Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 Barna- og fjölskyldnsíðan Wrir S. Gudbergsson Rúna Gfsladéttir Sæskrimsli Ljósmyndarinn Frank Searle er ekki einn um að reyna að sannfæra menn um að ,,Nessie“ sé raun- verulega til. Nú eru liðin nærri 50 ár síðan sæ- skrímslið sást í fyrsta sinn, og síðan hafa margir vísindamenn leitað í vatn- inu Loeh Ness í Skotlandi. Þeir hafa notað köfunarút- búnað og bergmálsmæla og jafnvel lítinn kafbát, eins og ein myndin sýnir. Því miður hafa allar köfunar- rannsóknir misheppnast, þar sem vatnið er fullt af örlitlum mosaörðum, sem fjallalækirnir bera með sér. Og þessar agnir slæva skyggnið. Með bergmálsmælum hefur tekist að sanna, að í vatninu eru stór lifandi fyrirbæri. En vísindamenn hafa ekki getað sagt með neinni vissu, hvernig þau líta út. Eina leiðin til þess að sanna tilveru einhverrar sæ-veru í vatninu mundi. því verða að mynda hana, þegar hún kemur upp á yfirborðið. En hún lætur ekki á sér kræla 95% tímans, svo að það tekur tíma og reynir á þolinmæð- ina að bíða þess aö koma auga á það. Ýmsir hafa spurt, hvers vegna ekki hafa fundist leyfar dauðra dýra. Skýring á því gæti verið sú, að hiti vatnsins og efna- fræðileg samsetning þess kemur i veg fyrir að stór skepna geti hugsanlega flotið upp á yfirborðið. Meðfram ströndinni er víðast hvar mjög bratt eða þverhnípt, og í botni vatns- ins eru margar dældir og holur, svo að nærri úti- lokað er að hræi gæti skolað á land. Frank Searle er sá maður, sem oftast hefur séð sæskrímslið. Hann seg- ir, að skrímslið líkist mest forsögulegu skrímsli, sem dó út fyrir rúmlega 70 milljónum árum! Það skrímsli var öldótta á skrokkinn, hálslangt, með útlimi líka bægslum og gat orðið allt að 13 metrar á lengd. Norsk skrímsli í Noregi eru til ótal frá- sagnir um sæskrimsli og segjast menn hafa séð eða heyrt um eitthvað slíkt í flestum stóru vötnum landsins. Hvort þetta eru Þetta er ljósmyndarinn, Frank Searle, sem eyddi um 1100 stundum við vatn- ið til þess að ná góðum myndum af skrímslinu. ættingjar skrímslisins í Loch Ness eða hugarbúrð- ur einn er ekki gott að segja um. En lýsingar á þeim svipar flestum saman. Þau eru löng, brún eða svört, hafa langan háls og höfuð líkt og hestur, elg- ur eða kýr með stórum yggldum augum. Flestar sögur eru til frá vatninu Mjösa. Sagt er, að eitt skrímslió þar synti upp á sker og festi sig þar. Ariö 1909 smíöaði Bandaríkjamaður nokkur þennan haganlega gerða kafbát. Hann var fluttur til Loch Ness og reyndur í undirdjúpunum — en án árangurs. Vísinda- mennirnir sáu aldrei neitt sjóskrímsli. Þessi mvnd er ein af bestu mvndunum, sem Frank náði af skrímslinu, en hún var tekin 21. okt. 1972. Ungur piltur skaut mörgum örvum í það, þar til hann gekk af því dauðu. Nóttina á eftir kom mikið óveður, og ormurinn skolaðist á land. Þar lá hann og rotnaði, svo að af varð hræðileg ólykt. Menn uröu því að safnast saman og hjálpast við að brenna upp hræið, og notuðu til þess mörg hundruð vagn- hlöss af eldiviði. Ekki tókst þó að eyða hræinu til fulls, því að árum saman lágu beinaleyfar við ströndina. Þetta segir gömul sögu- sögn! En sæskrímsli heyrum við ekki um eingöngu í gömlum frásögnum, því að ekki eru nema rúm 5 ár síðan myndirnar hér á síðunni eru teknar, og ekki heldur mörg ár síðan mikil blaðaskrif voru í íslenzkum blöðum um Lagarfljótsorminn íslenska. Hann heldur til í Lagar- fljóti, eins og nafn bendir til, og lýsing hans er ekki ólík því sem að framan stendur um norska frænd- ur hans. Hann sést oftast á margra ára fresti og aðeins örfá augnablik í senn, en sá sem best kann að segja frá hegðan hans og hefur fylgst með honum um langt árabil er Sigurður Blöndal, sem til skamms tíma var skógarvörður í Hallormsstaðaskógi. Ormurinn íslenzki er til á myndum, og þeir sem búa í grennd við fljótið efast ekki um tilvist hans. Gaman væri, ef eitthvert ykkar gæti sent Barna- og fjölskyldusíóunni frásögn af honum eða lýsingu á því, þegar til hans sást. Einnig væri vel þegið, ef menn, hvar sem er á landinu, gætu sent okkur frásagnir á furðulegum atburðum eða markveróri lífsreynslu sinni. Presturinn og konan hans „Hér er kominn gestur," segir prestur „Bjóddu honum inn, bjóddu'onum inn", segir prestsins kona. „Hvar á hann að sitja?" segir prestur. „I þínu sæti mér við hlið," segir prestsins kona. „Hvar á ég að sitja?" segir prestur. „Ut' vi dyr, út við dyr," segir prestsins kona. „Hvað á hann að borða?" segir prestur. „Súpu og steik, súpu og steik," segir prests- ins kona. „Hvað á ég að borða?" segir prestur. „Ugga og roð, ugga og roð," segir prestsins kona. ,, Hvar á hann að sofa?" segir prestur. „I þínu rúmi, mér við hlíð," segir prestsins kona. ^ V „Hvar á ég að sofa?" segir prestur. „Úti i hlöðu væni minn!" segir prestsins kona ,, Bita mig þar flær og lýs", segir prestur. „Bittu þær aftur, góðurinn minn," segir prestsins kona. Skemmtilegt er að leika þennan söngleik, og þegar hann er sunginn er hver lina um sig sungin tvtsvar sinnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.