Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR Í4. FEBRUAR 1978 43 Peter Townsend áritar eintök af ævisögu sinoi Peter Townsend: Ekki nógu berorður um ástarsamband sitt við prinsessuna? London. 13. íehr. .VI". PETER Townsend, flugkappinn serh Margrét Bretaprinsessa gat ekki gifst, sagði í dag að banda- riskir útgefendur vildu ekki gefa út bók hans um samskiptin við brezku konungsfjölskylduna, vegna þess að haim ræddi ekki nogu opinskátt um ástarsamband sitt og Margrétar. Townsend, fyrrum orustuflug- maóur, sem hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína í orustunni um Bretland, sagði að bókinni „Time and Change", sem kom út í Lon- don í gær hefði verið hafríað af bandariskum útgefendum þar sem hann færi < ekki nógu ná- kvæmlega út i smáatriði ástar- sambandsins. Sagðist Townsend ekki hafa viljað gera það vegna þess að honum þætti það einka- mál. „Endurminningar minar skil- greina viss timabil í lifi mínu og vona ég að það sé athyglisvert. Hins vegar finnst mér óþarfi að fara út í persónuleg smáatriði í svona endurminningum. Townsend, sem er 63 ára, árit- aði eintök af bók sinni í dag fyrir fólk í stórverzluninni Selfridges á Oxfordstræti. Hann hætti I brezka flughernum árið 1956 (ári eftir að Margrét sleit sambandi þeirra) og hefur búið i Frakklandi siðan, þar sem hann er blaðafulltrúi og stundar ritstörf. Hann á þrjú börn með siðari konu sinni Marie-Luce Jamagne og tvo syni af fyrra hjónabandi, sem endaði með skilnaði árið 1953. „Time and Change" er fjórða bók hans, hinar þrjár f jölluðu um ferðalög hans i kringum hnöttinn, flugbardaga árið 1940 þegar hann Framhald á bls. 28 Stroessner áfram forseti Paraguay Asuncion, 13. f eb. Reuter. ALFREDO Stroessner hershöfð- ingi og forseti Paraguay var f gær endurkjörinn forseti landsins í s^ 1 / ^ VEÐUR víða um heim Amswfdtm 1 1a>ial Abom 20 aa*>g Bariht + 1 hMttakin Brússel + 1 aafeaft CMca#o 1 tajMoma Frankfurt 0 aafékoma Genf 3 aMafcin Halsinki + 5 (fcýjað Jóh borg 22 afcyiaS Kaupm.h 1 awjolioma Lissabon tH'mialiin London áiíwfc.JJi.TI LosAngetes ** naamng MMMWM MtMOt Miami ^^gE, " -¦-;--; ,, j. Moskwa jL +é ^mtumm.t NíwV«* Óslö ^« Palma Parls 1 UbUn^K Hóm « akýjaB %L Stokkh O anjahuHaff**' Tal Avrv ^^VK ¦ aWpf AD W* Tokýó Vancouver Vlnarb. ^* afcýja* W* þjóðaratkvæði. Hefst þvf senn sjötta kjörtímabil hans sem for- seta. Flokkur Stroessners sigraði með yfirburðum í kosningurnjm í landinu um helgina. Hlaut flokk- urinn um 85% atkvæða en öllum landsmönnum á aldrinum 18—60 var gert skylt að kjósa. Opinber úrslit hafa ekki borist enn og tekur líklega nokkra daga að telja atkvæði að fullu. Reiknað var með að Stroessner sigraði með yfirburðum i kosningunum, en hann hefur nú stjórnað landinu harðri hendi í 23 ár. Embættismenn skýrðu frá að kosningarnar hefðu farið friðsam- lega fram. Stjórnarandstaðan klofin gegn Soares Lissabon, 12. febr. Reuter. NVMYNDUÐ stjórn jafnaðar- manna í Portúgal, sem nýtur stuðnings íhaldsmanna, pressaði f dag efnahagsfrumvarp sitt í gegn á þingi gegn tvískiptri andstöðu kommúnista og sósíal-demókrata. Umræðan um frumvarpið hafði staðið yfir i fjóra daga og var það fyrst undir morgun, eftir nætur- langan fund, að þingmenn greiddu atkvæði. Greiddu fulltrú- ar kommúnista, 40 talsins, at- kvæði gegn frumvarpinu og svo gerðu einnig 73 þingmenn PSD, sósíal-demókrataflokksins. I atkvæðagreiðslunni kom ber- lega í ljós eins og Soares forsætis- ráðherrá hafði þegar haft á orði að . stjórnarandstaðan stóð ekki einhuga saman gegn áformum stjórnarinnar. Sátu kommúnistar hjá við atkvæðagreiðslu um and- stöðutillögu sósíal-demókrata og var hún felld með 141 atkvæði gegn 75 og enginn fulltrúi hinna síðarnefndu rók þátt í atkvæða- greiðslu um gagntillögu kommún- ista, sem felld var með 141 at- kvæði gegn 43. Ekki þurfti að hafa sérstaka atkvæðagreiðslu um frumyarp stjórnarinnar að þessu undangengnu samkvæmt portúgölskum þingreglum. 1 umræðunum um frumvarpið sagðist dr. Soares hafa ákveðið að stjórna í samráði við ihaldsmenn þrátt fyrir að honum væri full- ljóst að þeim yrði ekki snúið til jafnaðarstefnu í málefnum, sem varða lýðræði landsins. Hann sagði stjórn sína vel i sveit setta til að stjórna og væri staðráðin í að halda um stjórnartaumana til ársins 1980. „Það verður ekkert lýðræði án jafnvægis í efnahags- málum og engin jafnaðarstefna án lýðræðis", sagði hann. Benti Soares einnig að að stjórnarand- stöðuflokkarnir hefðu ekki komið sér saman um neina valkosti um- fram frumvarp stjórnarinnar. Soares forsætisráðherra sagði í umræðunum að það væri óhugs- andi að koma stoðum undir efna- hagslíf Portúgals án þess að leita aðstoðar Alþjóðlega gjaldeyris- sjóðsins. Portúgalar hyggjast semja við sjóðinn um annað 50 milljón dollara lán en sii umsókn er tengd beiðni um 750 milljón dollara lán frá alþjóðlegum sam- tökum, sem Bandaríkjamenn og V-Þjóðverjar veita forstöðu. Bretland: Dialdsflokkurinn hef- ur 11% meira fylgi Harrogale, London. 13. feb. AP — Reuler. ÍHALDSFLOKKURINN brezki nýtur nú 11% meiri vinsælda en Verkamannaflokkurinn meðal brezkra kjósenda ef marka má úrslit skoðanakönnunar sem op- inberuð var í dag. Er hér um talsverða fylgisaukningu frá sfð- ustu könmiii í janúar. Sérfræð- ingar segja fylgisaukninguna fyrst og fremst tilkomna vegna harðnandi afstöðu frú Margaretar Thatcher flokksforingja til inn- flutnings fólks frá Asfu og Vest- ur-Indíum. Foringi brezku stjórnarandstöð- unnar, Margaret Thatcher, sagði nýlega í sjónv^rpsviðtali að nú- verandi reglur gætu leitt til þess að Bretland yfirfylltist af inn- flytjendum frá Vestur-Indíum, Indlandi og Pakistan. Lofaði hún að Ihaldsflokkurrnn myndi í stjórn beita sér fyrir stöðvun inn- flutnings fólks frá þessum heims- hlutum. Er talið ljóst að þessi afstaða Thatcher hafi aukið á vin- sældir flokks hennar. Samkvæmt skoðanakönnun Caps Nop, en úrslitin voru birt í dag, sögðust 50% aðspurðra kjósa Ihaldsflokkinn i kosningum og 29% sögðust kjósa Verkamanna- flokkinn. í könnun stofnunarínn- ar frá miðjum janúar, áður en- afstaða Thatcher i innflutnings- málunum var kunn, naut Ihalds- flokkurinn stuðnings 44% 'að- spurðra en Verkamannaflokkur- inn46%. í Bretlandi eru i dag búsettar um 1.9 milljónir manna frá Asíu og Vestur-Indíum, en alls telur brezka þjóðin um 56 milljónir manna. Arlega flytjast um 40—50 þúsund hörundsdökkra til lands- ins og hefur Thatcher nú sagt að stöðva verði þennan innflutning. Ian Callaghan forsætisráðherra og foringi Verkamannaflokksins hefur sakað Thatcher um að gera kynþáttamál að heitu kosninga- máli. Sameinaóir vinstrimenn gætu sigrað í Frakklandi Parfs. 12. feb. AP. Reuter. FRÖNSKU vinstriflokkarnir munu því aðeins bera sigur úr býtum f þingkosningunum eftir fjórar vikur að þeir ráði til lykta innbyrðis misklíð sinni að þvf er Júgóslavneska skáksambandið vítir Spassky Belgrade AP. SKAKSAMKAND Júgóslavíu hef- ur vftt Boris Spassk) fyrii um- ina'li. sem liann viðiiai'oi opinber- lega eftir einvígi hans og Korts- no.js. Vfturnar varu samþykktar á st,ióriiarfu»di skáksambandsins á laugardag, og verður þeim komið áfram til Alþjóoaskúksanibands- ins og til savécka skáksamluinds- ins. 1 tilkynjkingu júgóslavncska skáksambandsins segir, að í við- tölum við júgéelavneska og er- lenda fjölmiðla hafi Spassky látið falla mjög móðgandi ummæli í garð skipuleggjenda einvígisins og aðaldómarans, Bozidar Kasic; meðal annars kallað þá óheiðar- lega og hlutdræga. Júgóslsfvneska skáksambandið segir þessar ásakanir Spasskys „ástæðulausar, tilbúning og hneykslanlegar" og kveðst harma það að fyrrverandi heimsmeistari í skák skuli með svo öheiðarleg- um hætti freista uppreisnar eftir ósigur sinn. fram kemur ískoðanakönnun er birt var á sunnudag. Skoðana- könnun sýndi að sósialistar og kommúnistar munu vinna 52 af hundraði í fyrstu umferð gegn 44 af hurulraði stjórnarsamsteyp- iinnar, sem nú hefur verið við völd i 20 ár. Þá hefur flokkur Gaullista hafið baráttu sína fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku og varaði leiðtogi þeirra Jacques Chirac á fjöldafundi á laugardag við hræðilegum afleiðingum þess að vinstriöflin sigruðu í kosning- unum. Það var fréttablaðið „Le Point" sem birti skoðanakönnunina, en hún sýnir að vinstriflokkarnir hafa bætt yið sig einum hundraðs- hluta síðari blaðið stóð að skoð- anakönnun síðast í nóvember. Kannanir ^nnarra blaða hafa 'á hinn bóginh sýnt að frekar hallar undan fæti fyrir vinstrimönnum upp á síðkastið. Tölvuúrvinnsla „Le Point" sem byggð er á úrtaki úr 120 af 492 kjördæmum lands- ins, leiddi í ljós að vinstriflokk- arnir myndu ná meirihluta eftir aðra umferð kosninganna hinn 19. mars þvi aðeins að þeir hefðu samráð um að draga til baka ákveðna frambjóðendur eftir fyrstu umferð og fylkja sér saman um efstu menn. Ef það yrði úr, sýnir könnunin að vinstrimenn fengju 253 sæti gegn 220 sætum stjórnarinnar. Myndi Sósialista- flokkurinn bæta sig stórum og fá allt að 163 þingsæti (en hann hef- ur nú 91) en kommúnistar aðeins vinna tvö sæti og þannig halda 75. Vinstri róttæklingar myndu tapa einu sæti og fá 12. Eins og fram hefur komið hafa kommúnistar þó neitað að ganga til samstarfs við sósíalista nema þeir samþykki veigamiklar breyt- ingar á sameiginlegri stefnuyfir- lýsingu frá 1972. Fari svo að þeir sitji við sama heygarðshornið áfram sýnir könnunin að stjórnin muni halda velli með 261 þing- sæti á móti 212 sætum vinstri- manna. Engu síður myndu sósíal- istar vaxa mjög að vinsældum og ná 15 sætum, en kommúnistar falla úr 73 sætum í 50. Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, Francois Mitterand, skýrði fráþvi að héraðsfundi flokksins á föstu- dag að vinstriflokkarnir myndu sigra sameinaðir eða verða sigrað- ir ella og lofaði að sósialistar myndu fylkja sér bak við bezt Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.