Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 21
21 MÖRGÚNBLÁÐIÐ, SUNNUDÁGUR 12. FKBRUAR 1978 1965: Frá uppgreftrinum 1965, en hann bar ekki árangur. Þeir fundu Bormann: Til vinstri er dr. Joaehim Richter, sem nú er látinn, og til hægri Jochen von Lang. komu höndum yfir Eichmann í Argentinu og ,,rændu“ honum úr landi. Vestur-þýzka stjórnin fyllt- ist þá enn meiri fítonsanda en áður viðvíkjandi leitinni að Bor- mann og Fritz Bauer, yfirsak- sóknari, tók við yfirumsjón með leit að stríðsglæpamönnum naz- ista sem höfðu ekki fundizt en grunur lék á að væru á lífi. Buðu Vestur-Þjóðverjar nú 100 þús. mörk þeim sem gæfi upplýsingar er leiddu til handtöku Bormanns, svo að af öllu er sýnt að stjórnvöld höfðu enn þá trú að Bormann væri á lífi. Um svipað leyti var eitt helzta tímarit Vestur-Þýzkalands, „Stern“, gagntekið áhuga á Bor- mannsgátunni og virtur sérfræð- ingur blaðsins um stjórnarár naz- ista, Jochen von Lang, fékk það verkefni að reyna að leysa gát- una. Það var eðlilegt og sjálfsagt að samvinna tækist i einhverri mynd milli þessara aðila, þ.e. Jochens von Lang og hins opinbera rann- sóknarmanns, sem var skipaður af embætti saksóknara, dr. Joa- chims Richter. Mynduðu þeir nú með sér óopinbera samstarfs- nefnd og segja má að þetta sam- eiginlega átak þeirra hafi siðan orðið til þess að gátan um hvarf Bormanns var loksins leyst árið 1972, manns þess er undir lok striðsins hafði í reynd meira vald en foringinn sjálfur. Samningar um þýðingarrétt á bók Jochens von Lang sem er framúrskarandi merkilegur t Ijós kom að bcinagrind Bor- manns var aðeins tólf metra frá þeim stað, sem grafið hafði verið í sjö árum áður. skerfur um sögu stjórnarára naz- ista eru í undirbúningi og bókin verður sennilega gefin út á ensku síðar á árinu. En tímabært er nú að víkja að aðferðum rannsóknar- manna eins og von Lang lýsir þeim í bókinni. Báðir aðilar tóku þann skyn- samlega kost að hef ja könnunina alveg frá upphafi, og leita aftur til fyrstu heimilda, þ.e. að segja frásagna um ormanns skv. stað- festum heimildum í styrjaldarlok og bundu þeir sig við þann tíma og létu hjá líða að kanna sögu- sagnir um seinni tíma „Bor- menn". í þessu skyni var unnt að styðjast við tvær brezkar leyni- skýrslur. 1. ítarlega skýrslu Breta um dauða Hitlers. Það var í þetta plagg sem prófessor Trevor Ropes sótti efni í bók sína Síðustu dagar Hitlers. í þeirri skýrslu fullyrti Erich Kempka, fyrrverandi bifreiða- stjóri Hitlers, að Bormann hefði verið skilinn eftir hálfdauður. Hefði hann rotazt er Sovétar skutu á þýzkan skriðdreka sem var að skýla einum hópanna á flótta úr neðanjarðarbyrginu. Hefði skriðdrekinn sprungið íloft upp. 2. önnur skýrsla Trevors Ropes sjálfs um yfirheyrslur i stríðs- fangabúðum síðla árs 1945 yfir foringja í Æskulýðssveitum Hitlers, Arthur Axmann að nafni. Hafði hann verið í einum ofan- greindra hópa. Sögum þeirra Kempka og Ax- manns bar ekki alls kostar saman. Axmann sagði að Bormann hefði ekki orðið meint af við sprenging- una og haldið áfram með hópnum. Síðan hefði Bormann komizt und- an hermönnum Rauða hersins ásamt dr. Stumphegger, einum af læknum Hitlers. Axmann sagði að nokkru síðar hefði hann gengið fram á lík Bor- manns og Stumpheggers. Hefðu engir áverkar verið á líkunum og hefðu þeir legið skammt frá járn- brautarteinum í grennd við gömlu Stettinjárnbrautarstöðina. Af þessu varð helzt ráðið að mennirnir tveir hefðu í ör- væntingu sinni, sakir þess þeir voru umkringdir hvert sem litið var, svipt sig lífi með því að gleypa eitur. Allir æðstu menn nazista höfðu slík eiturhylki í fór-. um sínum frá og með áramótun- um 1944—45. Tuttugu.og fimm árum síðar staðfesti Axmann þessa frásögn, þegar eftir því var leitað. Hann bætti einnig við nokkrum atrið- um. Unnt var að fallast á þessa kenningu sérstaklega ef menn gera sér grein fyrir þeirri ólýsan- legu ringulreið sem var í Berlín síðustu daga styrjaldarinnar. En engu að siður má telja aðdáunar- vert af hve mikilli nákvæmni og útsjónarsemi þessi rannsókn var framkvæmd, einnig með það f huga hversu langur tími var um liðinn. Og á endanum tókst v- þýzku rannsóknarmönnunum það sem leyniþjónustum Banda- manna hafði mistekízt. En endanlega sönnunargagnið var bréf sem kom i leitirnar og skrifað var um miðjan ágúst 1945. Bréfið var sent til frú Stumphegg- ers. Rannsóknarmönnum Banda- manna var alls ókunnugt um þetta bréf en í þvi er staðfest, að lik manns hennar hafi fundizt við járnbrautarbrú og ennfremur að þann 8. maí, viku eftir að Axmann kvaðst hafa séð lfkin, hefðu þau verið greftruð ásamt fleiri líkum í norðvesturhluta Berlínar. Eftir að þetta varð ljóst tókst síðan að leiða fleira fram. Sam- kvæmt skipunum frá yfirmönn- um Rauða hersins í borginni höfðu starfsmenn póststofu í hverfinu séð um að grafa líkin. Enn hljóp á snærið hjá rannsókn- armönnum, þegar tókst að hafa uppi á einum þeirra fyrrverandi póstafgreiðslumanna sem hafði tekið þátt í að grafa líkin áratug- um áður. Þessi roskni maður gat rifjað upp ýmis atriði, þótt langt væri um liðið. Hann mundi að tveir höfðu legið hlið við hlið, annar hávaxinn og hinn stuttur og digur og komu lýsingar hans heim við þá Bormann og Stumphegger. Hann visaði á svæðið sem hann minnti að líkin hefðu verið graf- in. Var nú öllu svæðinu umbylt í návist herskara blaðamanna. Þetta var árið 1965. Engar líkams- leifar fundust þarna mönnum til ósvikinna vonbrigða. En aftur á móti varð þaó einnig til aó vekja enn á ný hugmyndir og grillur um afdrif Bormanns og komust á kreik litríkar Bormannssögur i tugatali. Þegar hér var komið sögu höfðu vonir þeirra dr. Richters og von Langs dvinað verulega um að geta komizt að staðreyndum um örlög Bormanns. Hvarf „hans grá- klæddu tignar“ virtist ætla að verða óleyst um aldur og ævi. Svo liðu sjö ár. Þá fékk von Lang skilaboð frá kunningja sinum í Berlín þess efnis að nú væri ætlunin að grafa allt svæðið upp og næsta nágrenni líka vegna byggingarundirbún- ings. Þetta tækifæri mátti ekki láta sér úr greipum ganga. Hann hafði tafarlaust samband við dr. Richter og hann aflaði síðan heimildar frá réttum yfirvöldum um að ekkert yrði þarna aðhafzt nema undir eftirliti sérfræðinga. Svo hófst verkið að þeim dr. Richter og von Lang viðstöddum. Og þá fundust tvær beinagrindur — önnur af hávöxnum manni, hin af stuttum og breiðum manni — og lágu þær ekki nema tólf metra frá þeim stað sem hin árangurs- lausa leit hafði farið fram sjö árum áður. Af honum nákvæma vitnisburði sem þeir höfðu aflað sér efaðist hvorugur þeirra Richters og von Langs um það eitt andartak af hverjum beinagrindurnar væru. En þar með var ekki allt útkljáð. Standa varð vfsindalega að og sanna þetta lagalega. Þá beindist málið að beinamælingum og sömuleiðis voru fengnar niður- stöður skýrslna tannlæknis í Ber- lín sem hafði smfðað gervitennur Bormanns. Bar allt að sama brunni og þótti sannað að beina- grindin væri af Martin Bormann. Skömmu síðar lýsti embætti ríkis- saksóknara í Vestur-Þýzkalandi því yfir að Bormann-málinu væri þar með lokið. 1 ljósi þess mikla áhuga sem hefur vaknað í Vestur-Þýzkalandi á stjórnartíma nazista og má kannski telja eðlileg og rétt við- brögð við þrjátiu ára þögn, er ekki vafi á því að vísindaleg ævi- saga Jochens von Lang mun kær- komin lesning ekki hvað sfzt fólki af ungu kynslóðinni, segir Char- les Wigton að lokum. Vélstjórafélag íslands Skrifstofa félagsins er flutt í Borgartún 1 8 Snyrtivörunámskeiö Kaupmannasamtök íslands gangast fyrir námskeiði fyrir það fólk, sem hefur áhuga á snyrtingu og störfum i snyrtivöruverzlunum. Á námskeiðinu verður m.a. kennd meðferð og notkun snyrtivara, auk þess að ýmsar helstu tegundir snyrti- vara verða kynntar. IMámskeiðið stendur yfir í um mánaðartíma frá 23. febrúar. Lágmarksaldur þátttakenda er 18 ár. Þátttaka tilkynnist í skrifstofu K.í. að Marargötu 2. Sími 19390 og 28811 dagana 14. til 1 7. febrúar. SÉRVERSLUN BÍLEIGENDA CHAMPm Tfí/ca BOfíG WAfíNEfí, MASTER, CAfíTEfí, EIS, P FEfíODO og GABfí/EL varahkrtir í ýnisar gerðir bifreiðar Alttásamastað Laugawegi ri8-Símí 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.