Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 35 Guðrún Sigríður Jónsdóttir-Minning F. 30. marz 1885 D. 4. f ebrúar 1978 I dag, þriðjudag, verður til ¦floldar borin Guðrún Sigríður Jónsdóttir, Freyjugötu 40, Reykjavík, er andaðist að morgni jaugardagsins 4. febrúar s.l. á Landakotsspítalanum í Reykja- v'k, þá tæplega 93 ára gömul. Guðrún Sigríður var fædd 30. mars 1885 að Mið-Hvoli í Mýrdal, dóttir hjónanna Jóns Þorsteins- sonar bónda þar og eiginkonu "ans, Steinunnar Guðmundsdótt- Ur- Úr Mýrdalnum fluttist Guð- run til Reykjavíkur og kynntiast bar Benedikt Guðmundssyni, ^öar húsgagnasmíðameistara. p'uttust þau árið 1914 til Isafjarð- ar og giftust, en þar starfaði ^enedikt við iðn sína um sinn. Arið 1918 fluttust þau síðan til "eykjavíkur á ný og bjuggu m.a. á Skólavörðustígnum, siðan i eigin húsi að Urðarstíg 7, sem þau sjálf byggðu og loks frá 1930 til dauða- dags að Freyjugötu 40, einnig í e'gin húsi, sem þau sjálf höfðu bvggt og unnið að hörðum hönd- Urn. Andaðist Benedikt 1. nóvem- ber1971,þá78áragamall. Fjögurra barna varð þeim hjón- um auðið á lífsleið sinni og lifa brJú þeirra móður sina, þau Jón, ^uðmundur og Unnur, allt list- fengið hagleiksfólk. Við fyrstu kynni vakti strax eftirtekt og athygli ókunnugs geð- Prýði Guðrúnar, rólyndi hennar °g hlýja í öllu viðmóti. Við nánari j^ynni, einkanlega eftir að við hjónin fluttum á efri hæðina á ^feyjugötu 40 með dóttur okkar unga, kom þetta enn betur í ljós, en brosmildin, umhyggjan, j>reiðasemin og örlætið gagntók hana alla, er börn áttu í hlut. Því Var það engin tilviljun, að dóttir okkar hjóna leitaði oft til lang- ömmu sinnar á neðri hæðina, þegar eitthvað bjátaði á eða úr- skeiðis fór, enda ætíð vís kandís- moli, karamella eða appelsína, þegar þannig horfði við. Sátu þær stöllur síðan oft saman við mynd- drátt og fleira listræns eðlis og var Guðrún þá ætíð í hlutverki hins lipra, þolinmóða og skiln- ingsríka leiðbeinanda. Börnin nutu þó ekki ein gest- risni og góðvildar Guðrúnar. Var ætíð mikið um gestakomur á heimili hennar og sinnti hún hús- móðurhlutverki sfnu vel i hví- vetna og af kostgæfni. Hafði glað- værð hennar og hreinlyndi sér- stakt aðdráttarafl fyrir alla kunn- uga, skylda sem óskylda, en ánægja ehnnar af gestakomum var með eindæmum. Er Guðrún hóf síðustu sjúkra- húslegu sína s.l. vor, þótti ljóst að hverju stefndi, enda aldurinn hniginn yfir. Sérstaklega ern hafði þó Guðrún verið fram að því. Lét hún sér fátt um veikindi sín finnast og bað um til hins siðasta, að talað væri um eitthvað annað, ef að veikindum hennar var vikið. Hún bar aldrei áhyggj- ur sínar og sorgir á torg. Verður öllum kostum Guðríðar Jónsdóttur ekki lýst í svo fátæk- legum orðum sem þessum. Okkur sem til hennar þekktu var það gæfa að kynnast henni, mannkost- um hennar og mikilleik, mann- kostum eins og þeir gerast hvað bestir meðal íslenskra kvenna. Mun hugurinn einn geyma þá minningu best. Guðrún Sigríður og Jón. Hún Guðrún á Freyjugötu 40 er dáin. Aldrei framar hljómar hlátur- inn hennar né hlýjar glaða við- mótið hennar okkur um hjarta- ræturnar. Ég man vel haustið, þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur, þó lið- in séu 45 ár. Guðrún hafði ráðið mig í vist í fínu húsi, en ég var fákunnandi og feimin sveita- stúlka, sem kveið mjög fyrir starf- inu. En þau hjónin Guðrún og Benedikt, móðurbróðir minn, hjálpuðu mér yfir alla erfiðleika. Á heimili þeirra var ég eins og heima hjá mér í öllum mínum frítímum og allt gekk vel þennan vetur. Oftar lá leiðin norðan úr Mið- firði til Reykjavíkur m.a. til lækn- inga. Alltaf var farið fyrst á Freyjugötuna, þar var allt gert til að greiða götu sveitafólksins, sem margs þurfti við. Þar var ávallt gisting til reiðu, þó húsakynnin væru ekki stór, því hjartarúmið var stórt. Síðar fluttum við suður í Mos- fellssveit. Þá. var sjaldan farin bæjarferð án þess að koma við á Freyjugótunni til að fá sér kaffi- sopa og ekki síður til að rabba við þau hjónin, sem alltaf voru svo glöð og vildu allt fyrir okkur gera. Eitt af aðalsmerkjum Guðrúnar var hve mikið yndi hún hafði af að gefa. Allt sitt líf var hún gef- andi, mér fannst það vera henni lifsnauðsyn. Oft kom ég til henn- ar með börn, þá stakk hún alltaf góðgæti í lítinn lóf a og sagði bros- andi: „Þetta er bara svo lítið." Þó var ekki alltaf úr miklu að spila, þá voru líka kreppuár. Margt reynir sá, sem lengi lifir og þann- ig var um hana. En henni brást aldrei glaðlyndið og góðvildin til alls. Guðrún sagði oft við mig, að hún kviði ekki umskiptunum, væri búin að þrá hvíldina svo lengi. Eg veit að hún hefur sofnað siðasta blundinn sátt við alla og hlakkað til endurfunda við sinn góða eiginmann, sem henni fannst alltaf vera nálægur þó far- inn væri á undan. Þrátt fyrir mik- il veikindi undir það síðasta var alltaf sama blíða brosið og hlýju orðin: „Osköp voruð þið góð að koma, guð blessi ykkur öll." Eg þakka Guðrúnu 'allar góðar fyrir- bænir mér og mínum til handa. Um þau hjónin og góðverk þeirra gæti ég skrifað heila bók, én þessar fáu línur eiga að flytja hjartans þakkir og kveðjur til Guðrúnar frá mér, minni fjöl- skyldu og systkinum mínum fyrir allt það góða og þá ómetanlegu hjálp, sem þau hjónin sýndu okk- ur frá fyrstu gíð. Við vottum börnunum hennar og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúð og biðjum þeim belssunar guðs. Jóna Sveinbjarnardóttir Hamrafelli Það kom mér ekki á óvart er mér barst frétt um andlát vin- konu minnar Guðrúnar, því hún hafði legið þungt haldin á sjúkra- húsi undanfarna mánuði. Og þó hún hafi yfirleitt verið heilsugóð um sfna ævidaga, þá voru ýmsir ellisjúkdómar farnir að hrjá hana. Guðrún var fædd að Mið-Hvoli í Mýrdal 30. mars 1885 og voru foreldrar hennar Jón Þorsteins- son á Norður-Hvoli og Steinunn Guðmundsdóttir, Guðmundar Olafssonar er lengst var formaður á bátnum Pétursey sem nú er varðveittur í byggðasafninu í Skógum. Bræður Steinunnar voru m.a. Eyjólfur rithöfundur á Hvoli og Halldór rafmagnsfræðingur. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum á Mið-Hvoli til átján ára aldurs en fór þá til Vestmanna- eyja og síðan til náms til Reykja- víkur 19Í0. Arið 1914 giftist hún Benedikt Guðmundssyni hús- gagnasmið og fluttust þau það ár til Isafjarðar en 1918 komu þau svo aftur til Reykjavíkur og bjuggu siðan allan sinn búskap hér í borg, sem entist þeim í 57 ár. Þau eignuðust fjögur börn: Stúlku, sem dó á 2. árí, Jón fædd- an 1916, Guðmund fæddan 1920 og Unni Hróðný fædda 1924. Hjónaband þeirra Guðrúnar og Benedikts var alla tíð með mikl- um ágætum og þó verandarauður- inn væri ekki mikillf fyrst framan af var samvinna og skilningur þeirra alltaf þannig að þau voru frekar veitendur en þiggjendur. Guðrún var höfðingi heim að sækja og gestrisni hennar var með afbrigðum. Sínu heimili, börnum og eiginmanni fórnaði hún öllum sinum tíma og fórnfús- ari og viljugri konu hef ég ekki þekkt. Allt sem mátti verða þeim til gæfu, gleði og hagsbóta var henni svo huglægt og eðlilegt að orðin ein fá það ekki skýrt. Fjölskyldan á Freyjugötu 40 hefur ávallt verið samhent og samvinna með ágætum enda oft gestkvæmt þar og ánægjulegt er að leiðarlokum að rifja upp gaml- ar endurminningar frá þeim dög- um. Vil ég nú við þetta tækifæri þakka allar þær stundir sem ég hef átt þar. Guðrún min — far þii í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Björn Guðmundsson. Minni ning: Olafur Guðmunds- son bifreiðasmiður F. 16. október 1931 D. 4. febrúar 1978 •^Veðja frá Félagi bifreiðasmiða Okkur setti hljóða, meðstjórn- endur Ólafs í stjórn félagsins, er '^ fréttum lát hans, hann sem ar svo kátur og hress að vanda er lð hittumst kvöldið áður á skrif- gOfu félagsins til myndatöku i Vlefni þess, að félag okkar er 40 ara um þessar mundir, en svona r lifið, enginn veit hvenær kallið *emur, en við félagar hans 'ssum að hann gekk ekki heill til '^ógar þótt hann léti aldrei á því era við okkur og alltaf var hann ."búinn til starfa íyrir félagið feSar það þurfti á starfi hans að halda. . ^ann tók próf í bifreiðasmíði »69 0g gekk þá strax í félagið og °sinn var hann í stjórn þess 1972 ,í átti sæti þar til dauðadags. . lafur var harður baráttumaður trr'r bættum kjörum félags- [j'anna og var hann ávallt í farar- vÍQddi þar sem að þeim þurfti að ufia en ekki kom hann fram af ?rku heldur sígandi þrótti og ðvilja stéttinni ávallt til sóma. <-'!! °lafur var fæddur í Reykjavík k. K alinn upp á Patreksfirði hjá 0 stUrforeldrum, þeim Theódóru ^ Friðrik í Merkisteini, síðan s hi hann til Reykjavíkur og 0 tist i Menntaskóla Reykjavíkur fór Þaðan námi, en eftir það . hann að starfa við bifreiða- shiið, M og var svo til dánardægurs. Vii Þessum fátæklegu línum Jum við samstarfsmenn hans í I J°fn félagsins þakka honum f^l verustundina og störf hans í 0 agsins þágu. Fósturmóður hans j5 systkinum sendum við okkar "egustu samúðarkveðjur. stj6rn Félags bifreiðasmiða. Hver hefði trúað því, er við komum saman haustið 1974, 14 fyrrverandi og þáverandi sam- starfsmenn til að ræða hugsan- lega stofnun hlutafélags um rekstur yfirbyggingaverkstæðis, að ein helsta driffjöðrin i þessum hópi Olafur Guðmundsson yrði horfinn sjónum okkar rúmum þremur árum síðar. Við vissum að vísu allir að Olafur gekk þá þegar ekki fullkomlega heill til skógar, en slík vitneskja hverfur gjarnan, ef ekkert í fari eða tali viðkom- andi gefur slíkt til kynna. Þannig var einmitt Óli, ekkert í hans tali eða gerðum gaf til kynna að á honum væri nokkur bilbug- ur. Hann var þá á okkar fyrsta undirbúningsfundi kosinn í und- irbúningsstjórn, og síðan í aðal- stjörn hlutafélagsins og um klæðningaverkstæði fyrirtækis- ins okkar sá hann allt frá stofnun þess. Nafngift hlutafélagsins, Nýja bílasmiðjan h/f, mun einnig veraTunnin undan rifjum Ólafs en ræturnar áttum við frá Bíla- smiðjunni h/f, sem hætti rekstri verkstæðis þetta haust. Olafur var bæði félagslyndur maður og stéttvis, glaður með glöðum en ákveðinn og fastur fyr- ir þegar hann taldi þess þurfa með. Þessir eiginleikar hans urðu til þess að fleiri en við félagarnir í Nýju bílasmiðjunni, þurftu á starfskröftum hans að halda. Hann var um árabil virkur í Fé- lagi bifreiðasmiða og í stjórn þess mörg hin siðari ár. Ólafur var mikill knattspyrnuunnandi og lét sig ekki oft vanta á „vóllinn", og alls ekki ef FRAM var annað keppnisliðið, sömuleiðis þótti hann liðtækur við bridgeborðið. Utivist og veiðiskapur var honum mjög að skapi og alltaf var Öli fremstur í flokki þegar hrinda átti af stað skemmtun eða ferða- lagi hjá okkur starfsmönnum Bílasmiðjunnar og Nýju bíla- smiðjunnar og hrókur alls fagnað- ar á þeim skemmtunum. - Þessi þakkar- og vináttukveðja okkar félaganna í Nýju bílasmiðj- unni átti ekki að vera æviágrip en ekki verður svo við skilið að ekki sé minnst á upprunann. Ölafur var fæddur hér í Reykjavik en ólst upp hjá fósturforeldrum á Patreksfirði allt fram til þess er hann fluttist vegna skólagöngu til Reykjavíkur en á sjálfan sig leit hann alla tíð sem Barðstrending. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. en í stað langskólanáms réðst hann til h/f Bílasmiðjunnar og starfaði að bifreiðasmiði alla tíð síðan. Eftir að fósturfaðir hans Frið- rik Þórðarson féll frá fluttist föst- urmóðir hans Theodóra Jónsdótt- ir einnig til Reykjavíkur og héldu þau heimili saman ásamt Jóni Guðmundssyni hálfbróður Olafs upp frá því, en þeir bræður voru báðir ógiftir og barnlausir. Heimilishald þeirra fóstur- mæðgina verður vart talið annað en einstakt í sinni röð, sakir þeirr- ar hlýju sem Olafur bar til fóstru sinnar og ekki síður þeirrar um- hyggju sem hún bar fyrir fóstur- syni sinum. Þó söknuður sé öllum ættingjum við fráfall Ölafs er hennar sorg eflaust mest. Megi algóður guð styrkja hana. Við félagarnir þökkum þér Olafur samstarfið og samveru- stundirnar. Hvíl þú í friði. Félagar í Nýju bflasmiðjunni h/f. Vinur okkar Olafur Guðmunds- son, bifreiðasmiður, er dáinn. Hann varð bráðkvaddur 4. febrú- ar sl. austur i Landeyjum. Fregn- in um lát hans kom sem reiðar- slag yfir vini og vandamenn. Olafur hafði fyrir nokkrum árum fengið aðkenningu að kransæðastiflu, en fékk góðan bata og urðum við ekki varir við annað en hann væri hress síðan. Ölafur var fæddur í Reykjavík 16. október 1931. Honum var ung- um komið í fóstur til Theodóru Jónsdóttur og Friðriks Þórðarson- ar á-Patreksfirði. Eftir lát Frið- riks fyrir rúmum 20 árum flyst Theodóra til Ólafs og Jóns bróður hans að Asvallagótu 1 og siðar að Ljósvallagötu 22, sem síðan hefur verið þeirra heimili. Mikill kær- leikur ríki milli Olafs og fóstur- móður hans alla tíð. Dóra lifir fósturson sinn og er nú 84 ára gömul. Hann mat fósturforeldra sína ávallt mikils, enda átti hann þar gott athvarf. Faðir Olafs var Guðmundur Jónsson sem vann lengst af á skrifstofu Timbur- verslunar Völundar. Hann var tvi- kvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Margrét Jónsdóttir en' sú síðari Ölína Ölafsdóttir. Olafur var seinna hjónabandsbarn. Eftírlifandi systkini hans eru: Jón bifreiðasmiður, Eysteinn bif- reiðasmiður, Ásgeir málarameist- ari, Kristín húsmóðir og af seinna hjónabandi Sígriður húsmóðir og Árni málarameistari, öll búsett í Reykjavík. Það er mikil eftirsjá að Olafi. Hann var mannkostmaður og mik- ill vinur. Stúdentspróf tók hann árið 1952 í Menntaskólanum í Reykjavík og síðan hóf hann störf í Bílasmiðjunni. Seinna stofnaði hann Nýju bílasmiðjuna ásamt félögum sínum og starfaði þar til dauðadags. Þær eru ornar margar gerðirnar sem flest héruð lands okkar sem við ferðahöpurinn höf- um farið saman. Það var ómetan- legt fyrir okkur að hafa Olaf með. Hann var leiðandi i flestum mál- um, en samvinnugóður og ávallt í góðu skapi. Olafur var vel greind- ur, minnið gott, fróður um land og þjóð og þá atburði, sem eru að gerast hér og'erlendis. Þegar slik- ur mannkostmaður fellur í valinn 46 ára gamall, hlýtur hans að vera sárt saknað. Góðar minningar munu lifa í hugum okkar allra, sem þekktum Ölaf. Við sendum aðstandendum Olafs hugheilar samúðarkveðjur og þökkum honum fyrir aliar góð- ar samverustundir, sem engan skugga fellur á. Haukur, Valur ogGuðmundur. Afmælis- og minningargreinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, ,að afmælis- og minningargreinar verða aó berast blaðinu méð góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.