Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 36. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gengisfelling norsku krónunnar: Finnar fella niður gengisskráningu — Verðstöðvun í Noregi Helsinki, Ösló. 11. feb. AP — Reuter Finnlandsbanki tilkynnti í dag að Trélíkneski það sem hér sést fannst síðastliðið sumar á suðurströnd Baffinseyju. Líkncskið sem talið cr vera frá því á 13. öld. er fimm og hálfs scntimctra langt, og af manni í norrænum klæðum sem heldur á krossi. Sérfræðingar telja að fundur líkneskisins sé fyrsta sönnun þess að norræn- ir vfkingar hafi komizt til Norður-Ameríku, en aðrir telja líklegra að það hafi borizt með Eskimóum til Baffinseyjar. Það voru tveir bandarískir fornleifafræðing- ar sem fundu líkneskið en til stendur að koma því fyrir í þjóðminjasafni í Ottawa. gengi erlendra gjaldmiðla yrði ekki skráð á mánudag f framhaldi af 8% gengisfellingu norsku krónunnar. Mauno Koivisto bankastjóri Finnlandsbanka sagði i dag að gengisfelling norsku krónunnar muni án efa hafa áhrif á finnska markið. Sagði hann að bankinn mundi reyna að gera sér sem fyrst grein fyrir hver þessi áhrif yrðu og ákvarðanir teknar i framhaldi þess. Danskir fjármálasérfræðingar sögðu á laugardagsmorgun að ólíklegt væri að gengisfelling norsku krónunnar mundi kalla á gengisfellingu þeirrar dönsku i það minnsta ekki i hráð. í gærmorgun setti norska rikis- stjórnin á verðstöðvun í landinu til að takmarka áhrif gengis- fellingar norsku krönunnar. Tekur verðstöðvunin þegar gildi. Myndin var tekin í Islamahad í Pakistan er leiðtogi herstjórnar Pakistans, Zia hcrshöfðingi (til hægri). tekur á móti Behari. utanríkismálaráðherra Indlands. en þeir áttu fund með sér í Pakistan til að ræða um samskipti ríkjanna. Vínarborg, Búkarest, Kuwait, 11. febr. AP. Reuter. ANWAR Sadat Egyptalandsfor- seti kom til Salzburg í Austurrfki árla laugardags og um hádegið héldu þeir með sér „vinnumáls- verð“ Sadat, Kreisky kanzlari Austurrfkis og Simon Peres leiðtogi ísraelsku stjórnarand- stöðunnar en Kreiskv mun hafa átt mestan þátt í að koma þeim fundi á. Sadat hafði ekki nema þriggja stunda viðdvöl í Austur- ríki, en flaug þá áleiðis til Rúmeníu þar sem mikill við- búnaður var til að taka á móti honum. Sadat fór með þyrlu frá gisti- húsi þvi í Berchtesgaden í Vestur- Þýzkalandi til Klesheimkastala skammt fyrir utan Salzburg þar sem viðræðurnar voru haldnar. Peres hafði verið á alþjóðaþingi Jafnaðarmanna í Hamborg þegar Harry Martins- son léztígær Stokkhólmi 11. feb. AP SÆNSKI rit höfundurinn Ilarry Martinsson lézt í morgun, laugardag. Hann var 73 ára gamall. Martinsson fékk Nóbelsverðlaunin í bókmennt- um 1974 og dcildi þeim með landa sínunt Eyvind Johnson. Veitingin var umdeild og sætti gagnrýni í Svíþjóð og sérstök athygli var vakin á því að báðir Nóbelshöfundarnir sætu í aka- dentíunni. Eyvind Johnson sagði þá í símtali við Mbl., að hann minntist þess varla að logn og friður hefði verið um Nóbelsverðlaunaveitingar og auk þess hefðu þeir Martinsson oft komið fyrr til greina. En Svíar virtu Martinsson þó mjög fyrir ritstörf sin og að makleikum. Hann var þekktur bæði fyrir ljóð sín og skáld- sögur. Martinsson var af fátæku fólki kominn og það setti mark á ritverk hans og þó einkum framan af ævi. Meðal bóka hans má nefna Resor utan Mál frá 1932 og Kap Farvál sem kom út árið eftir. Er af mörgum litið svo á að frásagnarlist Martinssons rikis hvað hæst í þessum bókum. Hann vakti og athygli á sér ungur fyrir ljóða- gerð. Meðal þekktari verka hans er Aniara frá 1956 þar sem hann yrkir um geimskip á leiðinni út í tómið. 1 grein sem Jóhann Hjálmars- son skáld ritaði um Martinsson í tilefni Nóbelsverðlaunanna sagði hann í niðurlagi: „Skáldverk Harry Martins- son eru í rfkara mæli en verk annarra sænskra skálda mótuð af því lífi, sem hann hefur lifað sjálfur, eigin reynslu. Þetta á einkum við um æskúverk hans. Með aldrinum hefur hann orðið heimspekilega sinnaður, leitað vizku í gömlum bókum. Það Harry Martinsson sem er kannski mest heillandi við skáldskap hans eru minningarnar frá farmennsku- árunum. 1 þeim er hreint og nærandi sjávarloft.“ Allmörg ljóð Martinssons hafa verið þýdd á íslenzku og ein skáldsaga eftir hann, Netlurnar blómgasf, en hún kom út hjá Almenna bókafélag- inu árið 1957. Sadat fundurinn var ákveðinn. Sadat sagði við komuna til kastalans að þessi fundur væri góðs viti og hann væri bjartsýnn og hann kvaðst vonast til að senn kæmi að því að lokatakmarkinu væri náð. í fréttum frá Kuwait segir að Framhald á bls. 47. 17 fórust í flugslysi Richland, II. fpb. Reuter. AP. TVEGGJA hreyfla farþegavél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Richland síðdegis á föstudag og fórust með henni 17 manns. Ókunnugt er um orsakir slyssins en sjónarvottar segja, að svo hafi virzt sem flugvélin hafi greinlega stöðvazt í klifrinu og steypzt til jarðar. Flugvélin, sem var af Beech- craft-gerð, var í eigu Columbia- Pacific flugfélagsins og var á leið til Seattle er slysið varð. Hún var fullhlaðin, þ.e. í henni voru 15 Framhald á bls. 47. Sadat og Peres ræddust við í gær Egyþtalandsforseti hélt síðan til Rúmeníu Dvalar- met í geimnum Moskvu, 11. febrúar. AP — Reuter. SOVÉSKU geimfararnir Yuri Romanenko og Georgy Grechko settu skömmu eftir miðnætti í nótt nýtt sovéskt dvalarmet í geimnum. Hófst þá þeirra 64. dagur um borð í Salyut-6 geimvísindastöðinni, en fyrra met sovéskra geim- fara var 62 dagar, 23 klukku- stundir og 20 mfnútur. Til að slá met bandarfskra geimfara, sem er 84 dagar, verða þeir Romanenko og Grechko að dvelja a.m.k. þrjár vikur í geimnum í viðbót. Talið er að eitt af markmiðum ferðar þeirra sé að slá dvalarmet Bandaríkjamanna í geimnum. Utanríkis- ráðherra Sýrlands til Beirut Beirut. Sidon 11. febr. Reuter AP. UTANRÍKISRAÐHERRA Sýr- lands, Abdel Ilalim Khaddam, var væntanlegur til Beirut sfðdeg- is á laugardag til viðræðna við ráðamenn þar og er stefnt að því að reyna að stöðva átökin sem hafa orðið milli sýrlenzkra og líbanskra hersveita en í bardög- um þeini hafa hátt í 200 manns látizt á fjórum dögum. Framhald á bls. 47. Los Angeles: 17 látnir, 400 heimilislausir Los Angeles, 11. feb. Reuter. BJÖRGUNARMENN leita nú 9 manna sem saknað er eftir miklar rigningar sem valdið hafa miklu tjóni hér. Er veðrið hið mesta sem dunið hefur yfir Los Angeles á öldinni. Óttazt er, að 17 manns hafi farizt og 400 hafa misst heim- ili sín í vatnselgnum. Veðurfræð- ingar segja að hætta sé á meira vatnsveðri um helgina. Hvassviðri mikið af hafi, vind- hraði um 130 km/klst., og 8 senti- metra úrkonta hafa valdið gífur- Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.