Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 45
MORGUlMBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 12. FEBRUAR 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI ny (/JAmfo-uki'í) ir 0 Mokið snjónum Myndin af tröppun við inn- ganginn að Hrafnistu í Reykjavík var tekin fyrir fáum dögum. Með henni viljum við minna fólk á að moka tröppur húsa sinna, og ekki sízt er þetta nauðsynlegt á opin- berum byggingum. Um þessar tröppur fer sjálfsagt fjöldi fólks daglega bæði vistmanna, starfs- manna og aðstandenda og má því taka það sem dæmi um nauðsyn þess að hreinsa snjó og klaka þegar þannig viðrar. Ekki er ver- ið að veitast að ráðamönnum Hrafnistu heldur er þetta aðeins nefnt sem dæmi. 0 Gert erfitt fyrir „Eftirfarandi bréf er stílað til trúfúsra manna fagnaðarerind- isins. Við vitum það bræður og systur og höfum sjálfsagt fundið hve stundum er erfitt að breyta eftir kristilegu heiti okkar. „Vinir“ okkar gera okkur oft erfitt fyrir með þvi að tala illa um okkur við aðra, kalla okkur ein- feldninga e.t.v. vegna þess að við setjum okkur ekki á háan hest og sýnumst ekki fyrir mönnunum, og svo mætti lengi telja. Hafi einhver reynt það að vera settur til hliðar af „vinum" sínum vegna þess að taka ekki þátt í ósiðsamlegu athæfi ættum við miklu fremur að fagna heldur en að harma, þó svona geti verið sær- andi, því þú veizt að Jesús sagði: „Ef heimurinn hatar yður, þá vit- ið að hann hefur hatað mig fyrri en yður. Ef þér heyrðuð heimin- um til þá mundi heimurinn láta sér þykja vænt um sitt eigið, en af þvi að þér heyrið ekki heiminum til, en ég hefi útvalið yður af heiminum, vegna þess hatar heimurinn yður. (Jóh. 15, 19—20). Með þökk fyrir birting- una. Einar I. Magnússon". Vörubílaeigendur athugið: Við smíðum álpalla á allar gerðir vörubila. Hentugir til alls konar flutninga. Hagstætt verð. Við smíðum einnig stál- palla úr skipastáli til flutn-' inga á grjóti Önnumst einnig allar viðgerðir og nýsmíði Málmtækni s.f.t Vagnhöfða 29, símar 83045 — 83705. 0 Bara græðgi? Margt héfur verið rætt og rit- að hér í dálkunum um kvik- myndahátíðina sem nú er lokið og hefur sitt sýnst hverjum um ágæti mynda þeirra er þar hafa verið á boðstólnum. Hér fer á eftir rabb frá konu nokkurri sem vildi láta nefna sig sjónvarps- áhorfanda: „Mig langar að þakka sérstak- lega vel fyrir greinar þeirra Ragn- heiðar Einarsdóttur og Sigurlaug- ar Björnsdóttur er voru í þriðju- dagsblaði Mbl. um kvikmynda- hátíðina. Þessar konur sjá þá geigvænlegu hættu af spillingu þeirri sem veður yfir þennan hrjáða heim og þá holskeflu glæpa sem fylgir í kjölfarið. En dettur nokkrum heilvita manni i hug að halda að þessar kvikmynd- ir þjóni góðum tilgangi? Önei, það er fyrst og fremst að minu áliti græðgi sem er hugsað um og ekki er hugsað um hvaö það kostar saklausar barnssálir og niðurbort- in heimili. 1 Bibliunni er þeim lýst sem svinum sem troða perl- um í svaðið. Betri sannleika er ekki hægt að hugsa sér um fram- leiðendur þessara mynda. Svo er- um við Islendingar að eyða dýr- mætum gjaldeyri til að fá þessa viðurstyggð frá undirheimum stórborganna og ekki nóg með að hafa þetta í bióunum heldur er þessu troðið inná hvert heimili gegnum sjónvarpið. Okkur er sagt að hér sé list á ferðinni. Já, list skal það heita, þeir reyna að fela sig á bak við fallegt órð. Nei, og aftur nei, þetta á ekkert skylt við list. Hún hefur alla tið þjónað því fagra og góða og mun gera það meðan nokkur menning er eftir i þessum heimi. List er göfgi, það ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐENU SHn £8 \l (.lASINt. \ SIMINN ER 22480 er alltof litið af þvi fagra og góða í fjölmiðlum enda er uppskeran eftir þvi. Það er hart að þurfa að horfa á myndarleg ungmenni falla í svaðið fyrir þessari viður- styggð klámsins. Fjöldinn allur af fólki sem ég þef talað við er sárreiður yfir þessu cn lætur alltof lítið í sér heyra. Hér þarf meira aðhald og eftirlit með því efni sem fjölmiðl- ar flytja. Skyldu þeir sem fram- leiða slíkt efni nokkrun tíma hafa skilið orðið siðgæði, eða skyldu þeir nokkurn tíma hafa hugsað um kristilegt siðgæði og hvað sé átt við með því? Ég skora á fólk að taka til máls i þessu sambandi. HÖGNI HREKKVÍSI Það er fressköttur sem er kaliaður Högni hrekk- vísi. S\G€A V/GGA g liLVt9AU Nýkomnar hljómplötur ASBA^ NEIL DIAMOND NVJASTA PLATAN QUEEN— NEWS OF THE WORLD DONNA SUMMER I REMBEMBER YESTERDAY EINSÖNGVAR LAURENT VOl'LZY BAHHY WHITE KOGKR WHITTAKER HOGER WHITTAKER ROGER WIIITTAKER KOGER WHITTAKER FATS DOMINO LEONARD COHEN BOB MARLEY ANI)THE W DONNA Sl'MMER ROCKOLLECTION ISTHIS WHATCHA WONT RIDE A COUNTRY KOAD THE LAST FAREWELL REFLECTIÖNS OF LOVE GREATEST HITS GREATEST HITS DEATH OF A LADIES MAN LIVE ONCEUPON A TIME HLJÓMSVEITIR I0CC NAZARETH BACHMAN T.O. CARPENTERS ROXYMUCIC LA BELLA EPOQUE ABBA HARPO IIARPO IIARPO DECEPTIVE BENDS GREATEST HITS BEST OF B.T.O. THE SINGLES 1969—1973 GREATEST HITS MISS BROADWA V THE ALBl’M THE HOLLYWOOD TAPES HARPO HITS IIARPO HITS heimilistæki sf Hafnarstræti 3 - 20455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.