Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978 Athugasemdír við frumvarp ríkisstjórnarinnarum efnahagsmál Framhald af bls. 1. „Frumvarp það til laga um ráð- stafanir í efnahagsmálum, sem hér'er flutt, er áfangi i þeim að- gerðum, sem ríkisstjórnin telur nauðsynlegar til að bregðast við þeim efnahagsvanda, sem við hefur blasað. Gengisbreytingin, sem Seðlabanki íslands tilkynnti hinn 8. þ.m. með samþykkti ríkis- stjórnarinnar, og frumvarp það um ráðstafanir vegna gengis- breytingarinnar, sem flutt var sama dag, var gerð i þeim tilgangi að afstýra restrarstöðvun fyrir- tækja í helstu útflutningsatvinnu- vegunum og þar með atvinnu- leysi. Jafnframt mun gengisbreyt- ingin breyta verðhlutföllum inn- fl-utnings og innlendrar fram- leiðslu og því hamla gegn óhóf- legri innflutningseftirspurn, svo að til betra jafnvægis horfi í utan- ríkisviðskiptum. Orsök þess jafn- vægisleysis, sem einkennt hefur efnahagsframvinduna að undan- förnu og þess mikla hallarekstrar útflutningsatvinnuvegahna, sem gerir gengisbreytinguna óhjá- kvæmilega, eru mun örari verð- breytingar hér á landi en í við- skiptalöndum okkar. Ef ekkert væri að gert, væru horfur á örum víxlgangi verðlags og kauplags á næstu mánuðum og enn vaxandi verðbólgu. Ráðstafanir þær, sem felast í þessu frumvarpi, eru til þess ætl- aðar að hamla gegn verðbólgu og stuðla að betra jafnvægi í efna- hagsmálum. Ef stefna á að því að ná tökum á verðbólguvextinum þegar á þessu ári, er sýnt, að ekki er um annað að ræða en að draga úr víxlgangi verðlags og launa með því að takmarka nokkuð þær kauphækkanir, sem ráðgerðar eru með kjarasamningum, enda væru önnur úrræði of seinvirk eða hefðu í för með sér hættu á atvinnubresti. í frumvarpi þessu er því gert ráð fyrir, að verðbætur á laun verði takmarkaðar nokkuð, en hins vegar er gerðum kjara- samningum ekki raskað að öðru leyti. Ríkisstjórnin gerði þegar á s.l. ári grein fyrir þeirri skoðun sinni, að áfangahækkanir og verð- bótaákvæði samninga gengju lengra en fært væri, ef fast væri við hvort tveggja haldið. Það hefur komið á daginn, að af hefur hlotist mikil verðbólga. í frumVarpi þessu eru jafn- framt gerðar tillögur um hliðar- ráðstafanir til að milda áhrif tak- mörkunar verðbóta á kaupmátt og lífskjör almennings og lækka verðlag með nokkurri lækkun skatta. Þessar hliðarráðstafanir valda ríkissjóði talsverðu tekju- tapi og er því nauðsynlegt, að hagur ríkissjóðs sé tryggður, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, með álagningu skyldusparnaðar á félög til samræmis við skyldu- sparnað einstaklinga og með lækkun ríkisútgjalda, en frum- varpið gerir ráð fyrir heimild til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs um 1.000 m. kr. Jafnframt er lagt til að heimild verði veitt fyrir auknu framboði spariskírteina til almennings til þess að styrkja greiðslustöðu rfkissjóðs og draga fé úr umferð. Að öllu samanlögðu er það til- gangur þessa frumvarps, ásamt þeirri gengisbreytingu, sem til- kynnt heíur verið, að tryggja fulla atvinnu, draga úr verðbólgu og treysta þau góðu lífskjör al- mennings, sem náðust á síðast- liðnu ári. I frumvarpinu er lagt til, að hamlað verði gegn víxlgangi verð- lags og launa með því að helminga þá hækkun verðbóta og verðbóta- auka sem koma ættu til fram- kvæmda 1. mars, 1. júní, 1. sept. og 1. des. n.k. skv. ákvæðum kjarasamninga. Þrátt fyrir takmörkun verðbóta skv. 1. gr. frv. er þó tryggt með ákvæði um lágmarksverðbætur í 2. gr., að þessi frádráttur komi ekki fram með fullum þunga gagnvart hinum tekjulægri í hópi launþega. Hér eru einkum þeir hafðir í huga, sem hafa tekjur af reglulegri dagvinnu einni. Ljóst er frá upphafi, að vandasamt verður að framkvæmda þetta ákvæði, þar sem ekki er hægt að ákveða þennan bótarétt beint út frá kauptaxta heldur ræður einn- ig, hvort viðkomandi launþegi hefur fengið verðbætur á yfir- vinnugreiðslur og/eða ákvæðis- eða álagsgreiðslur, sém samanlagt koma verðbótum hans upp yfir hið tilgreinda mark. Um þetta efni þarf að setja sérstakar regl- ur, en hér er um mikið sann- girnismál að ræða og þessi fyrir- höfn því eðlileg. efni. Þessi tillaga er ekki beinlín- is tengd stundarvanda þjóðarbús- ins en hugsuð til þess að bætg launaákvörðunarkerfið til fram- búðar. Áður en gripið var til efnahags- ráðstafana þeirra, sem ríkis- stjórnin beitir sér nú fyrir, voru horfur á, að verðlag innanlands hækkaði um 36% frá upphafi til loka þessa árs og að meðaltali næmi verðbreytingin á árinu 40%. Við þessar tölur má svo bæta verðáhrifum gengisbreyt- ingarinnar, sem nú hefur reynst nauðsynleg, þótt i áætlunum þess- um hafi raunar verið gert ráð fyrir nokkru gengissigi á árinu. 182.raál. N4 05 55. Frumvarp til laga um ráðstafanir í efnahagsmálum. (Lagt fyrir Alþingi á 99. löggjafarþingi 1977—78.) I. KAFLI Um verðbótaákvæði kjarasamninga. 1. gr. Hinn 1. mars 1978, 1. júnl 1978, 1. sepl. 1978 og 1. des. 1978 skulu verðbætur á laun hverju sinni hækka sem svarar helmingi þeirrar hækkunar verðbótavísitölu og verðbótaauka, sem Kauplagsnefnd reiknar samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. að hafi átt sér slað frá næstliðnu þriggja mánaða greiðslutimabili. Kauplagsnefnd tilkynnir opinberlega, hvaða hækkanir skuli verða hverju sinni á verðbótum og verðbótaauka frá næstliðnu þriggja mánaða greiðslutimabili. 2. gr. Sú krónutöluhækkun verðbóta og verðbótaauka, sem launþegi fær samanlagt frá byrjun greiðslutimabils fyrir dagvinnu, yfirvinnu, ákvæðisVinnu og annað, skal aldrei vera minni en svarar 880 kr. á mánuði fyrir hvert 1%, sem öll hækkun verð- bólavfsitölu að meðtöldum verðbótaauka hefur numið hverju sinni samkvæmt út- reikningi Kauplagsnefpdar. Fyrir launþega. sem eru ekki i fullu starfi, lækkar þessi fjárhæð hlutfallslega. Nánari ákvæði um framkvæmd á fyrirmælum þessarar greinar skulu sett með reglugerð. 3. gr. Frá og með l.janúar 1979 skulu óbeinir skattar ekki hafa áhrif á verðbóta- vísitölu eða verðbótaákvæði i kjarasamningum. Kauplagsnefnd skal meta hvað telja skuli óbeina skatta i þessu skyni. II. KAFLI Um bætur almannatrygginga skv. lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sbr. lög nr. 96/1971, nr. 62/1974, nr. 13/1975, nr. 36/1976, nr. 53/1977 og nr. 56/1977. 4. gr. Bætur almannatrygginga, aðrar en fæðingarstyrkur, skulu 1. mars 1978, l.júni 1978 og l.september 1978 taka sömu hlutfallshækkun og laun almennt þessa daga. Hækkun þessi skal einnig taka til greiðslna skv. 73. gr. laganna. Fjárhæð uppbótar á lifeyri, tekjutryggingar, skv. 1. mgr. 19. gr. laganna, svo og heimilisuppbótar, skv. 2. mgr. 19. gr. laganna sbr 1. gr. laga nr. 56/1977, skal hækka um 2 prósentustig 1. mars 1978 umfram hækkun almennra bóta þann dag. Það er ótvíræður galli á núgild- andi verðbótakerfi, að breytingar á óbeinum sköttum — öðrum en þeim, sem fólgnir eru í verði áfengis og tóbaks — valda breyt- ingu á kaupgreiðslum en breyt- ingar á beinum sköttum ekki. Hér er lagt til að frá og með 1. janúar 1979 skulu breytingar á óbeinum sköttum ekki valda breytingu á verðbótum. Rökin fyrir þessu eru vel kunn. í fyrsta lagi eru beinir skattar ekki meðtaldir í verðbóta- vlsitöiu, eins og að ffaman var getið. Það veldur því, að val lög- gjafans milli beinna og óbeinna skatta er ekki óbundið að þessu leyti, sem hlýtur að teljast óæski- légt. 1 öðru lagi stendur ómæld opinber þjónusta á móti óbeinum sköttum, sem ekki er metin til kjarabóta. Í þriðja lagi geta stjórnvöld ekki með sama árangri og ella beitt breytingum á óbein- um sköttum til hagstjórnar vegna þess að þeir eru í grunni verð- bótavisitölu. í frv. er gert ráð fyrir að Kaupiagsnefnd meti hvaða skattar skuli teljast óbeinir í þessu sambandi. Ekki þykir rétt að binda í lög með fullkominni' upptalningu, hvaða skattar falli hér undir því að skattalög geta breyst og sker þá Kauplagsnefnd úr vafaatrið- um. Það er kunnugt í öðrum löndum að undanskilja alla skatta úr verð- bótavísit., m.a. i Danmörku, en þar fylgir einnig að breytingar niöurgreiðslna séu ekki heldur taldar með. Þetta atriði þarf sér- stakrar könnunar við. 1 frv. er mörkuð framtíðarstefna í þessu Kauptaxtar voru hins vegar álitn- ir hækka um 43% frá upphafi til loka ársins en um 53% að meðal- tali á árinu, og kaupmáttur ráð- stöfunartekna var því talinn stefna í um 7% aukningu á mann frá fyrra ári, þótt sú aukning væri raunar mjög óviss vegna þeirrar hættu á rekstrarstöðvunum og at- vinnuleysi, sem óheft verðbólgu- þróuit hlyti fyrr eða siðar að valda. Með þeim breytingum á verðbótaákvæðum kjarasamn- inga, sem hér er gerð um tillaga, er búist við að unnt reynist að koma verðbólguvextinum allt árið niður undir 30% og meðalverð- breytingum á árinu í um 36—37%. Kauptaxtar myndu skv. þessu hækka um rúmlega 20% frá upphafi til loka ársins en um rúmlega 40% að meðaltali á ár- inu. Til að vega að nokkru leyti upp kaupmáttaráhrif þessara að- gerða hyggst ríkisstjórnin beita margvislegum fjármálaaðgerðum, sem að hluta felast í þessu frum- varpi. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir tvenns konar ráðstöfunum til að styrkja kaupmátt ráðstöfun- artekna heimilanna. Annars veg- ar eru barnabætur hækkaðar um 5%, en það léttir nokkuð skatt- byrði barnmargra fjölskyldna. Hins vegar er gert ráð fyrir lækk- un sérstaks vörugjalds úr 18% í 16%. Þessar ráðstafanir valda rík- issjóði u. þ. b. 1000 milljón króna tekjumissi á ári. Þá er gert ráð fyrir, að bætur almannatrygginga hækki með launum, og á sömu dögum, og auk þess er gert r^ð fyrir sérstakri hækkun tekju- tryggingar og heimilisuppbótar umfram launahækkun hinn 1. mars n.k. Loks hyggst ríkisstjórn- in auka niðurgreiðslu vöruverðs um 1300 m.kr. á ári, en það jafn- gildir 1% í kaupmætti ráðstöfun- artekna. Kaupmáttaráhrif þeirra ráð- stafana, sem hér hafa verið nefndar, jafngilda þegar allt er talið saman tæplega l'/i% aukn- ingu kaupmáttar ráðstöfunar- tekna frá því sem ella hefði orðið. Með þessu gæti kaupmáttur ráð- stöfunartekna á mann árið 1978 orðið nálægt því sá sami og á árinu 1977, en þá var hann nær því jafnmikill og hann hefur mestur orðið áður, á árinu 1974. Ráðstafanir þessar hafa veruleg áhrif á afkomu ríkissjóðs. Fjárlög þessa árs voru afgreidd með tekjuafgangi er nam 1 milljarði króna og var þá byggt á áætlunum frá s.l. hausti. Raunveruleg út- koma ríkisfjármálanna 1977 var hins vegar óhagstæðari en gert var ráð fyrir við fjárlagaaf- greiðsluna. Endurmat á fjárlaga- tölum 1978 vegna þessara breyt- inga á grunni þeirra bendir til 2.1 milljarðs króna lakari stöðu en í fjárlögum. Gjöld yrðu þvi um 1 milljarði króna umfram tekjur að óbreyttu. Hér er einkum um að ræða meiri vaxtagreiðslur og út- gjöld til almannatrygginga en reiknað var með við afgreiðslu fjárlaga. Áhrif kauplags- og verð- lagsbreytinga af völdum ráðstaf- ana þessara svo og áhrif gengis- breytingarinnar á fjárhag ríkis- sjóðs eru samtals taldar fela í sér 3.3 milljarða króna bata í stöðu ríkissjóðs á árinu og hefur þá verið reiknað með hækkun rekstrarútgjalda vegna gengis- breytingarinnar og reyndar nokkrum niðurskurði einnig eins og fram kemur á fylgiskjali með frv. Með þessu einu væri stefnt i 1.2 milljarða króna bætta stöðu hjá ríkissjóði. Ráðstafanir þær sem gert er ráð fyrir til að milda ahrifin af breytingum verðbóta- reglna eru álitnar kosta ríkissjóð 1.1 milljarð króna f útgjaldaauka og tekjutapi. Þessari fjárhæð er skv. frv. þessu, að hluta mætt með aukningu ráðstöfunarfjár ríkis- sjóðs með álagningu skyldusparn- aðar á félög til samræmis við skyldusparnað einstaklinga. Jafn- framt gerir frv. ráð fyrir heimild til lækkunar framkvæmdafram- laga og rekstrargjalda á A-hluta fjárlaga um 1.0 milljarð króna. Eftir þessar aðgerðir væri um smávægilegan tekjuafgang að ræða hjá rikissjóói á árinu, allt að 0,6 milljarða króna, ef heimild til útgjaldalækkunar yrði að fullu notuð, en það er ótraustari staða ríkissjóðs en varlegt getur talist. Hér verður að hafa i huga þá óvissu, sem jafnan ríkir um fram- vindu efnahagsmála og áhrif þeirra á ríkisfjármálin. Auk þess telur ríkisstjórnin nú afar brýnt, að rikisfjármálin verði ekki þensluvaldur i því árferði, sem nú rikir, heldur sé þeim beitt til að draga úr þunga innlendrar eftir- spurnar. Því er f frv. þessu gert ráð fyrir nokkrum breytingum á lántökuáformum ríkissjóðs í þessu skyni. Gert er ráð fyrir, að framboð spariskirteina verði auk- ið um 1.5 milljarða króna frá fyrri áformum eingöngu til að styrkja greiðslustöðu ríkissjóðs og draga fé úr umferð, en ekki til að fjár- magna útgjöld. Með þessum hætti er því stefnt að 2.1 milljarðs króna greiðsluafgangi á þessu ári en það felur í sér nokkru traust- ari afkomu en reiknað er með á fjárlögum, enda nauðsynlegt til að hamla gegn verðþenslu. Auk þess verður unnið að því á næstunni að leita leiða til að fresta framkvæmdum sem fjár- magnaðar eru með erlendum lán- tökum um a.m.k. 1.000 m.kr. Með gengisbreytingunni hinn 8. þ.m. og þeim ráðstöfunum, sem þetta frumvarp felur í sér, er eins og fyrr segir að þvi stefnt að tryggja öruggan rekstur undir- stöðuatvinnuveganna og þar með fulla atvinnu jafnframt því sem hamlað sé gegn verðbólgu á árinu og grunnur lagður að sókn gegn verðbólgunni á næsta ári. Jafn- hliða er með þessum ráðstöfunum stefnt að bættum viðskiptajöfnuði og bættri stöðu landsins út á við. Til þess að ná þessum árangri þarf nokkra kaupmáttarfórn, sem þó gæti verið meiri i sýnd en reynd. Að óbreyttu blasti við halla- rekstur og rekstrarstöðvun í fisk- iðnaðinum og útflutningsiðnaði. Ráðstafanirnar tryggja viðunandi rekstrargrundvöll allra helstu atvinnuvega. Að óbreyttu hefði verðbólgu- hraðinn á árinu orðið meiri en 40% að meðaltali en 36% frá upphafi árs til loka þess. Ráðstaf- anir þessar þoka þessari tölu niður í 36—37% að því er árs- meðaltalið varðar en niður undir 30% frá upphafi til ársloka. Að óbreyttu hefði stefnt í a.m.k. um 4—5 milljarða króna við- skiptahalla á árinu. Ráðstafanir þessar bæta viðskiptajöfnuð um 6—7 milljarða á þessu ári og snúa halla í afgang. Þessi árangur og hallalaus ríkisbúskapur, sem aðgerðirnar tryggja, er mikilvægur og þeim mun meira er um vert, að með þeim er á raunhæfan hátt leitast við að tryggja þann kaupmátt, sem náðist á árinu 1977, og leggja þannig traustan grundvöll að kjarabótum siðar og jafnframt varanlega breytingu á vísitölu- bindingu launa þannig, að frá upphafi næsta árs hafi óbeinir skattar ekki áhrif á verðbótavísi- tölu.“ voulgaris telur bannið einsdæmi GRlSKI leikstjórinn og kvik- myndagerðarmaðurinn Pantelis Voulgaris hefur látið f Ijós undr- un sfna með þá ákvörðun að felld- ar skulu niður sýningar á japönsku myndinni Ai no Corida cða Veldi tilfinninganna. Kom þetta fram á blaðamannafundi með Voulgaris f gær. Voulgaris telur myndina vera ótvírætt listaverk og mjög miður, að sýningar á henni skuli ekki leyfðar. Þekkir hann ekki til slíkra aðgerða gagnvart kvik- myndahátíðum erlendis. Voulgar- is taldi, að val mynda á þessa kvikmyndahátíð væri með ein- dæmum gott, og sagði aó á henni væri að finna allt það nýjasta, sem væri að gerast í kvikmynda- listinni þessa stundina. Það kom einnig fram á þessum fundi, sem Thor Vilhjálmsson sat m.a., að frétt um bannið á japönsku mynd- inni hefði þegar verið birt i frönskum blöðum. Veldi tilfinn- inganna kom hingað til lands frá Frakklandi fyrir sérstakan vel- vilja franska menntamálaráðu- neytisins og sendiráðs þeirra hér á landi og taldi Thor illa vegið að góðum mönnum með þvi að láta að því liggja, að þessir aðilar væru að senda okkur klám. Taldi Thor hina einhliða „júridísku" ákvörðun fáránlega og hefur krafist þess, að framkvæmda- stjórn Listahátiðar sýni myndina og láti reyna á 210. gr. hegningar- laganna. Þá kom það og fram, að Woman under the Influence er komin til landsins og verður sýnd í dag, en myndin Cantata de Chile er enn ókomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.