Morgunblaðið - 14.02.1978, Side 2

Morgunblaðið - 14.02.1978, Side 2
2 MORGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 14. FEBRUáR 1978 Hraunbær: Mannflesta gat- an í Reykjavík HRAUNBÆR er mannflesta gat- an í Reykjavík, en 1. desember voru íbúar við götuna 2.778 tals- ins, 1.859 bjuggu við Kleppsveg, 1.638 við Háaleitisbraut, og við Vesturberg 1.574. Næst Vesturberginu að íbúa- fjölda koma Álfheimar með 944 íbúa, 828 búa við Hvassaleiti og 807 við Hringbraut. Við 48 götur búa 10 íbúar eða færri og fimm fbúar eða færri við 28 götur. Við fjórar götur eru skráðir 2 íbúar; Skildingatanga, Skúlatún, Rauðagerði, Sogablett og Súða- vog, og við fjórar götur er skráður einn íbúi; Klettagarða, Laugarás/ Laugamýrarblett, Sigtún Kirkju- mýrarblett og Skeifuna. Prófkjör á Akureyri: Freyr Ófeigsson í fyrsta sæti Alþýðuflokksins 572 GREIDDU atkvæöi í prófkjöri Alþýðuflokksins á Akurcvri um helgina. Ógildir seðlar voru 64 og auðir 7, þannig að gild at- kvæði voru 501. Freyr Ófeigsson, sem bauð sig fram í fyrsta sæti, fékk 366 at- kvæði. Þorvaldur Jónsson, sem bauð sig fram í annað sæti, fékk 318 atkvæði, Sævar Frímannsson fékk 350 atkvæði í þriðja sæti og Pétur Torfason 341 atkvæði í fjórða sæti. Bárður Halidórsson, sem bauð sig fram í fyrsta og annað sæti, fékk 135 atkvæði í fyrsta og 84 í annað; samtals 219 atFvæði, Magnús Aðalbjörnsson, sem bauð sig fram i annað og þriðja sæti, fékk 99 atkvæði í ann- að og 151 i þriðja; samtals 250 atkvæði og Ingvar Grétar Ingvars- son, sem bauð sig fram í fjórða sæti, fékk 160 atkvæði. Alþýðuflokkurinn var með sam- eiginlegan lista með Samtökunum við síðustu bæjarstjórnarkosning- ar á Akureyri og fékk listinn rösk- lega 900 atkvæði og tvo menn kjörna. Heimsmeistaraeinvígið í skák: Harma að ekki skuli lagt í íslenzkt tilboð — segir formaður Ferðamálaráðs „ÞAÐ eru mér mikil von- brigöi, að hætt skuli vera viö aö bjóða í heims- meistaraeinvígið í skák“, sagði Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs, í samtali við Mbl. í gær. „Ég tel, að ef allir hlutað- eigandi aðilar hefðu hitzt og rætt málið ítarlega, þannig að fjárhagslegt um- fang málsins hefði orðið mönnum ljóst, þá hefði átt að vera vilji til að standa að íslenzku tilboði. Ég harma það mjög, að menn skyldu ekki vera á því að minnsta kosti að reyna, því tilboð frá íslandi hefði tvímælalaust styrkt landið enn í sessi í skák- heiminum“. Frá ráðstefnu Félags Sameinuðu þjóðanna á lslandi um Alþjóðabankann og starfsemi hans að Hótel Sögu í gær. Ráðstefna um starf- semi Alþjóðabankans RAÐSTEFNA um Alþjóða- bankann og starfsemi hans var í gær haldin á Hótel Sögu og var það Félag Sam- einuðu þjóðanna á tslandi sem stóð fyrir henni. Ráð- stefnan var haldin að ósk Alþjóðahankans í beinu framhaldi af sams konar ráðstefnum íhöfuðborgum hinna Norðurlandanna. Stjórnandi ráðstefnunnar Fargjöld SVR hækka um 35% FARGJÖLD með strætisvögn- um Reykjavíkur hækka í dag um 35%. Fargjald fullorðinna hækkar úr 70 í 90 krónur; 42 miða kort kosta nú 3000 krónur, en áður voru 38 miða kort á 2000 krón- ur. Minni kortin verða nú tólf miða og kosta 1000 krónur, en áður voru minni kortin 17 miða. 42 farmiðakort aldraðra og öryrkja kosta 1500 krónur. Ein- stök barnafargjöld hækka um 50%; úr 20 í .30 krónur, en verð barnakortanna er áfram óbreytt, 34 miðar fyrir --500 krónur. ASI og BSRB: Leituðu til stjómarandstöðu um seinkun á afgreiðslu efnahagsmálafrumvarpsins FORYSTUMENN Alþýðusamhands lslands og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja héldu með sér fund í gærmorgun. Þar ákváðu þeir að leita til stjórnarandstöðunnar um að hún beitti sér f.vrir því að afgreiðslu frumvarps um ráðstafanir í efnahags- málum yrði seinkað þar til fvrir lægju ályktanir formannafundar BSRB og ASI. „Þegar yfir stóð fundur í fjár- hags- og viðskiptanefnd klukk- an 10:30 i morgun, hringdu for- ystumenn ASl og BSRB í Gylfa Þ. Gíslason, annan fulltrúa stjórnarandstöðunnar í nefnd- inni, og farið var fram á fund með honum og Lúðvík Jóseps- syni þá þegar. Gylfi svaraði því til, að fundur nefndarinnar væri í gangi og spurði þá jafn- framt, hvort þeir vildu ekki koma og ræða við nefndina alla. Það vildu þeir ekki og fóru fram á, að fundi nefndarinnar yrði frestað svo þeir gætu rætt við Gylfa og Lúðvík. Varð ég að sjálfsögðu við þessum tilmæl- um og frestaði fundinum til klukkan 12. Eftir að verkalýðs- foringjarnir höfðu rætt við Gylfa og Lúðvik, gerðu þeir síð- arnefndu forsætisráðherra grein fyrir óskum verkalýðsfor- ingjanna um að afgreiðslu frumvarpsins um ráðstafanir í efnahagsmálum yrði seinkað,“ sagði Ólafur G. Einarsson, for- maður fjárhags- og viðskipta- nefndar neðri deildar Alþingis, í samtali við Mbl. í gær. „Eftir sameiginlegan fund verkalýðsforingjanna í morg- un, ákváðu þeir að fara þess á leit við stjörnarandstöðuna, að hún beitti sér fyrir því að af- greiðsla efnahagsfrumvarps rikisstjórnarinnar yrði frestað fram yfir landsfund BSRB, sem haldinn verður þriðjudag og miðvikudag, og fulltrúaráð- stefnu ASl, sem hefst á mið- vikudag og lýkur væntanlega á fimmtudag, en á þeim verða gerðar ákveðnar ályktanir í þessum málum,“ sagði Gylfi Þ. Gíslason í samtali við Mbl. Framhald á bls. 28 var Jón Sigurðsson fram- kvæmdastjóri, fvrrum full- trúi Norðurlanda í stjórn Alþýðubankans. Á vegum Alþjóðabank- ans mætti á ráðstefnuna Einar Magnússen, fyrrum viðskiptaráðherra Noregs, en nú fulltrúi Norðurland- anna í stjórn Alþjóðabank- ans, og flutti hann yfir- gripsmikið erindi um starf- semi bankans á ráðstefn- unni. Þá var með honum Odd Myhrer, sem stjórnar upplýsingadeild bankans á Norðurlöndum og flutti hann einnig nokkra tölu á ráðstefnunni. Að lokum var mættur af hálfu bank- ans Leif Christofferson, sem er meðal annars sér- fræðingur bankans í land- búnaðarmálum. Megin viðfangsefni ráð- stefnunnar var að ræða hlutverk og möguleika Norðurlandanna í starfi Alþjóðabankans, en þátt- takendur í ráðstefnunni voru víðs vegar að úr at- hafnalífinu, s.s. alþingis- menn, embættismenn, stú- dentar og blaðamenn svo og menn tengdir atvinnu- lifinu. Bjarni Guðnason í framboð á Austfjörðum: „Held að Alþýðu- flokkurinn sé eina ljósið í myrkrinu” Telur sér fært að styðja stefnu Alþýðuflokksins í vamarmálum „ÞAÐ ER frágengið að ég verð í efsta sæti á lista Alþýðuflokksins á Austurlandi í næstu Alþingis- kosningum", sagði Bjarni Guðna- son prófessor í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann er staddur í Lundi um þessar mund- ir. Frá framboði hans var gengið á fundi kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins s.l. sunnudag. Bjarni Guðnason var þingmaður Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna kjörtfmabilið 1970—74. ..Ég hef gengið í Alþýðuflokk- inn , svaraði Bjarni þegar hann var spurður um afstöðu hans til Samtakanna sem hann var þing- maður fyrir", en þótt mér sé illa við að beina spjótum mínum að Samtökunum þá tel ég að þau hafi brugðist og að það sé enginn möguleiki fyrir Samtökin, eins og þau þróuðust, til þess að gera það sem ætlunin var. Þetta merkir af minni hálfu að með þessu framboði vil ég styrkja Alþýðuflokkinn á landsvísu. Eins og málin standa í pólitíkinni held ég að Alþýðuflokkurinn sé eina ljósið í myrkrinu. Um baráttu fyrir stefnu Al- þýðuflokksins sagði Bjarni: „Ég m«n beita mér fyrir hans stefnu- málum. Það byggist fyrst og fremst á því að Alþýðuflokkurinn er í mikilli endurnýjun og hann er saklaus af því ófremdarástandi og þeim mistökum sem vaðið hafa uppi á þessum áratug á sviði efna- hagsmála, saklaus af ævintýrum eins og Kröflu og öðru slíku sem er að kollsteypa þjóðfélaginu. Þegar gerð eru stórfelld mistök eins og Krafla er lítið rætt um það af því að það eru allir flokkarnir sem standa á bak við þau og það er samtryggingin sem ræður“. Um afstöðu til varnarmála- stefnu Alþýðuflokksins sagði Bjarni: „Það er skemmst að segja að Alþýðuflokkurinn hefur mótað ákveðna stefnu í þeim málum og Framhald á bls. 28 Bjarni Guðnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.