Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978 5 Stéttarfélög mótmæla efnahagsráðstöfunum MORGUNBLAÐINU hafa borizt nokkrar fréttatilkynningar frá stéttarfélögum og samtökum stéttarfé- aga, þar sem fordæmdar eru allar hugmvndir stjórnvalda f þá átt að skerða samningsbundin ákvæði kjarasamninga. Fréttatilkynningar þessar eru frá Bandalagi háskólamanna, Verkamannasamhandi tslands, Starfsmannafélagi rfkisstofnana, Málm- og skipasmiðasambandi Islands og Félagi járniðnaðar- manna. Bandalag háskólamanna for- dæmir í ályktun sinni þá óstjórn, sem ríkir í efnahágsmálum og harmar að enn skuli svo alvarlegt ástand hafa skapazt að forráða- menn þjóðarinnar ræði í alvöru MBL. hefur borizt eftirfarandi frá stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar: „Á fundi í stjórn Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar, sem haldinn var fimmtudaginn 9. febr. 1978, var gerð eftirfarandi ályktun: Fundur i stjórn'Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar varar stjórnvöld mjög alvarlega við því að rjúfa eða skerða gildandi kjarasamninga. Ráðstafanir í efnahagsmálum, sem fela í sér slíka skerðingu, munu fyrst og fremst bitna á launafólki. Með hvers konar ógildingu á samning- um þeim, er gerðir voru árið 1977 við launastéttir af samtökum at- vinnurekenda, ríki og sveitarfé- lögum, er einnig grafið undan trú launþega á því, að hægt sé að vinna að slíkum samningum af fullum heilindum og í trausti þess að við þá verði staðið. Hlytu slík viðhorf að verða þung á metunum hjá launþega- samtökum, er þau hefja samn- ingaviðræður við vinnuveitendur árið 1979. Stjórnin tekur einhuga undir mótmæli annarra launþega- samtaka gegn aðgerðum stjórn- valda, er skerða á einhvern hátt Athugasemd- in stendur óhögguð Umdæmisverkfræðingur Vega- gerðar ríkisins, Eiríkur Bjarna- son, hefur haft samband við Mbl. vegna athugasemdar hans í blaðinu í gær, en aftan við hana voru athugasemdir fréttaritara Mbl. á Bíldudal. Sagði Eiríkur að það væri rétt að umræddur vegur hefði verið ruddur, um það þyrfti ekki að deila, en menn hefði e.t.v. í upphafi greint á um hver skyldi greiða kostnað við það. Því standi athugasemd hans óhögguð og vildi hann ítreka það að vega- gerðin væri ávallt reiðubúin til að hefla í neyðartilvikum, jafnvel þótt ekki hefði fengizt ábyrgð fyrir greiðslu. að nema úr gildi kjarasamninga. Bent er á að ekki séu nema 2 mánuðir síðan BHM fékk gildan kjarasamning í Kjaradómi fyrir næstu tvö ár, en dómurinn byggði á samningum fjármálaráðherra nýgerða kjarasamninga og mót- mælir slíkum áformum harð- lega.“ við BSRB. Mótmælir BHM öllum hugmyndum um einhliða skerð- ingu verðtryggingar á — eða grunnkaupshækkunarákvæða samninga með valdboði, enda tæpast verjandi að ríkisstjórnin rifti sínum eigin samningum að- eins nokkrum mánuðum eftir gerð þeirra. Undir lok ályktunarinnar segir síðan, að það sé skoðun BHM, að forsenda þess, að launþegar geti við ríkjandi aðstæður tekið á sig auknar byrðar, og komist verði hjá átökum á vinnumarkaði, að ekki verði eingöngu um að ræða bráðabirgðaráðstafanir heldur verði lagður grundvöllur að varanlegri lausn vandamálanna. í fréttatiikynningu Verka- mannasambandsins segir, áð framkvæmdastjórn þess vari ríkisstjórn og Alþingi við að rifta samningum frá 22. júni. „Væri hins vegat kjaraatriðum samning- anna rift, áskilur Verkamanna- samband Islands sér rétt til allra þeirra gagnaðgerða, sem þurfa þykir. Jafnframt heitir fram- kvæmdastjórnin á öll samtök launafólks' að standa vörð um kjaraatriði samninganna." Trúnaðarráðsfundur Starfs- mannafélags ríkisstofnana mót- mælir harðlega hugmyndum um efnahagsráðstafanir, sem kynntar hafa verið og skorar á ríkisstjórn og alþingi að miða ráðstafanirnar við að kaupmáttur launa skerðist ekki og samningar haldi fullu gildi. í ályktun Málm- og skipasmiða- sambandsins er sagt, að kjara- samningar verkalýðsfélaganna frá þvi í júní hafi verið gerðir til þess að endurheimta kjaraskerð- ingu, sem orðið hefði á undan- förnum árum á 16 mánaða tíma- bili. Kaupmáttaraukning vinnu- launa væri sízt meiri en verð- mætaaukning þjóðarframleiðslu síðustu ára og þvi séu kjarasamn- ingarnir alls ekki orsök efnahags- vandamála atvinnuveganna. Verðbótaákvæðin eru grund- vallaratriði kjarasamninganna, segir í ályktuninni, þar sem verð- bólgan hafi verið stjórnlaus. Var- ar sambandið stjórnvöld við að rifta verðbótaákvæði kjarasamn- inga, sem óhjákvæmilega myndu leiða til alvarlegra kjaradeilna og átaka á vinnumarkaðinum. Stjórn Félags járniðnaðar- manna sendir svofellda ályktun: „Stjórn Félags járniðnaðarmanna varar rikisstjórn og Alþingi við að gera ráðstafanir sem skerða kaup- máttargildi eða verðlagsbótar- ákvæði núgildandi kjarasamn- inga. Verði slíkar ráðstafanir gerðar telur stjórn Félags járn- iðnaðarmanna þær fullgilda ógildingu síðustu kjarasamninga, sem óhjákvæmilega myndi leiða til alvarlegra kjaradeilna og átaka á vinnumarkaðinum." Leiðrétting I MORGUNBLAÐINU í gær var sagt frá verðhækkunum á bilum vegna gengisfellingarinnar og var sagt, að Volvo 244 DL hækkaði úr 3.8 millj. kr. f 4.3 millj. kr. Hið rétta er að Voivo 244 DL hækkar úr um 3.4 millj. kr. i 3.8 millj. kr. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Nú UTSOL U- MARKAÐU/m að Laugaveai 2. hæð Ótrdleflf. géð verð nW*. fyrir nýleflar vw J Hafir þú gert góð kaup á útsölunni munt þú gera enn betri kaup núna. Látið ekki happ úr hendi sleppa LAUGAVEG 66 SlMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 Stjórn Starfsmannafélags Rvíkurborgar: Varar við skerðingu gildandi samninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.