Morgunblaðið - 14.02.1978, Page 5

Morgunblaðið - 14.02.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 5 r Ræðismaður Chile á Islandi: Mun ekki taka þátt í pólitísku vafstri — aðeins fyrirgreiðsla við ferðafólk og vegna viðskipta VEGNA blaðaskrifa um ræðis- mannsembætti Chile hér á landi hafði Morgunblaðið samband við Þorgrím Þorgrímsson og spurði, hvað hann vildi segja um þetta starf hans. Hann sagði, að hér væri um algerlega ópólitískt starf að ræða og eingöngu I sambandi við fyrirgreiðslur við ferðafólk og vegna viðskipta, „og mér kom ekki við, þegar ég var beðinn um að taka þetta að mér, hvaða stjórnskipulag er í landinu; hvort þar eru kommúnistar við völd eða einhverjir aðrir, er ekki mitt mál. Að öðru leyti vil ég vfsa í kjarna umsagnar sem hefur áður komið fram á prenti frá mér: Ég legg áherzlu á, að hér koma stjórnmál ekki nærri að neinu leyti og ástæðan fyrir því, að ég tókst þetta á hendur, er sú ein, að ég hef frá því ég lærði spönsku á unglingsaldri í Bandarikjunum og á Spáni haft mikinn áhuga á þessari tungu og þeim þjóðum, sem hana tala. Upphaf þessa máls var það, að sendiherra Chile í Kaupmanna- höfn, Mario Rodriguez, sem verið hefur sendiherra lands síns f meira en 40 ár í Kanada og Bandarikjunum, kom hingað til lands að leita að ræðismanni og komum við 4 til greina. Embættis- skylda sendiherrans bauð honum að leita að slíkum manni, og þar sem lagt var að mér að taka við starfinu, fóru leikar svo, að ég varð við þvi. Þetta er ólaunað starf og af minni hálfu fullkom- lega ópólitískt. Stjórnarfarið gæti þess vegna verið kommúnískt. Ég hef að vísu ekki komið til Chile, en af viðtölum við menn og lestri bóka vissi ég, að hér væri um að ræða þjóð, sem væri talin friðelsk og rólynd. Landið væri ekki ósvipað Islandi að því leyti að það væri land mikilla and- stæðna, jöklar og eyðimerkur, fjalllendi mikið og síðast en ekki sízt væri þetta mikil fiskveiði- þjóð. Að lokum vil ég ítreka, að engin hætta er á aó ég taki upp áróður eða annað pólitískt vafstur fyrir þá stjórn, sem nú situr, en því ver hafa byltingar og hallar valdatökur löngum tíðkazt í S- Ameríku og eru stjórnvöld oft eft- ir því.“ Haukur Angantýsson skák- meistari Reykjavíkur ’78 KEPPNI er nú lokið i 6 flokkum af 7 á Skákþingi Reykjavíkur 1978. Keppendur voru alis 130. Efstu menn í A-flokki urðu: Vinninga af 11 möguiegum. 1. Haukur Angantýsson 8 2. Þórir Ólafsson 7,5 3. Bragi Halldórsson 7 4. Björn Jóhannesson 6,5 5. Leifur Jósteinsson 5,5 I B-flokki urðu efstir: vinninga af 11 mögul. 1. Jóhann Hjartarson 9,5 2. Agúst Ingimundarson 7,5 3. Guðni Sigurbjarnason 7 Haukur Angantýsson. 1 C-flokki urðu efstir: vinninga af 11 mögul. 1. Elvar Guðmundsson 8 2. Jóhannes G. Jónsson 7,5 3, Helgi Samúelsson 6,5 I D-flokki urðu efstir: vinninga af 11 mögul. 1. Árni A. Árnason 7,5 2. Jón Ulfljótsson 7 3. Guðmundur Halldórsson 7 ! E-flokki urðu efstir: vinninga af 11 mögul. 1. Jóhann P. Sveinsson 8,5 2. Erlendur Jónsson 8,5 3. Guðmundur Theódórss. 8 1 unglingaflokki urðu efstir: vinninga af 9 mögui. 1. Jóhann Hjartarson 9 2. Jóhannes Gísli Jónss. 8 3. Elvar Guðmundsson 7 4. Arni A. Arnason 6 5. Snorri Þór Sigurðss. 6 Keppni í kvennaflokki stendur nú yfir og er hún haldin á Loft- Ieiðahótelinu og keppir Jana Hartston, alþjóðlegur kvenna- meistari, með sem gestur. Hraðskákmót Reykjavíkur var haldið 5. febrúar. Efstir urðu: vinninga af 18 mögul. 1. Jóhann Hjartarson 14 2. Guðmundur Pálmason 14 3. Guðni Sigurbjarnas. 12,5 4. Björn Þorsteinsson 12 5. OmarJónsson 12 Philip Jenkins á hljómleikaferð ísafirði 10 febr SL FIMMTUDAG Philip Jenkins við flygilinn I Alþýðu- húsinu á f safirði. Ljósm. Ulfar. hélt Philip Jenkins, pianóleikari. ein- leikshljómleika í Alþýðuhúsinu á ísa- firði Jenkins. sem hefur verið búsettur i London sl 6 ár. er prófessor við Royal Academy of Musik Þar áður var hann búsettur á Akureyri um 4—5 ára skeið og var þá aðalpianókennari við Tónlist- arskóla Akureyrar Jenkins hélt á þeim tima tvenna tónleika hér, auk þess sem hann og Guðný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari héldu hér tvileikstónleika fyrir u.þ.b 2 árum I þetta sinn er Philip Jenkins á tónleikaferð á íslandi Hann var með tónleika á Akranesi fyrr i vikunni Seinna i mánuðinum efnir hann svo til tónleika viðsvegar um England, en ráð- gerir aðra íslandsferð með haustinu Tónlistarskóli ísafjarðar og mennta- skólinn sáu um undirbúning tónleik- anna. Úlfar. Sýningu Ómars lýkur í kvöld SÍÐASTI sýningardagur málverkasýningar Ómars Skúlasonar, er staðið hefur undanfarið yfir á Kjarvals- stöðum, er í dag. Hefur sýningunni verið tekið vel, aðsókn allgóð og nokkrar myndanna hafa verið keyptar af söfnum og sýn- ingargestum. Sýningin er opin frá kl. 14—22 i dag. INNLENT Lilja — „snoturmynd” KVIKMYNDIN Lilja var kynnl blaðamönnum í gær, en hún var ein myndanna sem kom til álita I samkeppni þeirri er kvikmyndahátlðin gekkst fyrir og þótti raunar ásamt verð- launamyndinni Bónda bera þar af. Lilja er byggð á hinni kunnu sögu Halldórs Laxness ; um Nebúkadnesar og er mynd- in yfirleitt mjög trú uppruna- legu sögunni nema hvað höf- undarnir Hrafn Gunnlaugsson og Snorri Þórisson hafa fært sögusviðið fram til okkar tfma. Hrafn er leikstjóri myndar- innar en Snorri hefur annast kvikmyndun og Jón Þór Hann- esson sér um klippingu og hljóð en Guðný Halldórsdóttir er að- stoðarleikstjóri. Myndin er rétt um hálf klukkustund í sýningu, litmynd og helztu leikarar eru Eyjólfur Bjarnason, Viðar Egg- ertsson, Herdis Þorvaldþsdótt- ir, Aróra Halldórsdóttir og Valdimar Helgason. „Snotur mynd,“ sagði Hall- dór Laxness að lokinni sýningu myndarinnar i gær, og sú lýsing er líklega nokkuð nærri lagi. Hér er ekki færst of mikið I fang né veruleg áhætta tekin. Sögumaður er látinn bera uppi atburðarásina að verulegu leyti enda þótt það þyki nú yfirleitt ekki góð latina innan þessa tjáningarmiðils. Leikurinn er lika nokkuð misjafn og full við- vaningslegur hjá leikurunum, sem fara með lykilhlutverkin. A hinn bóginn er myndin óvenju hnökralaus af tæknileg- um sjónarhóli og margt raunar prýðilega gert. Þegar öllu eá botninn hvolft held ég þvi að aðstandendur myndarinnar megi bærilega við una, enda var það lika að heyra á Hrafni Gunnlaugssyni i gær að Lilja hefði kannski fyrst og fremst verið æfing og undirbúningur fyrir viðameiri verkefni i fram- tiðinni. „Þessi saga liggur svo langt til baka á rithöfundarferli min- um að ég var eiginlega búinn að gleyma henni, en það var óneit- anlega gaman að sjá þetta efni vakið upp aftur i þessari mynd," sagði Halldór Laxness að lokinni sýningunni. Halldór kvaðst hafa skrifað þessa sögu skömmu eftir t930, liklega 1933 en hann hafi þá einmitt búið um tima upp á efsta lofti á Hótel Borg. Þá hafi verið eilifar jarðarfarir i Dómkirkjunni, myrkranna á milli og stöðugar likhringingar frá kirkjunni. „Ég var alltaf að horfa á þessar jarðarfarir allan daginn, og fór þá að velta fyrir mér hvort það væri eitthvað i öllum þessum kistum," sagði Halldór. Halldór kvaðst á hinn bóginn aldrei hafa haft verulega köll- un ttl þess að skrifa fyrir kvik- myndir, þvi að þarna væri á ferðinni allt önnur listgrein heldur en bókmenntir eða leik- ritun. 1 báðum þessum greinum gæti höfundur lagt sitt hvað til málanna, og haft áhrif á endan- lega útkomu en i kvikmyndinni stæði naumast nema bláhug- myndin eftir þegar verkið var búið að fara i gegnum allt sem þyrfti til að úr yrði kvikmynd. „Það sem kveikti i okkur öðru fremur varðandi kvik- Framhald á bls. 28 Hægt er að velja milli 20 tegunda drykkja, en vélina getur þú fengið með frá 2 upp í 6 tegundir í einu, svo sem kaffí, te, kakó og súpu, og það tekur ekki meira en 5 sekúndur að laga drykkinn. Þú setur bolla undir þá tegund drykkjar sem þú óskar þér. Tekur í handfangið og þá rennur efnið í bollann, síðan seturðu bollann undir kranann og færð heitt vatn saman við. Þegar þú ert búinn að hræra í bollanum ertu kominn með alveg sérstaklcga bragðgóðann heitann drykk. Þetta er þrifalegt, einfalt og ódýrt, ekkert fer til spillis, enginn uppþvottur, og drykkirnir eru alltaf nýjir og ferskir. Fáanlegar eru margar stærðir af vélum, og þær eru jafnvel ekki dýrari en venjuleg kaffivél, og hægt að nota allstaðar, sem óskað er heitra ljúffengra drykkja. Hringið í síma 16463 og fáið sölumann i heimsókn, hann mun gefa ykkur að smakka og allar nánari upplýsingar. <k KOMIST A BRAGDIÐ OG YKKUR MUN VEL LÍKA lindm SIMI 16463 HEITIR LJUFFENGIR DRYKKIR ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.