Morgunblaðið - 14.02.1978, Side 1

Morgunblaðið - 14.02.1978, Side 1
44 SÍÐUR 37. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bardagar í S-Líbanon Beirút, 13. feb. AP. SKIPZT var á skotum við landa- mæri tsraels og Suður-Líbanons á mánudag, en í Beirút var allt með kyrrum kjörum þriðja daginn í röð eftir að Sýrlendingar og Líb- anir sömdu vopnahlé. í orðsendingu frá aðalstöðvum Palestínuhers Yasser Arafats í Beirút var sagt að stórskotaherlið ísraelsmanna hefói tekið saman með hægrisinnuðum, kristnum Líbönum, sem njóta stuðnings Israelsmanna, í sprengjuárásum á borgina Nabatiyeh og f jögur nær- Framhald á bls. 28 Varð sjö til bjargar að stélið rirnaði fra Cranbrook, Bresku Columbíu, Kanuda. 13. feb. AP. EINN af sjö farþegum, sem lifðu af flugslysið f Kanada á laugardag, þar sem 41 lét lífið, hefur skýrt svo frá að það, sem e.t.v. hafi orðið honum til bjargar, hafi vcrið að hann sat aftast í vélinni, sem var af gerð- inni Boeing 737. Þegar vélin, sem var í aðflugi, skall á jörð- ina f annað skipti, rifnaði aft- asti hluti hennar af. Munu þeir 7, er af lifðu, hafa setið í þeim hluta. „Ég hef flogið með flugvél 50 sinnum, en þetta er í fyrsta skipti að ég tek mér sæti á þessum stað,“ sagði David White, 20 ára gamall íþrótta- kennaranemi á öðru ári. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég gerði það. Ég hefði Framhald á bls. 28 Björgunarliðar við flak flugvélarinnar sem fórst f lendingu í Cranbrook f Brezku Kólumbíu. Sadat falast eftir vopnum Mogadishu, 13. febr. Reuter. ÞÚSCNDIR sómalskra sjálfboða- liða hófu mikla herþjálfun f dag og hlýddu þar með kalli Mohamed Siad Barre forseta, sem sagði í yfirlýsingu f gær að Sóma- líumenn stæðu einir gegn eþfó- Rhódesíu-viðræður komnar í sjálfheldu Salisbury, 13. febrúar. Keuter. ABEL Muzorewa biskupi og stjórnmálahreyfingu hans, Sam- einaða afrísku þjóðarráðinu (UANC) voru settir tveir kostir á ráðstefnunni um framtíð Rhódesfu í dag og sagt að undir- rita samkomulag ásamt hinum samningsaðilunum þremur eða hætta þátttöku sinni f viðræðun- um sem þar með eru komnar fsjálfheldu. Sendinefndir Ian Smiths for- sætisráðherra séra Ndabaningi Sithole og Jeremiah Chirau ætt- arhöfðingja, kváðust hafa sett fram þessa kröfu með það fyrir augum að bjarga viðræðunum sem hafa gengið skrykkjótt vegna ágreinings um fjölda hvítra manna á þingi þegar meirihluta- stjórn blökkumanna hefur verið komið á laggirnar. UANC hafði frest til í_dag til að ákveða hvort hreyfingin gæti breytt þeirri afstöðu sinni, að að- eins 20 þingmenn af 100 á fyrir- huguðu þingi skyldu vera hvítir. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum neitaði sendinefnd bisk- upsins að breyta afstöðu sinni. Sithole sagði, að ekkert svigrúm væri til að halda áfram viðræðum, um fjölda hvítra þingmanna. Chirau ættarhöfðingi minnti á, að á það hefði verið bent að enginn einn samningsaðili mætti koma í veg fyrir að aðrir samningsaðilar næðu samkomulagi. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum væri Smith mjög óljúft að undirrita nokkurt samkomulag án stuðnings UANC, sem er almennt talinn öflugasta hreyfing blökku- manna sem eru 6,8 milljónir. Það hefur þegar valdið erfiðieikum í viðræðunum, að Föðurlandsfylk- ingin, sem skæruliðar styðja, hafa ekki viljað taka þátt i þeim. Hins vegar vill Smith sýna, að UANC geti ekki ráðið úrslitum um hvort samkomulag næst. Það styrkti biskupinn í viðræð- unum í dag, að fulltrúar hreyfing- arinnaf úr öllum landshlutum samþykktu á fundi í Salisbury í gær að lýsa yfir stuðningi við af- stöðu hans. En viðræðurnar eru komnar í algera sjálfheldu vegna klofningsins sem er kominn upp. Sovézkir skriðdrekar af gerðinni t-54 sem Eþfópíumenn segjast hafa tekið herfangi af Sómalíumönnum í Ogaden-eyðimörkinni. Þeir voru sýndir blaðamönnum f Dire Dawa. Finnska markið Helsinki, 13. febrúar. AP. Reuter. GENGISSKRANING lá niðri f Finnlandi í dag og stjórnin gerði úttekt á stöðu finnska marksins f ljósi 8% gengisfellingar norsku krónunnar á föstudaginn. Mauno Koivisto, bankastjóri Finnlandsbanka, sagði að gengis- felling Norðmanna væri góð af- sökun til að felia gengi finnska marksins um fimm til átta af hundraði. Lokaákvörðun í málinu er hins vegar f höndum sam- steypustjórnar Kalevi Sorsa for- sætisráðherra. Talsmaður stjórnarinnar sagði að engin ákvörðun yrði tekin um gengisfellingu í dag. í þess stað ákvað stjórnin að ræða við full- trúa allra helztu hagsmunahópa á sameiginlegum fundi. Stjórnarflokkarnir eru ósam- mála um hugsanlega gengisfell- Framhald á bls. 28 Róm, 13. febr. Reuter AP. ANWAR Sadat Egyptalandsfor- seti fór til Kaírö í kvöld og kvaðst í alla staði ánægður með ferðina, sem hann fór til átta landa til að útskýra friðartilraunir sínar. Róm var síðasti viðkomustaður- inn í ferð Sadats. Hann kom þang- að frá París, þar sem hann sagði á blaðamannafundi að hann hefði ekki lagt fram nýja beiðni um vopn í viðræðum sfnum við Valery Giscard d’Estaing forseta. Þó herma fréttir að Sadat hafi verið á höttum eftir vopnum i Frakklandi og franskir embættis- menn sögðu i dag að Egyptar hefðu áhuga á að kaupa fleiri Mirage-þotur af Frökkum. Egypt- ar hafa þegar keypt um 40 Mirage-þotur í Frakklandi og við- ræður fara fram um kaup á fleiri að sögn embættismannanna. í viðræðum við Giulio Andreotti forsætisráðherra sagði Sadat, að hann mundi ekki hætta friðartilraunum sínum og að sá skilningur sem hann hefði mætt hjá leiðtogum heimsins væri sér mikill styrkur. Páll páfi hefur lokið miklu lofs- orði á Sadat fyrir friðartil- raunirnar og hugrekki, sem hann hafi sýnt, og sagði honum í dag að fullnægja yrði lögmætum óskum palestínsku þjóðarinnar. Hann hvatti til þess að Jerúsalem fengi sérstaka stöðu þannig að borgin yrði trúarleg friðarmiðstöð en ekki þrætuepli. Sadat bað Pál páfa að halda Framhald á bls. 33. Átökí Angola BH«rad, 13. febrúar. Reuter. JUGÓSLAVNESKA frétta- dstofan Tanjug skýrði frá þvl í dag, að harðir bardagar geis- uðu í Suður-Angola milli stjórnarhermanna og sameig- inlegs liðsafla skæruliðahreyf- ingarinnar Unita og suður- afrlskra hermanna. Fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum i höf- uðborg Angola, Luanda, að liðsafli Unita og Suður- Afríkumanna hefði ráðizt á héraðið Cunene, sem liggur að Namibíu (Suðvestur-Afríku). Mikið mannfall hefur verið í bardögunum samkvæmt heim- ildunum. Suður-Afríkumenn studdu Unita í , borgarastríðinu í Angola, en hörfuðu yfir landa- mærin snemma árs 1976. lækkað um 4-5% Þúsundir streyma í herinn í Sómaliu pískum liðsafla, sem nyti stuðn- ings Rússa og Kúbumanna ■ Ogaden-stríðinu. Forsetinn sagði I ræðu á úti- fundi, þar sem 100.000 manns voru samankomnir, að allir vopn- færir menn í Sómallu ættu að snúast til varnar. Aden Abdulaahi Nur hershöfð- ingi sagðí í dag, að 30.000 manns hefðu gefið sig fram sem sjálf- boðaliða á Mogadishu-svæðinu einu og yngsti sjálfboðaliðinn væri 15 ára. Hann sagði, að fyrsta verkefni nýliðanna væri að verja landamærin, en ef nauðsyn krefði yrðu þeir seinna sendir til Ogaden. Sómalíustjórn sagði um helgina að hún mundi tefla fram fastaher sinum í stríðinu, lýsti yfir neyðar- ástandi og kvaddi alla fyrrver- andi hermenn til vopna. Stjórnin hefur sagt að framtil þessa hafi aðeins skæruliðar Frelsisfylking- ar Vestur-Sómalíu barizt gegn Eþíópíumönnum, en með stuðn- ingi hennar. I ræðu sinni í gaér sakaði Siad Barre forseti vesturveldin um að styðja „ófyrirleitna árás Rússa á horni Afríku”. Hann kvað enga von til þess að stuðningur fengist frá Bandarikjamönnum. Hann sakar Rússa um að standa á bak Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.