Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 34. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Efnahagsráðstafanir ríkisstj órnarinnar: Minni YÍsitölubætur — óbeinir skattar úr vísitölu um áramót Bætur almannatrygginga fylgja launahækkunum - Skyldusparnaður félaga og stofnana — 2ja prósentu- stiga lækkun vörugjalds-lækkaðar fjárveitingar ríkisins - aukning spari- skírteina — 5% hækkun barnabóta RlKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um ráðstafanir í efnahagsmálum og er það f 7 köflum, 14 greinum, með almennum athugasemdum auk athugasemda við einstakar greinar. 1 fyrsta kafla er rætt um verðbótaákvæði kjarasamninga og segir þar, að verðbætur á laun skuli hækka 1. marz þetta ár, 1. júnf, 1. september og 1. desember „sem svarar helmingi þeirrar hækkunar verðbótavfsitölu og verðbótaauka, sem Kauplagsnefnd reiknar samkvæmt ákvæðum kjarasamninga, að hafi átt sér stað frá næstliðnu 3ja mánaða greiðslu- tímabili." I annarri grein segir, að krónutöluhækkun verðbóta og verðbóta- auka, sem launþegi fær samanlagt frá bvrjun grciðslutímabils fyrir dagvinnu, yfirvinnu, ákvæðisvinnu og annað, skuli aldrei vera minni en sem svarar 880 krónum á mánuði fyrir hvert prósentustig í hækkun vísitölu. I þriðju grein segir, að 1. janúar 1979 skuli óbeinir skattar ekki hafa áhrif á verðbótavísitölu eða verðbótaákvæði í kjarasamningum. 1 öðrum kafla er fjallað um bætur almannatrygginga og sagt, að þær skuli, að undanskildum fæðingarstyrk 1. marz 1978, 1. júní og 1. september taka sömu hlutfallshækkun og laun almennt þessa daga. Þá er talað um heimilisuppbætur og að þær skuli hækka um tvö prósentu- stig 1. marz næstkomandi umfram hækkun almennra bóta þann dag. I þriðja kafla er talað um barnabætur, sem hækka samkvæmt skattalögum um 5%. I fjórða kafla er fjallað um skyldusparnað félaga og stofnana og sagt að þau skuli á þessu ári leggja til hliðar fé til varðveizlu hjá rfkissjóði, sem nemur 10% af skattgjaldstekjum. Skal féð vera vaxtalaust til 1. febrúar 1984, en verðtryggt. 1 fimmta kafla er fjallað um að vörugjald lækki um 2 prósentustig 15. febrúar næstkomandi til ársloka. Þá fjallar sjötti kafli um að heimilt sé að lækka fjárveitingar rfkisins um milljarð þrátt fyrir ákvæði fjárlaga fyrir 1978, og enn- fremur að heimilt sé að gefa út spariskfrteini að fjárhæð allt að 4,6 milljörðum króna á þessu ári og er það 1500 milljón króna aukning frá heimild fjárlaga. (Sjá athugasemdir við frumvarpið á bls. 10) Geir Hallgrímsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið: Miðað að því að tryggja sama kaupmátt á þessu ári og því síðasta teljum að nauðsynleg skattlagn- ing eigi fremur að felast í óbeinum sköttum, þ.e. sköttum á eyðslu, en beinum sköttum, sem eru skattar á verðmæta- sköpun. Beinir skattar hafa engu síður áhrif á lifskjör manna en óbeinir skattar. Það er einnig óeðlilegt, að óbeinir skattar, sem varið er t.d. til rekstrar sjúkrahúsa, þar sem menn njóta ókeypis lækn- ishjálpar, verði til þess að hækka kaupgjald i landinu. Fyrir jól vorum við t.d. að ræða um hækkun á svokölluðu tappa- gjaldi, sem varið er til aðhlynn- ingar og menntunar þroska- heftra, en um leið og það yrði afgreitt á Alþingi áttu allir landsmenn að fá kauphækkun. Ég vil ennfremur láta það koma fram, að það hefur torveldað Framhald á bls. 22. Koma í veg fyrir atvinnuleysi og vernda hag hinna lægstlaunuðu Morgunblaðið átti í gærkvöldi samtal við Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, um þær efnahagsráðstafanir, sem nú hafa verið lagðar fyrir Alþingi íslendinga, og bað hann lýsa afstöðu sinni til þeirra — og þá ekki síst þeirra nýmæla, sem í frumvarpinu fel- ast. Forsætisráðherra sagði: „I framhaldi af gengisbreyt- ingunni, þar sem staðfest var það skref, sem stigið var með 13% gengislækkun, er ætlunin að stöðva frekara gengissig og stíga spor til þess að þrýsta verðbólgunni niður á við aftur. Við getum ekki horft upp á það, eftir að verðbólgan var komin niður í 26% á fyrri hluta síð- asta árs úr 53%, að hún fari aftur að aukast eins og undan- farna mánuði. Jafnframt varð að tryggja rekstrargrundvöll at- vinnuveganna, og viðskipta- jöfnuð^við útlönd. Gengisbreyt- ingin.'yin út af fyrir sig nægði ekki nema um takmarkaðan tíma og það var nauðsynlegt að gera ýmsar þær hliðarráðstaf- anir, sem felast í frumvarpinu til laga um ráðstafanir í efna- hagsmálum, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi. I þessu frumvarpi er gert ráð fyrir, að kaupgjald samkvæmt verðbótavisitölu og verðbóta- auka komi að hálfu leyti til framkvæmda 1. marz, 1. júní, 1. september og 1. desember og allar umsamdar grunnkaups- hækkanir munu halda sér. Þá er gert ráð fyrir því, að þessir áfangar stefni að því, að allir óbeinir skattar verði felldir burtu úr visitölunni miðað við 1. jan. 1979. Hér er um að ræða yfirlýsingu um framtiðarmark- mið. Og hér er einnig farin ný leið til þess að afnema víxl- hækkanir verðlags og launa til þess að koma á jafnvægi i efna- hagsmálum. Öeðlilegt er, að óbeinir skattar séu fremur inni i vísitölunni en beinir skattar, sem eru ekki teknir með í visi- tölu. Það gerir það að verkum, að stjórnvöld hafa ekki frjálst val á milli beinna og óbeinna skatta. En við sjálfstæðismenn Frá Alþingi 13 sovétnjósnarar reknir frá Kanada Ottawa, 9. febrúar. Reuter. KANADASTJÓRN hefur vísað 13 sovézkum embættismönnum úr landi fyrir tilraun til að afia upp- lýsinga um kanadísk öryggismál að þvi er Don Jamieson utanrikis- ráðherra tilkynnti í dag. Tveir Rússanna eru þegar farn- ir úr landi. Jamieson sagði að Rússarnir hefðu gerzt brotlegir við kanadfsk öryggislög og starf- semi þeirra samrýmdist ekki stöðu þeirra í Kanada. „Harðorð mótmæli hafa verið send sovézk- um yfirvöldum," sagði Jamieson. Hann sagði að Rússarnir hefðu reynt að fá til starfa mann úr Kanadísku riddaralögreglunni og lauma sér þannig inn í kanadísku öryggisþjónustuna. Niu Rúss- anna, sem eru enn í Kanada, eru starfsmenn sovézka sendiráðsins, einn er starfsmaður viðskipta- skrifstofu Rússa og sá ellefjti er starfsmaður framkvæmdastjórn- ar Alþjóðaflugmálastofnunarinn- ar í Montreal. Jamieson sagði að tveir sovézkir leyniþjónustustarfsmenn hefðu sett sig í samband við riddaralög- reglumanninn snemma árs 1977 og boðið honum ótakmarkaða fjárupphæð ef hann vildi njósna fyrir þá. Lögreglumaðurinn hafði hitt annan þeirra nokkrum sinn- um í starfi sínu. Síðan í apríl í fyrra hefur hann hitt aðalútsend- arann, sem er kallaður Vartanian, nokkrum sinnum á laun og afhent honum meinlausar og upplognar upplýsingar fyrir 30.500 Kanada- dollara. Jamieson telur upphæð- Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.