Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 28
2S MÖR-(?t;ivmLAÖIÖ7>Rr»JUnÆGUR 14. FEBR0SIfrðÍ8" Loðnan: 22.200 lestir feng- ust um helgina Um helgina veiddust 22.200 lestir af loðnu undan Austfjörð- um. Loðnan hefur nú færst sig nokkuð suður á böginn og hefur Trommu- verk Sig- urðar end- urtekið „Vegna fjölda áskorana ætlum við að endurtaka trommukonsert- inn, sem Sigurður Karlsson trommuleikari flutti á málverka- sýningu minni í Kjarvalsstöðum s.l. laugardag," sagði Guðbergur Auðunsson listmálari í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann kvað fjölmenni hafa sótt sýninguna þann dag og hlustað á konsertinn, en þar flutti Sigurður trommu- verk sem hann samdi fyrir áhrif frá myndum Guðbergs og auk trommunnar notaði hann ýmis hjálpartæki. Trommuverk Sigurð- ar heitir Nútíminn. Trommuverk Sigurðar, Nútím- inn, verður flutt kl. 9 í kvöld, en þetta er síðasti sýningardagur. syðst veiðst réttvisandi austur af Glettinganesi. I gær var komin bræla á loðnumiðunum og í gær- kvöldi voru flest veiðiskipanna í vari inn á Austfjörðum, en hins vegar var spáð lægjandi á loðnu- miðunum í dag. — Listi... Framhald af bls. 44. segir; Helgi Eggertsson 618 at- kvæði, Anna Karen Júliussen 605 atkvæði, Jónas Engilbertsson 539 atkvæðí og Þorgerður Hlöðvers- dóttir528 tkvæði. Egyptar albúnir að hjálpa Sómölum Kairó 11. fcbrúar. Reutrr EGYPTAR eru reiðubúnir að hjálpa Sómölum að verja landa- mæri sín, en þeir hafa ekki senl hermenn til Sómaliu, sagði í egypzka blaðinu Al Ahram í dag en það er hálfopinbert mágagn egypzku stjórnarinnar. Þar sagði að Egyptar væru andvfgir utanað- komandi íhlutun i málefni Afríku og skyldu afrísk vandamál leyst af þeim einum, sem hiut ættu að máli. Biaðið vitnaði ekki í ákveðna aðila eh sagði afdráttar- laust í forsíðufrétt sinni um mál- ið, að Egyptar væru þess albúnir að aðstoða Sömalíu. Eþíópiumenn fullyrtu í siðustu viku, að fimm þúsund egypzkir hermenn væru á leiðinni til Sómalíu, en það hefur verið borið til baka. Aftur á móti hefur Sadat Egyptalandsforseti skýrt frá því, að Egyptar hefðu sent Sómölurn vopn og ekki væri loku fyrir það skotið að hermenn yrðu sendir f rá Egyptalandi til hjálpar síðar. Isra- elar hafa viðurkennt að hafa að- sloðað Eþíópíumenn og banda- riska stjórnin hefur svo gagnrýnt harðlega Egypta og ísraela fyrir að eiga þátt í stigmögnun átak- anna á þessu svæði. Ulil.YSlV.ASIMINN KK: 5|glr22480 W í r Seldi 71 tonn af ufsa í Bremerhaven Reyðarfirði, 13. febrúar. BATURINN Gunnar seldi í Bremerhaven í V-Þýzkalandi í morgun 71 tonn af ufsa fyrir tólf milljónir króna, eða 170 króna meðalverð á kíló. Snæfell kom i morgun eftir fjögurra daga veiðiferð með tólf tonn af þorski. Loðnubræðsla er hafin hjá Sild- arverksmiðju ríkisins, en 4.500 tonn af loðnu eru komin á land. Afköst verksmiðjunnar eru 450 tonn á sólarhring, en þróarrými er fyrir 750—800 tonn. Hér er nú norðaustan snjókoma Og rok. —«rfla. — Ný lyfta Framhald af bls. 44. Bláfjöllum nær alla daga frá því viku af janúar, þar sem veður hefur verið með eindæmum gott til skíðaiðkana. Hefur varla fallið úr dagur. En til samanburðar má geta þess að ekki var hægt að byrja i fyrra fyrr en 19. febrúar, en úr því náði skíðatíminn fram í byrjun maí. Á virkum dögum hafa verið skólabörn úr ná- grannasveitarfélögunum á skíð- um og um helgar fólk á öllum aldri. A sunnudag var ekki fært f Blá- fjöllin frekar en á aðra skiðastaði. — Orkustofnun Framhald af bls. 44. Þá er Orkustofnun nú að endur- nýja hitamælingabíl sinn og er nýr keyptur í stað eldri bíls, en innréttingar í nýja bílinn eru hannaðar og smíðaðar hér á landi. Sá bíll er ekki búinn útbúnaði til mælinga með geislavirkum efn- — Felldu að af- létta banninu Framhald af bls. 44. jafnast á hafnirnar. „Ég svaraði því sama til og þeim var sagt í desember, að hvað þetta snerti, þá gætu íslendingar engu lof- að," sagði Jón. „Ef markað- irnir eru jafnir, þá erum við út af fyrir sig ekki and- vígir því að dreifa löndun- unum, ef það hjálpar eitt- hvað, en að sjálfsögðu verða íslenzkir útgerðar- menn að vera frjálsir að því að selja sinn fisk, þar sem verðið er hagstæðast." — Harma að ekki... Framhald af bls. 2 ég tel mér fært að styðja þá stefnu". Bjarni kvaðst koma heim til ts- lands um miðjan marz og þá kvaðst hann myndu ræða nánar við Alþýðuflokksmenn um fram- boðsmálin, „og þá fer ég til Aust- fjarða og ég vonast til þess að Austfirðingar taki vel á móti mér", sagði Bjarni að lokum. — ASI og BSRB Framhald af bls. 2 „Þeir komu siðan að máli við mig og Lúðvik eftir þennan fund, þegar fara átti fram fund- ur í fjárhags- og viðskipta- nefnd, en þeim fundi frestaði Ölafur G. Einarsson formaður nefndarinnar þar sem ekki lá ljóst fyrir hvort ríkisstjórnin myndi breyta frumvarpinu. Eftir þennan fund fórum við Lúðvík á fund Geirs Hallgríms- sonar forsætisráðherra og tjáð- um honum málavexti, en það er síðan í hans valdi og forseta að ákveða um nánari málsmeð- ferð," sagði Gylfi Þ. Gíslason, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, i samtali við Morgun- blaðið í gær." „Eftir sameiginlegan fund verkalýðsforingja í morgun ákváðum við að fara á fund stjórnarandstöðunnar og fara þess á leit við þá að þeir beittu sér fyrir því að afgreiðslu efna- hagsmálafrumvarpsins yrði frestað fram yfir það, að fyrir lægju ályktanir funda BSRB á þriðjudag og miðvikudag og ráðstefnu ASÍ sem standa mun miðvikudag og fimmtudag, því við teljum það algera óhæfu að slíkt mál sé afgreitt áður en niðurstöður þessara funda liggja fyrir," sagði Björn Jóns- son forseti ASÍ í samtali við Mbl. A þessum fundi okkar með þeim Gylfa Þ. Gíslasyni og Lúðvík Jósepssyni ríkti full- kominn skilningur milli aðila og ég á von á þvi að þessi mála- leitan okkar nái fram að ganga, sagði Björn Jónsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði ennfremur að þeir hefðu ekkert við rikis- stjórnina að tala í bili og hefðu því leitað til stjórnarandstöð- unnar um liðsinni í máli þessu." XXX Þrjú verkalýðsfélög hafa orð- ið við áskorun Alþýðusam- bands Íslands um að segja upp kaupliðum kjarasamninganna; Eining á Akureyri, Vaka í Siglufirði og verkalýðsfélagið í Borgarnesi. Að sögn Hauks Más Haraldssonar hjá ASÍ munu mörg verkalýðsfélög leggja áherzlu á að hafa samþykkt uppsagnir áður en formanna- ráðstefna ASÍ hefst á miðviku- daginn. — Loðnuaflinn Framhald af bls. 18 Vopnafjörður 6787 16152 Norglobal 936» 15575 Neskaupstaður 9540 15359 Sevðisfjorður 12590 15271 Eskifjörður 7144 7492 Akure/Krossan. 901 6403 Bolungarvik — 3332 Reyðarfjörður 2966 2966 Akranes — 1658 Fáskrúosfjörður 1065 1065 Ðjúpavfk 627 627 Stöðvarfjörður 581 581 Reykjavfk — 335 Þorlákshöfn 149 149 — Finnska markið Framhald af bls. 1 ingu. Kommúnistar hafa lagzt gegn hvers konar gengisfellingu, sósialdemókratar eru sagðir á báðum áttum og talið er að mið- flokkarnir styðji gengisfellingu. Akvörðunar um gengisfellingu er að vænta á morgun þar sem for- setakosningar eru á miðvikudag. Viðskiptum með finnsk mörk var hætt i dag á gjaldeyris- markaðnum í Frankfurt vegna frétta uiii hugsanlega gengislækk- un þess. Þar er talið að finnska markið verði lækkað um4—5%. Danska krónan varð fyrir þrýst- ingi á gjaldeyrismörkuðum i dag þó að hún sé talin tiltölulega traustur gjaldmiðill. Eitt hundrað danskar krónur seldust fyrir 36.81 vestur-Þýzk mörk á föstu- dag, 36.77 mörk við opnun í dag og 36.58 mörk síðdegis. 1 Ösló voru gjaldeyrisviöskipti með meira rnóti, áhrif gengisfell- ingarinnar eru ekkí en komin i Ijós en krónan Iækkaði yfirleitt um 4—6% gagnvart helztu gjald- miðlum. Jafnframt bar norska verka- lýðssambandið í dag fram kröfur t«fi <jj i.yini •inttniád ettv i-juj,j um 10,9% kauphækkun á þessu ári og sambandið kvaðst einnig mundu krefjast bóta vegna hugsanlegra verðhækkana af völdum gengisfellingarinnar. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar byggjast á þvi að talið er að verð- hækkanir verði níu af hundraði á þessu ári. » * .---------------- — Bardagar Framhald af bls. 1 liggjandi þorp. Svæði þetta er á valdi skæruliða. Þorspbúar, sem áttu fótum sin- um fjör að launa, greindu svo frá að sprengjum hefði tekið að rigna yfir fimm tiltekin svæði í dögun. Sögðust þeir hafa séð Palestinu- menn og vinstrisinnaðaLibani hefja gagnárás. Atökin héldu áfram fram eftir degi og hafði ein stúlka látið lifið og þrir særzt þegar síðast spurðist. Undirrót árásanna mun hafa verið heimsókn 264 kristinna frá Kaliforníufylki í Bandaríkjunum til landamæranna. Þangað komu þeir til að gefa kristnum S- Líbönum 11.000 dollara til stuðn- ings málstoðunum. Fór leiðtogi hægrimanna yfir landamærin til ísraels til að veita peningunum viðtöku. Talsmenn Palestínumanna í Beirút hafa sakað ísraelsmenn um að reyna að slá eign sinni á landsvæði við landamærin og færa sér þannig í nyt hið við- kvæma ástand sem nú ríkir í Beir- út eftir að í odda skarst með sýr- lenzkum gæzluliðum og hersveit- um kristinna í síðustu viku. Nokkur hundruð Líbana söfn- uðust saman við suðurlandamær- in í dag í mótmælaskyni við það, sem þeir kölluðu veru útlendinga í landinu. Sögðust þeir vera full- trúar kristinna alls staðar í land- inu og kröfðust þess að allir Pal- estínumenn, Sýrlendingar, irakar og Sómalir hyrfu á brott. Ríkisstjórn Libana hefur að sögn samþykkt tillögu um að sett- ur verði á stofn rannsóknarréttur til að kanna hverjir voru ábyrgir fyrir því að átök Sýrlendinga og kristinna brutust út. — Sómalía Framhald af bls. 1 við áform um innrás í Sómaliu og segir tilgang Eþiópiumanna vera þann að leggja undir sig 320 km strandlengju við Adenflóa. Barre forseti hefur árangurs- laust reynt að fá vopn frá vestur- veldunum og í ræðunni sagði hann að Sómalíumenn yrðu að sameinast og treysta á herafla sinn. I Paris sagði sendiherra Sómaliu þar hins vegar i dag að Sómalíumenn væri reiðubúnir að fallast á vopnahlé ef sjálfsákvörð- unarréttur Vestur-Sómalíumanna yrði viðurkenndur. Friðartilraun- ir fara fram að tjaldabaki. Yfirmaður í Eþíópíuher á austurvígstöðvunum sagði í gær að hermenn hans hefðu sótt 40 km og væru i innan við 30 km fjarlægð frá bænum Jijiga, sem er á valdi Sómalíumanna og er siðasti meiriháttar bærinn á fjallaveginum til sómölsku landa- mæranna. Eþíópjumenn sækja fram samtimis fyrir norðan og sunnan f jallaborgina Harar og f rá Dire Dawa í norðri. — Varð sjö Framhald af bls. 1 ekki getað setið aftar." Greindi hann svo frá að stél vélarinnar hefði skyndilega setið eftir á brautinni, en hinn hlutinn haldið áfram logandi. „Ég varð fyrir byltu og sá rauðan glampa framundan í svip en fann þó ekki til hita," sagði White. Hann var á leið til foreldra sinna frá Calgary, þar sem hann er við nám. Samkvæmt skýrslum fórst 41 með vélinni en alls hafði hún 42 farþega innanborðs, eitt unga- barn og fimm manna áhöfn. White fékk að yfirgefa sjúkra- hús í Cranbrook eftir meðferð, en magavöðvar hans höfðu mar- izt lítillega við hnykkinn. Hann sagði að sér hefði virzt aðflugið vera með eðlilegum hætti, þótt nokkur ókyrrð hefði verið í lofti á leiðinni frá Calgary. „Við komum mjög harkalega niður á brautina, miklu harka- legar en mig rekur minní til að hafa orðið vitni að áður. Ég fékk þungt högg og hentíst hálft í hvoru upp úr sætinu. Einn skellur og búið og þá var eins og hann færi að hefja sig til flugs aftur." Að sögn Whites sat hann bak við hreyfilinn hægra megin og sagðist hann allt í einu hafa séð hvar ljóskúl- an þeyttist af. „Hún einfaldlega flaug af. Síðan lyfti vélin sér aftur, hallaði mjög á hlið, sveif niður á ný og skall í jörðina. Ég var einmitt að velta því fyrir mér af hverju vélin hallaði svona til vinstri þegar ég fékk höggið. Farþegarýmið sprakk i sundur og ég stóð á fætur og hélt í átt að neyðarútganginum. Flugfreyjan stóð þar og virtist vera i mikilli geðshræringu. Við hjálpuðumst að í fátinu og opnuðum dyrnar, gengum svo beint út í snjóinn í burtu frá öllu draslinu . . ." — Frakkland Framhald af bls. 43. setta frambjóðanda vinstrimanna eftir fyrstu iimferð kosninganna. Kommúnistaleiðtoginn, Georges Marchais, hefur lýst þvi yfir að hann muni ekki taka afstöðu í málinu fyrr en ljóst er hvort kommúnistar standi sósíalistum á sporði eftir fyrstu umferð. Jacques Chirac, fyrrverandi forsætisráðherra, ávarpaði fjölda- fund gullista á laugardag, en talið er að meira en 100.000 manns hafi verið viðstaddir. Hann sagði þar eftir að úrslit skoðanakannana sýndu að vinstrimenn færu með sigur af hólmi: „Kommúnista- flokkurinn hefur tök á að lama ykkur og lama frönsku þjóðina." Lýsti hann því yfir að mikil vá væri fyrir dyrum í efnahagslífi og ánauð framundan kæmust vinstriöflin í stjórn með þátttöku kommúnista. Lilja Framhald af bls. 5. myndun þessarar sögu voru þær mannlegu taugar, sem er að finna í henni," sagði Hrafn Gunnlaugsson. „Okkur langaði til að fjalla um eitthvað efni með slíkum mannlegum tilfinn- ingum, ekki sizt eftir glimuna við Blóðrautt sólarlag. „Hann gat þess að framundan væri frekari samvinna þeirra Hall- dórs, þar sem er sjónvarpsgerð á Silfurtunglinu sem ráðgert er að taka upp i sjónvarpssal síðar á árinu. Það kom einnig fram hjá Hrafni að það verk Halldórs Laxness sem hann telur kannski hvað bezt fallið til kvikmyndunar er Kristnihald undir jökli, og Halldór tók und- ir þessa skoðun Hrafns — þvi að Krístnihaldið væri ¦ stíl á margan hátt ekki ósvipað kvik- myndahandriti. Ekki hefur verið ákveðið með sýningar á myndinni hér heima fyrir, en Hrafn Gunnlaugsson skýrði frá þvi að nú væru að- standendur myndarinnar að reyna að selja hana erlendis og ýmis aðilar hefðu sýnt því máli áhuga. — Townsend Framhald af bls. 43. skaut niður fyrstu þýzku sprengi- flugvélina, sem féll á brezka grund og ein er ævisaga Georgs VI. Bretakonungs. Konungurinn bauð Townsend stöðu aðstoðarmanns síns, eftir að hinn siðarnefndi særðist i orustu árið 1943. Sem starfsmaður f Buckingham Palace kynntist hann dætrum konungs, Margréti og Elisabetu, sem varð drottning að föður sinum látnum, 1952. Townsend helgar 189 blaðsiður af 310 í bókinni þeim tíu árum, sem hann var i höllinni. Hann segir að háttsettir menn hafi kom- ið i veg fyrir hjónaband sitt og Margrétar. Talar hann um Margréti sem yndislega stúlku en talar ekkert um það hvort hann hafi kysst hana og er frásögnin full angistar. Hann gagnrýnir hins vegar ráða- menn og yfirstéttir og segir það þeim að kenna að þau hafi ekki mátt eigast. Hins vegar segir hann að Elísa- bet II. drottning og aðrír meðlim- ir konungsfjölskyldunnar hafi ekki skipt sér beinlinis af því hvort af hjónabandi þeirra yrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.