Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 „íslenskur meistari í norskri þýðingu" „Blindingsleikur" eftir Guðmund Daníelsson fœr há- stemmt hrós í norskum blööum. — Þýðing As- björns Hildremgrs talin frábœr Morgunblaðinu hafa bor- ist ritdómar um norsku þýðinguna á Blindingsleik og skulu hér tilfærð nokk- ur sýnishorn úr þeim: „Islenskur meistararóman" er fyrirsögn á grein eftir Olav Dal- gard i Ösióarblaðinu: „Dag og Tid" 6. janúar s.l. Dalgard er sennilega þekktasti bókmennta- gagnrýnandi í Noregi, og hefur m.a. skrifað þykka bök um helstu skáld Noregs á fyrra helmingi þessarar aldar: „Samtid" í greininni um „Blíndingsleik" skrifar Dalgard meðal annars: „Við erum orðin vön að halda og trúa, að ísland eigi aðeins eitt mikið skáld nú á dögum, og að sjálfsögðu er það hinn Nóbels- krýndi Laxness. Og vissulega verðskuldar hann sitt óvenjulega álit, en hann er nú samt ekki sá einasti, sem skipar meistaraflokk- inn á sögueynni um þessar mund- ir. Eftir að hafa lesið hina stuttu, en gnæfandi (ruvande) skáld- sögu „Blindíngsleik" eftir Guð- mund Daníeisson vil ég án þess að hika einnig leiða hann; til sætis meðal hinna útvöldu (gje han og plass í denne selebre kiassen). Ekki er Guðmundur Daníelsson alveg óþekktur hér á landi. Fonna Forlag gaf út árið 1973 „Soninn minn Sinfjötla" — óvenjulega skáldsögu um efni úr goðsögun- utn bak við Eddukvæðin, og i þeirri bók sýndi hann einnig óvenjulega örugga frásagnarlist, með hæfiieika til að lifa sig inn i persónurnar úr hinum hástemmdu og harmsögulegu hetjukvæðum með efni frá þjóð- flutningatímunum..." Dalgard rekur síðan nokkuð efni Blindingsleiks, bæði atburði, persónusköpun, form sögunnar og táknmál. Og hann lýkur grein sinni á þessum orðum: „Það er sumt bæði i stílnum og aðferðinni við að lyfta hversdags- lifinu upp á hærra ljöðrænt plan í þessari bók, sem minnir á Olav Duun, einkum í „Menneske og maktene". Danielsson á mikið af þessu „sorgblandna gamni" sem var einkennandi fyrir Duun, en mun í reynd vera arfur frá þeirri tíð, þegar skáldin sungu i „gamantóni um sár sin". Þýðandinn, Asbjörn Hildremyr, hefur snúið bókinni á reiprenn- andi nýnorsku á þann hátt, sem fullkomlega hæfir þessu ágæta dæmi um norræna frásagnarlist." Rítdómarinn Ludvik Jerdal skrifar grein um „Blindíngsleik" í blaðið „Dagen" 9. janúar 1978. Þriggja dálka fyrirsögn hennar hljóðar svo: „íslenskur meistari í norskri þýðingu" Síðan segir orórétt: „Það er jslenskur meistari sem kemur hér aftur með bók þýdda á norsku. Guómundur Daníelsson hefur óvenjulega góð tök á efni sínu. Þetta er nánast sagt hin fullkomna skáldsaga, svo vel byggð (oppbygd í komposisjonen), svo hrifandi að maður fylgir frásögninni i mikl- um hugaræsingi..." Jerdal lýsir síðan sögunni í stórum dráttum og segir að hún fjalli um uppreisn ungs fólks, sem virðist að þvi séu aliar leiðir lokaðar. Hann lýkur grein sinni með þessum orðum: „Þetta er sterk skáldsaga um rúmhelgina og um mæðu og erfið- leika, en hún er ósvikin (ekte). Asbjörn Hildremyr hefur þýtt hana á betri norsku en maður á að venjast nú á dögum." Verdens Gang Birtir ritdóm um Blindingsleik 19. desember 1977 undir fyrir- sögninni: Uppgjörið, eftir Anette Mörkberg. í greininni segir meðal annars: „Sagt er að enginn islendingur með sjálfsvirðingu ljúki lífi sinu án þess að hafa skrifað eina bók. samanlögðu af ar traustlega byggð og þess vegna ákaflega spenn- andi. Maður hlýtur að lesa hana í einni lotu. Bókin er þýdd á nýnorsku af Asbirni Hildremyr og prentuð í prentsmiðjunni Odda í Reykjavik. Steinsfjord hefur teiknað fallega kápumynd." Hördalandsblöðin: „Midhord- land", „Möre", „Nordhordland" o.fl. birta 29. nóvember grein um „Blindingsleik" undir fyrirsögn- inni: „Voldug (Mektig) skáldsaga eftir íslenskan rithöfund". merkta bókstafnum I. Öruggt er, að á Islandí eru margir rithöfundar. En fáir eru þeir náttúrlega, sem rata veginn út hingað. Einn þeirra er Guðmund- ur Danielsson. Árið 1973 gaf Fonna Forlag út skáldsögu hans „Sonur minn Sinfjötli". og í ár kemur „Blindingsleikur" — skáidsaga um mikla örlaganótt í litlu sjávarþorpi á suðurströnd ts- lands. Bókin kom upphaflega út 1955. Stund og staður sögunnar skiptir samt ekki höfuðmáli. Að vísu er umhverfis- og samfélags- lýsing mjög markviss og bragð- mikil, en persónur Guðmundar Danielssonar lúta ótimabundnum og óstaðbundnum lífslögmálum. „Blindingsleikur" er einmitt skáldsaga um fólk, sem hið ytra virðist rígbundið í einangrun. en hlýðir kalli innri aflvaka..." Næst rekur Anette Mörkberg gang sögunnar nokkuð, það er að segja uppreisnartiiraun unga fólksins gegn steinrunnum eymd- arkjörum sínum. Hún lýkur greininni á þessum orðum: „Skáidsagan hlýtir svo að segja hinni sígildu kröfu um samræmi tíma og rúms. Hún er að öllu í þessari grein stendur meðal annars: „Fonna Forlag er eitt af okkar litlu forlögum, en það sem þetta forlag s á bókamarkaðinn er gæðavara. Nú sendir forlagið frá sér skáld- sögu eftir íslenska skáldið Guð- mund Danielsson, sem vel ætti að leggja sér á minni. Bókin heitir „Biindingsleikur". - - - I greininni er siðan leitast við að skýra hvernig sagan er byggð, hvernig aðalpersónurnar risa hver á sinn hátt gegn ömurlegu hlutskipti sinu í blindum hildarleik gegn þeim öflum, sem kúga þær. Sum- ar farast í þeim leik, aðrar komast af og eygja framundan bjartari tíð. Gula Tidend í Bergen birtir 3. des. 1977 alllangan ritdóm um Blindingsleik í dálki sínum: Nytt om bðker. Höfundurinn eyðir mestu rúmi sínu I að segja frá persónum bókarinnar, skapgerð þeirra og örlögum og svo veltir hann fyrir sér symbólikkinni og setur viða spurningamerki. Undir lok greinarinnar segir hann orð- rétt: Guðmundur Danlelsson „Persónurnár í bókinni er ekki svo möralskar að það saki. Ekki heldur svo mikil guðsbörn. En við komumst ekki hjá því að muna þær. Kannski eigum við sjálf ýmisiegt sameigínlegt með þeim? Asbjörn Hildremyr hefur þýtt bókina á auðugt og lifandi mái — Dagblaðið Sogn og Fjordane birtir nokkuð langa grein um Blindingsleik 30. nóvember 1977, undir fyrirsögninni: „Fréttir af Fonna Forlagi. Upphaf greinar- innar hljóðar svo: „Þegar Fonna Forlag kynnti fyrst islenska rithöfundinn Guð- mund Daníelsson fyrir norskum lesendum með skáldsögunni „Sonur minn Sinfjötli" skrifaði einn ritdómarinn (Knut Hauge i Nationen), að ef Danielsson hefði lifað og "ort meðal fjölmennari þjóðar, þá væri hann án vafa tal- inn til hinna miklu rithöfunda á vorum dögum. Nú hefur forlagið gefið út nýja bók eftir hann, skáldsöguna Blindingsleik. Þessi bók fékk ein- róma lof þegar hún kom fyrst út á frummálinu 1955. Einn gagnrýn- andinn komst svo að orði: (Séra Sigurður Einarson). „Ég fuliyrði að það er fremur fágætt að íslenskur höfundur nái að skapa svo fullkomið verk. Til þess þarf mikla íþrótt, mikla menntun og kunnáttu, mikla þjálfun og umfram allt sjálfaga. Og þó nægir ekkert af þessu eitt sér, heldur ekki allt til samans. Rithöfundurinn verður auk þessa að vera mikið skáld." I grein i hinum heimskunna þýska bókmennalexion „Kindlers Litteratur Lexikon" skrifar Bar- bel Dumke m.a.: „ —-------I „Blindingsleik" — eins og i öðrum skáidsögum sin- um, sýnir Guðmundur Danielsson mikla og frumlega frásagnarlist. Mál og stíll eru lifandi, og henn einkennir persónur og atburði á þann hátt sem hittir í mark „(pá en rikande máte)". Undir þessar tilvitnanir tekur greinarhöfundur síðan, skýrir og skiigreinir bókina. Vikebladet i UÍsfeinvik og An- dalsnes Avis — bæði á Sunnmæri, birta langa umsögn um „Blind- ingsleik" 15. desember 1977 eftir höfund, sem merkir grein sína Rh, undir fyrirsögninni „islensk skáldsaga". Þar kveður að öllu leyti við sama lofsamlega tóninn og i öðrum þeim ritdómum, sem enn hafa borist um „Blindings- leik". Höfundurinn byrjar á því að benda á að Norðmönnum nægi það ekki að þekkja Laxness einn íslenskra höfunda, þótt fjölskrúð- ugur sé. Hann áteiur landa sina fyrir að nenna ekki að læra is- lensku, og jafnvel sænskar og danskar bækur verði að þýða svo þeir nenni að lesa þær. Svo segir orðrétt: „Nóg um það. Við verðum að þiggja það sem okkur er boðið — og þakka fyrir. Bók Daníelssonar þýdd á klingjandi nýnorsku af Asbirni Hildremyr er sannarlega eiguleg bók. Hún opnar okkur heila veröld, ekki aðeins íslenska landslagið, ólikt á margan hátt okkar náttúru, nakið, ault, yfir- þyrmandi (trolsk) gæti maður sagt, með drynjandi hafið við ströndina dag og nótt, ekki síst á veturna og myrkum nóttum án stjörnu og tungls. Lýsingar á þess- ari harðneskjulegu náttúru í þorpinu með lágreistum húsum sínum, gangstigum, og möreyk uppi yfir, eru svo sannfærandi, að hugur og hjarta herpast saman i ótta: Hér hlýtur eítthvað að ske! Þetta er nótt örlaganna — og árs- ins lengsta nótt------" Nú er söguþráður, einkum fer- ill Birnu Þorbrandsdóttur, rak- inn, — hvernig hún gerir upp- reisn gegn Jóni blinda og niður- lægjandi kjörum sínum og tekur að leita þess, sem hún nefnir „æðra lif". Siðan segir greinar- höfundur orðrétt: „Höfundurinn heldur okkur i spennu og ótta allan tímann. Hvað er það í raun og veru sem er að gerast? Hvernig fer fyrir Birnu? Finnur hún æðra líf? — Já, hún finnur það. Hún finnur ástina sem er auðugri af sársauka en sælu. Einn þráður i þessum vef er þjáning og þrá, annar er von- sæl gleðin, sem streymir eins og bjart vín milli hjarta og höfuðs. Málfar bókarinnar er ljóðrænt — það er músik — heil sinfonía í því — og þýðingin hefur haldið fast við þessa hljómlist og póesíu. Þetta er bók sem ekki aðeins hrif- ur og heldur manni föngnum, heldur vermir einnig og gefur von." Sunnmörposten birtir umsögn um Blindingsleik 13. desember undir fyrirsögninni: Góð íslensk skáldsaga I „Sogn Dagblad" birt- ist 5. desember nokkuð áþekk um- sögn. Ljóðskáldið Jul Haganæs birtir 31. desember ákaflega lofsamleg- an ritdóm um Blindingsleik í-dag- blaðinu Samhold — Degeren gef- ið út í borginni Gjövik við Mjösen, útbreiddast um Upplönd, efri hluta Guðbrandsdals, Valdres og þau héruð. Fyrirsögn greinarinn- ar er: „En sterk roman frá Is- land". Eftir drjúgan inngang og end- ursögn á upphafi bókarinnar seg- ir Jul Haganæs orðrétt: „Það er þannig heldur skugga- legur inngangsþáttur, sem mætir manni i þessari skáldsögu, og ekki finnur maður heldur mikið af ljúfleika (idyll) í atburðarásinni sem á eftir fer. Þvi að Guðmund- ur Daníelsson beinir ljóskastaran- um að andstæðunum i innra lifi manneskjunnar — að hinu ótíma- bundna drama sem leikið er si- feilt upp aftur og aftur í gátufuilu skuggalandi innra lifsins (sinnets gátefulle skyggeland), hinu eilífa stríði sem manneskjurnar heyja sifellt gegn sjálfum sér og um- hverfi sínu, stríðinu fyrir frelsun frá einangrun og þvingun, strió- inu fyrir því að bæta tjón tilver- unnar og endurvekja sambandið við raunverulegar lindir Iifsins. Það er þetta sem Guðmundur Danielsson skrifar um, og hann gerir það með sannfærandi hæfi- leikum hins gáfaða og þjálfaða skálds." Haganæs tekur næst gang at- burða í stórum dráttum. Svo segir hann orðrétt: „Þessu dramatíska efni hefur Guðmundi Danielssyni tekist að þjappa saman í atburðarás, sem i tímanum tekur aðeins eitt kvöld og eina nótt, í sjávarþorpi á Suð- urströnd íslands. Og þó að tími og staður séu eiginlega aukaatriði, eykur það gildi bókarinnar hv.ersu brimsölt og sterk um- hverfislýsingin er, ásamt per- sónusköpuninni------------Auk Blindingsleiks er einnig komin ut á norsku eftir Daníelsson skáld- sagan Sonur minn Sinfjötli. Báð- ar bækurnar eru þýddar af As- bírni Hildremyr og það er Fonna Forlag sem hefur gefið þær út. Það er vonandi að þýðandinn og forlagið láti ekki hér við sitja. Fleiri bækur eftir þennan merki- lega rithöfund verða að vera að- gengilegar fyrir norska lesend- ur." Þess má einnig geta, að stór- blaðið Aftenposten í Osló lét blaðamanninn Sven Johs Ottesen hafa viðtal við Guðmund Daníels- son og birtist það í blaðinu 8. desember 1977, fjögúrra dálka grein. Einnig tók norska útvarpið upp bókmenntakynningarþátt um Guðmund, þar sem dr. Ivar Org- iand flutti erindi um skáldverk Guðmundar, en þýðandinn, As- björn Hildremyr og höfundur lásu upp kafla úr Blindingsleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.