Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 Bílasýning fyrirhuguð í apríl BÍLGREINASAMBANDIÐ ráð- gerir að gangast fyrir bílasýningu í Reykjavík og er gert ráð fyrir að hún verði í byrjun apríl-mánaðar. Skv. upplýsingum Arnar Guð- mundssonar hjá Bflgreinasam- bandinu er þetta þriðja sýning sambandsins, hinar fyrri voru ár- in 1970 og 1973. ¦A sýningunni í ár verða sýndar um 150 gerðir bifreiða og eru þær frá öllum bifreiðaumboðum sem hérlendis eru nema einu. Sagði Örn að sum fyrirtækin hygðust fá hingað til lands sérstakar gerðir, þær sem ekki væru almennt seld- ar. Þá verða einnig sýnd ýmiss konar verkfæri, vélar og áhöld, eða allt sem tilheyris bílgreininni, eins og Örn Guðmundsson orðaði það. Larsen og Miles tefla fjöttefli AKVEÐIÐ er að þeir Larsen og Miles tefli fjöltefli í Reykjavík að Reykjavikurmótinu loknu og til greina getur komið að Poluga- evsky fari til Akureyrar og tefli þar. Larsen hefur samþykkt að tefla við verkfræðinga og að lík- indum mun Miles tefla við banka- menn. Vilja taka þátt í hrað- skákmóti ERLENDU skákmennirnir, sem nú tefla á Reykjavíkurskákmót- inu hafa sýnt áhuga á að taka þátt í hraðskákmóti í Reykjavík áður en þeir yfirgefa landið. Einar S. Einarsson forseti Skáksambands- ins sagði í samtali við Morgun- blaðið á sunnudag, að ekki væri vitað hvenær gæti orðið af þessu móti, en reynt yrði að koma því á, áður en ailir erlendu skák- mennirnir færu af landinu. Sagð- ist Einar búast við að auk þeirra og íslendinganna sem taka þátt í Reykjavikurmótinu, myndu ein- hverjir fleiri Islendingar taka þátt í því. Sérstakt pósthús á skákmótinu SÉRSTAKT pósthús frá Póststof- unni f Reykjavík verður opnað á Hótel Loftleiðum á fimmtudag, í tilefni af 8. Reykjavíkurskákmót- A pósthúsinu verður notaður sér- stimpill, sem aðeins verður í gangi þennan eina dag, en þá fer fram 11. umferð skákmótsins, og verður afgreiðslutíminn frá kl. 14—18.00. í fréttatilkynningu frá Skáksambandinu segir, að til sölu verðí á mótsstað m.a. 5 gerðir frímerkjaumslaga, sem Skáksam- band Islands hafi látið útbúa. Þau sé hægt að panta i síma Sl. 27570 frá kl. 15—16.30 virka daga eða með þvi að skrifa í pósthólf 674, Reykjavík. Lýst eftir bifreið Rannsóknarlögreglan lýsir eftir bifreiðinni R-47640, sem stolið var frá Móðrufelli 15, aðfaranótt laugardags. Þetta er Ford-Cortina árgerð 1970, brúnsanseruð að lit. Guðlaug Þorsteinsdðttir hefur þegar tekið forystu á Reykjavíkur- skákmóti kvenna. Hér er Guðlaug að tefla við Sigurlaugu Frið- þjófsdóttur. LjósmMbl.rÓl K.M Guðlaug efst AÐ LOKNUM þrem umferðum á Reykjavikurmóti kvenna í skák er Guðlaug Þorsteinsdótt- ir efst með 3 vinninga af 3 mögulegum. Jana Hartston frá Bretlandi er búin að tefla tvær skákir og hefur hlotið tvo vinn- inga, Birna Nordahl er með 1 vinning úr 2 skákum, ennfrem- ur Olöf Þráinsdóttir, og þær Áslaug Kristinsdóttir og Sigur- laug Friðþjófsdóttir eru með 1 vinning úr þrem skákum, lest- ina rekur Svana Samúelsdóttir með engan vinning eftir 3 skák- Mikil óf ærð vegna snjóa SNJOKOMA og skafrcnningur spilltu mjög færð á vegum um landið um helgina og I gær. 1 gær var fært frá Reykjavík í Borgarfjörð og til Búðardals, en fjallvegir á Snæfellsnesi voru þungfærir vegna skafrennings. Vestur frá Búða'rdal var aðeins stórum bílum fært í Reykhólasveit. Holtavörðuheiði var orðin þungfær í gær og þar var skafrenningur og einnig gerði skafrenningur orðið þungfært um Húnavatnssýslur. Ófært var til Hólmavíkur, Siglufjarðar og Olafsfjarðar. Öxnadalsheiði var fær stórum bilum í gær, en þar var skafrenningur. Fært var frá Akureyri til Húsavíkur um Dalsmynni, en ófært um Tjörnes og úr Kelduhverfi komust stórir bílar til Þórshafnar, en þar fyrir austan var allt ófært. A Austurlandi var færð farin að þyngjast á Héraði i gær. Ráðgert var að opna Fjarðarheiði, en við það varð að hætta. Oddsskarð var ófært. Stórir bílar komust suður rneð fjörðum og úr því kom i Berufjörð varð greiðfært suður um. Ofært var í Mýrdalnum, en í gær var mokað í vestur frá Vík og í dag á að moka í austur. I uppsveitum Árnessýslu var mokað í gær, en undir kvöldið var útlit fyrir að allt myndi fylla aftur. Hellisheiði var rudd í gær. í gær átti að ryðja milli Patreksfjarðar og Bíldudals, en samkvæmt siðustu fréttum voru allir fjallvegir á Vestfjórðum ófærir. áákií*kU*LAákiÍMkU Nú ^ Hafir þú gert góð kaup á útsölunni munt þú gera enn betri kaup núna. N* Laugavegi 4 2. ha§ð B» Látiö ekki happ úr hendi sleppa w ---- ¦WfT'Wf LAUGAVEG 66 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 ffffffvm^fff'rffff'** ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.