Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 Hitaveitustokkarnir gömlu, sem skera austurhverfi borgarinnar allt frá hitaveitugeymunum í Öskjuhlíð og ná langt upp í Mos- fellssveit, eru að mestu ofanjarð- ar. Þeir gegna ekki einungis því hlutverki að veita hita og yl inn í híbýli borgarbúa og aðrar vista- verur þeirra, — heldur notast þeir einnig sem göngustígar á þeirri leið og eru í senn iientugir og nytsamir sem slíkir fyrir skóla- fólk, skokkara, fólk sem tekur sér gönguferðir — og svo einfaldlega til að komast leiðar sinnar á sem skemmstum tíma, laus við snjó og hálku er svo viðrar. Þessir fjöl- hæfu stokkar gegna þannig að nokkru leyti mjög vanræktu hlut- verki, þ.e. þjónustu við gangandi vegfarendur, en hér er þó ekki frekar að sakast við Reykjavíkur- borg 'en margar aðrar höfuðborg- ir. Gangandi vegfarendur verða að jafnaði að þræða ótal óhrjálega krókastigu til að komast leiðar sinnar — og þeir mega þakka, viðast hvar, ef gangstéttir finnast. Reykjavík hefur þá sérstöðu að byggjast á mjög stóru landsvæði, og sums staðar rjúfa opin svæði sjálfa byggðina og mætti hér víða gera mikla bragarbót til hagræðis fyrir gangandi vegfarendur til að auðvelda þeim leiðir milli hverfa. En því miður virðist hér skorta skyn fyrir brýnni skipulagsþörf í þessum efnum eða framtak til úr- bóta. — Hvernig er þessu háttað ;t.d. með Fossvogsdalinn? — Hér er örstutt og bein leið frá Bú- staðahverfi yfir í Kópavog — og væri því stutt að ganga ef opnaðar væru nokkrar gönguleiðir þar í jgegn. Þess í stað verður nú að taka strætisvagn að Fossvogs- kapellu og bíða þar vagns í Kópa- vog. — Hér er augljós brotalöm og svo er víða. Það væri rétt og sjálfsagt að hafa merktar göngubrautir þar, sem hitaveitustokkarnir skera aðalumferðaræðar borgarinnar til að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar. A leið okkar að Öskjuhlíð- argeymunum var yfir fjölfarnar akbráutir að fara eins og Réttar- holtsveg (göngubraut), Grensás- veg, Háaleitisbraut, Kringlumýr- arbraut og Reykjanesbraut, — og reyndist erfitt að komast yfir sumar göturnar vegna mikillar umferðar, einkunt um tvær hinar síðastnefndu. Að sjálfsögðu var það misritun i fyrri grein minni (31. jan ), að Ieiðin hafi iegið yfir Miklubraut — einnig hafði láðst að aðgreina vatnsgeyminn við Golfskálann frá vatnsgeyminum við Sjómanna- skólann, en það var sá vatnsgeym- ir sem ég átti við er ég vék að „gamla niðurnfdda vatnsgeymin- um“, og á honum var lítill vita- turn hafnarinnar áður en nýi Sjó- mannaskólinn var reistur. Vatns- geymir sá var viggirtur á her- námsárunum svo sem lengi mátti greina og tii lítillar prýði í um- hverfinu. Ég gekk upp á vatns- geyminn eftir að ég varð var við misritun mína, til að giöggva mig á aðstæðum og kennileitum — brá svo við að ýmsar minningar frá stríðsárunum leituðu fast á því að á þessum slóðum voru mikil umsvif setuliðsins þegar í upphafi hernámsins. Vil ég skjóta því hér inn að mig og fleiri furðar mjög á að ekkert skuli vera geymt sem minjar frá hernámsárunum, er telja verður merk og söguleg tímamótaár. Þetta tfmaskeið er fast greypt í huga samtíðarmanna og væri eðlilegt að hans væri minnst með gerð svipsterks skúlp- túrverks. — Þá mundi fara vel á því að táknrænt listaverk væri staðsett uppi á sjálfum geyminum og tengdist það sögu borgarinnar — t.d. verðleika vatnsins — og jafnvel umsvifa hernámsins. Það hefur reynst furðulega fyrirhafnarsamt að leita uppi mynd þá af vatnsgeyminum við „Konan“ — Imyndin. . . Vatnsgeymirinn við Sjómannaskólann. Mvndin er tekin einhvern tímann eftir stríð og sjást greinilega leifar hinnar rammgerðu girðingar frá hernámsárunum þar sem vitinn var (?). virðast hafa gert allvel við þenn- an heilsubrunn, — snyrt i kring- um hann og er hann ólíkt girni- legri en í fyrra skiptið er ég kom þar fyrir tæpu ári, en mikil bún- ingsbót væri að smá afdrepi, þó ekki væri nema í formi eins bið- skýlis strætisvagna. . . — „Læragjá" hafa gárungar nefnt heita lækinn og hefur þessi nafngift festst við hann. Nafngift- in er nútímaleg og vel við hæfi. — Hugurinn sveif til ýmissa átta er ég hafði komið mér fyrir í hlýjum læknum og minntist nú þess að ég hafði, aldrei þessu vant, lesið allgaumgæfilega það sem frambjóðendur í væntanleg- um prófkosningum höfðu helzt að bera fram. Að venju var hér um þurra og ófrumlega lesningu að ræða og þóttu mér konurnar koma þar skást út með lífrænan boðskap og voru þó hér á ferð einkar venjuegar konur, að þvi er ég best veit, og engar rauðsokkur: Mjög saknar maður annars gamansemi og tilþrifa í stefnu- yfirlýsingum frambjóðenda — hér er í flestum tilvikum verið að leika sömu plötuna við allar kosn- ingar — enginn leyfir sér t.d. að víkja að listum og menningarmál- um öðrum en vöðvarækt (!). Þó gat að líta þanka um borgarleik- hús — og sá afkastamikli fjöllista- maður Jónas stýrimaður gerðist hér brautryðjandi með því að víkja að bókmenntum o.fl. — Það þarf víst töluvert hugrekki til að rekjja slík mál og er merkilegt að frumkvæðið skuli koma frá Fram- sókn.. . í ljósi þess, sem ég hafði lesið þennan morgun af stefnuyfirlýs- ingum kvenna fór ég að hugsa meir en hlýtt til þeirra — óskaði svo sannarlega að hlutur þeirra yrði sem stærstur við stjórn þjóð- arskútunnar, einkum vegna þess að þær virtust, og virðast nú á dögum líklegar til framstigs bæti- efna í þjóðmálum. Franski rithöfundurinri Francois Mauriac reit eitt sinn m.m. um „konur og stjórnmál“ — „Síðan konur fóru að taka virkan þátt i stjórnmálum hefur margt breytzt. Þær taka yfirieitt alvar- lega borgaralegar skyldur sfnar, reyna að rækja þær eins og þær best geta og þær hafa mikið gert til að spekja stjórnmálamennina og stilla til friðar á þeim róstu- sama vettvangi. Þær eru hálfu meiri friðarsínnar en karlmenn, enda er það þeirra að ala upp börn og koma þeim upp. Og kosn- ingabaráttan er með öðrum svip í löndum þar sem konur láta stjórn- mál til sín taka en í hinum þar sem því er ekki að héilsa.“ — „Ég álít, að sókn kvenna í átt til frelsis og jafnréttis sé þáttur í hinni miklu frelsishreyfingu nítjándu aldarinnar, sem leitt hefur til frelsunar undirokáðra þjóða, Nauthólsvík þótt það væri góður spölur og fara yrði ýmsa króka þar sem skóggræðsla er nokkur á þeirri leið, sem að sjálfsögðu ber að þyrma. Við fundum okkur stað við hentugan stein til að fella fötin og fyrr en varði var smáfólk- ið horfið í þessa ævintýralind — skildi eftir fatahrúgu er ég gekk frá með ánægju áður en ég hélt sjálfur í lækinn. Borgaryfirvöld .. .férnardýrið... .. .sigurvegarínn... Sjómannaskólann er fylgir þess- um hugleiðingum mínum — og auglýsi ég hér með eftir myndum af mannvirkinu öllu i uppruna- legri mynd þess — svo og mynd- um frá hernámsárunum af at- höfnum setuliðsins á þessu svæði. — Það tók ferðalangana frá Ás- garði aðeins litla stund að skokka niður brekkuna frá Öskjuhlíðar- geymunum að heita læknum í Bragi Asgeirsson: hvíld- ardegi (Nidurlag)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.