Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1.4. FEBRUAR 1978 11 Baráttan fyrir þingkosningarnar í Frakklandi er hafin fyrir alvöru og úrslitin virðast ætla aö verða tví- sýnni en við var búist í upphafi. Sundrung í röðum vinstri manna hefur bætt stöðu hægri manna, sem standa sameinaðir um stefnuskrá, sem Raymond Barre forsætisráð- herra hefur samið. Á hinn bóginn hafa skoðanakannanir gefið til kynna að vinstri flokkarnir hafi meira fylgi. En jafnvel þótt vinstri flokkarnir sigri er óvíst að jafnaðarmenn og kommúnistar geti unnið saman í rík- isstjorn. Eitt það athyglisverðasta sem hef- ur gerzt í kosningabaráttunni er að Giscard D'Estaing forseti hefur fleygt sér út í hana. De Gaulle hafði sérstakt lag á að ná til kjósenda. Hann sagði að ann- hvort kysu þeir De Gaulle eða ring- ulreið. Giscard virðist nota sömu aðferð: Hann hefur sagt vinstri öfl- unum stríð á hendur og segir kjós- endum að um tvennt sé að velja. Hina hófsömu íhaldsstjórn hans eða efnahagshrun. Giscard d'Estaing í Vcrdun- sur-le-Doubs. Það vakti athygli hversu innilega hann tók fagn- aðarlátum fjöldans. Kosningarnar í Frakklandi: Giscard hef ur sagt vinstri öf lunum stríð á hendur... „Eina leiðin til að fá Frakka til að kjósa rétt er að segja þeim sannleikann," sagði forsetinn í ræðu, sem hann flutti þegar hann sótti heim bæinn Verdun- sur-le-Douþs fyrir skömmu. Það var engin tilviljun að forsetinn valdi þennan bæ í Burgundy- héraði. Kosningabaráttan hófst snemma og undirbúningurinn hefur verið mikill. Giscard vill ná til þjóðarinnar og því kaus hann að flytja eina mikilvæg- ustu ræðu sína i Verdun- sur-le-Doubs. Þar voru tiu þús- und áheyrendur, en ræðunni var jafnframt sjónvarpað beint í þremur sjónvarpsstöðvum og send út i mörgum útvarpsstöðv- um, þannig að öll þjóðin hcfur hlustað. Þeir cr tilþckkja segja að þetta hafi verið stór stund á ferli hans sem forseta franska lýðveldisins. Ef litið er á stöðu hans núna er embætti hans ekki beinlinis i hættu í þingkosningunum í marz. En hvað ef stjórnarandstaða jafnaðarmanna og kommúnista vinnur eins og skoðanakannan- ir hafa stöðugt bent til? Giscard yrði áfram forscti þott vinstri flokkarnir ynnu mcirihluta f þinginu. Hann hefði áfram vald til að hafa áhrif á atburðarás- ina meira að segja svo mikið vald að hann gæti farið fram á nýjar kosningar þætti honum þörf á. „Ég var ekki kosinn forseti til að sitja aðgerðarlaus á þessum reynslutíma." Hann ætlar að berjast til þrautar enda bcndir allur und- irbúningur i kosningabarátt- unni til þcss og meira en menn bjuggust við, a.m.k. vinstri menn. Forsetinn er ákaflcga íhaldssamur i framkomu og þvi vakti það athygli í Verdun- sur-le-Doubs hversu innilega hann tók fagnaðarlátum fjöld- ahs vegna þess að hann hcfur yfirleitt átt erfitt með að sýna eða koma á framfæri hlýju til fólksins, en þegar hin stóra stund kosningabaráttunnar rann upp tókst honum það. Enginn bjóst við hlutleysi hjá honum I ræðunni, sem hann flutti, en afstaða sú sem þar kom fram vakti undrun hjá flestum og scrstaklcga vinstri mönnum. Hin megna andúð hans á vinstri ölfunum skcin úr hverri setningu. Hann er reiður og það kom sérstaklega fram þegar hann sagði: „Ég var ekki kosinn for- seti til þess að sitja aðgerðalaus á þessum reynslutima í sögu þjóðar okkar. Efnahagsstefna vinstri manna er hættulegt ævintýr'i sem á rætur i lýðs- krumi, blckkingu og svik- um . . . Frakkar munu aldrci sætta sig við gcrvi-Sæluriki. Efnahagsstefna vinstri manna mun koma niður á fólk- inu. Forsetinn sagði að sjálf- sögðu væri fólki frjálst að kjósa vihstri menn en þá ætti þjóðin það yfir höfði sér að stcfnuskrá þeirra yrði fylgt út í yztu æsar og hann sem forseti gæti á eng- an hátt komið i veg fyrir það, enda ætlaði hann sér það ekki. En eitt gæti hann lofað þjóð sinni: Hún yrði ekki svikin. Ræða Giscards cr sögð hafa hljómað eins og englasöngur i eyrum Chiracm leiðtoga Gaull- ista. Hann hefur mánuðum saman hvatt Giscard til að kasta sér út í baráttuna gegn vinstri mönnum og útrýma þeirri skoð- un að foretinn vilji fara sátta- leiðina gagnvart Francois Mitt- erand lciðtoga jafnaðarmanna, en þvi er spáð að hann fái næst- mest fylgi i kosningunum i marz. Á valdi Marchais hvort vinstri menn missa sigurinn úr höndum sér Þó er það ckkert leyndarmál að Jaques Chirac borgarstjóri mundi nota hvert tækifæri til að grafa undan Giscard og Ray- mond Barre arftaka sinum cnda gáfu gaullistar á sinum tlma upp á bátinn samning sinn við samherja sína i ríkisstjórn i fyrri lotu kosninganna. Þó hcf- ur Chirac ekki alveg afnjeitað stefnuskrá hægri manna. En glundroðinn er það mikill í röð- um vinstri manna að engan veg- inn er vist að þeir vinni kosn- ingarnar. Þeir hafa verið sjálf- um sér verstir og það er á valdi Georgs Marchais, teiðtoga kommúnista, hvort þeir missa sigurinn úr höndum sér. Kommúnistar hafa endanlega fallið frá sameiginlegri stefnu kommúnista og jafnaðarmanna. Það er m.a.s. ekki ljóst \engur hvort þeir hjálpa hvorir öðrum i siðari lotu kosninganna 19. marz, sem ræður úrslitum. Að- eins mcð slikri kosningasam- vinnu geta vinstri mcnn koll- varpað stjórn Giscards. Marchais segir að kommún- istar komi jafnaðarmönnum ekki til hjálpar i siðari lotunni ncma þeir fái meira en 21 af hundraði atkvæða i fyrri um- ferðinni 12. marz. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa komm- únistar á bak við sig einmitt þetta atkvæðamagn í svipinn og það er nokkurn veginn sama útkoma og þeir hafa fengið að meðaltali i fimm almennum kosningum, scm farið hafa fram siðan fimmta lýðveldið var stof nað 1958. Þvi segir Marchais, að komm- únistar verði að standa sig bet- ur en þeir hafi gert i tuttugu ár (meðan hægri stjórn hefur ver- ið við völd) ef þeir eigi að hjálpa jafnaðarmönnum að tryggja vinstri meirihluta á þingi. Aðalástæðan fyrir upplausn bandalags jafnaðarmanna og kommúnista liggur því ljós fyr- ir: Marchais er ekki reiðubúinn að fara í stjórn mcð Mitterand sem veikari aðili. Flokkur kommúnista er þruatskipulagður og flokks- menn undir ströngum aga. Flokkurinn hefur oftast nær fengið fleiri atkvæði en jafn- aðarmenn siðan 1945. Þvl er það mikið áfall fyrir kommún- ista nú að verða vitni að þvi að „litli bróðir", jafnaðarmanna- flokkurinn undir stjórn Mitter- ands, er vaxinn þeim yfir höfuð og næstum orðinn stærsti flokk- ur Frakklands. Búizt er við að jafnaðarmenn fái milli 26—30 af hundraði at- kvæða og fer það eftir því hve Marchais leiðtogi kommúnista getur ekki hugsað sér að dansa eftir pfpu Mitterands. Mitterand segir að Giscard muni einangrast I Elyséehöll- inni eftir kosningar sem leið- togi stjórnarandstöðunnar. Chirac borgarstjóri og fyrrver- andi forsætisráðherra mun nota hvert tækifæri til að grafa undan Giscard og Raymond Barre arftaka sínum. Raymond Barre forsætisráð- herra setti á svið mikið sjónar- spil þegar hann kynnti stefnu- skrá sfna. mikið af at kvæðum fcr til litils bandalagsflokks þcirra, rót- tækra vinstri manna. Stjórnar- samnvinnan scm grundvallað- ist á sliku hlutfalli milli fylgis jafnaðarmanna og kommúnista lciddi til þcss að Marchais yrði að dansa eftir pipu Mitterands. Giscard mun ekki fara f stjórn með Mitterand Mitterand var staddur í Paris þcgar Giscard flutti ræðu sina í Verdun-sur-le-Doubs og ræða forsetans kom honum bersýni- lega i opna skjöldu þvi það tók hann tvo daga að semja svar- ræðu, og hann flutti hana i sjónvarpi 29. janúar s.l. Mitter- and heldur dauðahaldi i þá hug- mynd að forseti lýðveldisins skuli hafinn yfir flokka og segir að Giscard hafi nú I kosninga- baráttunni afsalað sér þvi dóm- arahlutverki, sem hann hafi verið kjörinn til að gegna, og tekið þá áhættu að einangrast I Elyséchöllihni eftir kosningar sem leiðtogi stjórnarandstöð- unnar. Ferð forsctans til Burgundy hefur svarað ýmsum spurnmg- um um fylkingarskipan i frönskum stjórnmálum. Gis- card hefur sagt að hann geti ckki hindrað vinstri menn í þvi að framfylgja stefnuskrá sinni ef þeir sigra og um leið varar hann frönsku þjóðina við því að hann muni ekki reyna aðra möguleika á stjórnarmyndun. Hann hefur með þessr gert að engu draum þeirra Fra: ka, sem hcldu að Mitterand g; 'ti slitið sig frá kommúnistum i g mynd- að stjórn með Gisscard. Marchais skiptir um skoðun eftir ræðu forsetans Ræða forsetans kom ekki Mittcrand cinum i opna skjöldu beldur hafði hún í för með scr einkennilcga breytingu á af- stöðu kommúnistaleiðtogans Marchais. Eftir flutning ræð- unnar gaf Marchais það í skyn að flokkur hans væri fús til þátttöku i ríkisstjórn cf vinstri flokkarnir sigruðu. En fram að þessari afdrifaríku ræðu voru hverfandi likur á þvi að jafn- aðarmönnum og kommúnistum tækist að mynda stjórn í sam- einingu, þar scm þeim tókst ekki i haust að ná nýju sam- komulagi um hina samcigin- lcgu stefnuskrá. Aftur á móti gaf Marc) r. ,il kvnna í þessari Fr a"">a/dábJs.4i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.