Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 5 Er borin von að menn læri af reynslunni? VEGNA þeirra umræðna, sem nú eiga sér stað um efnahags- og kjaramál í tengslum við efna- hagsráðstafanir stjórnvalda, þyk- ir Vinnuveitendasambandi Is- lands rétt að eftirfarandi kom i fram: 1. A síðasta vetri, bæði áður og eftir að viðræður hófust á milli ASI og vinnuveitenda um nýja kjarasamninga, varaði Vinnuveit- endasamband Islands margsinnis við afleiðingum kjaraákvarðana, er ekki tækju mið af efnahags- horfum og stöðu^atvinnuvega. Til dæmis sagði svcTi áiyktun Vinnu- veitendasambands Islands 11. febrúar 1977: ,,Þau viðhorf virðast býsna út- breidd um þessar mundir, að öll batamerki í efnahagsmálum séu jafnframt tilefni ti meiri háttar launahækkana. Þessu er því mið- ur ekki svo farið. Þótt viðskipta- halli við útlönd minnki úr 12% af þjóðarframleiðslunni í 2!4 til 3% eins og gerðist á síðasta ári, er enn um viðskiptahalla að ræða. Þótt staða sjávarútvegsins í heild sé um þessar mundir betri en verið hefur um nokkurra ára skeið, er enn halli á fiskiflotanum og fiskvinnslan stendur í járnum. Þrátt fyrir hæstu afurðaverð hafa verðhækkanirnar varla haft við þeim geysimiklu kostnaðarhækk- unum, sem orðið hafa hér á landi, sem kemur m.a. fram í því, að nú er ekkert greitt í Verðjöfnunar- sjóð af mikilvægustu útflutnings- vörunum nema loðnuafurðum. Og þótt tekizt hafi að draga úr hraða verðbólgunnar, var hún yfir 30% á siðastliðnu ári. Auk þess, sem þegar er nefnt, verður ekki litið fram hjá vaxandi skuldabyrði gagnvart útlöndum, en löng er- lend lán voru um síðustu áramót áætluð að nema 39% af þjóðar- framleiðslu árið 1976. Sambæri- leg hlutfallstala var að meðaltali 25.5% 1970—1974. Greiðslubyrð- in var á síðasta ári 17% af verð- mæti útfluttrar vöru og þjónustu og er áætluð rúmlega 18% á þessu ári. Enda þótt viðskiptakjör þjóðarinnar hafi farið batnandi að undanförnu, eru viðskiptakjör ennþá 17% lakari en þau voru á fyrsta ársfjórðungi 1974. Af þess- um staðreyndum verður að taka mið á næstu vikum og mánuðum, þegar hafizt verður handa um launaákvarðanir. Sé horft fram á veginn, er enn- fremur ljóst, að brugðið getur til beggja vona með þróun efnahags- mála á þessu ári. Efnahgsbatinn i umheiminum hefur ekki orðið eins ör og vænzt var og margir eru uggandi um framvindu efna- hagsmála í heiminum á næstunni. Islenzk utanríkisviðskipti og við- skiptakjör kunna því að breytast okkar í óhag. Þá setur ástand fiskistofna fiskveiðum verulegar skorður. Því er þó spáð, að um nokkra aukningu þjóðarfram- leiðslu og þjóðartekna verði að ræða á þessu ári. Meginviðfangs- efni aðila vinnumarkaðarins er að halda svo á málum, að niðurstöð- ur kjarasamninga stuðli að enn hindri ekki, að áfram stefni í rétta átt. Greinargerð frá framkvœmda- stjórn Vinnu- veitendasam- bands Islands Vinnuveitendasambandið telur brýnt, að á þessu ári verði enn dregið úr verðbólgu og viðskipta- halla, og leitast við að minnka erlendar skuldir. Til þess að þetta megi takst, verða kjara- samningarnir í vor að taka raun- verulegt mið af efnahagshorfum, spám um þjóðarframleiðslu, þjóðartekjur og verðlagsþróun. Akvörðun peningalauna, sem ekki tæki mið af þessu, myndi kalla yfir þjóðina i vaxandi mæli víxlhækkanir verðlags og kaup- gjalds, aukinn viðskiptahalla og gengislækkanir, rekstrarörðug- leika atvinnufyrirtækja og óvissu í atvinnumálum. Eigi áframhald- andi árangur að nást i efnahgs- málum þjóðarinnver, verður enn- fremur til að koma fyllsta aðhald í ríkisfjármálum og peningamál- um. I þeim efnum er enn frekari aðhaldsaðgerða þörf.“ 2. I spám opinberra stofnana fyrri hluta árs 1977, var talið, að þjóðartekjur gætu aukist um 3—5% á árinu 1977. En verka- lýðsfélögin gerðu kröfu til al- mennra kauphækkana upp á marga tugi og í sumum tilfellum langt á annað hundrað prósenta auk margvíslegs annars kostnaðarauka atvinnuveganna. Vinnuveitendasambandið lagði fram útreikninga yfir það, hver yrðu áhrif slíkra launahækkana á þróun framfærsluvísitölu og af- komu atvinnuveganna, en á slíkar viðvaranir var ekki hlustað. Fæst- ir heyrðu annað en það sem þeir vildu heyra. 3. Auk krafna um miklar launa- hækkanir Iagði verkalýðshreyf- ingin fram tillögur um nýtt verð- bótakerfi, sem ljóst var frá upp- hafi að myndi magna víxlhækkan- ir kaupgjalds og verðlags. For- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar lögðu áherzlu á að verðbóta- kerfi af þessu tagi væri skilyrði fyrir því, að unnt væri að lækka kaupkröfurnar. Vinnuveitendur lýstu sig reiðubúna til að ræða vísitölutillögur ASI að því til- skildu að kaupmáttaraukning sú, sem leiddi af kjarasamningum og opinberum aðgerðum í tengslum við kjarasamninga, færi ekki fram úr því, sem þjóðarbú og at- vinnuvegir fengju risið undir, og bentu á í því sambandi, að beinast lægi við að leggja til grundvallar spá Þjóðhagsstofnunar um aukn- ingu þjóðartekna á árinu 1977. Þjóðhagsstofnun spáði um það leyti 5% aukningu þjóðartekna á því ári. 4. Kunnara er en frá þrufi að segja, að fyrirvarar vinnuveit- enda varðandi vísitölumálin og varnaðarorð þeirra og annarra Dagur 60 ára Akureyri, 14. febrúar BLAÐIÐ Dagur á Akureyri varð 60 ára 12. febrúar sl. 1 tilefni afmælisins kom út hátíðarblað, þar sem rakin er saga blaðsins í stórum dráttum og þingmcnnirn- ir Ingvar Gislason, Ingi Tryggva- son og Stcfán Valgcirsson flytja blaðinu árnaðaróskir. Einnig skrifar formaður blaðstjórnar, Valur Arnþórsson, grcin í blaðið. Þar kemur m.a. fram, að senn verða gefin út tvö tölublöð í viku en hingað til hefur blaðið venju- lega verið vikublað. Valur segir að draumur og framtíðarmark blaðstjórnar sé að gefa út 5 blöð í viku, þannig að Dagur teljist í hópi dagblaða. Auk framantalinna manna eiga greinar i blaðinu þeir Eiríkur Sig- urðsson, fyrrv. skólastjóri, Björn Stefánsson og Svavar Ottesen, prentari, auk ritstjórans, Erlings Davíðssonar. Ritstjórar Dags hafa verið þeir Ingimar Eydal, Jónas Þorbergs- son, Þórólfur Sigurðsson, H:ukur Snorrason og Erlingur Daviðsson, en aðstoðarritstjórar mislangan tíma í senn þeir Friðrik Á. Brekk- an, Sigfús Halldórs frá Höfnum og Jóhann Frimann. Núverandi ritstjóri, Erlingur Davíðsson, hef- ur gegnt starfinu samfellt í 22 ár. Framkvæmdastjóri blaðsins er Jóhann Karl Sigurðsson og er hann jafnframt auglýsingastjóri. Blaðið er nú um þessar mundir að flytja skrifstofur sínar í nýtt hús- næði, sem keypt hefur verið handa blaðinu að Tryggvabraut 12. — Sv.P. voru að engu höfð við gerð kjara- samninga í fyrra. Með verkfálls- aðgerðum og sjö Vikna yfirvinnu- banni voru knúðar fram kaup- hækkanir, sem öllum, er hlut áttu að máli, var fullljóst að atvinnu- vegirnir gætu ekki borið og myndu kalla yfir þjóðina stór- felldar víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds, aukinn viðskiptahalla og gengislækkanir, rekstrar- örðugleika atvinnufyrirtækja og óvissu í atvinnumálum. Þessu hafði Vinnuveitenda- sambandið spáð og þetta hefur komið á daginn. Spyrja má, hvers vegna vinnu- veitendur hafi skrifað undir slíka kjarasamninga. Því er til að svara, að góð ráð voru dýr. Margra vikna röskun á atvinnulífi hafði þegar valdið þjóðarbúinu milljarða tjóni og þess sáust engin merki, að forystumenn launþega hefðu vilja til að lækka kröfur sínar og semja um raunhæfar kjarabætur á grundvelli fyrir- liggjandi uupplýsinga um þjóð- hagsstærðir. Vinnuveitendur völdu vinnufrið, en voru sér fylli- lega meðvitandi um að kjara- samningunum mátti jafna til nauðungarsamninga. • 5. Til þess að ekki þurfi að fara á milli mála, hversu fyrirsjáanleg efnahagsþróun síðustu mánaða var þegar í júnímánuði s.l. ári, þykir rétt að birta hér hluta úr tvenns konar spám, sem hagdeild VSI gerði þá annars vegar um þróun framfærsluvísitölu og hins vegar um þróun dollaragengis. Þessar spár voru á sínum tíma kynntar sáttanefnd. Þann 21.6. 1977 gerði hagdeild VSl spá um þróun framfærlslsu- visitölu. Spá þessi byggðist á þeim kjarasamningum, er gerðir voru milli ASl og VSI 22.6. 1977. Hér að neðan er spáin birt og auk þess framfærsluvísitalan eins og hún varð 1.8. 1977 og 1.11. 1977 ásamt nýlegri spá Hagstofunnar um þróun hennar 1.2. 1978. Hækkun framfærsluvísitölu: (var 731 stig 1.5. 1977) Spá VSt í raun: 1.11. 1977 833 840 1.2. 1978 890 933x spá Hagstofu tslands, gerð i janúar s.l. 1 spá VSl var ekki gert ráð fyrir að samningar BSRB, bankamanna og annarra, er ósamið var við, er spá þessi var gerð, yrðu hlutfalls- lega hærri en samningar ASl og vinnuveitenda, eins og raun varð á. Hagdeild VSl gerði einnig í byrjun júní 1977 spá um þróun dollaragengis. Gengið var út frá þáverandi stöðu frystiiðnaðar og gengið látið síga til að staða fryst- ingar væri sem næst núlli. Forsendur: 1. Reikningur frystingar. Vetrar- vertíðarskilyrði 1977. 2. Engar erl. verðbreytingar eigi sér stað, að undanskilinni þekktri erl. verðbólgu. 3. Gengi ísl. kr. pr. 4 192.50 m.v. maí 1977. 4. Að öðru leyti var gengið út frá tillögum sáttanefndar frá 17. maí 1977. Tillaga sáttanefndar var um minni kauphækkanir en á endan- um var um samið. Spá á grund- velli kjarasamninganna hefði þvi væntanlega hljóðað um hærra gengi dollarans og kann það að benda til þess, að þrátt fyrir nýaf- staðna gengisfellingu sé dollarinn enn ekki nógu hátt skráður miðað við að staða frystingar ætti að vera á núlli. Niðurstöður: Gengi breytist sem hér segir: Spá VSl Raunveruleg þróun dollaragengis 1.7. 1977 199.20 195.00 1.9. 1977 214.90 205.10 1.12. 1977 236.85 212.35 1.3. 1978 259.60 13.2. 254.60 (gengisfelling) Þessar átta mánaða gömlu spár fara ótrúlega nærri réttu lagi. Samt ætti það ekki að koma nein- um á óvart miðað við þá vitneskju um þjóðarbúskapinn og efnahags- lögmál sem þjóðin býr nú yfir. Spurningin rfs nú enn og aftur, hvort það sé borin von, að menn læri af reynslunni. Hertzberg Kemp Norrænir heimspek- ingar í Norræna húsinu TVEIR Norrænir heimspekingar koma hingað til lands í vikunni og halda fyrirlestra f Norræna húsinu, þeir Lars Hertzberg frá Finnlandi og Peter Kemp frá Danmörku. Lars Hertzberg eru i hópi fremstu heimspekinga í heima- landi sinu, lauk doktorsprófi frá Cornell-háskóla i Bandaríkjunum en starfar nú sem dósent í heim- speki við Helsingforsháskóla. en i erindi sinu hér mun hann fjalla um ýmsar hliðar násm- og upp- eldisaðferða, eins og t.d. Chomsky og Wittgenstein hafa skrifað um. Peter Kemp hefur skrifað margt heimspekilegs efnis en hann lauk embættisprófi í guð- fræði frá Hafnarháskóla og var síðan við nám erlendis, m.a. hjá franska heimspekingnum og rit- höfundinum Paul Ricoeur. Hann varði doktorsritgerð sina 1972 en hefur síðan kennt nútímaheim- speki við Hafnarháskóla. I Norræna húsinu talar hann um „nýju heimspekingana" frönsku. Heimspekingarnir koma hingað til landsins i boði Norræna húss- ins i samvinnu við Háskóla Is- lands en þar taka þeir þátt i „symposium" en franski heim- spekingurinn Paul Ricoeur kem- ur einnig til lands af því tilefni. FyrirlestUr Lars Hertzberg — Den moderna filosofin och synen pá manniskan — verður á morg- un, fimmtudag, kl. 20.30 en fyrir- lestur Peter Kemp, De „nye Filosoffer“ i Frankrig, verður á mánudag n.k. á sama tíma. Þann 12. þ.m. opnaði Kristfn Nikulásdóttir vatnslitamyndasýn- ingu á Mokka. Er þetta fyrsta einkasýning Kristinar. Hefur hún áður haldið sýningu i V'ogum á Vatnsleysuströnd ásamt Rúnu Gfsladóttur. Sýningin stendur yfir í 3 vikur. Æskulýðskvöld í L augar ne skirk j u DAGANA 15.—19. febrúar, mið- vikudag — sunnudag, verða hald- in æskulýðskvöld i Laugarnes- kirkju. Þá verða samkomur i kirkjunni á hverju kvöldi kl. 8.30. sem einkum eru ætlaðar ungu fólki. en allir eru velkomnir með- an húsrúm levfir. Samkomur þessar eru haldnar á vegum KFUM og KFUK i sam- vinnu við sóknarprestinn. Fyrir nokkrum árum voru ár- lega haldnar æskulýðsvikur i Laugarneskirkju á vegum þessara félaga. Þær samkomur voru vin- sælar og fjölsóttar og hafa margir saknað þeirra. Nú eru þær teknar upp aftur i þessari mynd. Yfirskrift allra samkomanna er þessi spurning: „Þekkir þú Guð?“G uð?“ Dagskrá samkomanna verður fjölbreytt, með stuttum ræðum, ávörpum, viðtölum, helgileikum og miklum söng og hljóðfæraleik. Á fyrstu samkomunni á miðviku- dagskvöld verður t.d. fluttur helgileikur um afturhvarf Páls postula. Erla Björk Jónasdóttir, stúdent. leikur á fiðlu og Stina Gisladóttir aðstoðaræskulýðsfull- trúi Þjóðkirkjunnar talar. Sóknarpresturinn. séra Jón Dalbú Hróbjartsson, mun stjórna samkomunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.