Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.02.1978, Blaðsíða 48
At’(»LVSlNC»ASÍMINN KR: 22480 JWorflunbtflliiíi Lækkar hitakostnaðinn SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1978 Sótt á öllum vígstöðvum LlNUBATAR í Vestmannaeyj- um hafa fengið dágóðan afla á línu við Eyjar að undanfórnu, en vertíðarbátar í Eyjum hafa ekki stundað línu að ráði í lið- lega áratug. A myndinni er annar sjómaðurinn að gera línuna klára í stampinn, en hinn er að gogga fiskinn við horðstokkinn. A hinni myndinni sem einnig er frá Eyjum er einn af Eyjapevjunum á fullri ferð í sundhöllinni, en síðan íþrótta- og sundhöllin var opnuð sumarið 1976 hafa um 160 þús. gestir komið í laugina og þar af 92 þús. á s.l. ári, en alls hafa Eyjamenn komið á þriðja hundrað þúsund sinnum til íþróttaiðkana í húsinu öllu samkvæmt upplýsingum Vignis Guðnasonar forstöðumanns Iþróttahallarinnar í Brimhólalaut. iii tii • ís(i Bretland: Löndunarbaimínu á ís- lenzk fiskiskip aflétt? „ÞAÐ ligsur í loftinu, ad löndunarbanninu á ísk'nzk skip verði aflétt á þessum fundi í Newcastle,“ sagði Jón Oigeirsson, ræðis- maður í Grimsby, í samtali við Mbl. í gær. Jón sagði, aö fundur löndunarmanna í Grimsby, Gengisfelling Norðmanna: Búast má við að dollar og fleiri myntir hækki gagn- vart krónunni —segir Jóhannes Nor- dal Seðlabankastjóri „ÞAÐ ER ekki til umræðu að við gerum neinar breytingar á okkar skráningu í tilefni af gengislækk- un Norðmanna," sagði Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, í sam- tali við Mbl. í gær, „þó við vitum ekki enn, hvaða áhrif hún muni hafa á hinum Norðurlöndunum. Þessi gengisfelling Norðmanna hefur því ekki áhrif á meðalgengi íslenzku krónunnar, en hins veg- ar má búast við að dollar, mark og fleiri myntir hækki eitthvað gagn- vart krónunni um leið og norska krónan lækkar.“ Jóhannes sagði, að þessi ákvörð- un Nörðmanna hefði að ýmsu leyti komið á óvart, enda þótt vitaö hefði verið um, að verðlag og framleiðslukostnaður í Noregi væru orðin há. sem haldinn var á fimmtu- dagskvöld, hefði gefið full- trúa þeirra á fundinum í Newcastle umboð til að samþykkja að löndunar- banninu yrði aflétt og sams konar umboð gáfu löndunarmenn í Hull sínum fulltrúum. Fundinn í Newcastle, sem hófst í gærmorgun, sækja fulltrúar löndunar- manna í Grimsby, Hull, Fleetwood og Aberdeen. Jón Olgeirsson sagði, að þessi breytta afstaða löndunarmannanna réðist af allsherjar fiskleysi og al- varlegu ástandi vegna þess. „Þeim hefur nú loksins skilizt, að þaö eru Bretar sjálfir, sem mestu hafa tapað á þessu löndunarbanni, því ekkert hefur okkur, son. það komið við sagði Jón Olgeirs- Allgóð loðnu- veiði ALLGÓÐ loðnuveiði var síð- ari hluta aðfararnætur laug- ardags skv. upplýsingum loðnunefndar. Þrettán skip tilkynntu um afla, alls 7.100 tonn, og fékkst aflinn á mið- unum þar sem flotinn hefur verið að veiðum að undan- förnu, austur af Langanesi. Gott veður var á miðunum og útlit fyrir að það héldist svo eitthvað áfram. Þrír sérfræðingar kynna sér jarð- gufuöflun erlendis ÞRlR sérfræðingar Orkustofnun- ar eru nú staddur á Nýja- Sjálandi, þar sem þeir munu dvelja í röskar tvær vikur og kynna sér virkjun jarðgufu, sem Nýsjálendingar hafa mikla reynslu í. Frá Nýja-Sjálandi fara tveir til Filipseyja og þaðan til Mexíkó, en sá þriðji fer til Hawai og þaðan til San Franciskó. Þór- oddur Th. Sigurðsson, settur Byrjað á 2600 m2 Kennara- háskólabyggingu nú í sumar „SU bvgging sem hafist verður handa um að b.vggja í sumar er ámóta stór og aðalálma skólans nú,“ sagði Baldur Jónsson, rektor Kennaraháskóla ís- lands, í samtali við Morg- unhlaðiö. „Álman sem nú er verið að byrja á er 2600 fermetrar að flatarmáli og 9100 rúmmetrar. Álman verður byggð sunnan við Eyjar: Uppítonnaf lúðu á línuna í róðri ÞEIR 12 Vestmannaeyjahátar sem hafa veitl á línu að undanförnu hafa fengið dágóðan afla eða allt upp í 12 tonn í róðri. Margir hátanna hafa að staðaldri verið með um 10 tonn. en línuveiðar hafa ekki verið stundaðar að ráði í Eyjum síðan 1966. 7 stórir hálar eru á línu og 5 minni hátar. Samkvæmt upplýsingum Stefáns Runólfssonar framkvæmdastjóra Vinnslustödvarinnar hefur afli línubátanna verið misjafn, 1—2 tonn af ýsu i róðri. slangur af þorski og upp í eilt tonn af lúðu. Kvað Stefán þennan góða árangur með línuna nú gefa vonir um trvggari afla. því sýnt væri að ef fleiri bátar væru á línu. bærist verulegur afli af góðu hráefni á land. Kennaraháskólann, en þó tengd honum og í þessari nýbyggingu verður raun- greinadeild, líffræði- kcnnsla, eðlisfræði, öll handavinna, bókasafn, kaffistofa, verkstæði og fleira, en samkvæmt skipu- lagi er síðar reiknað með framhaldi á þessu húsi í austur og þar verður m.a. samkomusalur. Veittar hafa verið 75 millj. kr. í bygginguna.14 Baldur kvað þessa framkvæmd mjög brýna, því skólastarfið væri í raun komið í strand nú þegar og yrði að leigja húsnæði eða fá smærri kennslustofur til biáða- birgða á lóð skólans til þess að leysa mesta vandann. 1 vetur eru um 400 nemendur í Kennarahá- skólanum, en að sögn Baldurs er reiknað með 450 næsta vetur og 500 nemendum þar næsta vetur. Þá kvað Baidur mögulegt að sitt- hvað fleira kæmi til i sambandi við nýtingu á húsnæði skólans, svo sem möguleg námskeið fyrir réttindalausa kennara þótt ekkert væri farið að ræða það viö þá. Einnig kvað Baldur vanta tilfinn- anlega aukið húsrými fyrir starf Æfingaskólans. orkumálastjóri, sagði í samtali við Mbl„ að Orkustofnun bæri kostnaðinn iff þessari ferð sér- fræðinganna, sem kostar um 2,5 milljónir króna. Sérfræðingarnir þrír eru Val- garð Stefánsson, Sveinn Þórhalls- son og Sigurður Benediktsson. A heimleiðinni koma þeir Sveinn og Sigurður við á Filipseyjum, þar sem er í byggingu jarðgufustöð og hafa Filipseyingar átt við svipuð vandamál að stríða og fram hafa komið við Kröflu, m.a. urðu þeir að flytja borstæðiá. Eftir tveggja daga dvöl þar halda þeir Sveinn og Sigurður til Mexíkó, en þar munu þeir kynna sér jarðgufu- stöð, sem rekin hefur verið í nokkur ár, en þar var í byrjun ekki næga gufu að hafa. Mexikan- ar eru að sögn Þórodds sérfræð- ingar í að hreinsa borholur. Frá Nýja-Sjálandi fer Valgarð Stefánsson til Hawai, en á Hono- lulu er verið að bora eftir gufu í hraunmassa. Þaðan fer Valgarð svo til San Franciskó, þar sem hann heimsækir rannsóknastofn- un, sem hefur sérhæft sig í lik- anaútreikningum í tölvum á svæðum eins og Kröflusvæðinu. Gjaldeyrisstadan versnadi um 3,9 milljarða í janúar GJALDEYRISSTAÐAN vió út- lönd versnaði um 3,9 milljaróa króna í janúarmánuói, en um áramótin var gjaldeyrisstaöan hagstæð um röska 6 milljarða króna. Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri, sagði í samtali við Mbl. í gær, að janúar væri oft- ast erfiður mánuður í gjald- eyrismálum, en þessi slæma út- korþa nú stafaði þó að verulegu leyti af því, að menn hafa verið farnir að óttast breytingar vegna stöðu útflutningsat- vinnuveganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.