Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar RitstjórnarfuJltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjöm Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 1 01 00. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Efnahagsúrræði og framtíðarlausn Ífrumvarpi ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi, er miðað aðþví að þrýsta verðbólgunni niður á ný, þannig að i stað 40% milli áranna 1977 og '78 verði hún um 36%. en i lok ársins ætti hún að vera komin niður fyrir 30% í stað 36% eða meira Þá er einnig stefnt að því að halda óbreyttum kaupmætti launa og koma í veg fyrit atvinnuleysi með því að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuvega, ekki sízt útflutningsfyrirtækja Þá er gert ráð fyrir skyldusparnaði félaga og stofnana, að vörugjald lækki um 2%, heimilt sé að lækka fjárveitingu samkvæmt fjárlögum til framkvæmda eða rekstrar um allt að milljarð og heimi'd til útgáfu spariskirteina er aukin um allt að 1 500 millj kr til þess að lækka erlendar lántökur og draga úr eftirspurnarþenslunni innaólands Þá mun það ekki fara fram hjá neinum. að niðurgreiðslur verða auknar um 1 300 millj kr og á næstunni kemur þessi aukning fram í lækkuðu verði á landbúnaðarafurðum En þó er eitt helzta nýmæli frumvarpsins það, að verðlagsvísitala er ekki afnumin, eins og gert var í tíð Vmstri stjórnarinnar. heldur verði kaupgjald samkvæmt verðbótavisitölu og verðbótaauka látið koma til framkvæmda að hálfu leyti 1 marz, 1 júní, 1 sept og 1 des , auk þess sem allar umsamdar grunnkaupshækkanir munu halda sér Þá er það einnig og ekki siður athyglisvert nýmæli, að gert er ráð fyrir því, að allir óbeinir skattar verði felldir burtu úr visitölunm miðað við 1 jan 1 979 Geir Hallgrímsson forsætisráðherra sagði um þetta síðasttalda atriði í samtali v.ð Morgunblaðið í gærkvöldí, að hér væri um að ræða yfirlýsingu um framtíðarmarkmið Og hann bætti við ,.Og hér er einnig farin ný leið til þess að afnema vixlhækkanir verðlags og launa til þess að koma á jafnvægi í efnahags- málum Oeðlilegt er, að óbeinir skattar séu fremur inni í visitölunni en bemir skattar. sem eru ekki teknir með í vísitölu Það gerir það að verkum, að stjórnvöld hafa ekki frjálst val á milli beinna og óbemna skatta En við sjálfstæðismenn teljum, að nauðsynleg skattlagning eigi fremur að felast í óbeinum sköttum, þ e sköttum af eyðslu. en beinum sköttum, sem eru skattar á verðmætasköpun Beinir skattar hafa engu síður áhrif á lifskjör manna en óbemir skattar Þá má geta þess, að reiknað er með að unnt sé að halda kaupmætti Jauna með þeim ráðstöfunum. sem nú eru gerðar Og i frumvarpi ríkisstjórnarinnar er sérstakt tillit tekið til hinna lægstlaunuðu. þar sem ákveðið er. að engin launþegi fái minni verðbætur en 880 kr á hvert vísitölustig Gert er ráð fyrir því. að verðbótavísitalan muni hækka um 10% 1 marz nk . en launþegar með um 100 þús kr mánaðarlaun fá þá 8 800 kr í verðbætur auk þess. sem aðrar hliðarráðstafanir auka kaupmátt um 1 — 1.5% Þá má jafnframt geta þess, sem einnig kemur fram í samtali Morgunblaðsins við forsætisráðherra, að ef hálfar verðbætur á heildarlaun mánaðarins ná ekki þessari verðbótaupphæð, fær launþeginn mismuninn greiddan Skerðingin á verðbótavísitölunni hefst ekki fyrr en á hærri laun en 100 þús. kr á mánuði, fer smám saman niður í hálfar verðbætur. þannig að við 1 76 þús kr mánaðartekjur er skerðingin helmingur og verður ekki meiri. þótt laun séu hærri Þá má einnig geta þess. að tekjutrygging og heimilisuppbót hækka um 2%-stig 1 marz nk umfram hækkun almennra bóta þann dag Þá munu og bamabætur hækka um 5% samkvæmt skattalögum Hér er, eins og sjá má, farin millileið. sem miðar að því, að við getum á næsta ári haldið áfram að þrýsta verðbólgunni niður og í samtalinu við forsætisráðherra segir hann, að það sé ..síður en svo fórn eða kjaraskerðing fyrir landsmenn að búa við sama kaupmátt á þessu ári að meðaltali og ríkti að meðaltali á síðasta ári, en hærri kaupmáttar höfum við íslendingar aldrei notið Valið er því á milli þess að gera þessar ráðstafamr eða búa við atvinnuleysi. þoka verðbólgunni mður eða gefa henm lausan taummn. auka skuldir við útlönd eða lækka þær. ' eins og Geir Hallgrimsson komst að orði Björn Jónsson, forseti ASÍ, segir í samtali við Morgunblaðið i dag, að i ráðstöfunum ríkisstjórnarmnar sé um ..miklu hurkalegri kjaraskerðingaráform að ræða en okkur hefði órað fyrir — og því gengum við af fundi ráðherranna ' En forseti ASÍ bætir við. að hann hafi síðar frétt ,,að eftir þennan fund hafi einhver breyting orðið á verðbótaskerðingunm". eins og hann kemst að orði ,.en um það hef ég ekki fengið staðfestar upplýsingar, svo ég get ekki sagt neitt um það að svo stöddu" Morgunblaðínu þykir rétt að benda á í lok þessarar forystugreinar, að vegna ummæla forseta ASÍ um viðræður fulltrúa launþegasamtakanna við ráðherrana hefur Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra bent á ,,að tillit muni að nokkru verða tekið til skoðana fulltrúa þessara félagasamtaka í endanlegri gerð frumvarpsins". eins og forsætisráðherra kemst að orði í samtali við Morgunblaðið í dag Hann segir jafnframt. að fundurinn hafi einmitt verið haldinn til þess ,,að fá skýrt fram viðhorf þessara aðila, en hms vegar er hér um greinilegan ágreining að ræða", eins og forsætisráðherra kemst einnig að orði Og hann bætir við ..Til þess að koma til móts við sjónarmið launþegasamtakanna var ákveðið að greina á milli helmmgunar vísitölubóta og þeirrar kerfisbreytingar, að taka óbeina skatta út úr vísitölunni Samhliða þessu er farin niðurfærsluleið, eins og þeir hafa bent á sjalfir, þótt tekjuöflun þeirra sé með öllu óraunhæf og stefni í stórkostlegan hallarekstur ríkissjóðs og auki verðbólguna", eins og Geir Hallgrímsson forsætisráðherra segir í samtalinu Ástæða er til þess að fagna því, að ríkisstjórnin hefur tekið af skarið, lagt fram frumvarp til eflingar atvinnurekstri í landinu, og þá ekki sízt útflutningsatvinnufyr- irtækjum. en markmið ráðstafana ríkisstjórnarinnar er ekki sízt það að halda við kaupmætti launa. vernda hina lægstlaunuðu og koma í veg fyrir, að slagsíða verði á þjóðarskútunni Allir þeir, sem hugsa um hag þjóðarinnar. hljóta að óska eftir því, að friður gefist til þess að þessum markmiðum verði náð Launþegasamtök. sem hreyfðu hvorki legg ne lið, þegar vinstri stjórnin ákvað stórfellda kjara- skerðingu og afnam m a algjörlega kaupgjaldsvísitöluna 1974. hljóta að leggja fram smn skerf til þess, að nú verði unnt að rétta við efnahagsástandið hér á landi Þaer ráðstafanir. sem nú eru gerðar. eru mildar miðað við það, sem gert var Þorskur Ástand stofnsins Árabilið 1955—1974 var meðal- ársafli þrosks um 400 þús. tonn. Mestur varð aflinn áríð 1954 tæp- lega 550 þús. tonn, en minnstur árið 1967, eða 345 þús. tonn. Árin 1968—1970 óx aflinn á ný og náði árið 1970 hámarki, 471 þús. tonn- um. Þessi aukning stafaði af miklu leyti af sterkum þorskgöngum frá Grænlandsmiðum. Sfðan 1970 hefur afli farið mínnkandi þrátt fyrir að góðir árgangar bættust i veiðanlega stofninn, t.d. árgangarnir frá 1964 og 1970. Árið 1977 er heildaraflinn áætlaður um 340 þús. tonn. Á um- ræddu tímabili hefur sókn aftur á móti farið sívaxandi og náði hún hámarki árið 1975. Við brotthvarf útlendinga af miðunum hefur sóknin aftur minnkað. Ástæðan fyrir þvi að aukin sókn skilaði ekki auknum afla, var minnkun þorskstofnsins. Þannig hefur heildarstofninn minnkað úr 2.6 millj. tonna árið 1 955 i 1.2 millj. tonna árið 1978. Hrygningarstofni þorsksins hefur hrakað enn meira, úr um 1 millj. tonna á árunum 1957 til 1959 í 180 þús. tonn árið 1978. Það er eirvkum tvennt sem hefur valdið minnkandi stofnstærð: 1. Ástand þorskstofnsins við Grænland hefur verið lélegt undanfarin ár og fiskur þvi ekki gengið þaðan til hrygningar hér við land. 2. Með vaxandi sókn jókst óhjákvæmilega sóknin i smáfisk, svo að af þeim sökum hefur kynþroska þorski farið fækkandi. Með útfærslu fiskveiðilög- sogunnar, brotthvarfi útlendinga af miðunum, stækkun möskva og lok- un ýmissa uppeldissvæða tímabund- ið eða til langframa, hefur dregið talsvert úr sókninni i smáþroskinn, eins og vikið verður að siðar. Argangaskipan í veiðinni 1977 Fyrstu tvo mánuði ársins voru ágætar gæftir suðvestanlands. Tals- verður þroskafli fékkst á linu og var heildarþorskaflinn i janúar og febrú- ar nærri 40% meiri en sömu mánuði árið á undan. Uppistaðan i afla linu- báta var smáþorskur af 1973 ár- ganginum (allt að 70%) og varð af þessum sökum að gripa til skyndi- lokunar á Breiðafirði. Spáð hafði ver- ið, að þar sem stærð hrygningar- stofnsins yrði aðeins um 200 þúsund tonn myndi lítið af vertiðarþorski ganga á miðin og reyndist sú spá rétt. Hrygningin var hins vegar dreifð- ari árið 1 977 en árið áður, þannig að nokkur hluti hrygningarstofnsins gekk t.d. á grunnmið norðanlands og hrygndi þar. Uppistaðan í hrygning arþroskinum bæði norðanlands og sunnan var 7 ára fiskur, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Á timabilinu janúar maí var 4 ára þorskur yfirgnæfandi i afla linubáta fyrir vestan. Afli togaranna, sem flestir héldu sig á Vestfjarðamiðum, var að langmestu leyti 4 og 5 ára þorskur (um 70% aflans). Hlutfall eldri og stærri þorsks var aðeins hagstæðara i flotvörpu en i botn- vprpu. Þannig var 42% þorsksins i flotvörpu 4 ára og yngri, en 44% aflans i botnvörpu. Yfir sumarmán- uðina var hlutfall 4 ára þorsks og yngri i botnvörpuaflanum svipað og fyrri hluta ársins (42%), en mun hagstæðara iflotvörpu (32%). Hlutfall 4 ára þorsks óx hins vegar í afla linu og handfærabáta yfir sum- armánuðina og var nær annar hver þorskur í þessi veiðarfæri af 1973 árganginum. Gögn þau, sem hér að framan er byggt á, ná fram í október 1977. Sóknin á árinu 1977 Umtalsverðasta sóknarminnkun, sem varð á timabilinu 1976—1977 er brotthvarf Breta af íslandsmiðum 1. des. 1976. Þeir veiddu 55 þúsund tonn af þorski árið 1976, en ekkert i fyrra. Þá varð nokkur sóknarbreyting hjá íslenska fiskiskipaflotanum á s.l. ári. í fyrsta lagi jókst sóknin, vegna þess að fleiri islensk skip stunduðu þorsk- veiðar 1977 en árið áður og i öðru lagi, vegna þess að engar veiðar voru stundaðar við Austur-Grænland árið 1977 og i þriðja lagi jókst sókn i þroskinn vegna þess að minna var sótt í ufsa og karfa. Á móti kehur svo sóknarminnkun i þorsk vegna þrosk- veiðibannsins s.l. sumar og i desem ber s.l. Þá varð enn frekari sóknar- minnkun i smáþrosk, þegar reglu- gerð um 155 millimetra möskva tók gildi 1. febrúar 1977. Ekki er unnt að meta þessar sókn- arbreytingar nákvæmlega á þessu stigi, en þar sem langmest munar um brottför Breta, er talið að heildar- sókn i þroskstofninn hafi minnkað á árinu. Þessi sóknarminnkun hefur þó fyrst og fremst komið fram gagnvart 1974 3 og 4 ára fiski, en sóknin í eldri fisk hefur ekki minnkað. í samræmi við sóknarminnkunina hefur afli á úthaldsdag farið vaxandi hjá öllum flotanum, eins og við var að búast, að bátum SV-lands undan skildum. Þar minnkaði afli enn á úthaldsdag, vegna lélegs ástands h rygningarstof nsins. Horfur Aflinn árið 1978 mun að óbreyttri sókn frá s.l. ári verða 350 þúsund tonn; árið 1979 verður aflinn 320 þúsund tonn og árið 1980 340 þús- und tonn. Það er þvi fyrirsjáanlegt að afli á næsta ári verður ekki mikill, ef miðað er við afla undanfarinna ára og verður reyndar að fara aftur til ársins 1947 til að finna þetta lágar aflatölur. Munurinn á ástandinu þá og nú er sá, að þá var litill floti fiskiskipa að veiða úr stórum stofni og þvi varð afli á sóknareiningu mik- ill. í dag eru aftur á móti of mörg skip að veiða úr of litlum stofni, þannig að nýting flotans er óhag- kvæm miðað við stærð stofnsins. Með óbreyttri sókn mun stærð hrygningarstofnsins á næstu árum verða á bilinu 180—280 þúsund tonn. Þegar hrygningarstofninn byggist á veiku árgöngunum frá ár- unum 1974 og 1975 mun stofninn tíma, sem stuðlar að þvi að einhver hluti stofnsins hrygni við hagstæðar aðstæður. Stóran hrygningarstofn má þvi líta á sem aðlögun tegundar- innar að breytilegum umhverfisað- stæðum og tryggingu fyrir viðhaldi hennar. Hafrannsóknastofnunin telur nauðsynlegt að byggja upp hrygn- ingarstofninn og þorskstofninn i heild og tryggja þannig viðkomu stofnsins og hámarksafrakstur hans. Telja má eðlilegt að haga nýtingu þorskstofnsins á næstu árum á þann veg, að nota sterku árgangana frá 1973 og 1976 sérstaklega í þessu skyni. Tillögur um aflahámark 1978 Auk þeirra friðunaraðgerða, sem þegar eru i gangi leggur Hafrann- sóknastofnunin þvi til, að þorskafli 1978 og 1979 fari ekki yfir 270 þúsund tonn hvort ár. Æskileg aflasamsetning i þorsk- veiðunum árið 1978 verði sem hér segir þús. tonn 3—4 ára 35 5—6 ára 167 7 ára og eldri 68 Afli alls 270 enn minnka og fara niður fyrir 190 þúsund tonn, ef ekkert verður að gert. Ekki liggja fyrir athuganir á ástandi þorskstofnsins við Austur- Grænland á s.l. ári, þar sem engir leiðangrar voru farnir þangað. Rann- sóknir undanfarinna ára benda þó til þess, að þaðan sé engra gangna að vænta, sem heitið geti, á allra næstu árum, enda er ástand þorskstofnsins þar lélegt. Á þessu ári og þeim næstu bætast mjög missterkir árgangar við veiðan- lega hluta þorskstofnsins. Árgang- arnir frá 1974 og 1975 er taldir lélegir, en árgangur 1976 er talinn sterkur. Slæmt ástand þorskstofnsins síð- ustu árin hefur haft i för með sé minnkandi afla þrátt fyrir aukna sókn. Ört minnkandi hrygningar stofn hefur leitt til vaxandi likinda á því, að klak þorsksins misfarist. Enda þótt ekki hafi verið sýnt fram á samhengi milli stærðar hrygningar stofns og niðjafjölda. er þó augljóst. að einhver eru þau stærðarmörk hrygningarstofnsins, þar sem hann verður ófær um að gegna liffræði- legu endumýjunarhlutverki sinu. í þessu sambandi er athyglisvert, að viðkoma þorskstofnsins hefur verið mjög sveiflukennd síðustu 4 árin, þ.e. eftir að stofninn fór niður undir og niður fyrir 200 þúsund tonn. Lítill hrygningarstofn samsettur af tiltölulega fáum aldursf lokkum, kemur til hrygningar á takmörkuðu tímabili og veltur því á miklu, að umhverfisaðstæður séu hagstæðar einmitt þá. Þegar hrygningarstofn er stór og i honum eru margir aldurs- flokkar, dreifist hrygning yfir lengri Tilgangur þessarar aflatakmörkun- ar er sá, að vernda svo þá árganga, sem eru i uppvexti, að þeir geti byggt upp hrygningarstofninn á allra næstu árum og ennfremur að tryggja með áframhaldandi friðunaraðgerð- um á komandi árum enn frekari stækkun hrygningarstofnsins Sam- kvæmt þeim aflatakmörkunum sem hér er mælt með, mun hrygningar- stofninn i ársbyrjun 1980 verða 400 þúsund tonn, eða 120 þúsund tonn- um stærri en ef ekkert yrði frekar að gert. Er^þá búið að ná hrygningar stofninum upp fyrir þá stærð sem hann var í árið 1973. Þrátt fyrir þessar friðunaraðgerðir er búist við, að hrygningarstofninn minnki á ný árin 1981 og 1982, þegar lélegu árgangarnir frá 1974 og 1975 verða kynþroska, en nauðsynlegt er að nota sterka árganginn frá 1976 til þess að byggja upp hrygningarstofn- inn, en eins og er verða ekki gerðar tillogur um hámarksafla lengra fram í timann, þar sem endurmat með tilliti til nýrra upplýsinga um stofn- stærð og árgangastyrkleika er nauð- synlegt á hverju ári. Minnkuð sókn í 3 og 4 ára fisk hefur leitt til betri nýtingar stofns- ins. Þá benda nýjustu rannsóknir til þess, að árgangar frá 1 973, 1 974 og 1975 séu Svið sterkari en fyrstu athuganir gáfu til kynna. Tillaga um hámarksafla árið 1978 lækkar þvi ekki meira frá tillögu Hafrannsókna stofnunarinnar i fyrra, en raun ber vitni, þótt afli árið 1977 hafi farið talsvert fram úr þeirri tillögu. Þó skal bent á það hér að lokum, að ef tillaga Hafrannsóknastofnunarinnar um 275 þús. tonna hámarksafla á s.l. ári hefði komið til framkvæmda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.