Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1978 Jón H. Bergs, form. Vinnuveitendasambands Gengisbreytíng óumflýjanleg „ÉG TEL að bre.vting á skráðu gengi krónunnar hafi verið óum- flýjanleg eins og ástatt er f.vrir útflutningsatvinnuvegunum," sagði Jón H. Bergs, formaður Vinnuveitendasambands Islands, er IVIbl. spurði hann álits á fvrir- huguðum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Aðgerðar- leysi hefði íeitt af sér rekstrar- stöðvanir fjölda framleiðslufyrir- tækja og stórfellt atvinnulevsi. Tillaga fulltrúa ASÍ og fulltrúa st jórnarandstöðunnar er botn- leysa. Eg hefði haldið að atvinnu- reksturinn í landinu þyrfti nú á öðru meir að halda en tekjuskerð- ingu, álagningu veltuskatts, á allar atvinnugreinar upp á 5—6 milljarða og öðrum nýjum álög- um. sem felast í þeirra samdrátt- ar-, styrkja- og skattlagningarleið. Hiiðarráðstafanir í efnahags- málafrurhvarpinu tel ég nauðsyn- legar meðal annars til þess að draga úr þeim víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags, sem gengisfellingar leiða af sér. Einn- ig finnst mér rétt að draga úr og milda áhrif gengisbreytingarinn- ar fyrir þá sem verst eru settir í þjóðfélaginu með ákvæðum frum- varpsins þar að lútandi. Vinnuveitendasambandið hefur lengi talið og telur enn að ríkisvaldið eigi að hafa sem minnst áhrif á gerð og fram- kvæmd kjarasamninga. Islenzkir vinnuveitendur eru áreiðanlega andvigir því fyrirkomulagi sem ríkir í kommúnískum aðgerðum aö ríkisvaldið ákveði kaup og kjör. Hins vegar eru menn einnig þeirrar skoðunar að rétt og skylt sé ríkisvaldinu að grípa inn í kjarasamninga ef aðgerðarleysi leiddi af sér stórfelldar fram- leiðslustöðvanir og stórfellt at- vinnuleysi. Menn tala nú sumir af mikilli vandlætingu um og for- dæma afskipti ríkisvaldsins af kjarasamningum eins og slikt hafi aldrei gerzt áður. Ef farið er nokkur ár aftur í tímann rifjast m.a. þetta upp um inngrip stjórn- Framhald á hls. 47. Rúml. 5800 ferðamenn til landsins í janúar I JANUARMÁNUÐI komu hing- að til lands 5.847 ferðamenn skv. skýrslu útlendingaeftirlitsins. Alls voru erlendir ferðamenn 2.384, en íslendingar 3.463. I janúar 1977 komu til landsins 2.592 útlendingar, en 2.947 ls- lendingar svo hér er um nokkra fjölgun að ræða. Flestir ferðamannanna voru frá Bandaríkjunum eða 1198, næst flestir frá Bretlandi 170, 161 kom frá Þýzkalandi, 145 frá Noregi og 143 frá Danmörku. Alls komu hingað til lands ferðamenn frá 48 löndum, m.a. Bangladesh, Srilanka, Nígeríu, Tanzaníu, Brazilíu, Búlgaríu, Grikklandi, Suður-Kóreu, Malasíu, Lichten- stein og Trinidad, einn frá hverju þessara landa. Tónleikum Kammer- sveitarinnar frestad Af óviðráðanlegum ástæðum verður að fresta áskriftartónleik- um Kammersveitar Reykjavikur sem fyrirhugaðir voru í dag. Tónleikarnir verða haldnir í Menntaskólanum við Hamrahlíð sunnudaginn 19. febrúar kl. 5 e.h. Flutt verða verk eftir Jón Ás- geirsson, Beethoven og Franz Berwald. (Fréttalilk.vnninf!) Jón G. Sólnes vegna áburðar um mútur vegna Kröflu: „Tilhæfulaus rógburður” Yfirlýsing frá honum vegna blaöaskrifa um Finansbanken Morgunhlaðinu harst í gær svo- felld yfirlýsing frá Jöni G. Sölnes. „Vegna blaðaskrifa um bankainnstæður í Danmörku á nafni mínu og konu minnar þykir mér rétt að upplýsa. að náinn ættingi minn, sent starf- aði í Danmörku um margra ára skeið, hefur átt innstæður á nöfnum okkar hjóna. Var þetta gert til þess að auðvelda yfir'- færslu á innstæðum. Þessi ættingi minn er fluttur heim til Islands og í ágúst 1977 var um- ræddum reikningum lokað og inneignir yfirfærðar heim og hlutaðeigandi yfirvöldum gerð grein fyrir málinu. Jón G. Sólnes." X \ X I tilefni af þessari yfii’lýsingu Jóns G. Sólness s|>urði Mbl. hann hvað hanh vildi segja um þann áburð, sem fram hefur komið að hann hafi þegið mútu- fé frá japanska fyrirtækinu Mitsubishi. Jón sagði þetta til- hæfulaust með öllu og til viðbótar tók hann fram að ákvarðanir um véla- og efnis- kaup til Kröfluvirkjunar og framkvæmdir í því sambandí hefðu aldrei verið teknar af honum, heldur ráðgefandi verkfræðingum sem fullskipuö Kröflunefnd hefði svo fjallað um á eftir. Þá sagði Jón enn- fremur að síendurteknar aðdróttanir í þessu máli „gefi manni fyllstu ástæðu til að taka til gaumgæfilegrar athugunar-, hvort aðili sem lenti i því hlut- verki að starfa i stjórnskipaðri framkvæmdnefnd eins og Kröflunefnd er, væri virkilega varnarlaus samkvæmt lögum fyrir tilhæfulausum rógburði og lygum í sambandi við slík störf og hef ég fullan hug á því að kanna það mál nánar." Ragnar Björnsson organisti Húsfyllir á öllum orgel- tónleikunum Rætt við Ragnar Björnsson dóm organista nýkominn heim úr hljómleikaferð til Sovétríkjanna RAGNAR Björnsson dóm- organisti er nýkominn heim úr vel heppnaðri hljómleikaför til Sovétríkjanna en þar hélt hann nokkra tónleika víðs vegar um landið og voru tónleikasalirnir ávallt fullskipaðir áhe.vrendum og svo var einnig í Tschaj- kovski-tónlistarhöllinni í Moskvu sem rúmar 2000 áheyr- endur og er aðaltónlistarhöllin þar. „Þetta var ævintýraleg ferð," sagði Ragnar i samtali við Morgunblaðið um ferðina, „fyrstu tónleikarnir voru í Moskvu í Tschajkovski- tónlistarhöllinni, sem er aðal- tónleikahöllin þar. Aldrei á ævinni hef ég verið eins tauga- óstyrkur fyrir nokkra tónleika en þetta var í fyrsta skipti sem ég spilaði í Moskvu. Þegar ég kom inn á sviðið hvarf allur óstyrkleiki samstundis, en í salnum voru 2000 áheyrendur. Reyndar var húsfyllir á öllum tónleikum mínum. Næstu tón- leikar voru í Taskent, en þar hef ég leikið áður. Á þeim tón- leikum var m.a. aðstoðar- menntamálaráðherra Sovétríkj- anna og það var skemmtilegt að í samtali okkar eftir tónleikana kom hljóðfærið í húsinu til tals og hann lýsti því þarna yfir að keypt yrði nýtt orgel í húsið vegna hins mikfa áhuga sem fólk sýndi á þessari tegund tón- listar. Það var skemmtilegt að koma aftur til Taskent, þessar- ar fögru borgar. Þá voru tónleikar í borginni Alma-Ata austur undir landa- mærum Kina og þar lék ég á tveimur tónleikum og var yfir- fullt á báðum og fjöldi fólks mun hafa haft samband við for- stjóra hljomleikahússins og óskað eftir aukatónleikum. Það var skemmtilegt að kynnast hinum mikla áhuga fólks þarna á orgeltónlistinni og t.d. á siðari tónleikunum var svo þétt skip- að að fólk stóð hvarvetna sem mögulegt var að standa í stiga- göngum og anddyri hússins. Síðustu tónleikarnir voru síð- an í Kazan við Volgu, en þar var eitt bezta orgelið sem ég lék á í ferðinni. Þarna spurði ég staðarmenn að því hvernig stæði á hinum mikla áhuga á orgeltónlist og töldu menn það vera vegna allra möguleikanná sem orgelið byði upp á, en ég heíd að það sé ekki síður vegna þess að þessir tónleikar fara fram í konsert- sölum og áheyrendur hafa orgelið og orgelleikarann fyrir framan sig. Að lokinni hljómleika- ferðinni til Rússlands átti ég að leika á tveimur tónleikum í Helsingfors, en varð að aflýsa þeim vegna óhagstæðra ferða." Ragnar sagðist aldrei hafa leikið sömu efnisskrá á tón- leikunum en af íslenzkum verk- um lék hann verk eftir dr. Pál og Inter media noctis eftir Atla Heimi Sveinsson, en Ragnar kvað fólk hafa haft gaman af því. Þetta er í annað skiptið sem Ragnari er boðið til Rúss- lands í hljómleikaferð, en að- sþurður um eftirminnilegt at- vik úr ferðinni nefndi hann flautuleikara sem hann heyrði á hljómleikum í Kazan. „Hann heitir Alexander Karneev og er einn af svokölluðum listamönn- um þjóðarinnar, en hann er albezti flautuleikari sem ég hef heyrt, stórkostlegur listamaður og það væri mikill fengur að fá hann hingað til lands til þess að spila." Um tónleikahald framundan sagði Ragnar að sér hefði verið boðið í tónleikaferð í haust til Bandarikjanna og Kanada. Skora á sambands- félögin að segja upp samningum FRAMKVÆMDASTJÓRNIR Sjó- mannasambands tslands og Far- manna- og fiskimannasambands lslands samþykktu á sameiginleg- um fundi á föstudagskvöld að skora á öll samhandsfélög að segja nú þegar upp gildandi kjarasamningum og alls ekki síð- ar en 1. marz n.k. Mbl. barst cftirfarandi tilkynn- ing frá samböndunum í gær: „Sameiginlegur fundur fram- kvæmdastjórna Sjómannasam- bands íslands og Farmanna- og fiskimannasambands íslands, haldinn föstudaginn 10. febrúar 1978, mótmælir harðlega kjara- skerðingaráformum þeim sem fram koma í frumvarpi því serrj lagt hefur verið fram á Alþingi um ráðstafanir í efnahagsmálum. Fundurinn lítur svo á, að ekkert það hafi gerst í viðskiptakjörum eða öðrum þáttum þjóðarbúsins frá því að kjarasamningar við sjó- menn voru undir.ritaðir á s.l. ári, sem réttlæti það að með lagaboði sé gildandi kjarasamningum koll- varpað eins og áformað er með frumvarpi þessu. Jafnframt mótmælir fundur- inn harðlega þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar, að krefja endur- greiðslu framlags ríkissjóðs til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins á s.l. ári af gengismunarsjóði, sem nú hefur verið ákveðið að mynda af sölu sjávarafurða sem fram- leiddar voru á s.l. ári, og fluttar verða út eftir að gengi krónunnar var fellt. Samþykkir fundurinn að skora á öll sambandsfélög Sjómanna- sambands íslands og Farmanna- og fiskimannasambands íslands, að segja nú þegar upp gildandi kjarasamningum og alls ekki síð- ar en 1. marz n.k." Lézt af völdum bifreiðarslyss LÁTIN er í Reykjavik Aslaug G. Torfadóttir til heimilis að Vestur- götu 20, en hún varð fyrir bifreið á Bólstaðarhlíð hinn 12. desember s.l. Áslaug heitin var 46 ára að aldri. Hafði hún ekki komizt til meðvitundar eftir slysið. Aslaug G. Torfadóttir. 5500 lestir fengust í Vest- firðingafjórðungi í janúar HEILDARAFLINN í Vestfirðing- afjórðungi varð alls 5.539 lestir í janúarmánuði. en var 4.903 lestir í sama mánuði í fyrra. Keinur þetta fram í yfirliti um sjósókn og aflabrögð í fjórðungnum, sem skrifstofa Fiskifélagsins á ísa- firði hefur tekið saman. Segir í yfirlitinu, að stiiðugir umhleyp- ingar hafi verið megineinkenni vcðráttunnar í janúar ogsett mik- inn svip á sjósóknina. Fór veður- hæð sjaldan niður úr 6—7 vind- stigum og voru aflabrögð i sam- ræmi við það, bæði hjá togurum og línubátum. Þá segir að sjó- menn kvarti undan því að fiski- slóðin undan Vestfjörðum sé nú óvenjulega lffvana. í janúar stunduðu 43 bátar bol- fiskveiði frá Vestfjörðum, reru 32 með línu, 10 með botnvörpu og 1 með net, en í fyrra reru 25 með línu og 9 með botnvörpu. Línubát- arnir stunduðu allir dagróðra nema Heiðrún frá Bolungarvík, sem var í útilegu. Afli línubátanna í mánuðinum var 2.649 lestir í 527 róðrum eða 5,0 lestir að meðaltali í róðri, en í fyrra var línuaflinn 2.593 lestir í 429 róðrum eða 6,0 lestir að með- altali í róðri. Afli togaranna var nú 2.788 lestir eða 50% heildar- aflans i mánuðinum. Aflahæsti línubáturinn var Vestri frá Patreksfirði með 148,0 lestir í 20 róðrum, en í fyrra var Tungufell frá Tálknafiíði afla- hæst í janúar með 172,1 lest í 23 róðrum. Gyllir frá Flateyri var aflahæstur togaranna með 395,9 lestir. Hann var einnig aflahæst- ur í janúar í fyrra með 368,9 lest- ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.