, en ef Elín vill halda sig við prótein þá skal ég gera það líka. Elín kom með verðmismun á landbúnaðarvörum og sjávar- afurðum. Gott og vel hér á eftir fylgir smá dæmi. Á þessu sést að sjávarafurðir geta sannariega komið f stað land- búnaðarvara hvað próteininni- hald varðar. Þar að auki er próteininnihald mjólkur háð árs- tíðabundnum sveiflum. Eg sé að Elín er mjög víðsýn kona og hefur kynnt sér afsláttar- kjör á höfuðborgarsvæðinu. En þar sem Elín býr í dreifbýlinu; fær hún þá ekki einhverja skatta- ívilnun miðað við okkar hér í Reykjavík? Þar sem Elín vfkur að því í grein sinni að hún vildi sjá fram- an í þann eggjaframleiðanda er ekki teldi sig tilheyra bændastétt hafði ég samband við eggjafram- leiðanda í nágrenni Reykjavíkur og tjáði hann mér að hann til- heyrði eki bændastétt þar sem eggjaframleiðendur eru ekki í stéttarfélagi bænda og fá þar af leiðandi hvorki lán né bætur frá því félagi, eins og ég tók skýrt 100 gr. (0,24 gr. próteins pr. krónu) 34. gr. (0.9 gr. próteins pr. króna) 770 gr. (0.29 gr. próteins pr. krönu) 138 gr. (0.13 gr. próteins pr. krónu) fram í fyrri grein minni. í fyrri svargrein minni til Elínar spurði ég hana hvort hún færi fyrst út í fjós að mjólka og síðan i kaupstað til að kaupa mjólk. Orðrétt svar hennar var: „Laukrétt", það gerði hún. Já, nú er illa komið fyrir bændastéttinni frá því sem áður var ef sjálfsbjargarviðleitni henn- ar er ekki meiri en svo að þurfa að keyra svo og svo marga km á okkar dýra bensíni í kaupstað til að kaupa nokkra lítra af fitu- sprengdri og gerilsneyddri mjólk. Varð mér þá hugsað til þess að væri ég í sporum Elínar og ann- arra bændakvenna sem eiga við svo bág kjör að búa, þá myndi ég vera hyggin bóndakona, selja kýrnar minar og annan bústofn, sem sagt bregða búi, flytjast til Reykjavíkur og kaupa land- búnaðarvörur á þvf verði sem reykvískár húsmæður kaupa þær“. Þessir hringdu . . . % Heimilislausu dýrin „Enn drep ég niður penna borgarar góðir, til að minna ykkur á Kattavinafélag Islands sem þið mörg hver hafið skipt við síðastliðið sumar með geymslu á köttum. Nú hyggst félagið hafa rýmra pláss til geymslu í sumar þar sem margir urðu frá að hverfa síðasta sumar. Félagið hefur notið mikill- ar velvildar og margir styrkt það af mikilli alúð og vonum við að svo verði áfram. Nú eru fjárhags- styrkir til félagsins undanþegnir skatti. Þetta þarf sem félagið vinnur að er afar nauðsynlegt — fólk starf að hafa geymslustað fyrir þessi dýr þvi allir þurfa sumarfrí og þá þarf fólk að geta komið dýrinu sfnu á öruggan stað, því nóg er nú komið af heimilis- lausum köttum sem er alltof mik- ið af bæði hér og víða annars staðar. Félagið hefur gengið fram •í að Iáta eyða slikum dýrum og telur það starf nauðsyn frá heil- brigðislegu sjónarmiði og mann- úðarlegu einnig — hefur félaginu orðið þar nokkuð vel ágengt. Einnig hefur það haft samband við bæi og kaupstaði út um landið um eyðingu á heimilislausum og ómerktum dýrum. Það verður þvi aldrei of oft endurtekið að minna fólk á að merkja dýrin sín með hálsól, það er afar mikið öryggi í þvi. Við vonum svo að félagið eigi gott og langt starf fyrir hendi hér i borginni og einnig út um land. Að endingu þakkar Kattavina- félagið hinum fjölmörgu sem hafa sýnt félaginu hlýhug og veitt fjárhagsaðstoð á þeim tveim árum sem félagið hefur starfað. Kattavinafélagskona“. HÖGNI HREKKVÍSI © tl-7 Áður en éj; kaupi girðingarefnið, verður hann að fá að prófa það! MARUZEN stimpilklukkur Fyrir stór og smá fyrirtæki. Skrifvélin hf. Suðurlandsbraut 12 Sími 85277 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SIMfNN KR: 22480 STÓR- ÚTSALA DOMUDEILD: Flónel 300 kr. m. Köflótt denim 300 kr. m. Köflótt bómullarefni 400 kr. m. Kjólaefni 400 kr. m. Terylene kjólaefni 600 kr. m. Svart rifflað flauel 800 kr. m. Diolin efni br. 1.50, 1 000 kr. m. Denimefni br. 1.50 1 000 kr. m. Ull- og teryleneefni br 1.50, 1 200 kr. m Kvenbuxur 300 kr. Handklæði frá 400 kr Ullargarn margar teg. Borðdúkarfrá 500 kr. OPIÐ TIL 12 HERRADEILD: Herraskyrtur 2000 kr. Peysur frá 2000 kr. Náttföt 1 700 kr. Hlírabolir 675 kr. Stuttar buxur 675 kr. Hálfermabolir 900 kr. Síðar buxur 1100 kr. Stuttar drenajabuxur 475 kr Drenqjaskyrtur 1 700 kr. Ennþá hægt aö gera hagstæð innkaup LAUGARDAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.