Morgunblaðið - 14.02.1978, Side 29

Morgunblaðið - 14.02.1978, Side 29
~~ MORGUNBLAÐIÐ, T’RIÐJUDAGUR 14. FEBRXJÁR 1978 37 félk í fréttum + Þessar myndir eru teknar á hljómlcikum með einni af vin- sælustu hljómsveit meðal yngri kynslóðarinnar þessa dagana. Bay City Rullers. Þeim virðist takast að hrífa smástelpur og þær gráta og öskra eins og eldri systur þeirra gerðu þegar The Beatles og The Rolling Stones voru upp á sitt besta. Myndirn- ar eru teknar í Kaupmanna- höfn, þar sem þeir héldu hljómleika fyrir skömmu. Unglingarnir lögðu á sig að standa allt upp í 11 tíma fyrir utan Hótel Plaza til þess eins að sjá piltunum bregða fyrir, en þeir höfðu þá flutt sig yfir á annað hótel til að fá svefnfrið fyrir skrækjandi krökkum. Stórmeistara boðið að tefla í Sovétríkjunum SKAKSAMBANDI Islands hefur borizt boð fyrir stjórmeistarana Friðrik Olafsson eða Guðmund Sigurjónsson á alþjóðlegt skák- mót í Sotschi í Sovétríkjunum, sem hefst 31. ágúst n.k. Mót þetta verður I styrkleika- flokknum 2500—2525 Elo-stig eða í sama styrkleikaflokki og mótið, serh nú stendur yfir í Reykjavík. Fyrstu verðlaun eru 1000 rúblur, eða um 300 þúsund íslenzkar krónur. Ekki hefur verið tekin um það ákvörðun hvort annar hvor þeirra fer á mótið. Þá hefur Guðmundi Sigurjóns- syni borizt boð um að tefla á skák- móti í Kólombíu, sem hefst 10. marz. Hann hefur ekki svarað þessu boði ennþá. Bæjarráð Hafnarfjarðar: Samþykkir hækkun dagvistargjalda MEIRIHLUTI bæjarráðs Hafnar- fjarðar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að gjald fyrir hálfsdagsvist á Leikskólanum Alfaskeiði 16 verði 10.000 krónur á mánuði frá 1. febrúar og að gjald fyrir vistun á dagheimilinu Víðivöllum verði 20.000 á mánuði fyrir börn úr forgangshópum, en 26.000 krónur fyrir önnur börn. Svör ríkis- skattstjóra BLAÐINU hafa borizt svör ríkis- skattstjóra við fyrirspurn frá Guðríði Kristjánsdóttur er birtist I Mbl. 2.2., en spurningar hennar voru þessar: 1. Hvaða ár var byrjað að margfalda með 64 krónum þann dagafjölda sem sjómenn eru skráðir á skip til að finna út frádrátt þeirra vegna fæðiskostnðaar? 2. Hvernig var sú krónutala fundin? 3. Hvers vegna hefur þessi tala — ein krónutala til útreiknings á framtali — ekki breytzt? Svör ríkisskattst jörá eru þessi: Svar við spurningu 1: Gjaldárið 1969, þ.e. f framtali árið 1969, tekjuár 1968. Svar við spurningu 2: Gjaldárið 1968, tekjuár 1967, var mat þessa frádráttarliðar 54 kr. pr. dag. Hækkun í 64 kr. í framtali 1969 var af þáverandi ríkisskattanefnd ákvörðuð með hliðsjón af hækkun matvöru og kaupgjaids milli áranna 1967 og 1968. Svar við spurningu 3: Við lausn kjarasamninga báta- sjómanna gaf rikisskattstjóri, sem þáverandi formaður ríkisskatta- nefndar og með samþykki meiri- hluta hennar, munniegt loforð (í simtali um miðnætti 11. febr. 1969) þess efnis að 64 kr. frá- dráttur fyrir þann sama daga- fjölda sem væntanlegt framlag Aflatryggingasjóðs yrði miðað við, skyldi standa óbreyttur í gjaldamati ríkisskattanefndar framvegis eða svo lengi sem að mati ríkisskattanefndar, að greiðslur Aflatryggingasjóðs, að viðbættum umræddum 64 kr., mynduðu ékki skattskyld hlunn- -indi. Við breytingu á skipan Hkis- skattanefndar hinn 1. okt. 1972 tók ríkisskattstjóri við verkefnum rikisskattanefndar um ákvörðun skattmata (sbr. rgíg. nr. 318/1972). Að mati ríkisskatt- stjóra hefur engin sú breyting átt sér stað i sambandi vió fæðis- kostnaðargreiðslur Aflatrygg- ingasjóðs sem gefi tilefni til lækkunar eða afnáms þessa frádráttar og standa því 64 kr' óbreyttar í siðasta skattmati ríkis- skattstjóra (gjaldárið 1978, þ.e. i framtali árið 1978, tekjuár 1977). Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskattstjóri. Vilja varðveita Bernhöftstorfuna Félag íslenskra myndlista- manna skorar á ríkisstjórnina að taka nú þegar ákvörðun um varð- veislu og endurreisn Bernhöfts- torfunnar í Reykjavik og lýsir sig samþykkt ályktun aðalfundar Torfusamtakanna frá 4. desember 1977 um þetta mál. + Hundar eru i miklu uppá- haldi hjá mörgum og banda- ríkjamenn eru engin undan- tekning í þeim efnum. Þessi hundur, sem heitir Ashley, er þekktur um öll Bandarikin og engin furða. Hann vinnur hverja keppnina á fætur ann- arri í að gripa diska og bolta á lofti og hefur meðal annars sýnt kúnstir sfnar við Hvíta húsið í Washington. Hæst hef- ur Ashley stokkið 2.40 m i há- stökki, og merkilegt nokkuð, hann kemur alltaf niður á fæt- urna, og með diskana í kjaftin- um. Og þegar heimsmeistara- mótið í hundahoppi — sem fer fram árlega í Bandarfkjunum — var haldið sfðast f Holly wood var Ashle.v öruggur sigurvegari í flestum greinum mótsins. Stjórnunarfélag islands UM ÞJÓÐARBÚSKAPINN Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði um þjóðarbúskap- inn dagana 22. — 28. febrúar n.k. EftirtaIdir þættir þjóðarbúskaparins verða teknir fyrir. Helstu hugtök og stærðir þjóðhagsreikninga og þjóð- hagsáætlana, svo sem þjóðarfram- leiðsla, þjóðarútgjöld og utanrikis- viðskiptii Skýrslur um afkomu atvinnuvega og ríkisbúskapar Áhrif efnahagsað- gerða, svo sem í fjármáfum, pen- ingamálum, gengismálum, launa- málum og verðlagsmálum. Nám- skeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á þjóðmálum óg márk- mið þess er, að þátttakendur geti hagnýtt sér upplýsingar um þjóðar- búskapinn og auðveldar þátttöku i umræðum um efnahagsmál. Leiðbeinandi: Jón Sigurðsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, Ólafur Davíðsson hagfræðingur og Hall- grimur Snorrason lögfræðingur. Skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu stjórnunarfélagsins að Skipholti 37, simi 82930.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.