Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 32
AlKiLYSINGASIMlNN ER: 22480 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1978 Lækkar hitakostnaðinn Hæstiréttur staðfestir gæzluvarð- Björgunarskipiö Goðinn lagði af stað í gær með Sigurð RE 4 áleiðis til Svíþjóðar, •þar sem gert verður við vél skipsins. Þessi mynd var tekin er skipin létu úr Reykjavíkurhöfn. Ljó.Sm. Mbi.: öi k m hald í fíkniefnamálinu: Fíkniefnum smyglað í stórum stíl í not- uðum sjónvörpum HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær tvo gæzluvarðhaldsúrskurði yfir manni einum, sem í sfðustu viku var handtekinn á Húsavfk, grun- aður um þátttöku f stðrfelldum innflutningi á ffknicfnum. Var maðurinn úrskurðaður í allt að 5 daga gæzluvarðhald við handtök- una á Húsavik og gæzluvarðhald- ið sfðan framlengt um 60 daga af Ffkniefnadómstólnum í Reykja- vík. Maðurinn kærði báða úr- skurðina en Hæstiréttur hefur nú staðfest þá báða með dómi. í dómi Hæstaréttar kemur fram, að umræddur maður er Skýrsla Hafrannsóknastofnunarinnar: Auka má sókn í flestar tegundir aðrar en þorsk Þorskveiðin fari ekki fram úr 270 þús. lestum á árinu „ERFIÐASTA vandamál okkar f dag er ofnýting þorskstofnsins, en veiðin á s.I. ári fór langt fram úr tillögum stofnunarinnar. Af þeim sökum verður að leggja til frekari takmörkun þorskaflans á þessu ári og því næsta, til þess að byggja upp hrygningarstofninn," segir Jón Jónsson forstjóri Haf- rannsóknastof nunarinnar í skýrslu um ástand nytjafiska á tslandsmiðum, en skýrslan er nú nýkomin út. í skýrslunni gerir Hafrann- sóknastofnunin það að tillögu sinni að hámarksþorskafli á árinu 1978 verði 270 þús. tonn, en á síðasta ári veiddu íslendingar 330 þús. lestir af þorski. 270 þús. tonna markið er 20 þúsund tonn- ,um hærra en meðalþorskveiði Is- lendinga á árunum 1967-^-1976, en á þessu tímabili veiddu erlend veiðiskip mikið af þorski á Is- landsmiðum, þannig að heildar- þorskaflinn þessum tíma var miklu meiri, eða 391 þús. tonn að meðaltali á ári. Þessi tillaga Haf- rannsóknastofnunar er nokkru hærri en búist var við, miðað við að á s.l. ári veiddu Isl. 330 þús. lestir af þorski. Lagt er til að hámarksafli ýsu verði 40 þúsund tonn á árinu og er það 6 þúsund tonnum meira, en meðalveiði okk- ar árin 1967—1976, en í lok nóvember s.l. nam ýsuaflinn tæp- um 33 þúsundum tonna. Þá er lagt til að ufsaveiðin verði takmörkuð við 60 þúsund tonn og er það allveruleg hækkun frá veiði íslendinga á s.l. ári, en þar til í lok síðasta árs veiddu Þjóð- verjar mikið af ufsa við ísland. Ennfremur segir að íslendingar Gengis- skráning hefst í dag „GENGISSKRANING hefst á morgun, þegar við höfum aflað okkur upplýsinga um gengi á hinum ýmsu myntum á erlend- um mörkuðum," sagði Davið Ólafsson seðlabankastjóri, er Mbl. ræddi við hann f gær- kvöldi eftir að Alþingi hafði samþykkt lög um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka Islands um breytingar á gengi íslenzku krónunnar. Frumvarpið var samþykkt í efri deild laust eftir klukkan 22 í gærkvöldi sem lög frá Framhald á bls. 23 geti aukið verulega sókn í karf- ann eða í 60 þús. tonn á þessu ári, en f nóvemberlok s.l. hafi karfa- afli okkar einungis verið rúm 26 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnunin telur að tvöfalda megi skarkolaveiðina á þessu ári og mætti taka úr stofn- inum 10 þús. tonn. Þrátt fyrir 10 þús. tonna grálúðuveiði á s.l. ári telur stofnunin, að auka megi þessar veiðar um 5 þúsund tonn á þessu ári, þ.e. í 15 þúsund tonn. í nóvemberlok var steinbftsaflinn orðinn tæp 10 þús. tonn og er það nokkru lægra en þau 13 þús. tonn, sem lagt er til að veiða megi sem hámark á þessu ári. Að því er varðar síldveiðar, þá er lagt til að hámarksafli verði 35 þús. tonn á þessu ári og er það um Framhald á bls. 23 grunaður um að hafa á s.l. ári átt þátt í innflutningi mikils magns fíkniefna, sem að sögn voru falin i notuðum sjónvarpstækjum. Maðurinn hefur ýmist neitað Framhald á bls. 19 Jón vann Kuzmin FIMMTA umferð Reykjavíkur- skákmótsins var tefld á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi og sú skák, sem mésta athygli vakti, var á milli þeirra Jóns L. Arnasonar og Kuzmins. Jón vann rússneska stórmeistarann I 23 leikjum, en þá var staða Kuzmins hrunin til grunna. Önnur úrslit urðu þau, að Larsen vann Guðmund í 31. leik, Helgi Olafsson og Ögaard sömdu um jafntefli eftir 31 Ieik. Browne og Friðrik sömdu einnig um jafn- tefli eftir 32 leiki, Hort vann Lombardy í rösklega 30 leikjum og Smejkal vann Polugaevsky í 46 leikjum. Staðan á mótinu er nú þessi: Larsen, Browne og Miles eru með 4 vinninga, Friðrik og Hort eru með 3'A vinning, þá kem- ur Polugaevsky með 2lA vinning, Guðmundur, Kuzmin og Ögaard eru með 2 vinninga og síðan koma Framhald á bls. 22. Jón L. Arnason og Kuzmin við skákborðið í gærkvöldi. Ljðsm Mbi kax Undirréttardómur í sparimerkjamálinu: Kröfum stefnanda hafn- að að verulegu leyti Krafan var 64 þúsund krónur - Ríkis- sjódur dæmdur til að greiða 1274 krónur Sverrir Hermannsson: Alþingi ákvarði laun og kjör þingmanna SVERRIR Hermannsson, for- maður þingfararkaupsnefndar, boðaði f neðri deild Alþingis í gær tillögu, þess efnis, að Al- þingi tæki f sínar hendur, að gamalli hefð, ákvarðanir um laun og önnur kjör þingmanna. Jafnframt gat hann þess, að ef slík tillaga yrði samþykkt. íhugaði hann aðra tillögu um nokkra lækkun á launum þíng- manna. Þetta kom fram í um- ræðu um frv. Gylfa Þ. Gíslason- ar og Ellerts B. Sehram, þess efnis, að Kjaradómur ákvarðaði laun og önnur kjör þingnianna. Umræður um þetta efni eru raktar á þingsíðu Mbl. í dag (bls: 8). DÓMUR var í gær kveðinn upp f bæjarþingi Reykjavíkur f máli Gunnars H. Baldurssonar gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs en mál þetta hefur verið nefnt sparimerkjamálið. Var hér um að ræða prófmál fyrir alla skyldusparendur frá upphafi laganna um skyldusparnað frá árinu 1957. Stefnandinn f málinu taidi að rfkissjóður hefði van- reiknað honum verðbætur og vcxti af sparifé á árunum 1964 til 1972 samtals að upphæð krónur 64.116.11 og krafðist hann þeirrar upphæðar af rfkissjóði. Dómur- inn hafnaði þeirri kröfu og dæmdi rfkissjóð til að greiða Gunnari H. Baldurssyni krónur 1.274,75 auk vaxta frá 18. september 1972 til greiðsludags þannig að segja má að rfkissjóður hafi að verulegu leyti haft sigur f málinu. Ef dómurinn hefði hins vegar tekið kröfu stefnandans að fullu til greina hefði það þýtt, að rfkissjóður hefði þurft að endur- greiða tugþúsundum skylduspar- enda frá árinu 1957 um tvo milljarða króna auk vaxta og var hér þvf um að ræða hærri fjár- upphæð en dómstóll hér á landi hefur áður fjallað um. 1 lögum númer 42 frá árinu 1957 var skyldusparnaður fyrst settur á. Var ungu fólki innan vissra aldursmarka þar gert skylt að leggja til hliðar ákveðna prósentu af launum sínum og sá rfkissjóður um ávöxtun fjárins Þessi prósenta var síðar hækkuð upp í 15% af launum og hefur sú prósenta verið alllengi. Stefnand- inn í málinu, Gunnar H. Baldurs- son, greiddi 'skyldusparnað á árunum 1964 til september 1972. Hann vefengdi að verðbætur og vextir af sparifé hans væru rétt reiknaðir og höfðaði hann mál árið 1976. Þetta er prófmál og var heimiluð í því gjafsókn. Lög- maður stefnanda var Gunnar M. Guðmundsson hrl. en lögmaður verjanda, fjármálaráðherra, var Gunnlaugur Claessen hdl, deildarstjóri í fjármálaráðuneyt- inu. Voru dæmdar krónur 500 þúsund í málsvarnarlaun. Dómurinn var kveðinn upp Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.