Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1978 13 Fingurbrjótur Smejkals í 20. leik (Jr 1. umferd. I fyrradag var tefld skák sú, sem frestað var í 1. umferð á milli þeirra Ögaards og Smejkals vegna þess að sá síðarnefndi komst ekki nógu tímanlega til landsins. Og ekki blés byrlega fyrir Tékkanum sem varð að lúta í lægra haldi fyrir Norðmanninum eftir slæman fingurbrjót í 20. leik. Engu að síður tefldi Ögaard þessa skák ljómandi vel og var vel að sigrinum kominn. Þess má geta að útvarpshlustendur fá á næstunni tækifæri til þess að fylgjast með taflmennsku þessa rólega Norðmanns en fyr- irhugað er að þeir Jón L. Árna- son og hann tefli útvarpsskák. Hvftt: Ögaard. Svart: Smejkal. Griinfelds-vörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — d5, 4. Rf3 — Bg7, 5. Bg5 — Re4, 6. Bh4 — Rc3, 7. bxc3 — dxc4 (Takist svarti að leika c5 á heppilegum tíma telst hann hafa jafnað taflið, en sá leikur er lykilleikurinn í þessari byrj- un, og eflaust var besta tæki- færið nú til þess að leika þeim leik. 1 framhaldi skákarinnar sjáum við erfiðleika svarts með að knýja þann leik fram og að sjálfsögðu reynir hvítur allt til þess að hindra það?. 8. Dxa4 — Dd7, 9. Dxc4 — b6, 10. e3! (Hvítur er óragur við að fórna hrókunarréttinum fyrir gott og traust miðborð sem reyndist farsæl ákvörðun). 10.. . Ba6, 11. Db3 — Bxfl, 12. Kxfl — Rc6, 13. Ke2 — 0—0, 14. Hdl — Ra5, 15. Db4 (Með þessum leik sem hótar að sjálf- sögðu peðinu á e7 hefur hvítur jafnframt vald á cð-reitnum). 15 .. .Hfe8, 16. Hacl — Hac8, 17. Kfl — Bf8 (Hvítur hefur nú komið kóngi sínum í öruggt skjól en svarta staðan er enn stirðbusaleg. Svarti biskupinn víkur nú af sinni bestu línu til þess að valda e-peðið því svart- ur hyggst nú reyna að finna drottningu sinni betri reit og undirbúa þannig hinn lang- þráða leik: c5). 18. c4 — Dg4, 19. Db5 (Hvítur er fundvís á veika bletti í stöð- unni og víkur sér úr skálínu svarta biskupsins). 19 ... De4, 20. Bg3 (lúmsk hót- un!) 20... e6? (sem svartur sér ekki). 21. Bxc7; (Hvítur vinnurpeð! Svartur hefði t.d getað leikið 20 ... Hed8 til þess að hindra peðstap en nú er biskupinn friðhelgur vegna hróksins á e8 sem stæði í uppnámi ef biskupinn yrði tek- inn. Allar vangaveltur svarts um að leika c-peðinu eru úr sögunni og hann verður að snúa Skák Umsjón: Gunnar Gunnarsson Sævar Bjarnason Leifur Jósteinsson sér í vörn. Smejkal átti nú ekki nema eina mínútu eftir af um- hugsunartima sinum og því harla lítil von til þess að hann finni góða leiki) 21 ... Dc6, 22. Dxc6 — Rxc6, 23. Bg3 — Ra5, 24. Rd2 — f6? (Öþarfa veiking, betra var 24 ... Hed8, en svartur var í gífurlegu tímahraki hér, átti varla meira eftir en 15—20 sekúndur). 25. Re4 — Kf7, 26. c5! (Ögaard teflir óaðfinnanlega og nýtir vel aðstöðuna). 26 ... Rb7, 27. Rd6 — Bxd6, 28. cxd6 — Hed8, 29. Hc7 — Hxc7, 30. Dxc7 — Hc8, 31. d5! — Ke7, 32. d6 — Kd7, 33. e4 — e5, 34. f4 — exf4, 35. Bxf4 — Rc5, 36. e5 — fxe5, 37. Bxe5 — He8, 38. Bg3 — Re4, 39. Bel — He6, 40. Bg3 — Rxg3, 41. hxg3 — b5, 42. Kf2 — He8, 43. Kf3 — h6, 44. Kf4 — He6, 45. Hd5 — a6, 46. g4 — b4, 47. g5 — hxg5, 48. Kxg5 — a5, 49. HC£ — He8, 50. Kf6 — Hc8, 51. Ke5 — Hf8, 52. g4. Svartur gaf. Hvítur á lítið verk eftir, hann flytur t.d. Jón L. Árnason réttir Margeiri Péturssyni höndina eftir 100. leikinn, en þá gafst hann upp. Ljósm. Mbl.: RAX. hrókinn sinn yfir á b-línuna og leikur við tækifæri Hb8 og vinnur auðveldlega. Ögaard hefur teflt þessa skák eins og meistara sæmir. Biðskák þeirra félaga, Margeirs og Jóns L. Árnasonár, úr 4. umferð var tefld í gær og lauk mað sigri Margeirs eftir 100 leiki. Augljóslega hafði a.m.k. Margeir ekki áhuga á einhverju 10 dollara jafntefli heldur var barist af mikilli hörku og seiglu. Eftirfarandi staða kom upp eftir 17. leik hvíts h4. Jón lék 17... f5? 18. exf5 — Hxf5, 19. Dcl — Kh7, 20. Hfel — Hxd5, 21. Hxd5 — Bxd5, 22. Hxe7 — Hf7, 23. Hxf7 — Bxf7, 24. Re5 — Be8, 25. Dc2 — Rc4, 26. Bfl — b5, 27. Rxc4 — bxc4, 28. De4 — Bf7, 29. De7 — De6, 30. Dxe6 — Bxe6 og þessa jafn- teflislegu skák tókst Margeiri að vinna í 100 leikjum eins og fyrr segir. í stað 17 ... f5? gat svartur leikið miklu sterkar 17 . . . Rc4! og ef 18. Dcl — Kh7 og svartur stendur mjög vel. Eins ef 18. Dxa6 — Bxa6 og riddarinn á c4 er mjög ógnandi. Þeir Lombardy og Larsen háðu harðvítuga stöðubaráttu- skák í 4. umf. og eftirfarandi staða kom upp eftir 41. leik hvfts Kc2. Greina má stöðuyfir- burði svarts m.a. á því að hvíta peðið á h3 þarfnast stöðugrar völdunar og eins væri svarti riddarinn ákaflega vel staðsett- ur á f3 ef hann kæmist þangað. Larsen undirbýr það með næsta leik: 41.. . Bh4, 42. Df2 — Bxg3, 43. Dxg3 — Rh4, 44. Kcl — Rf3 og svartur hefur náð takmarkinu. Nú hófst nýr þáttur sem var i því fólginn að ráðast á veika peðið á h3. Lombardy kaus frekar að leita gagnfæra með von um þráskák en í staðinn varð hann að gefa riddarann og peð. Við sjáum nú lokin á skák- inni og grípum niður i skákina eftir 71. leik hvfts Kb2. Framhald á bls. 19 Rádstefna um iðnað á Suðurnesjum JC Á Suðurnesjum boðar til ráð- stefnu um málefni iðnaðar á Suðurnesjum og verður ráðstefn- an haldin í samkomusal gagn- fræðaskólans í Keflavfk og hefst á laugardag. Gissur 1. Helgason, forseti JC á Suðurnesjum, setur ráðstefnuna og Þorvarður Alfonsson, aðstoðar- maður iðnaðarráðherra, flytur er- indi. Fyrri hluta ráðstefnunnar verð- ur varið til að kynna starfsað- stöðu iðnfyrirtækja á Suðurnesj- um og líklegar breytingar á næstu árum. Ölafur B. Ólafsson mun fjalla um fiskiðnað, Bjarni Einarsson um skipasmíðar, Ellert B. Skúlason um vélaverktaka, Birgir Guðjónsson um þjónustu- iðnað. Hreinn Óskarsson um byggingariðnað og Egill Jónsson um framleiðsluiðnað. Siðari hluta ráðstefnunnar verður fjallað um vaxtarmögu- leika iðnaðar á Suðurnesjum. Þá flytja erindi: Leó M. Jónsson um til hverra megi leita, Pétur Sigur- jónsson um nýja tækni í iðnaði, Hörður Jónsson um nýja mögu- leika með tilkomu orkuvers í Svartsengi og væntanlega salt- vinnslu á Reykjanesi, Björn Dag- bjartsson um nýjar vinnsluað- ferðir í fiskiðnaði, Kristján Frið- riksson um stofnun nýs iðnfyrir- tækis og Ulfur Sigurmundsson um iðnað við alþjóðaflugvöll. JC á Suðurnesjum hefur boðið þingmönnum Reykjaneskjördæm- is og sveitarstjórnarmönnum að sitja ráðstefnuna. Abba labba lá mikið liggur á því nú er nýja Abba platan komin aftur í verzlanir vorar FALKIN N Suðurlandsbraut 8, sími 84670 Lauqavegi 24, simi 18670 Vesturveri. simi 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.