Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978 17 hefði hrygningarstofninn á komandi vetrarvertíð verið 50 þúsund tonn- um stærri en nú er búist við og hefði mátt auka leyfilegan hámarksafla á næsta ári talsvert fram yfir það sem nú er lagt til. Viðmiðunarmörk þorskeftirlits 1978 Tilgangur skyndilokana veiði- svæða er að koma í veg fyrir óhæfi- legt smáfiskadráp. Forsendur slíkra lokana verða að byggjast á hlutlægu mati og taka mið af ástandi þorsk stofnsins hverju sinni. Sú stefna hef- ur verið mörkuð, að veiða ekki meira en 18% af þriggja og fjögurra ára fiski. Hin svokölluðu viðmiðunar- mörk Hafrannsóknastofnunarinnar eru sett I þessum tilgangi, en þau breytast að sjálfsögðu eftir vaxtar- hraða og stærð árganga. Árið 1977 giltu þau viðmiðunar- mörk, að gripið var til skyndilokunar svæðis, þegar 40% af fjölda þorska í afla var undir 58 cm. Var upphaflega gert ráð fyrir, að þessi viðmiðunar- mörk giltu fyrir tímabilið janú- ar—júni, en að ný mörk tækju gildi 1. júlí. Þessi breyting var eðlileg afleiðing af þeim vexti er viðmiðunarárgang- urinn (árg. 1973) hafði tekið út á árinu. Sjávarútvegsráðuneytið ógilti hins vegar hin nýju viðmiðunarmörk og giltu þvi hin upprunalegu mörk allt árið 1977. Það er fiskifræðileg staðreynd, að þörf er nýrra viðmiðunarmarka á hverju ári og einnig þarf að breyta þeim innan ársins i samræmi við vöxt f isksins. Viðmiðunarárgangur þessa árs er svæðinu voru fullnýttir tímabilið 1965—74. Gotstofninn hefur minnkað um 30—40% allra siðustu árin miðað við meðalstærð hans á timabilinu 1965—1974. Slík minnkun gotstofnsins gefur ástæður til fyllstu varúðar. Hin mikla sókn i smákarfa við A-Grænland árin 1975 og 1976 er mjög óæskileg og draga þyrfti stórlega úr henni Tillögur um hámarksafla 1978 Með tilliti til hins hæga vaxtar karfans, hinnar miklu veiði á skarfa á uppeldissvæðunum við A- Grænland á árunum 1975 og 1976 og óvissunnar um áhrif þeirra, svo og hinnar alvarlegu minnkunar got- stofnsins síðustu árin, leggur Haf- rannsóknastofnunin til, að leyfilegur hámarksafli við ísland verði 60 þús. tonn á árinu 1978. Miðað við karfaaflann á s.l. árgeta íslendingar þvi aukið sinn eiginn karfaafla um 100% á árinu 1978. Þessari aukningu aflans verður þó því aðeins náð með þvi að beina sókninni mun meira að karfaveiðum, en gert var á árinu 1 977. Skarkoli Árið 1976 var skarkolaaflinn við Island aSeins rúm 5 þúsund tonn; I lok nóvember á s.l. ári var skarkola- aflinn orðinn 4.5 þús. tonn. Eiðan Bretar hættu skarkolaveið- um hér við land hefur stofninn verið vannýttur. Allt virðist benda til þess. að fyrri áætlanir um 10 þús. tonna árlegan hámarksafla séu nálægt lagi. Það er þvl æskilegt að auka verulega sóknina I skarkolastofninn. Grálúða Sfðustu árin fyrir útfærslu fisk- hnignað svo mjög, að síldveiðar i hringnót voru bannaðar frá 1. febr. 1972 til 15. sept. 1975. Á þessu timabili hafði íslenski vorgotssildar- stofninn að vísu ekki sýnt nein bata- merki, en sumargotssíldarstofninn hafði aukist verulega, einkum vegna hins tiltölulega góða árgangs frá 1971. Stofnstærðarmælingar, sem fram fóru Í nóv. 1973 gáfu til kynna, að þessi árgangur væri miklu stærri en hinir lélegu árgangar, sem bæst höfðu í stofninn allmörg ár þar á undan. Niðurstöður þessara mælinga hafa nú verið staðfestar, enda hefur þessi árgangur verið um eða yfir helmingur síldaraflans eftir að stld- veiðar voru leyfðar að nýju haustið 1975 (sjá töflu 1). Athuganir á stærð 1972 árgangs- ins sýna, að hann er lélegur. Stofn- stærðarmælingarnar, sem fram fóru haustið 1975 bentu hins vegar til þess, að 1973 árgangurinn væri sterkur; þetta fékkst þó ekki staðfest árið eftir. Eigi að síður var þó gert ráð fyrir þvi í aflaspá fyrir 1977 að þessi árgangur myndi skila sér í verulegum mæli. Þessi spá hefur þó ekki ræst nema að takmörkuðu leyti. Athuganir á aldursskiptingu síldar- aflans og stofnstærðarmælingar haustið 1976 gáfu til kynna, að árgangurinn frá 1974 væri sterkur. Rannsóknir sem gerðar voru 1977 staðfestu fyrri mælingar og verður að gera ráð fyrir, að þessi árgangur sé nálægt þvi að vera meðalstór ef miðað er við timabilið 1955—63, en sennilega talsvert sterkari en hinn tiltölulega góði árgangur frá 1971. Athyglisvert er, að meðallengd sildar af 1974 árganginum er nærri 2 cm lægri en verið hefur um margra Skýrsla Hafrannsóknarstofnunar- innar um ástand nytjastofna á íslandsmiðum og aflahorfur 1978 frá árinu 1974. Hann er talinn nema 130 millj. fiska þriggja ára gamall og er þvi mun minni en viðmiðunarár- gangurinn 1973, sem talinn ernema 340 millj. fiska sem þriggja ára. Af þessum sökum er lagt til að hin nýju viðmiðunarmörk verði þannig, að gripið sé til skyndilokunar svæðis ef 20% af afla (eftir fjölda) er undir 58 cm fram til 1. júlí, en 20% af afla undir 62 cm það sem eftir er ársins. Ýsa Ýsuaflinn á íslandsmiðum hefur síðan 1967 verið á bilinu 40—50 þúsund tonn, sem er allmikið undir meðalafla (70 þúsund tonn) árabilið 1950—1970. Stofninn minnkaði frá árinu 1963 úr 388 þúsund tonn- um niður I 146 þúsund tonn árið 1971, en síðan hefur hann vaxið örlítið aftúr og er nú talinn vera um 180 þúsund tonn. Hrygningarstofn ýsunnar hefur sýnt hliðstæða þróun, en ýsa sem er 4 ára og eldri telst til hrygningarstofnsins. Árið 1963 var hrygningarstofninn 246 þúsund tonn, en komst i lágmark árið 1973 eða 76 þúsund tonn. Siðan hefur hrygningarstofninn farið aftur vax- andi og er áætlaður 109 þúsund tonn i ársbyrjun 1978. Ýsustofninum hnignaði svo miðað við fyrri ár, vegna ofveiði á sméýsu og vegna þess að stórir árgangar hafa ekki bæst i stofninn um langt árabil; aðeins 1 970 og 1973 árgang- amir eru i meðallagi. Á árinu 1977 bar mest á 1973 árganginum i ýsu- veiðinni, þrátt fyrir það að hans gætti minna i veiðinni en ella, vegna aukinnar möskvastærðar. Algjör stakkaskipti til hins betra urðu á s.l. ári er möskvi var stækkaður i 155 mm.. Sú ráðstöfun hefur dregið svo úr ofnýtingu smáýsunnar, að núver- andi sóknarþungi og möskvastærð eru talin gefa hámarksafrakstur á niðja, þegar til lengdar lætur. Á s.l. ári dró þó úr ýsuafla vegna stækkun- ar á möskva, en aflinn var þá um 35 þúsund tonn. Á þessu ári mun aflinn hins vegar aukast. Lagt er til að leyfilegur hámarksafli 1 978 verði 40 þúsund tonn. Margt bendir til þess að 1976 ýsuárgangurinn sé allsterk- ur og eru þvi horfur á vaxandi ýsu- afla á næstu árum. Ufsi Ufsaveiði náði hámarki árið 1971. en þá nam heildarveiðin 137 þúsund tonnum. Síðn hefur afli farið minnk- andi og var kominn niður I 80 þús- und tonn árið 1976. Minnkun aflans á rætur að rekja til minnkandi stofn- stærðar. Henni valda le legir árgang- ar. sem bæst hafa I stofninn að undanförnu og mun sú þróun halda áfram. a.m.k. næstu tvö árin og valda frekari rýrnun stofnsins. Þrátt fyrir það er ufsastofninn ekki kom- inn I þá lægð, sem hann var i um 1960. Nýting ufsastofnsins hefur verið á þann veg. að hann hefur gefið af sér sem næst hámarksaf- rakstur. Sóknin i yngri hluta stofns- ins er nú tiltölulega lítil og minnkaði þegar ufsaveiðar í hringnót voru bannaðar. Þá hefur aukning möskva- stæðrar, lokun uppeldissvæða við Suðausturland og stækkun lágmarksstærðar i 50 cm stuðlað að minnkandi sókn i yngri ufsann. í úttekt sem gerð var á vegum Alþjóðahaf rannsóknaráðsins I árs- byrjun 1977 var mælt með, að leyfi- legur hámarksafli árin 1977 og 1978 yrði 60 þúsund tonn hvort árið. Bráðabirgðatölur um ufsaafla siðast liðins árs benda til þess. að aflinn hafi verið mjög svipaður þeim afla sem ráðlagt var að veiða það ár. í samræmi við þessar niðurstöður er lagt til að leyfilegur hámarksafli árið 1978 verði 60 þús. tonn. Karfi Afli og heildarsókn Heildarafli á íslandsmiðum minnk- aði úr 114 þúsund tonnum árið 1965 I 69 þúsund tonn árið 1973 og hefur haldist I þessu lágmarki, um 70 þús. tonn siðan, þrátt fyrir aukna sókn af hálfu íslendinga til ársins 1976 Íslendingar og Þjóðverjar hafa tek ið mestan hluta karfaaflans á ís- landsmiðum og hafa Þjóðverjar jafn- an veitt meíra en islendingar. Þó dróst karfaafli þeirra við ísland saman á undanförnum árum. en afli íslendinga var nokkuð jafn. 26—29 þúsund tonn um árabil. Afli okkar jókst svo verulega árin 1975 og 1976 og varð rúm 34 þús. tonn siðari árið. Karfaveiðar við island eru að veru- legu leyti blandaðar veiðar, en sókn Þjóðverja beindist þó einkum að karfastofninum og fór dagveiði þeirra minnkandi flest árin samhliða rýrnandi heildarafla, þrátt fyrir stór- aukna afkastagetu togaranna. Karfaafli Þjóðverja á islandsmið- um árið 1977 nam 32 þúsund tonn- um. Sókn Islendinga i karfann þetta ár var mun minni fram eftir sumri en árið áður og hefur karfaafli íslend- inga dregist verulega saman á árinu 1977. Ekkert var veitt við Austur- Grænland og aflinn á heimamiðum minnkaði. Í lok nóv. 1977 var hann um 26.400 tonn og má þvi ætla að hann verði um 28 þús. tonn á öllu árinu 1977. Karfaafli Belga, Færey- inga og Norðmanna er áætlaður tæp 2 þús. tonn (var rúm 1700 tonn 1976). Það er þvi Ijóst. að heildarafl- inn á Íslandsmiðum hefur verið um 62 þús. tonn á árinu 1977 Alþjóðleg úttekt á karfastofnunum í N-Atlantshafi Á s.I ári var i fyrsta skipti reynt að gera heildarúttekt á karfastofnunum i Norður Atlantshafi i vinnunefnd á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Vinnunefndin leit á karfastofnana við Færeyjar. ísland og A Grænland sem eina heild. Heildarkarfaaflinn á þessu svæði minnkaði úr 156 þús. tonnum árið 1965 i 88 þús. tonn árið 1973, en hefur aukist siðan. einkum árið 1976 og varð þá 189 þús. tonn. Þessi aukning stafar af stórfelldri smákarfaveiði Sovétmanna við Aust- ur-Grænland, aðallega á árinu 1976 (101 þús. tonn). Vinnunefndin komst að eftirfar- andi niðurstöðum; Karfastofnarnir á veiðilögsögunnar i 200 mílur var grálúðustofninn ofveiddur. Mestur var aflinn árið 1974. eða tæplega 36 þús. tonn. Á árinu 1 977 juku íslendingar grá- lúðuafla sinn mjög verulega og voru togararnir þar fyrst og fremst að verki. Grálúðuaflinn var orðinn tæp 10 þús. tonn i nóvemberlok. en það er 3 þúsund tonnum meira en ársafli okkar 1970. er hann var mestur fram að þessu. Vestur-Þjóðverjar veiddu 4.5 þús. tonn á árinu 1977 og er það tvöfalt meira en þeir veiddu árið 1976. Á fundi grálúðuvinnunefndar Al- þjóðahafrannsóknaráðsins s.l. vetur tókst ekki að reikna út æskilegan hámarksafla af grálúðu á islandsmið um vegna ónógra gagna. Verður þvi enn að nota fyrri áætlun Hafranrv sóknastofnunarinnar, en þar egert ráð fyrir. að taka megi 15 þús. tonn á ári úr stofni Hrognkelsi Grásleppuveiðar hafa farið vax- andi á undanförnum árum og náðu hámarki árið 1976 þegar söltuð voru 2.4 þús. tonn af hrognum, en það samsvarar 9.8 þús. tonnum af grá- sleppu upp úr sjó. Árið 1977 fengust enn 1.9 þús. tonn af hrognum (7.700 tonn af grásleppu upp úr sjó) og stafar þessi aflaminnkun að nokkru leyti af þvi. að þá voru settar ýmsar hömlur á veiðarnar með reglugerð. en einnig sýna veiðiskýrslur, að afli á sóknar- einingu hefur minnkað á undanförn- um árum samtimis aukningu sóknar og heildarafla. Bráðabirgðakönnun bendir til að aflahámarkið 1976 hafi fengist með mikilli sókn á öllum hefðbundnum veiðisvæðum og óliklegt að stofninn gefi meira af sér, án þess að til komi nýting nýrra veiðisvæða. Auka mætti sókn i rauðmagann frá þvi sem nú er. Síld Astand sumargots- síldarstofnsins \ Við lok síðasta áratugs og i byrjun þessa hafði íslenskum sildarstofnum ára skeið. Slík breyting á vaxtar hraða rennir frekari stoðum undir þá skoðun, að þessi árgangur sé mun sterkari en fyrirrennarar hans. Fyrstu athuganir á 1975 árgangin- um benda til, að hann sé af svipaðri stærð og 1974 árgangurinn, þ.e. af meðalstærð, ef miðað er við timabil- ið 1955—1963. Haustið 1977 var veitt hlutfalls- lega meira af stofninum en gert hafði verið ráð fyrir, þegar tillögur um hámarksafla voru gerðar. Þessa hækkun veiðidánarstuðla má einkum rekja til eftirfarandi atriða: a) 1973 árgangurinn reyndist ekki eins sterkur og gert hafði verið ráð fyrir, b) afli fór um 3500 tonn fram yfir það sem lagt var til, c) sildin var mun magrari en árið áður og þvi þurfti fleiri sildar til þess að ná þeim afla, sem á land kom. Gert er ráð fyrir að veiðidánar- stuðlar hafi af þessum sökum verið um 25% hærri en áætlað var i tillög- um um hámarksafla fyrir árið 1 977. Hrygningarstofn sumargotssíldar Sé tekið tillit til þessarar hækkun- ar veiðidánarstuðla og miðað við þær forsendur um stærð árganga, sem að framan voru greindar, hefur stærð hrygningarstofnsins (4 ára sild og eldri) verið endurreiknuð fyrir árið 1975—1977 og spá gerð fyrir 1978—1979. Niðurstöður eru sem hér segir: Hrygningarstofn sumargotssildar (4 ára sild og eldri i þús. tonna) 1975 1976 1977 1978 1979 85 95 105 (155) (200) Samkvæmt spá fyrir árið 1977 átti hrygningarstofninn þá að vera 120 þús tonn i stað 103. Þessi mismunur er fyrst og fremst vegna þess, að 1973 árgangurinn hefur reynst mun lélegri en búist hafði verið við. Mörg undanfarin ár hefur sumar- gotssildin orðið kynþroska 4 ára gömul og er þvi miðað við þann Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.