Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 19 KEPPNIN í 1. deild tslandsmótsins í handknattleik byrjaói ad nýju á laugardaginn eftir fjögurra mánaða hlé, sem gert var vegna undirbúnings og þátttöku landsliðsins í HM í Danmörku. A laugardaginn léku Haukar gegn Víkingi í Hafnarfirði og varð jafntefli, 19:19. Að þeim leik loknum léku FH og KR og sigruðu FH-ingarnir í leiknum. Re.vndist Geir Hallsteinsson KR-ingum erfiður, en hann er einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins. Lið FH, Vikings og Hauka eru taplaus í mótinu og hafa FH-ingar ekki tapað stigi. A meðfylgjandi mynd Ragnars Axelssonar er það Janus Guðlaugsson, sem sækir að vörn KR og koma þeir Ingi Steinn og Sfmon engum vörnum við. í opnu blaðsins er greint frá þcssum leikjum og á blaðsíðu 21 er greint frá leikjum Fram gegn Armanni og tR á móti Val, en þessir k-ikir fóru fram í gærkvöldi. Sigurður og Jóhann beztir á KR-mótinu ÞEIR Sigurður Ilaraldsson og Jóhann Kjartansson, TBR, voru hinir sterku á opnu tvíliðaleiksmóti í badminton, sem KR gekkst f.vrir á laugardaginn. 1 úrslitum unnu þeir „erkióvinina" Harald Kornelíus- son og Steinar Petersen. Höfðu Sigurður og Jóhann nokkra vfirburði í úrsiitaleiknum, en leikirnir í undanúrslitum voru hins vegar mjög skemmtilegir. Það vakti t.d. athvgli hve vel þeir stóðu sig í mótinu Öskar Guðmundsson og Eiríkur Ölafsson, KR. Urslit í mótinu urðu þessi: Meistaraflokkur karla: Úrslit: SigurðurHaraldsson og Jóhann Kjartansson, TBR, unnu Harald Kornelíusson og Steinar Peter- sen, TBR, 15:9, 15:4. Undanúrslit: Haraldur og Steinar unnu Ósk- ar Guðmundsson og Eirík Olafs- son, KR, 9:15, 15:9, 15:12. Sigurður og Jóhann unnu Sig- fús Ægi Árnason og Brodda Kristjánsson, TBR, 15:7 og 15:14. A-flokkur: Urslit: Sigurður Þorláksson og Hjalti Helgason, KR, unnu Guðmund Adolfsson og Skarphéðin Garðars- son, TBR, 15:3 og 15:6. Undanúrslit: Sigurður og Hjalti unnu Sigurð Agúst Jensson og Agúst Jónsson, KR, 15:10 og 15:13. Guðmundur og Skarphéðinn unnu Ragnar Ragnarsson og Hrólf Jónsson, Val, 15:11 og 15:8. Konur: Urslit: Kristín Magnúsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir, TBR, unnu Vil- disi Kristmannsdóttur, KR, og Önnu Njálsdóttur, TBR, 15:5 og 15:6. Undanúrslit: Kristin og Kristín unnu Sif Friðleifsdóttur og Örnu Steinsen, KR, 15:12 og 15:8. Vildis og Anna unnu Sigriði Jónsdóttur og Jórunni Skúladótt- ur, TBR, 15:8 og 15:6. — SA ÓVÆNT Ú RSLITI HBMSBIKARNUM BANDARtKJAMAÐURINN Phil Mahre vann nokkuð óvæntan sigur yfir Ingemar Stenmark í svigkeppni heimsbikarsins f Chamonix í Frakk- landi á laugardag. Forysta hins tvítuga Banda- ríkjamanns var aðeins 6/100 úr sekúndu eftir fyrri ferðina, en í þeirri síðari gekk honum mjög vel og fékk samanlagðan tíma 1:58.26, en Inge- mar Stenmark varð i öðru sæti á 1:59.85. ttalinn Paolo Dechiesa varð þriðji á 2:00.49. _________________________________ 1 brunkcppni, einnig á laugardaginn, voru Kanadamenn sigursælir og Ken Read sigraði, kom í mark á 16/100 úr sekúndu betri tíma en landi sinn Dave Murrav. Þriðji varð V- Þjóðverjinn Miehael Veith. Athvglisvert við brunkeppnina var að heimsmeistarinn Josef Walcher varð sjötti og Franz Klammer náði að- eins 13. sæti. HM-FARARNIR STERKASTIR Á PUNKTAMÓTINU PUNKTAMÓT í svigi fór fram á Húsavík á laugardag- inn, en stórsvigsmótinu, sem fram átti aó fara á sunnu- daginn, vard að aflýsa vegna veðurs, snjóleysis og bilana í tímatökutækjum. Verður stórsvigsmótið líklega haldið á Akureyri síðar. Sigurvegari í svigi karla varð Haukur Jóhannsson og fékk hann 2'A sekúndu betri tíma en hinn keppandi íslands í Heimsmeist- arakeppninni á dögunum, er var með í mótinu, þ.e. Hafþór Júlíus- son. Höfðu þeir félagarnir nokkra yfirburði yfir aðra keppendur, en megn óánægja kom fram með tímatöku og fannst mörgum hún í meira lagi ónákvæm. I stúlkna- flokki voru Reykjavíkurstúlkurn- ar Ásdis og Ása Hrönn sterkastar, en Margrét Baldvinsdóttir kom í þriðja sæti. Alls tóku 32 piltar þátt í keppn- inni og 12 stúlkur. Luku stúlkurn- ar allar keppni, en 11 piltar hættu eða voru dæmdir úr leik. Þokka- legt veður var meðan keppnin fór fram á laugardag, en snjóleysi gerði framkvæmd þó erfiða. ÚKSUT 1 SVIGI KARI.A: 1. Haukur Jóhannss. Ak 2. Hafþór Júlíusson Is 3. Bjarni Siguróss. II 4. Karl Frímannss. Ak 5.-6. Kristinn Si«uróss. Rvk. 5.-6. Arnór Magnúss. Ís 7. Einar Valur Kristjánsson Is 8. V: Iþór Þorgeirss. II ,9. Yalur Jónatanss. ís 10. Björn Vfkingss. Ak 43.8 32,6 76,4 43,0 33,9 76,9 45.5 34,6 80,1 44.5 36,5 81,0 46,0 35,4 81,4 46.0 35.4 81.4 44.2 37.4 81,6 46.1 36,0 82.1 46.2 36,0 82,2 46.7 36.1 82.8 SVI<; KVKNNA: 1. Asdís Alfrcdsd. R\ k 2. Asa II. Sæmundsd. Rvk 3. .Margrót Baldvinsd. Ak 4. (iuörún Leifsd. Ak 5. Ilalldóra Björnsd. R\ k 6. Jónfna Jóhannsd. Ak 38.4 39.3 77,7 40.0 38.3 78.3 40.3 41.4 81.7 41.3 40.6 81,9 41,6 40.5 82,1 41.5 41.3 82.8 Þau Sigurður T. Sigurðsson og Berglind Pétursdótt- ir stóðu sig bezt og urðu stigahæst einstaklinga á meistaramótinu í fimleikastiganum, sem haldið var um helgina. Margt efnilegt fimleikafólk sýndi hæfni sína á mótinu og þeirra á meðal stúlkan, sem sýnir æfingar á gólfi á myndinni hér fyrir neðan. Á næstu blaðsíðu er greint frá úrslitum í mótinu. i Jósm. Friöþjófur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.