Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 33 HELGA Saga eftir 7 ára stúlku 1. kafli. Helgu langar í kött „Mamma, mamma, Lísa fékk kött í gær. Mig langar líka í kött.“ „Helga mín,“ sagði mamma. „Það er ekki hægt að hafa ketti í kaupstað.“ „Ég vil víst eiga kött eins og Lísa,“ sagði Helga reið. „Nei, Helga,“ sagði mamma, „en nú skaltu fara í skólann. Þú ert að verða of sein. Við tölum um þetta seinna. Bless, bless. Helga sat bara og góndi út í loftið í skólanum. „Af hverju fylgist þú ekki með?“ spurði kennar- inn reiður. „Mig langar svo að eiga kött, en mamma vill ekki gefa mér hann.“ 2. kafli. Helga fær kött Eitt kvöldið var hringt heim til Helgu. Mamma svaraði í símann. „Halló, nú er þetta kenn- ari Helgu. Hvað segirðu? Fylgist Helga ekki með? Ó, vill hún fá kött? Já, en ég hef ekki efni á að gefa henni kött. Nú.. . er það? Þá er best að Helga fái kött.“ Helga, sem staðið hafði við hliðina á mömmu tók að hoppa um allt gólf. Þegar mamma var búin að tala við kennarann, sagói hún við Helgu: „Komdu, Helga.“ Hún sagði henni að fara í útiföt- in. Helga hlýddi. Mamma fór með hana út í bíl og keyrði út í bæ. Hún stað- næmdist hjá litlu húsi. Hún gekk inn í húsið. Svo bankaði hún á dyr. Gömul kona kom til dyra. „Góðan dag,“ sagði hún. „Litlu telpuna langar auð- vitað í kött. „Já, það er rétt,“ sagði mamma. „Ég á bara tvo kettlinga eftir og kisa gamla vill bara sjá annan þeirra, svo að ég verð víst að láta hana fá hinn.“ „Já, já,“ sagði Helga glöð. Og eftir þetta gekk Helgu miklu betur í skólan- um. Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir, 7 ára. Þitt eigið púsluspil 1. Þú teiknar upp mynd á þykkt pappaspjald eða krossvið og litar hana síðan eða málar. Einnig er hægt aó líma prentaða mynd á spjald. 2. Þegar myndin er þurr, lakkar þú yfir með glæru lakki. 3. Þegar lakkið er þurrt, teiknar þú upp, hvernig þú vilt hafa bitana í spilinu. Síðan sagar þú með útsög- unarsög eftir strikonum og bútar þannig niður plötuna þína. Púsluspilið er tilbúið til notkunar. SKÁKSTYRKIR ERU SKATTFRJÁLSIR SKÁKSAMBAND GIRO 625000 ÍSLANDS Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Kópavogs Samkvæmt umferðalögum tilkynnist hér með, að aðal- skoðun bifreiða 1978 hefst mánudaginn 20 febrúar og verða skoða3 .r eftirtaldar bifreiðar i febrúarmánuði og marsmánuf. 1978: Mánudagur 20. febrúar Y 1 til Y 200 Þriðjudagur 21. febrúar Y-201 til Y 400 Miðvikudagur 22. febrúar Y 401 til Y 600 Fimmtudagur 23. febrúar Y 601 til Y 800 Mánudagur 27. febrúar Y 801 til Y 1000 Þriðjudagur 28. febrúar Y 1001 til Y 1200 Miðvikudagur 1. mars Y 1201 til Y 1400 Fimmtudagur 2. mars Y-1401 til Y 1600 Mánudagur 6. mars Y 1601 til Y 1800 Þriðjudagur 7. mars Y 1801 til Y 2000 Miðvikudagur 8. mars Y 2001 til Y 2200 Fimmtudagur 9. mars Y 2201 til Y-2400 Mánudagur 1 3. mars Y 2401 til Y-2600 Þriðjudagur 14. mars Y 2601 til Y-2800 Miðvikudagur 1 5. mars Y 2801 til Y 3000 Fimmtudagur 16. mars Y 3001 til Y 3200 Mánudagur 20. mars Y 3201 til Y 3400 Þriðjudagur 21. mars Y-3401 til Y-3600 Miðvikudagur 22. mars Y-3601 til Y 3800 Þriðjudagur 28. mars Y 3801 til Y 4000 Miðvikudagur 29. mars Y 4001 til Y 4200 Fimmtudagur 30. mars Y-4201 til Y 4400 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sínar að Ahaldahúsi Kópavogs við Kársnesbraut og verður skoðun framkvæmd þar mánudaga — fimmtudaga kl 8.45 til 1 2,oo og 1 3.00 til 1 6 30. Ekki verður skoðað á föstudögum. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgrild ökuskírteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðagjöld fyrir árið 1978 séu greidd, og lögböðin vátrygging fyrir hverja bifreið séu i gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki fram- kvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Skoðun bifreiða með hærri skráningarnúmerum verður auglýst síðar. Bæjarfógetinn i Kópavogi, 3 febrúar 1 978. Sigurgeir Jónsson. Orðsending til viðskiptavina Vegna flutninga á fyrirtæki voru í nýtt húsnæði að Bíldshöfða 16 verður varahlutaverzlun, bílasala og skrifstofur lokaðar dagana 13. —16. febrúar. Opnum aft- ur 1 7. febrúar að Bíldshöfða 1 6. B3ÖRNSSON & c-°- BÍLDSHÖFÐA 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.