Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 3 Dr. Euwe, forseti FIDE: Skil vel þá ákvörðun Islend- inga að hætta ekki á tilboð Veit af fjórum tilboðum á leiðinni „EG SKIL vel þá ákvörðun vkkar að bjóða ekki í heimsmeistaraeinvígið í skák,“ sagði dr. Euwe, forseti Alþjóðaskáksambandsins, í samtali við Mbl. í gær. „Eins og reglurnar eru núna, er óvissan í sambandi við lengd einvigisins of mikil, þannig Dr. Euwe sagði enn ekk- ert formlegt tilboð í einvíg- ishaldið hafa borizt skrif- stofu FIDE, en tilboös- fresturinn rennur út á há- degi á fimmtudag. „En ég hef vissu fyrir fjórum til- boðum; frá Austurríki, að ahættan er talsverð.“ Hollandi, V-Þýzkalandi og Filipseyjum," sagði dr. Euwe. Hann kvaðst ekki hafa haft spurnir af ein- stökum liðum tilboðanna, eins og verðlaunaupphæð- inni. „Það eru skáksam- bönd viðkomandi landa, sem ein hafa réttinn til að bjóða í heimsmeistaraein- vígið, en hugsanlegt er að einstaklingar og fyrirtæki standi á bak við sambönd- in,“ sagði dr. Euwe. Þorskveiðar í flot- vörpu bannaðar við S- og V-land Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út regiugerð um bann við þorskveiðum með flotvörpu fyrir Suður- og Vesturlandi. Samkvæmt reglugerð þessari eru þorskveiðar í flotvörpu bann- aðar í islenzkri fiskveiðilandhelgi á tímabilinu frá 1. marz til 31. maí n.k. á svæði, sem að austan mark- ast af linu, sem dregin er réttvis- andi austur frá Stokksnesi og að vestan af Iínu, sem dregin er rétt- visandi vestur frá Bjargtöngum. Segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu, að reglugerð þessi sé sett af fengnum tillögum Haf- rannsóknastofnunarinnar og Fiskifélags Islands, og sé sama efnis og reglugerð, sem gefin var út á s.l. ári. Alþingi: Spurt í þaula um Álafoss hf. ÞÓRARINN Þórarinsson hefur lagt fram fyrirspurn til forsætis- ráðherra í sameinuðu þingi um Álafoss, þar sem hann spyr m.a. af hverju Álafoss sé ríkisfyrir- tæki, hverjir séu f stjórn fyrir- tækisins, hverjir kjósi hana og til hve langs tíma, einnig hvert sé umboð stjórnarinnar. Einnig spyr þingmaðurinn hvert sé hlutafé Alafoss, hvaða fyrirgreiðslu þetta fyrirtæki hafi fengið frá riki síðan það yfirtók Álafoss, hvort Álafoss greiði vexti eða arð af hlutafé, hvort fyrir dyrum standi fjárfestingar til að auka lopaútflutning, hver hafi tekið þá ákvörðun að flytja út verksmiðjulopa í stórum stil til þess að endurvinna erlendis, hver fjármagnað hafi kaup Alafoss á húseigninni Vesturgötu 2, hvers vegna reikningar fyrirtækisins séu ekki birtir í ársskýrslu Fram- kvæmdasjóðs og loks spyr Þórar- inn hvort Álafoss sé á lista yfir ríkisfyrirtæki sem til tals hafi komið að selja. 1 samtali við Morgunblaðið sagði Þórarinn að þessum spurn- ingum væri ekki varpað fram vegna illvilja til Alafoss né held- ur væri hann að reyna að gera það á nokkurn hátt tortryggilegt. Hins vegar væri Alafoss eitt af þeim rikisfyrirtækjum, þar sem hvergi væru birtir reikningar opinber- lega og kæmi af þeim ástæðum aldrei til skoðunar hjá Alþingi, sem Þórarinn kvaðst telja óeðli- legt þar sem hér væri um ríkisfyr- irtæki að ræða. • • Okumaður gefi sig fram MJÖG harður árekstur varð á Nesvegi á móts við Tjarnarból 8 laust eftir klukkan 19 á sunnudagskvöld. Þar Icntu saman tveir fólksbílar og slas- aðist þrennt, sem var í öðrum bílnum, hjón og lítill sonur þeirra. Drengurinn slasaöist mest, hlaut töluverð höfuð- meiðsl. Vegna þessa áreksturs þarf lögreglan á Seltjarnarnesi nauðsynlega að ná tali af öku- manni gulrar fólksbifreiðar, líklega Volkswagenbifreiðar, sem ók þarna um á sama tíma og áreksturinn varð. Nu er tækifæriá. að láta frystikLstuna -borgasig Það er sama hvort ræður, bragðlaukarnir eða skynsemin: nú er tækifærid... áaðeins 880.- krámir kílóió! aðbúatð „bestamatíheimi" Komdu við í fiskbúðinni og biddu um flak af „linu ýsu”. Smjörsteiktu fiskinn og ...mmm... Eða smálúðan. Soðin og borin fram með bræddu íslensku smjöri ... þú færð hvergi betri mat. Grill + kjöt + íslenskt smjör og kokkurinn er öruggur um háa einkunn. aðfásér iimandi brauð ogístensktsmjör Allir vita að smjör kann sér ekki læti á nýju heitu brauði ( hefurðu prófað að rista grófa brauðið?) ath: / lOg af smjöri eru 74 hitaeiningar. Það er minna í flestu feitmeti og jafn mikið og í smjörlíki. en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.