Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 3 Fyrirlest- ur um áhrif vökva og virkja A VEGUM verkfræðiskorar Há- skóla tslands verður fvrirlestur þriðjudaginn 14. febr. kl. 16.00 1 húsi verkfræðideildar við Hjarðarhaga 2—6 í stofu 158. Fyrirlesari er próf. Stephen H. Crandall við Massaehusetts Insti- tute of Technology. Fyrirlesturinn mun fjalla um gagnkvæm áhrif vökva og virkja og verður sérstaklega fjallað um vandamál sem kom upp í vatns- orkuveri þar sem grindur brustu vegna hvirfla í vatnsstraumnum. Lýst verður hvernig þetta er rannsakað og vandinn leystur og leitast er við að sýna á þennan hátt hvernig ýmis verkfræðileg vandamál eru leyst í reynd. I frétt frá verkfræðiskor segir að próf. Crandall sé einn af þekktustu sér- fræðingum í Bandaríkjunum á sviði burðarþolsfræði. INNLENT Vel sótt kristniboðs- vika í Hafnarfirði StÐUSTU daga hefur staðið yfir svonefnd kristniboðsvika í KFUM og K húsinu við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Er þetta samkomu- Vika þar sem minnst er kristni- boðsstarfs er unnið er á vegum Sambands fsl. kristniboðsfélaga. Vikur sem þessi hafa verið haldn- ar um árabil, bæði í Hafnarfirði og víða annars staðar. 1 Hafnarfirði eru það félögin KFUM og KFUK sem sjá um vik- una eða kristniboðsdeild innan þeirra félaga. Stína Gísladóttir, sem á sæti í kristniboðsdeildinni, sagði að samkomurnar hefðu ver- ið vel sóttar milli 40 og 100 manns og allt upp í 110 eitt kvöldið og teldist þetta góð aðsókn. A samkomunum er greint frá starfi á vegum S.l.K. úti í Eþíópíu og hafa verið fengnir kristniboðar til að segja frá því,starfi og hafa m.a. hjónin Ingibjörg Ingvars- dóttir og Jónas Þórisson sem nú eru hérlendis í leyfi tekið þátt i samkomunum svo og Skúli Svavarsson, sem einnig er í leyíi, og hjónin Gísli Arnkelsson og Katrín Guðlaugsdóttir, sem um árabil störfuðu í Eþíópiu. Stína Gísladóttir sagði að á þennan hátt væri leitast við að kalla fólk til ábyrgðar á kristniboðsstarfi, ábyrgðar gagnvart Guði og mönnum. Þá sagði hún að unglingar og aðrir starfsmenn KFUM og K, í Hafnarfirði hefðu tekið þátt í samkomunum, bæði undirbúningi þeirra og lagt fram efni til hennar í tali og söng. A hverri samkomu er fólki einnig gefinn kostur á að leggja eitthvað af mörkum til kristni- boðsstarfsins, en ekki er enn vit- að hversu mikið hefur safnast í vikunni. Síðasta samkoma kristniboðs- viku KFUM oo K í Hafnarfirði verður í kapellunni í Hrafnistu, Víðistaðasókn, og þá munu Jónína Guðmundsdóttir og Svan- hildur Bergsdóttir segja nokkur orð, Ástráður Sigursteindórsson skólastjóri flytja ræðu og Halldór Vilhelmsson syngja einsöng og jafnframt verður altarisganga. Samkoman hefst kl. 20:30. A vegum KFUM og KFUK í Hafnarfirði eru margvíslegir fundir, fyrir yngri deildir stúlkna á þriðjudögum kl. 17:30 og fyrir drengi kl. 17:30 á fimmtudögum. Fundir unglingadeilda eru á mánudagskvöldum fyrir pilta og þriðjudagskvöldum fyrir stúlkur og aðaldeild kvenna hefur fundi annan fimmtudag hvers mánaðar. Þá hefur kristniboðsdeildin fundi síðasta miðvikudag hvers mánaðar og samkomur eru flest sunnudagskvöld. Frá samkomu á kristniboðsvikunni. Myndin er tekin á föstudagskvöldið. Ljósm. Rax. Bingó hjá FEF þriðju- dagskvöld FÉLAG einstæðra foreldra held- ur bingó í Tjarnarbúð, uppi, þriðjudagskvöld 14. febr. og hefst það kl. 21. Spilaðar verða tíu um- ferðir og eru vinningar vandaðir, listmunir, matarkörfur, svefn- poki, o.fl. Arni Johnsen skemmtir og kaffi og hlaðborð verður í hléi. 1 fréttatilkynningu FEF segir að nýir félagar og gestir séu vel- komnir og er hvatt til að fólk fjölmenni og mæti stundvíslega. AUSTURSTRÆTl 17,11. HÆÐ. SÍMAR 26611 0G 26166. kunna að velja, sem velja ____ ÚTSÝNARFERÐ Vandað — en ódýrt og öruggt Beztu gististaðir — orðlögð þjónusta Stærsti farkostur íslendinga DC8 — þess vegna lægstu fargjöld ÞAÐ ER MEÐ ÚTSÝN, SEM FERÐIN BORGAR SIG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.