Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 2
MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 Þótt það sé frost á Fróni.þá er alltaf sami vlurinní heita pottinum í sundlaugunum Leigir danskt verk- smiðjuskip til að vinna fóður úr loðnu Svavar Pálsson fram- kvœmdastjóri, látinn SVAVAR Pálsson, endur- skoðandi og framkvæmda- stjóri Sementsverksmiðju ríkisins, lézt í sjúkrahúsi í fyrrinótt eftir langvarandi veikindi. Svavar fæddist í Hrísey 23. september 1919 og voru Sáttafundur blaðamanna og útgefenda SATTAFUNDUR í kjaradeilu blaðamanna og blaðaútgefenda er boðaður klukkan 15 í dag, en síð- asti fundur, sem var á mánudag, varð árangurslaus. Boðaó verkfall Blaðamannafé- lags íslands kemur til fram- kvæmda á miðnætti aðfaranótt föstudagsins, en á miðnætti síð- astliðnu kom til framkvæmda yf- irvinnubann félagsins. foreldrar hans Páll Bergs- son, kaupmaður og útgerð- armaður í Ólafsfirði og síð- ar í Hrísey, og Svanhildur Jörundsdóttir, kona hans. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1938 og lauk kandí- datsprófi í viðskiptafræð- um frá Háskóla Islands 1945. Hann varð löggiltur endurskoðandi1945 og rak síðan um árabil eigin end- urskoðunarskrifstofu í Reykjavík en var síðan fyr- ir nokkrum árum fenginn til að vera fjármálalegur framkvæmdastjóri Sementsverksmiöju ríkis- ins og gegndi því starfi til dauðadags. Hann var og um árabil aukakennari og dósent við HÍ. Svavar var auk þess ráð- inn til að gegna fjölmörg- um trúnaðarstörfum bæði í RlKISSTJÖRNIN hefur heimilað Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins að leigja verksmiðjuskip af danska fyrirtækinuLumino I Es- bjerg í því skyni að framleiða fljótandi skepnufóður úr magurri loðnu í lok loðnuvertíðar I ár. Samningar um þetta efni voru síðan undirritaðir 27. janúar s.l. en að sögn Björn Dagbjartssonar, forstöðumanns rannsóknastofn- unarinnar, á með þessari tilraun að ganga úr skugga um hvort ekki megi á þennan hátt nota það lé- lega hráefni sem loðnan er orðin undir lok vertíðar í skepnufóður en að sjálfsögðu vekti einnig fyrir stofnunni síðar meir að nýta einnig enn frekar annan úrgang á sama hátt. I fréttatilkynningu frá sjávar- útvegsráðuneytinu um þetta mál segirm.a.: ' Á árunum 1975 — 1976 var þró- uð hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins ný aðferð til vinnslu á fóðurefnum úr slógi og úrgangs- fiski, en frekari aðgerðir strönd- uðu á markaðsmálunum því að vegna mikilla birgða af þurr- mjólkurdufti í Evrópu þótti ekki koma til greina að leggja út í nauðsynlega fjárfestingu vegna fyrrgreindrar framleiðslu. Nokkur dönsk fyrirtæki hafa um árabil framleitt árlega ca. 50.000 tonn af meltu úr ruslfiski til fóðrunar á svínum, kúm og kálfum. Danska framleiðsluað- ferðin (súrhydrolýsa) er einfald- ari í framkvæmd en aðferð Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins (basisk hydrolýsa), en hefur þann ókost að fita, sem kann að vera til staðar í hráefninu súrnar verulega meðan á framleiðslu stendur og nýting því ekki svo nokkru nemi. Danska aðferðin hentar því best við vinnslu á fitu- rýru hráefni. Ljóst er að hér gæti verið um mikilvægt mál að ræða, bæði fyrir íslenskan sjávarútveg og land- búnað, en fóðurbætir í þessari mynd er langtum ódýrari en inn- fluttur fóðurbætir og fiskimjöl. Hagnýt samvinna gæti tekist við hið danska fyrirtæki, sem hefur langa reynslu af framleiðslu, dreifingu og fóðrun dýra, auk þess að vera kaupandi að 10—20 þúsund tonnum af þessari vöru. Ráðuneytið og Rannsóknar- stofnunin telja mikilvægt, að ef vel gengur gætu hér með opnast möguleikar til nýtingar á slógi og öðrum ónýttum fiskiúrgangi. Þótt framleiðslan fari þannig fyrst i stað fram um borð í danska verk- smiðjuskipinu, verður auðvitað að því stefnt að vinna hráefnið seinna í íslenskum landstöðvum og um borð í togurum. Danska fyrirtækið hefur einnig lýst sig reiðubúið til þess að að- stoða við skiþulagningu á dreif- ingu á meltu til íslenskra bænda, enda er hér um innlenda kjarn- fóðurframleiðslu að ræða. Svavar Fálsson opinberri þágu og félaga- samtaka, átti t.d. sæti í Kjaradómi, var formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra frá stofnun þess 1952 og átti sæti í Öryrkja- bandalagi íslands. Þá var hann formaóur Landsmála- félagsins Varðar um skeið. Eftirlifandi kona Svav- ars er Sigríður Stefáns- dóttir. Iðnaðarráðuneytið: Ásakanir um að Kröflunefnd hafi haft óeðlileg afskipti af véla- kaupum styðjast ekki við neitt MBL. barst í gær eftirfarandi frá iðnaðarráðuneytinu: „Að gefnu tilefni þykir iðnaðar- ráðuneytinu rétt að eftirfarandi komi fram: Tæknilegir ráðunautar Kröflu- nefndar, þ.e. Rogers Engineering í San Francisco og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen h.f. í Reykjavík, sendu útboðsbréf vegna aflvéla Kröfluvirkjunar til Sérstaða 3ja stjórnarþingmanna: Guðmundur og Pétur andvígir ákvæði um að óbeinir skatt- ar hverfi úr vísitölugrundvelli nema að undangengnu samráði við hagsmunaaðila Sigurlaug vill fulla verðbótaskerðingu á hærri laun niðurgreiðslna í vöruverði, svo og aðra þætti í tengslum við óbeina skatta, í samráði við samtök atvinnuvega og laun- þegasamtök. Afstaða Péturs Sigurðssonar og Guðmundar H. Garðarsson- ar, sem báðir greiddu atkvæði gegn 3ju gr. frv., byggðist í meginatriðum á sömu forsend- um, sem fram koma J eftirfar- andi greinargerð þess síðar- ÞRtR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins höfðu sérstöðu í hópi stjörnarþingmanna í afstöðu til einstakra greina stjórnarfrum- varps um ráðstafanir t efna- hagsmálum, er málið kom til atkvæðagreiðsiu eftir aðra um- ræðu í neðri deild Alþingis í gær. Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson greiddu at- kvæði gegn 3. gr. frumvarpsins, þess efnis að óbeinir skattar skyldu ekki hafa áhrif á kaup- gjaldsvfsitölu eftir komandi áramót, og Sigurlaug Bjarna- dóttir greiddi atkvæði gegn 1. gr. frumvarpsins, sem fjallar um helmingun verðbótavísi- tölu. Önnur umræða í deildinni stóð fram á fimmta tímann í fyrrinótt. Þá gerðu þeir Guð- mundur og Pétur grein fyrir sérstöðu sinni, sem vikið verð- ur að hér á eftir. Stjórnarand- staðan flutti tillögu um rök- studda dagskrá (frávísun frv.), sem var felld. Frumvarpið kom svo til atkvæða kl. 14 í gær og þá gerði Sigurlaug grein fyrir mótatkvæði sínu gegn 1. gr. frumvarpsins. Sigurlaug sagði m.a. að enda þótt góðu heilli væri verþlegt tillit tekið til lág- launafólks og þeirra lakast settu í frumvarpinu, gæti hún ekki falíist á, að hálaunafólk, þ.á m. þingmenn, sem hlotið hefðu allt að 80% krónutölu- hækkun launa 1977, þ.e. allt að 20% meiri kauphækkanir en verkafólk, fengju neinar verð- bætur á laun 1978. Hún greiðir því atkvæði gegn fyrstu grein frv. en styður það að öðru leyti. Meiri hluti fjárhags- og við- skiptanefndar deildarinnar lagði til að frv. yrði samþykkt. Ennfremur að kauplagsnefnd skyldi meta sérstaklega þátt nefnda, er hann fluttijsá Alþingi í fyrrinótt: „Ég er í grundvallaratriðum á móti því að frjálsum samning- um aðila vinnumarlcaðarins í kjaramálum sé breytt með lög- um. Þau atvik geta þó átt sér stað í efnahags- og attinnumál- Sigurlaug Bjarnadóttir Pétur Sigurðsson Guðm. H. Garðarsson 9 vélaframleiðenda 2. desember 1974. Ráðunautarnir sáu um gerð útboðslýsingar og forval á hæfum vélaframleiðendum, sem fengu gögnin. 1 lok janúar 1975 skýrðu ráðu- nautar Kröflunefndar nefndinni frá því, að tilboð japönsku fyrir- tækjanna Toshiba og Mitsubishi væru að þeirra mati hagstæðust, og óskuðu þeir eftir heimild til þess að kveðja fulltrúa þessara fyrirtækja til íslands til samn- inga. Fulltrúar beggja þessara fyrir- tæja komu til íslands og áttu við- ræður við ráðunauta nefndarinn- ar. Þann 7. febrúar 1975 var Kröflunefnd afhent skrifleg um- sögn ráðgjafanna þess efnis, að þeir teldu tilboð Mitsubishi vera hagstæðara og mæltu þeir með því að gengið yrði til samninga við það fyrirtæki. Kröflunefnd fól'þá þrem öðrum ráðgjafafyrirtækjum, þ.e. Verk- fræðistofu Guðmundar og Kristjáns s.f„ Baldurs Líndal og Jóhanns Indriðasonar að fara yfir tilboðsgögn Mitsubishi og Toshiba og bera þau saman. Kom- ust þeir aðilar einnig að þeirri niðurstöðu, þ.e. að tilboð Mitsubishi væri hagstæðara. Sam- þykkti Kröflunefnd síðan ein- róma að hlýta ráðum hinna tækni- legu ráðunauta og ganga til samn- inga við fyrirtækið Mitsubishi. Það er því ljóst að ásakanir um að Kröflunefnd hafi haft óeðlileg afskipti af vélakaupum eða reynt að hafa áhrif á val framleiðenda hafa ekki við neitt aó styðjast." Gengið frá listanum FULLTRUARAÐ sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík efnir til fundar að Hótel Sögu í kvöld, þar sem gengið verður frá framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstu ai|M(igis- kosningar. Ingólfur Jónsson, alþm. flytur ræðu á fundinum. Fundurinn hefst klukkan 20:30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.