Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978 MORö'dKf- KAWNU ■>hv, TsH&a T\EÍ GRANI göslari Auðvitað hef ég ekki gleymt brúðkaupsdeginum okkar, en hlusta ekki á neitt sem heitir ásakanir! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Aö loknum fyrri hálfleik hittust sveitarfélagar, eins og siður er, og báru saman blöð sín. Spil nr. 1 og 2 féllu, þ.e. árangurinn var sá sami á báðum borðum. En í spili nr. 3 kom í ljós, að á öðru börðinu hafði sveitin fengið 50 en á hinu 420. Hvað hafði gerst? Gjafari suður, austur-vestur á hættu. Norður S. D42 H. 4 T. KD1042 L. 10852 Vestur S. 6 H. ÁKG75 T. 9765 L. K96 Austur S. 1097 H. D986 T. A3 L. G74 Ég lét krakkana hafa lista yfir hvers konar bölv og formælingar, sem börn ættu ekki að læra! Merkilegasta minnismerkið? „Mig langar til að koma á fram- færi með þinni aðstoð Velvakandi málefni sem ég hefi mikið hugsað um síðastliðin ár og það er hve lengi ætlar þjóðin og þá sérstak- lega rfkisstjórnin og alþingis- menn almennt að láta þá skömm yfir okkur landsmönnum vofa að láta mesta og bezta minnisvarð- ann vera hálfkláraðan i nær því hálfa öld, sem þyrfti ekki nema lán um tíma til að geta orðið full- frágenginn og þar á ég við Hall- grímskirkju. Ég veit ekki betur en jafnframt að vera sá stærsti og fegursti minnisvarði sem Reykjavíkur- borg getur eignast um mörg ókomin ár. Þetta er minnisvarði um einn okkar mesta mann sem sögur fara af. Þjóðin er minnis- varði um einn okkar mesta mann sem sögur fara af. Þjóðin hlustar árlega á sálma þessa mæta manns en hefir ekki efni á að veita lán eða styrk til að ljúka smiði kirkj- unnar. Mér er sagt að erlendar þjóðir, til dæmis Svfþjóð og Noregur, hafi látið af höndum mikilsverðan styrk til kirkjunnar. Ég skora þvi á núverandi rikis- stjórn að láta af hendi rakna fé til að Ijúka byggingu kirkjunnar og gæti ég trúað að ég tali hér fyrir munn margra íslendinga. Þórarinn Björnsson, Laugarnestanga 9 b.“ Þessari áskorun er hér með komið á framfæri og má skjóta henni bæði til ráðamanna, eins og bréfritari gerir og allra sem vilja leggja lið við byggingu þessarar stóru kirkju. Síðan eru hér nokkur orð frá gömlum Skagfirðingi eins og hann vill láta nefna sig og fjaliar um vísur nokkrar. % Eftir hvern? „I Morgunblaðinu 2. þ.m. bls. 16 er I upphafi greinar eftir Agúst Sigurðsson getið vísu nokkurrar og undir henni stend- ur innan sviga Isl. Gislason. Vísan á þvi að vera eftir Isleif Gíslason, sem var þekktur hagyrðingur á Sauðárkróki fyrr á tið. En visa þessi er ort við Vesturrós Héraðs- vatna, sumir sögðu hana eftir Jón Ösmann eingöngu, en aðrir að Jónas í Hróarsdal hefði ort fyrri hlutann. En vísan mun vera svona: Starir hissa hér mín önd, hrafnar og rissur krunka. Fjallgrimm vissa á Furðurströnd, fallega pissar Brúnka. Jón Ósmann nefndi ferjustað- inn Furðurstrandir, en kofi hans var nefndur byrgið i daglegu tali, hefur llklega verið klettaskúti fyrst áður en torfkofinn var reist- ur. Brúnka í vísunni er brenni- Suður S. ÁKG853 H. 103 T. G8 L. ÁD3 Sagnirnar gengu eins á báðum borðum. Suður Vesfur Norður 1 S 2 II 2 S 4 S allir pass. Austur 3 H Og á báðum borðum spilaði vestur út hjartaás. En síðan skildu leiðir. I öðru tilfellinu spil- aði vestur siðan hjartakóng en þá lét suður lauf frá blindum og tryggði þar með vinninginn. Vest- ur mátti ekki spila laufi og gagns- laust var að spila rauðum lit eins og lesendur eflaust sjá. En á hinu borðinu spilaði vest- ur lágu hjarta í öðrum slag. Sagn- hafi varð að trompa í borðinu því annars spilaði austur laufi í næsta slag. Suður fór f tígulinn. Spilaði lágu, fékk á gosann og austur fékk næsta slag á tígulás. Þar með var sambandið milli handar suð- urs og blinds orðið lélegt. Og þó illur grunur læddist að sagnhafa var ekki útilokað, að trompin lægju 2—2. Hann tók á spaðaás og spilaði lágu á drottninguna. En þegar tíguldrottningunni var spil- að frá borðinu trompaði austur með síðasta trompi sínu. Suður trompaði betur, tók á laufás og spilaði lágu laufi. Vestur lét lágt og þar með var spilið tapað. Gott sameiginlegt átak sveitar- innar gaf þannig 470 eða 10 impa. jp jfr Framhaldssaga eftir HUS MALVERKANNA 67 trúi ekki lengur þfnum útskýr- ingum ... ég ... Hún fór að gráta. — Fyrst hann gat fengið hæli... þvf þá að borga. — Fjárkúgunin. Hann horfði eins og skiln- ingsvana á þær til skiptis. — Það verður að bíða þar til ég kem heim ... Lögreglan ... hringdi og sagði að Susie væri fundin... hún var f bflnum þfnum, ekki ýkja langt héð- an ... hún var dáin af of stórum skammti... — Dáin ... Dorrit kreisti hendurnar eins og hún væri f þann veginn að missa stjórn á sér. — Við héldum að við værum að hjálpa henni... en við hjálpuðum henni ekki nóg. — Ef Susie hefur tekið of stóran skammt getur ástæðan auðvitað verið að hún hafi ver- ið svo vonsvikin yfir þt*ssu ... þarna með veizluna... draum- urinn um tfzkubúðina sem hún fékk ekki. Emma talaði yfirvegað og ró- lega. — Þá er bara spurningin hvort ástæða er fyrir ykkur að ásaka ykkur um eitt né neitt. Ég á við að stúlkan hefur áður neytt eiturlyfja ... kannski ef hún hefði fengið búðina eins og hana langaði til og það hefði ekki gengið hefði hún ... — Hún byrjaði með dóp, já. Dorrit leit upp. — Hún féll fyrir freisting- um, af því að það var svo auð- velt fyrir hana að verða sér úti um efnin f verksmiðju á rann- sóknarstofunni... en hvernig hefur hún náð í dóp núna ...? — Hún hefur að minnsta kosti ekki náð í það á rannsókn- arstofunni... Carl var þreytulegur og hryggur f röddinni. — Hún hefur keypt það ... komist einhvers staðar yfir peninga... — Kjóllin dýri. Dorrit kinkaði kolli. — Carl, þá hefur það verið hún ... hún allan tfmann. — Fjárkúgunarmálið aftur. Emma horfði á þau. — Hvers vegna hefði Susie þá átt að verða svona vfirkomin af vonbrigðum f veizlunni, ef hún vissi að hún gat fengið peninga eftir öðrum leiðum. — Hún keypti dýran kjól. Emma gekk yfir að sófanum og tók upp handtösku Susie. — Eg var búin að gleyma því að Birgitte Lassen kom með veskið í gær. Veski Susie. Hvers vegna gáum við ekki f það. Ef hún hefur haft eitthvað af peningum að ráði hlýtur hún að hafa borið hluta á sér. Dorrit opnaði veskið í flýti og rótaði f þvf. Ökuskfrteini. Varalitur og snyrtidót... Reikningar ... og aftur reikningar ... Hún leit á þau. — Susie hefur keypt kjólana sfna með afborgunum. Þar með er Ifka útiiokað að Susie hafi verið fjárkúgarinn. — Ertu viss um það? Emma dró hentuskálina nær sér. — Ef stúlkan hefur verið verulega slóttug hefði hún... — Jf, en það er hún einmitt ekki... Dorrit greip fram í fyrir henni. — Hún var það ekki, leið- rétti hú sig sfðan. — Við fengum að skoða skýrslurnar úr geðrannsókn- inni, sagði Carl. — Susie var ágeng og frek á margan hátt, en hún var í þeim flokki geðsjúkl- inga sem aldrei getur fram- kvæmt neitt nema til hálfs. Hún var ótrúlega gráðug f pen- inga og samtfmis hafði hún sanna unun af þvf að gefa pen- inga ef hún átti einhverja... keypti aldrei með afborgunum ef hún átti bara nóg fyrir dag- legu brauði... auk þess held ég ekki að Susie geti hafa gert þetta. Ég hef hugsað um það rækilega. Susie hefur alltaf verið óskaplega hrædd við að vera ein á ferli f skóginum... meira að segja á daginn... og f sfðasta skiptið voru peningarn- ir sóttir að næturþeli. Ég get alls ekki séð Susie f þcssu hlut- verki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.