Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978 Kaupir Háskólinn Reykjavíkurapótek? „ÞESSU máli hefur verið hreyft, en það er á frumstigi ennþá,“ sagði Guðiaugur Þorvaldsson, háskólarektor, er Mbl. spurði hann, hvort viðræður hefðu farið fram um að Háskóli tslands keypti Reykjavfkurapótek. Guðlaugur sagði, að það væri mjög erfitt að koma lyfjafræði- nemum til verkmenntunar í lyfja- búðum og þvf væri það álitlegur möguleiki fyrir skólann að eignast lyfjabúð þar sem fá mætti aðstöðu til rannsókna og verk- menntunar auk þess sem verzlun yrði að sjálfsögðu rekin áfram. Frumvarp umbann við fjárhagsstuðn- ingi erlendra aðila Tilkomið vegna „iátningar Alþýðuflokksins FRIIMVARP til laga um bann við fjárhagslegum stuðningi er- lendra aðila við íslenzka stjórn- málaflokka var lagt fram á Al- þingi í gærkvöldi. I greinargerð flutningsmanna, sem eru fjórir; Stefán Jónsson, Abl., Oddur Olafsson, S, Jón Ármann Héðinsson, A, og Stein- grímur Hermannsson, F, segir, að vegna „játningar Alþýðuflokks- ins“ um að hann hafi leitað fjár- framlaga erlendis frá til útgáfu blaðs síns telji þeir nauðsynlegt að flytja strax þetta frumvarp, enda þótt heildarfrumvarp um stjórnmálaflokkana sé í smíðum hjá sérstakri nefnd. Segja flutn- ingsmenn að engu skipti þótt fé sé sótt til Norðurlandanna, þar sem enginn erlendur aðili eigi að fá ,,að gera út stjórnmálaflokka hér í landi“. Reyðarfjörður: Fara úr Framsókn Mótmæla stöðuveitingu samgönguráðherra „ÞAÐ ER rétt að ég hef sagt mig úr Framsóknarfélaginu hérna í mótmælaskyni við þessa em- bættisveitingu samgönguráð- herra. Ég hef alla tíð gagnrýnt það, þegar flokkar hafa þrýst mönnum í embætti af pólitískum ástæðum og ég læt það sama gilda Blaðamenn segja upp samningum BLAÐAMANNAFÉLAG Is- lands boðaði í gærmorgun vinnustöðvun félagsmanna sinna frá og með föstudegin- um 17. febrúar n.k. að undan- genginni allsherjar atkvæða- greiðslu í félaginu. Ef til vinnustöðvunar kemur hætta dagblöðin að koma út, svo og nokkur vikublöð og tímarit. Launamálanefnd blaða- manna og samninganefnd út- gefenda ræddust við hjá Torfa Hjartarsyni sáttasemjara í rúmar tvær klukkustundir í gær en sá fundur varð árangurslaus. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánu- dag. Blaðamannafélag íslands hefur óskað að koma þvi á Framhald á bls. 23 um Framsóknarflokkinn og aðra flokka 1 þessum efnum,“ sagði Hjalti Gunnarsson, hreppsnefnd- armaður á Reyðarfirði, f samtali við Mbl. f gær, en sú ákvörðun Halldórs E. Sigurðssonar að veita Guðjóni Þórarinssyni rafvirkja- meistara stöðu rekstrarstjóra Vegagerðar rfkisins á Reyðarfirði hefur sætt gagnrýni, en um stöð- una sóttu einnig tveir starfsmenn Vegagerðarinnar: Páll Elfsson og Sigurjón Ölason og fékk Páll meðmæli Vegagerðarinnar til starfsins. Einar Þorvarðarson, umdæmis- verkfræðingúr Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, staðfesti einnig við Mbl. að hann hefði sagt sig úr Framsóknarfélaginu vegna þessa máls og að um 25 aðrir starfs- menn Vegagerðarinnar eystra hefðu sent samgönguráðherra mótmælabréf vegna stöðuveiting- arinnar. P^ll Elfsson, flokksstjóri hjá Vegagerðinni, sagði í samtali við Mbl. að hann hefði sagt starfi sínu lausu strax og hann frétti af stöðuveitingunni. „Ég átti fast- lega von á því að fá þessa stöðu eftir að meðmæli Vegagerðarinn- ar urðu mér jákvæð. Ég fæ ekki annað séð en að það sem mér er fundið til foráttu sé það eitt að ég er sjálfstæðismaður, en ekki framsóknarmaður eins og sam- Framhald á bls. 19 AGUST LOFTSSON á heimili sínu í gær. Ljosm Mbl ’’ / „Otrúlegt að ekki fór verr,> 12 ára drengur slapp óbrotinn undan afturhjólum strœtisvagns EINS og Morgunblaðið skýrði frá f gær varð það slys f Norður- felli hér í bæ að drengur sem var að fara út úr strætisvagni lenti undir vagninum. Aftari hjól vagnsins fóru yfir báða fætur drengsins, en við skoðun kom f Ijós að hann var óbrot- inn. Drengurinn var aðeins skorinn og marinn. Pilturinn sem lenti f þessu óhappi heitir Ágúst Loftsson 12 ára gamall til heimilis að Norðurfelli 1. Mbl. heimsótti Ágúst í gær og spjallaði við hann. „Ég var að fara út úr vagnin- um. Mér skrikaði fótur og rann undir vagninn,“ sagði Ágúst. Hann sagði að hann hefði lítið getað gert sér til bjargar. „Ég var sá eini sem fór úr vagninum og var hann því að aka í burt þegar ég rann til. Sársaukinn var mjög mikill, en þetta var allt afstaðið á augnabliki." Agúst sagðist hafa fengið strák til að hlaupa og segja for- eldrum sinum frá slysinu, en hann á heima örstutt frá slys- staðnum. „Það er nánast ótrúlegt að ekki fór verr,“ sagði móðir Agústs. „Hjólin hafa farið yfir fæturna ofanverða. Skurður myndaðist fyrir ofan og neðan hné á vinstri fæti, þar varð að sauma 16 spor að utan og annað eins innan skinns. Auk þessa hefur drengurinn marist mjög mikið á báðum fótum,“ bætti hún við. Ágúst Loftsson fékk að fara heim af slysadeild eftir aðgerð. Var hann settur í svonefndar gifsspelkur á vinstra fæti. Var honum sagt að hafa hægt um sig í 10 daga. Þegar Mbl. bar að garði var Ágúst í rúminu og las sögur fyrir frænku sfna sem var í heimsókn. Móðir Ágústs sagði að erfitt væri fyrir fótgangandi að kom- ast leiðar sinnar á þvt svæði þar sem slysið varð. Sagði hún þar enga gangstétt meðfram götum. Sýslumaður Skagfirðinga slasast í um- ferðarslysi SÝSLUMAÐUR Skagfirðinga Jó- hann Salberg Guðmundsson slas- aðist mikið á sjöunda tímanum á þriðjudagskvöld þegar hann varð fyrir bifreið á Suðurgötu i Reykjavík á móts við Grímshaga. Liggur Jóhann á gjörgæzludeild Borgarspítalans. Rifbrotnaði hann og hlaut innvortis meiðsli í brjósti. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. „Kona undir áhrifum” er loks komin PAKKINN með kvikmynd John Casavetes — Konu undir áhrifum, sem sýna átti á fyrsta degi kvik- myndahátíðarinnar, er kominn til landsins og verður mvndin nú sýnd kl. 2, 9 og 11.30 í dag í Há- skólabíói. Kvikmyndin er búin að valda forráðamönnum kvikmynda- hátíðarjnnar miklu hugarangri. Fyrst kom babb f bátinn með greiðslur fyrir myndina, síðan lenti filman fyrir mistök vestur í Kaliforníu í stað þess að fara til Islands og þegar hún siðan komst til New York, tafðist hún þar vegna óveðurs sem olli því að allt flug lá niðri. En nú er filman sem sagt komin, en þetta er talin bezta mynd Casavetes, eins sérstæðasta leikstjóra Bandaríkjanna og reyndar ein helzta skrautfjöður kvikmyndahátíðarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir Konan sem lézt KONAN, sem lézt í umferðarslys- inu á Elliðavogi á miðvikudag, hét Jóhanna Sigurðardóttir til heimil- is að Birkiteig 29, Keflavik. Jóhanna var fædd 20. janúar 1950. Hún lætur eftir sig eigin- mann og þrjú hörn. Mál belgíska skipst jórans bíður gengisskráningar „MÁLIÐ er nú til ákvörðunar hjá okkur, en það verður ekkert frekara gert meðan engin gengisskráning er, þar sem allar sektir í landhelgismálum eru miðaðar við gullkrónu,“ sagði Bragi Steinarsson vararfkissaksóknari, er Mbl. spurði hann í gær um mál Maes Erwins, skipstjórans á belgfska togaranum Henriette 0-236 frá Ostende, sem varðskipið Árvakur kom með til Reykjavfkur f gær vegna ólöglegrar möskvastærðar. Varðskipið kom að togaranum á Reykjaneshrygg í fyrrakvöld. Fóru varðskipsmenn um borð og mældu veiðarfærin og sagði Þröstur Sigtryggsson hjá Land- helgisgæzlunni að mælingar hefðu sýnt möskvastærð frá 120—130 millimetrum, meðal- stærð 125 mm, „en við teljum möskvastærð undir 135 mm ólög- Iega,“ sagði Þröstur. Landhelgisgæzian sendi málið til sakadóms Reykjavíkur í gær- morgun með beiðni um dóms- rannsókn, en sakadómur endur- sendi málið og sagði aðeins lög- reglustjóra og saksóknaraembætt- ið geta kært mál til sakadóms. Landhelgisgæzlan sendi málið þá til saksóknaraembættisins, sem sendi það áfram til sakadóms með beiðni um dómsrannsókn. Dóms- rannsókn lauk i gær og var málið þá sent saksóknara til ákvörðun- ar, en eins og frain kemur af orðum Braga Steinarssonar fyrst í fréttinni verður beðið með hana þar til gengisskráning hefst að nýju. Tólf belgískír togarar hafa leyfi til veiða á íslandsmiðum og mega þeir veiða 6.500 tonn, þar af 1500 tonn af þorski. Þröstur Sigtryggs- son sagði Mbl. að Samkvæmt upp- lýsíngum Belganna sjálfra hefðu þeir á síðasta ári veitt 5.970 tonn við Island, þar af 1407 tonn af þorski. f y** "i kh r ? \ \\ } í æM , f mm Henriette í Reykjavíkurhöfn í gær. Ljósm. Mbl, öl. K. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.