Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 15 AUGLÝSING — Háberg h.f.: Platínulaus transistorkveikja er nauðsyn — ekki lúxus Lumenition KVEIKJU - HAMAR LJÖS- SKYNJARI NEISTA- SKAMMTARI síðustu helgi okkar saman, nokkurs konar kveðju-helgi. vorum við ekki lát- in óáreitt, fréttamenn lágu í leynum nálægt húsinu og hvorugt okkar þorði langt út fyrir garðinn umhverfis húsið. Þó hættum við okkur i smá göngu- túra. sem Ijósmyndarar með aðdráttar- linsur notfærðu sér óspart Á meðan beið umheimurinn eftir þeirri ákvörð- un, sem löngu hafði verið tekin. MÁNUDAGINN 31. október snerum við aftur til London hvort í sinu lagi Prinsessan skyldi tilkynna ákvörð- un sína þá um kvöldið kl. 7. Eg heim- sótti hana í Clarence House klukku- stund áður en yfirlýsingin skyldi gefin Við vorum í setustofu hennar, þar sem ákvörðunin um aðskilnaðinn hafði verið tekinn fyrir viku, en það virtist öld siðan Við höfðum tveggja ára ástarsamband að baki, en ekkert venju- legt ástarsamband, heldur frekar ömur- lega reynslu, sem ráðandi öflum þjóð- félagsins var að kenna Okkur fannst við hafa þörf á sterkum drykk. Við vorum ekki óhamingjusöm Á virðingarveðan hátt höfðum við ráðið fram úr örlögum okkar Við vorum aftur horfin til upphafsins, kvölds fyrir langa löngu, þegar við fyrst hittumst i Windsor-kastala. Sagan var á enda, bókinni lokað. Við, sem höfðum verið svo náin, vor- um nú að skilja fyrir fullt og allt. Þegar ég ók á brott og hélt til vina minna i Sussex, var tilkynningu prins- essunnar útvarp>að og sjónvarp>að út um allan heim „Ég vil gera það heyrum kunnugt að ég hef ákveðið að giftast ekki Townsend flugkapteini mér er kunnugt um það að við hefðum getað gengið i borgaralegt hjónaband, en minnug kenninga kirkjunnar, að kristi- legt hjónaband megi ekki leysa upp og meðvitandi um skyldur mínar gagnvart brezka samveldinu, hef ég ákveðið að leggja þessar niðurstöður fyrir aðra til íhugunar Ég hef tekið þessa ákvörðun algerlega ein en verið styrkt af Townsend flugkapteini og notið óbil- andi stuðnings hans og hollustu. Ég er innilega þakklát þeim, sem hafa beðið fyrir hamingju minni. (Undirritað) Margaret, mánudagur, 31. október, 1955." MARGRÉT HAFÐI sýnt skín- andi dæmi hvað varðaði siðareglur. Ég bað þess að hún mætti verða fullkom- lega hamingjusöm En ákvörðun hennar breytti samt sem áður engu í sambandi við brezkt siðferði, það hélt áfram á niðurleið, eiturlyf, klám og unglingavandamál. Margrét um það leyti, sem Hún tók ákvörðun að fórna ástarævin- týri sínu á altari krúnunnar. Meira að segja hjónaskilnaðir voru auðveldaðir Persónulega sé ég ekkert því til fyrir- stöðu að fráskilið fólk gangi aftur í hjónaband Annað hjónaband mitt hef- ur verið mjög hamingjusamt En skyldi þá, sem báðu fyrir hamingju prinsess- unnar fyrir tveimur áratugum, hafa grunað að hún sjálf ætti eftir að ékilja Ákvörðun hennar um að giftast mér ekki, vegna hollustu hennar við fjöl- skylduna, kirkjuna og krúnuna var án efa rétt En fordæminu, sem hún setti, hefur ekki verið fylgt Fyrir þá, sem hafa.gaman af ævintýr- um, endaði okkar illa Eins og með öll ævintýri, trúir enginn því að þau séu sönn, alla vega ekki i upphafi Þegar ævintýri okkar hófst var það úthrópað á götum úti og þegar það endaði trúði því enginn Þetta var mikil eldraun Nú þýddi ekkert annað en að standa sig Sem fyrrverandi flugmaður liki ég lífinu við flug Ef maður hægir of mikið á sér á flugi býður maður hættunni heim Maður má aldrei gefast upp og ég ákvað að gera það ekki Brldge Umsjón: Arnór Ragnarsson Tafl- og bridge- klúbburinn 6. umferð í aðalsveitakeppni T.B.K. var spiluð s.l. fimmtu- dag úrslit í Mfl. urðu sem hér segir: Haukur — Þórhallur 9—11 Ingólfur — Björn 20—0 Gestur — Haraldur 20—0 Rafn — Sigurður 14—6 Ragnar — Helgi 14—6 1 1. flokki urðu úrslit sem hér segir: Erla — Guðmundía 20—3 Eirikur — Bragi 6—14 Sigurleifur — Guðmundur 10—10 Hannes — Bjarni 20—0 Staða efstu sveitaer nú þessi: Mfl. Gestur Jónsson 88 Björn Kristjánsson 74 Helgi Einarsson 72 1. fl. Guðmundur Júlíusson 99 Bragi Jónssohannes Ingibergsson 63 Sfðasta untfcrð í 1. flokki verður spiluð næsta fimmtud. og þá verður spiluð 7. um ferð í mfl. (af 9) Bridgefélag Breið- holts. Fjórða umferð sveitaképpn- innar var spiluð sl. þriðjudag. Urslit urðu þessi: Sigurbjörn Arntannsson — Ölafur Tryggvason 20—0 Heimir Tryggvason — LárusJónsson 20—0 Eiður Guðjohnsen — Pálmi Pétursson 18—2 Hreinn Hjartarson — Atli Hjartarson 20—0 Baldur Bjartmarsson — Guðbjörg Jónsdóttir 15—5 Staðan eftir 4 umferðir: Sigurbjörn Ármannsson 67 EiðurGuðjohnsen 64 Baldur Bjartmarsson 58 Hreinn Hjartarson 58 Fimmta umferð verður spiluð á þriðjudaginn. Spilað er í húsi Kjöts og fisks i Seljahverfi og hefst keppnin klukkan 20. Bridgefélag Hafnarfjarðar Ursiit í næstsiðustu umferð sveitakeppninnar urðu þessi: Sævar — Björn 16—4 Þórarinn—Oskar 16—4 Dröfn — Albert 12—8 Olafur Ingim.— ÓlafurGisla 17—3 Flensborg B — Flensborg A 14—16 Staða efstu sveita er nú þessi:Sævar 129 Þórarinn 110 Björn 103 Albert 102 OlafurGísla 95 Ólafur Ingim. 91 Sævar er greinilega á grænu Ijósi en hart er barist um næstu sæti. N.K. mánudag verður gengið á vit Asa og spilað á 10 borðum. Síðasta untferð sveita- keppninnar fer fram þriðjudag- inn 21. febrúar. Sú breyting sem varð á bílkveikjunni með tilkomu platínulausu transistor- kveikjunnar, en í rauninni algjör hliðstæða þess, þeg- ar reiknivélar breyttust úr seinvirkum, hávaðasömum og viðhaldsfrekum „tann- hjólakvörnum“ í hraðvirk- ar, hljóðlausar og viðhalds- fríar rafeindavélar. Lumenition kveikjubúnað- urinn er .í rauninni fyrsta og eina umtalsverða breyt- ingin, sem oröið hefur á kveikju bensinhreyfilsins frá því hún var fundin upp. Árið 1967 hóf einn af nú- verandi forstjórum Lumenition, LDT — Mr. S.H. Ford — tilraunir með transistorstýrðan kveikju- búnað. Árið 1968 var búnaðurinn reyndur í bíl- um. Árangurinn lofaði góðu, en í þá daga var til- tækt efni bæði lélegra, fyr- irferðameira og hlutfalls- lega mun dýrara en nú er, svo ekki blés byrlega með markað fyrir slíkan búnað. Það er ekki fyrr en árið 1973 eftir orkukreppuna að almennur áhugi fyrir bensínsparandi búnaði vaknar að ráði. 1974 fær Lumenition, LTD. Design Council Award, sem aðeins er veitt einum aðila ár hvert í Bretlandi, og síðar sérstaka viðurkenningu frá félagi bifreiðaeigenda þar í landi. En þá fór áhugi Bandaríkjamanna að vakna. Fyrst var svipaður búnaður boðinn eftir eigin vali af Chrysler verksmiðj- unum, en eftir að opinber nefnd hafði staðfest, að slíkur búnaður drægi veru- lega úr mengun (nýtti ben- sínið betur), þá var platínulaus kveikjuþráður lögleiddur í alla ameríska bíla. Síðan 1976 hafa bílar þaðan ekki komið með platínum. Lumenition er standard í Rover Saloon og nú nýverið til reynslu í dýrari gerðum Mercedes! Benz. Burt séð frá því, að búnaðurinn borgar sig fjárhagslega. (bensín- sparnaður einn saman er frá 10 krónur pr. líter mið- að við kr. 113 ltr.) Þá eru þægindin augljós. Lélegt ástand á platínum og/eða þétti hefur plagað bílaeig- endur í gegn um áratugina enda langalgengasta örsök start-erfiðleika og rykkjótts aksturs með kaldri vél. Með Lumenition er þetta allt úr sögunni. Því er ekkert sem slitnar eða breytist við notkun. Þar með er fengin trygging fyrir óbreyttri hámarks- nýtingu, svo fremi að vélin sé rétt stillt eftir ísetningu kveikjubúnaðarins. BMW i nýjum búningi • • ORYGGI ER OMETANLEGT BMW bifreiðar eru byggðar fyrir meiri hraða og álag en flestar aðrar bifreiðar. Stefna BMW verksmiðjanna er að sameina eiginleika sportbíls og þægindi einkabíls. BMW er viðbragðsfljótur, lipur, stöðugur í akstri, rúmgóður með stórum rúðum og þægilegur fyrir ökumann og farþega. Góðir aksturseiginleikar tryggja öryggi í akstri. BMW BIFREIÐ ER ÖRUGG EIGN. KRISTINN GUÐNAS0N Hl. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.