Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 7 Inflúenza. sem hér hefur ýmsa hrjáð, hindraði mig frá að halda áfram að sinni hug- leiðingum minum um öfund- ina, hennar heimskuleiðir, hennar órekjanlegu vegi Ofund geturverið margvís- leg þótt einu nafni sé nefnd Hún getur verið syndsam- lega svört, en hún getur einnig verið undan heilögum rótum runnin. Fyrir allmörg- um árum kom ég á sögu- frægan, fagran kirkjustað, þarsem bændakirkja hefur verið um aldaraðir af þvi að kirkjuvaldinu tókst aldrei að svipta bændurþessu mikla höfuðbóli. Húsfreyja, roskin kona, sagði við mig: ,,Það er sjaldan messað hér, alltof sjaldan, en undir þykir mér vænt um að hafa blessaða kirkjuna hérna á hlaðinu Ég skildi vel, hvað fyrir tengda- móður minni vakti, þegar hún sagði við mig: „Ég öf- unda þig ekki af nokkuru öðru en því, að búa á kirkju- stað '. Var þetta öfund í yenjulegum skilningi, þessi löngun hinnar gömlu sveita- konu, sem sjálf var prests- dóttir og hafði alizt upp á einu sögufrægasta prestsetri landsins en gengið allt frá giftingu á mis við þá heilögu bernskuvenju. að hafa hið helga Öfund eða veglyndi hús í hlaðvarpanum? Var ,,öf- und" hennar óhrein? Var ekki uppsprettulindin heilög? „Verið hveröðrum fyrri til að veita hinum virðingu ’, brýndi postulinn fyrir mönn- unum i Rómaborg, sem hann ætlaði að lesa bréf sitt. Nú er það mjög óvíst, hvað Páll postuli vissi um hina eigin- legu postula og samskipti þeirra á dögum Jesú, hann var þá andstæðingur þeirra. En af einni frásögu guðspjall- anna virðist liggja i augum uppi, að metnaður mikill hafi komið upp i lærisveinahópn- um og að^þeir hafi ekki kunn- að þessa fágætu og vand- lærðu list. En göfugmennin, nóbelsskáldið og höfundur margra viðfrægra skáldrita. M Maeterlinck, kunni hana. Fyrstum belgískra manna var honum sýnd sú sæmd, að vera boðið að gerast félagi frönsku Akademiunnar, en meiri sæmd var ekki unnt að sýna erlendum rithöfundi á þeirri tíð. Maeterlonck svaraði og bað þess að Akademian veítti heldur þessa viðurkenningu hinum gamla vini hans, bel- giska skáldinu EmileVer- haeren, og rök hans voru þessi: „í fyrsta lagi vegna þess að Verhaeren er eldri en ég, í öðru lagi vegna þess að hann erstórbrotið Ijóðskáld en ég er aðeins iðinn rithöf- undur á laust mál. Margir hefðu með iðni og ástundun skrifað það, sem ég hef skrif- að, en enginn annar en Ver- haeren hefði getað orkt eins og hann '. „Verið hveröðrum fyrri til að veita hinum virðingu", skáldið mikla Maeterlinck kunni það, og hann var nógu göfugur, nógu stór til að sýna veglyndi siM ! verki Hversvegna getum við ekki iðkað þetta öll? Það er stundum á orði haft, að lista- menn leikhússins, bók- menntanna, myndlista, muni eiga hvað örðugast með að láta veglyndið ráða afstöðu sinni til bræðra og systra i sömu listgrein. Sjálfsagt er þetta mjög orðum aukið og einkennir trúlega engan einn mannfélagshóp öðrum frem- ur. En hversvegna þarf broddur litilsigldrar öfundar að stinga okkur ef öðrum gengur betur að ná settu marki en sjálfum okkur? Við horfum á hégóma lið- andi stundar Við horfum á blettinn, sem við stöndum á, eins og hann væri Guðs viða veröld öll, og örlög engin nema augnablikið, sem er að líða. Þessvegna sjáum við ekki, hve ósegjanlega litlu máli skiptir margt það, sem við látum eitra lif okkar. Og ömuriegast er þetta vegna þess, hve erfitt okkur reynist að unna öðrum þess, sem þroskuðum manni á að vera einskisvirði Fagra mynd geymir guð- spjall af Jóhannesi skirara: Frændi hans frá Nasaret er kominn fram á sjónarsviðið. Mannfjöldi hafði áður komið út i óbyggðina til Jóhannes- ar, en nú verða þeir færri og færri. Hópurinn um hann er alltaf að þynnast, og hann stendur andspænis þvi að svo kunni að fara, að ein- mana standi hann að lokum eftir glæsilegan starfsferil, þegar straumurinn lá til hans út i óbyggðina. Lærisveinar Jóhannesar flytja fregnir af mannfjöldanum, sem þyrpist til Jesú og að nú séu þar margir, sem áður voru aðdá- endur Jóhanneheródes er lík- lega þá þegar búinn að láta varpa Skiraranum í fanga- klefa Makkæruskastalans, þessa fregn. Þá reynist Jóhannes lik- lega stærri en nokkru sinni fyrr: Með rósemi stendur hann andspænis þvi, að jafn- vel þótt Heródes sleppi hon- um úr fangelsinu af hræðslu við almenningsálitið, verði hann að lokum e.t.v ein- mana maður, gleymdur þrátt fyrir þann glæsilega feril, sem að baki honum er, að frændi hans, ungi spámaður- inn frá Nasaret sé hinn hækk- andi stjarna meðan eigin stjarna hans lækki og lækki á lofti, unz hún slokkni og gleymist! En í fullri sátt við þau örlög, í fullu trausti til valdsins eilifa á bak við þetta allt, mælir hann til lærisveina sinna, sem fregnina bera af Jesú „Hann á að vaxa en ég að minnka". Enginn sársauki, andsvar stórkostlegrar mannssálar við jarðneskum örlögum og ráði hins eilifa, eina! „Verið hver öðrum fyrri til að veita hinum virðingu " Endurskoðun varnarsamningsins Heimdallur, samtök ungra sjálfstæðismanna í Reykja vik, efnir til fundar um efnið endurskoðun varnar samningsins í Sjálfstæðishúsinu Valhöll mánudaginn 13. febrúar kl 20 30 Framsögumenn verða: dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra og Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður. Að loknum framsöguræðum verða frjálsar umræður Allt sjálfstæðisfólk velkomið Heimdallur. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu í Skotlandi Brottför 8. og 17. maf (10 dagar) Verð 110.200.- Flug fram og til baka. Gisting á Marine Hotel, North Berwick. Morgunverður og kvöldverður. Flutningur til golfvalla og til og frá flugvelli. Ekki innifalinn brottfararskattur. Allarfrekari upplýsingar FERDASKRIFSTOFAN DASKR/FSTOFAN JS£» uRVALmjr jEimskipafelagshustnu simi 26900 uiunL-iv^uivuun, uiumvmunnnn ÞARF AÐ BLETTA EÐA SPRAUTA BÍLINN ? Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru gæðavara, margreynd og henta íslenskum staðháttum. Gefið okkur upp bílategund, árgerð og litanúmer. Viö afgreiðum litinn meö stuttum fýrirvara. I Dupont blöndunarkerfinu eru 7000 litaafbrigði möguleg. Öll undirefni svo sem grunnar, þynn- ar og sparsl fást einnig hjá okkur. IMLAR LUCITE <•» i&m Laugavegi I78 simi 38000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.