Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 25 Þeír urSu hlutskarpastir ! meistaraflokki: Larus Sverrisson, Om Ingi Gúslason, GuSmundurÖrn Halldórsson. (Ljósm. Hermann Sigtryggsson). 30KEPPENDUR ÍBORÐTENNIS ÁAKUREYRI KNATTSPYRNUFÉLAG Akureyrar á 50 ára afmæli á þessu ári og minnast KA-menn timamótanna á margvis legan hátt. Fyrsta afmælismót fól- agsins var haldiS 5. febrúar síSastliS- inn og var þá keppt í borStennis. Keppendur voru alls 30 og er greini- legt aS borStennisiþróttinni er aS vaxa fiskur um hrygg á Akureyri, en borStennisdeild KA átti ársafmæli keppnisdaginn. Keppt var i Iþróttahúsi Glerárskóla og gáfu þau Halldór Lárusson og Kofbrún GuSmundsdóttir á Hótel Akureyri verSlaun til keppninnar og stóSu straum af kostnaSi viS móts- haldiS. Áttu þau hjónin einnig tvo af keppendunum í mótinu. Úrslit urSu sem hér segir: MEISTARAFLOKKUR: Örn Iiiui tíislason Guðmundur Örn Halhiórsson Lárus Sverrisson FLOKKUR14—17ára: Lárus Halldórsson Jón Ami Jónsson Jakob Kristinsson ELOKKUR 13 ÁRA <H. VM.KI: Jon Baldursson Þórarinn Slefánsson Asjreir Herbertsson Enska k^pyrnan Skólamót í handbolta Framhald af bls. 26 Brotherstone. Leikur þessi þótti nokkuö góóur meö hliósjón af skilyrðunum. Blackburn er því ennþá nærri toppinum. Brighton er einnig með í slagn- um um þrjú efstu sætin, en sigur liösins yfir Burnley, einu af neöstu liðum deildarinnar, var ekki sannfærandi og var raunar markverði Brighton að þakka. Foskett og Horton (víti) skoruðu fyrir heimaliðið en Derek Scott svaraði fyrir Burnley. —gg. Handknattleikssamband ís- lands gengst fyrir handknattleiks- keppni framhaldsskólanna í marz- mánuði næstkomandi. Þátttöku- tilkynningar þurfa að berast skriflega til skrifstofu HSÍ fyrir 20. febrúar nk. ásamt 10.000 króna þátttökugjaldi. Einnig þarf að tilkynna nafn og símanúmer formanns íþróttafélags viðkom- andi skóla. í félagi þjálfara AÐALFUNDUR Knattspyrnu- þjálfarafélags Islands var hald- inn 5. janúar síðastliðinn. A fund- iiiiini kcttn fram tnikill áhugi fyrir starfi félagsins og greinilegt er að inikill uppgangur er í félaginu. Ilafin er útgáfa fréttablaðs, sem m.a. flytur fréttir af gangi mála hjá knattspyrnuþjálfurum, ásamt Ýniiss konar fræðsluefni. A fund- iiiiim kom fram áhugi fyrir að sinna í auknum mæli hinni fé- lagslegu hlið meðal knattspyrnu- þjálfara. Fundinn sóttu f jölmargir þjálf- arar og urðu miklar og gagnlegar umræður á fundinum um mörg inál. sem hin nýkjörna stjórn fær til úrlausnar á komandi starfsári. Formaður Knattspyrnuþjálfara- félagsins var kjórinn Eggert Kr. Jóhannesson, en með honum í stjórn Lárus Loftsson, Guðmund- ur Þórðarson, Gunnar Valvers- son, Theódór Guðmundsson, Jó- hannes Atlason og Jóhann Lar- sen. (Fréttatilkynning) Stúdínur ósigraðar EINN leikur fór fram á fimmtudaginn i '.. deild kvenna i körfuknattleik. Áttust viS i iþróttahúsi Kennaraháskólans íí"> og Þór frá Akureyri. Leikurinn var i upphafi mjóg vel leikinn og auðsýnt. að þeir Dirk Dunbar og Mark Christiansen, þjálfarar lið- anna, hafa komið liðum sinum upp á ,.æðra plan' kvennakórfuknattleiks ÍS stúlkurnar töku forystuna i byrjun, eri Þórs-stúlkurnar hleyptu þeim aldrei of langt frá sér Var staðan i hálfleik 30:23 ÍS ivil i seinni hálfleik tóku stúdinur mikinn sprett og gerðu út um leikinn um miðjan hálfleikinn Urðu lokatölur 66:44 ÍS-konum i hag Lið ÍS er vafalaust besta körfuknatt- leikslið kvenna sem við höfum átt og stefnir liðið nú að sigri i íslandsmótinu eftir þennan ágæta sigur gegn Þór Bestar i liði ÍS voru Guðný Eiríksdóttir og Kolbrún Leifsdóttir I liði Þórs eiu margar ágætar stúlk u. sem gætu náð góðum árangri ef þær halda áfram á sömu brau! og fram til þessa Ein stúlknanna bar þó af hvað boltameðferð og hittm snerti. en það var Maria Guðnadóttir Þá má nefna Þórunni Rafnar, sem átti einmg góðan leik og Ástu Pálmadóttur Stig ÍS skoruðu Guðný 20. Kolbrún 14. Sigurlaug Karlsdóttir 11 Anna Aradóttir 10. Þórdís Kristjánsdóttir 8, Ragnhildur Steinbach og Ester Adams dóttn 2 stig Stig Þórs: Þórunn 13. Ásta 11, Helga Helgadóttir 8 Maria og Alice Jóhannsdóttir 6 stig Dómarar voru Sigurðuc Valur Hall- dórsson og Stefán Knstjánsson og dæmdu þeir mjög vel GG Skólastrákurinn f rysti meistarana Danmerkurmeistaramótið í badminton fór fram i KB- höllinni I Kaupmannahöfn dag- ana 4.—7. febrúar sl. Undanrás- ir gengu mjög lfkt fyrir sig og gert hafði verið ráð fyrir, en í undanrásum, gerðust óvæntir atburðir. Þar vann Morten Frost Hansen félaga sinn í tvf- liðaleík, Svend Pri, 15:5 og 18:13. Var það í fyrsta skipti á keppnistfmabilinu, sem Pri tapaði í einliðaleik. Morten Frost var þc'i meiddur og hafði tekið verkjaslillandi töflur fyr- ir leikinn. Frost átti enn eftir að koma á óvart og vann að lokum Flemming Delfs í úr- slitaleiknum, lék eins og sá sem valdið hefur og sýndi enga vanmáttarkennd. I leiknum við Pri stjórnaði Frost gangi leiksins og er fljót- lega kom í ljós að Pri var eitt- hvað miður sín gekk Frost á lagið og notaði sér það eins og hann framast gat með því að senda flata bolta á Pri, sem hafði þær afleiðingar að meist- arinn fyrrverandi náðl ekki sín- um ógnvekjandi skellum. i hin- um undanúrslitaleiknum vann Flemming Delfs auðveldan sig- ur gegn Jesper Helledie, 15:9 ogl5:2. í tvíliðaleik karls unnu Flemming Delfs og Steen Skov- gaard þá Svend Pri og Morten Frost Hansen 15:9 og 15:7, eftir að Pri og Frost höfðu leitt 8:6 í fyrri leiknum og 6:4 í þeim síðari. AHt gekk á afturfótun- um hjá Svend Pri í úrslitum tvíliðaleiksins, hann braut spaða og var sífellt að slíta girn- ið í spöðum sínum. Fór þetta mjög í taugar hans og í lok seinni leiksins lék hann af miklum hálfkæringi. Þegar staðan var orðin 13:7 gaf hann kæruleysislega upp á Steen Skovgaard. Þá var Morten Frost nóg boðið, gekk útaf vell- inum meðan leiknum var lokið, en barðist greinilega við tárin. 1 hinum undanúrslita- leiknum léku Elo Hansen og Bo Kjærgaard við Henrik Farhren- holz og Poul Nielsen og sigruðu þeir fyrrnefndu 4:15, 15:12 og 17:16. Var aukalotan sérlega jöfn og spennandi og náði Han- sen hinum ótrúlegustu boltum á yfirnáttúrulegan hátt hvað eftir annað. í einliðaleik kvenna vann Lena Köppen auðveldan sigur gegn Lonny Bostofte 11:2 og 11:1 og Inga Borgström vann Piu Nielsen 11:3 og og 11:1. i tvíliðaleik kvenna unnu Lena Köppen og Imre Rietveld Niel- sen þær Helle Guldborg og Mariönnu Christiensen 15:6 og 15:3, en í hinum undanúrslita- EIo Hansen (t.v.) þylíir skemmtilegastur danskra badmintonspil- ara, en hann tapaði úrslitaleiknum í tvfliðaleik ásamt félaga síiiiiiu og Bo Kjærgaard fyrir Dt'lfs «g Skovgaard. leiknum unnu Inga Borgström og Pia Nielsen þær Liselottu Göttiche og Charlottu Pile- gaard 15:2 og 15:6. 1 tvenndarleik unnu Jesper Helledie og Inga Borgström þau Steen Fladberg og Piu Nielsen 15:13, 9:15 og 15:11 í leik þar sem dömurnar léku Hörður Ragnarsson skrifar frá Kaupmannahöfn um DM í badminton. stórt hlutverk og komu aftur á völlinn til að skella til jafns við karlmennina. 1 hinum undan- úrslitaleik tvenndarkeppn- innar lentu heimsmeistararnir Steen Skovgaard og Lena Köpp- en óvænt i nokkrum erfiðleik- um með Mogens Neergaard og Liselottu Göttiche en unnu 18:14 og 15:8. Fyrir úrslitaleikinn í einliða- leik karla var Morten Frost mjög taugaóstyrkur. Hann var hræddur um að handleggurinn þyldi ekki álagið og að hann hefði eyðilagt spennu úrslita- leiksins með því að vinna Pri í Heimsmeistararnir Lena Köppen og Steen Skovgaard unnu ör- uggan sigur I tvenndarieik. undanúrslitum. i upphafi leiks- ins leit reyndar út fyrir að svo hefði verið. Delfs komst i 5:0, en siðan varð jafnt 7:7, 10:7 og 10:9 fyrir Delfs, sem tók þá af skarið og vann 15:9. í annarri lotunni komst Delfs i 5:2, en Morten Frost fékk 12 næstu punkta, staðan varð 14:5 og lokastaðan 15:6. í þriðju lot- unni leiddi Morten Frost allan timann og stóð 8:3 þegar þeir skiptu um völl. Frost vann sið- an með glæsibrag 15:4. Morten Frost er 19 ára gamall menntaskólanemi og hefur ekki áður náð svo góðum árangri. Honum hefur þó nokkrum sinnum tekizt að ógna Pri og Delfs áður, en þetta er i fyrsta skipti, sem hann vinnur þá. i tviliðaleik karla unnu Delfs og Skovgaard þá Elo Hansen og Kjærgaard með 15:9 og 15:5, en það var Elo Hansen, sem átti hylli áhorfenda eins og vant er. I einliðaleik kvenna vann Lena Köppen Ingu Borgstróm 11:0 og 11:6. Var hún í 8:0 í fyrri lotunni áður en Borg- ström fékk sendingu. I seinni lotunni veitti Inga Borgström meiri mótspyrnu og fékk Lena Köppen þá tækifæri til að sýna snilli þá, sem gert heur hana að heimsmeistara. i tviliðaleik kvenna unnu Inga Borgström og Pia Nielsen þær Lenu Köppen og Imre Riet- veld Nielsen með 15:11, 3:15 og 15:5 í mjög góðum leik á köfl- um, en með mistökum á milli. Það var gaman að sjá hvað stúlkurnar léku þennan leik af mikilli hörku, krafti og skyn- semi. Þar að auki eru þær hver annarri fallegri, en það er önn- ur saga. 1 tvenndarleik unnu svo heimsmeistararnir Steen Skov- gaard og Lena Köppen þau Jesper Hellidie og Ingu Borg- ström 15.9 og 15:4. Tvennt er það sem mest kem- ur á óvart í þessu móti. i fyrsta lagi að Lena Köppen vinnur ekki þrefalt „eins og vant er " og i öðru lagi sigur Morten Frost Hansens i einliðaleik. Þann 9.—12. marz nk. fer fram hér í Danmörku alþjóðlega danska meistaramótið og ætla Indónesar að senda í það allt sitt bezta fólk að undanskildum Rudi Hartono. Hætt er við að sigur Frosts veki nokkurn ugg í herbúðum þeirra, því þeir þekkja ekkert til hans — hafa varla heyrt hann nefndan á nafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.