Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 Einar Benediktsson; Magnúsi Víglundssyni svarad í grein í Mbl. þann 8. febrúar um útgáfuréttinn á verkum Ein- ars Benediktssonar og Braga h.f., gerir Magnús Víglundsson það að „verkefni" afkomenda Einars, sem svo er að skilja, að þeir hafi lengi stundað fy'rir dómstóium, að sanna að hann „... hafi ekki verið með réttu ráði hin siðari æviár sín“. Er með þessu' væntanlega reynt að gefa í skyn, að afkom- endur Einars séu meir en lítið skreytingarlausir um minningu hans, sem Bragi h.f. og þá væntanlega einkum Magnús sjálf- ur, haldi virðulega á loft, enda til þess kallaðir með „samningi" frá árinu 1938, sem Magnús segist hafa en hefur ekki viljað flíka og nefnir spil sem ekki megi sýna fyrr en tími er til kominn. Frá því segir annars ekki, að Magnús Víglundsson hafi verið meðal stofnenda félagsins Braga í janúar 1938. Af æviágripi hans í uppsláttarbók verður ráðið, að hann hafi þá dvalizt í Bilbao eða við verzlunarstörf í Reykjavík. bað virðist vera síðar að hann kemur til skjaianna í Braga h.f. og tekur að reka skáldið Einar Benediktsson sem eins konar einkafyrirtæki með mörgum öðr- um verzlunar- eða atvinnurekstri. Stofnendur Braga h.f., og aðrir, sem þar urðu félagar skömmu eft- ir stofnun, eru nú allir látnir og ekki er mér kunnugt hvort þeir eða nokkur annar maður en Magnús Víglundsson sjálfur hafi ætlað honum það hlutverk við Einar Benediktsson, sem hann virðist telja sér eðlilegt og sjálf- sagt. Föðursystkini mín, sem enn eru á lífi, og við sonarbörn Einars, sem nú höfum höfðað mál vegna útgáfuréttarins, teljum það ekki bera vott um skort á ást og virð- ingu við minningu Einars Bene- diktssonar að það komi fram af okkar hálfu, enda alkunna, að hann var á efri árum svo mjög ellihrumur og farinn að heilsu, að „samningur" hans við Braga h.f. er ekki marktækur. Þennan „samning", sem verður spilað út af Magnúsi Víglundssyni, ber því að ógilda með því að aðrar leiðir virðast ekki fyrir hendi til að út- gáfurétturinn falli til þeirra, sem hann réttilega eiga. Með Einar fór svo í ellinni, sem ekki er óalgengt um gamalmenni, að hann hrörn- aði óðfluga andlega. Ekki kastar slíkt að mínu viti minnstu rýrð á líf og störf þess fólks áður meðan fullrar andlegrar heilsu naut við. Magnús Víglundsson vill gera þetta að feimnismáli hvað Einar Benediktsson snertir og reynir að ófrægja afkomendur hans fyrir að nefna þetta heilsuleysi hans. Slíkt hlýtur aðeins að gera mál- flutning Magnúsar tortryggilegan og hann sjálfan að minni manni. En hvað þetta snertir kemur mér ekki til hugar að ætla, að meðan Einar var og hét myndi hann hafa selt Braga h.f. verk sín svo sem Magnús Víglundsson telur víst tvfmælalaust að spil hans sýni. Magnús Víglundsson fer með rangt mál, er hann ræðir „nei- kvæð erindislok“ fyrir dómstól- um í fyrri tilraunum erfingja Ein- ars að fá til sfn útgáfuréttinn. Dómstólar hafa enn ekki kveðið upp efnisúrskurð um útgáfurétt- Einar Benediktsson Einar Benediktsson inn. Það er fyrst nú, að reynt skal til fullnustu á réttarstöðuna. Magnús víkur að þætti Níels P. Dungal eða krufningsskýrslu hans í málaferlum um þetta á árunum 1945 til 1947, sem betur hefðu verið leidd til lykta. Af því varð ekki vegna rangs og furðu- lega illkvittnislegs orðróms um efni krufningsskýrslunnar, sem ekki var leiðréttur af þeim, sem það áttu ofurvel að geta og því sat Bragi h.f. áfram með illa fenginn „rétt“ sinn til útgáfu. Magnús seg- ist ekki vita nánar um þau mál og gefur þá víst í skyn, að hann sem stjórnarformaður Braga h.f. sé yfir slíkt hafinn. En það sem hann þó telur sig vita um afstöðu Niels P. Dungal i þessum efnum er ekki það, sem máli skiptir. Magnús Víglundsson talar um þjóðardóm, sem ekki verði áfrýj- að, án þess að virðast gera sér neina grein fyrir því um hvað fólk á að dæma. Hér er um að ræða það siðferðilega atriði, hvort það eigi að viðgangast að aðrir hafi notað sér hrumleik allt að því örvasa gamalmennis til samnings- gerðar við hann um ráðstöfun á öllum hans andans verkum fyrir lítilfjörlega upphæð. Cr því að Magnús Víglundsson vill vísa þessu til dóms íslenzku þjóðarinn- ar, sem ekki verði áfrýjað, vil ég taka fram, að þann dóm óttast ég ekki og geng sömuleiðis ótrauður með þetta mál fyrir dómstóla. Magnús Víglundsson virðist horfa hreykinn um öxl að því er varðar útgáfustarfsemi og önnur umsvif Braga h.f. og nú mega menn vita, að þau störf hafa meira að segja snert seðlaútgáfu á íslandi. Vonandi hverfa 5000 króna seðlarnir þó ekki alveg úr umferð við þessi tíðindi og þá hvatningu Magnúsar, að fólk taki nú að safna þeim. I þessari úttekt hans á starfsemi Braga h.f. er þó ekki minnzt á styttuna á Mikla- túni, sem félagið á að hafa gefið Reykjavíkurborg fyrir arðinn af útgáfustarfseminni undir hyggi- legri fjármálastjórn Magnúsar. Megi allir hluthafarnir vera jafn ánægðir með það örlæti, en ef þetta fé hefði komið sér vel að öðrum notum, hygg ég ekki að Reykvíkingar hefðu talið eftir sér að greiða styttuna sjálfir. Ragnar Aðalsteinsson hrl. veitti Mbl. upp- lýsingar um málshöfðun erfingja Einars og tel ég það sjálfsagt, ef satt er, svo sem ég fregna, að þetta mál veki nokkra athygli meðal fólks. Fjölmiðlar leita víða fanga og ættu eins að geta snúið sér til lögmanna sem annarra. Magnús Víglundsson kemur að því í misheppnaðri gagnrýni á Ragnar, að Bjarni heitinn Bene- diktsson hafi ritað formálann að sýnisbók kvæða Einars, sem Al- menna bókafélagið gaf út þá er Bjarni var formaður þess. Ég leyfi mér hinsvegar að draga í efa, að Bjarni Benediktsson eða Almenna bókafélagið hefðu kært sig um þessa samvinnu við Braga h.f., ef þá hefði verið að draga i ljós hver staðan var og er um útgáfuréttinn. Þær fjaðrir mikils velsæmis, sem Magnús vill nota sér til skrauts með þessari upp- rifjun, henta því alls ekki. Það var annars gott að bókin seldist vel en ekki trúi ég að þetta kvæðasafn Einars hafi selzt betur vegna þáttar Magnúsar í kvæða- valinu, sem aðallega var i hönd- um Péturs heitins Sigurðssonar, háskólaritara, sem kunnáttu- manns um slika hluti. Það er min skoðun, að Bragi h.f. hafi alls ekki staðið svo sem skyldi að útgáfum verka Einars og ekki er ég einn um það. Magn- ús Víglundsson segist hafa vonað, að gleymt væri „bókarkver“ það, sem hann svo óvirðulega nefnir Helgafellsútgáfu snilldarritgerð- ar Sigurðar Nordal um afa minn. Ekki hygg ég að svo sé, né heldur hvað Nordal segir þar í formála, þ.e. að hátíðarútgáfa Braga „... hafi af orsökum, sem ég átti eng- an hlut að, komizt i hendur miklu færri manna en til var ætlazt og ritgerðin líklega í hendur enn færri af þeim, sem ég hefði helzt kosið“. Ekki veit ég betur en að verk Einars hafi i tið Braga h.f. verið ófáanleg langtimum saman, a.m.k. í þeim búningi, sem fólk kýs sér bækur til lestrar og ekki auglýsinga um sýndarmennsku. Ötalið er, að fyrir löngu hefði átt að stefna að visindalega undirbú- inni heildarútgáfu því sem næst alls, sem eftir Einar liggur. Ekki hefur slíks verið að vænta af Braga h.f. undir stjórn Magnúsar Viglundssonar, sem nú gerði það bezt að hætta öllum afskiptum af þessari útgáfustarfsemi, enda honum óviðkomandi mál, og fá í hendur erfingjum Einars, sem telja sig fullfæra og sjálfkjörna til umsjár þess og annars, sem þeim réttilega ber. Parfs, 11. febrúar 1978 Dr. Jón Gislason: Fomgrískir leikirí lióðum eða lausu máli Dr. Jón Gfslason Þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einarsson, getur þess hér í blað- inu 9. febrúar, að í þann veginn séu að hefjast sýningar á Oidípús konungi (Það er hin griska mynd nafnsins, ekki Ödípus, sem er latneska myndin). Er það að sjálf- sögðu ánægjuefni. En þjóðleikhússtjóri getur þess um leið, að skortur á þýðingum i bundnu máli hafi hamlað því, að’ Þjóðleikhúsið gæti ráðizt i að flytja „hin frægu grísku leikhús- verk“. (Hér mætti þá minna á þýðingu Sigfúsar Blöndals á Bakkynjum Evripídesar, sem er í bundnu máli). Þessi ummæli þjóðleikhús- stjóra hljóta að vekja þá spurn- ingu, hvort alls ekki komi til greina að flytja þessi verk i lausu máli. Eg tel víst, að ýmsir hafi ekki sama smekk og ég i þessu máli, þ.e.a.s. að leiðast flutningur leikrita í ljóðum. Að minum dómi fer margt af því, sem flutt er, forgörðum við misjafnlega vel- heppnaðar tilraunir leikara til að láta ljóðin njóta sin sem ljóð. Aherzlur verða óeðlilegar, flutn- ingur oft og einatt tilgerðarlegur og truflandi, svo að áheyrendur missa af ýmsu og verða ruglaðir í riminu. (Að vísu er það bót i máli, að leikhúsgestir eiga þess kost að hafa ísl. þýðingu sér við hönd á sýningu, því að hún á að birtast þegar fyrsta sýningardaginn). Þó að frumtextinn sé í bundnu máli, þá verða menn að hafa i huga, að hér er um texta við tón- verk að ræða, tónlist, sem nú er glötuð. Harmleikaskáldin grisku voru eigi aðeins skáld, þau voru einnig tónskáld. En tónarnir eru dánir út fyrir tvö þúsund árum og við höfum aðeins textann. Og þar sem laust mál nýtur sín betur á leiksviði en ljóð, að núnum dómi, skila þessi verk sér betur til áheyrenda í lausu máli en bundnu. Nú kynni einhver að segjá, að höfundur þessa greinarkorns væri ekki óvilhallur dómari, þar sem eftir hann hefðu birzt á und- anförnum árum allmargar þýð- ingar grískra harmleika í óbundnu máli, en engin þeirra þó verið sýnd á opinberu leiksviði. Því er ekki að neita, að mig hefur stundum furðað á þessu. Guðlaugar sál. Rósinkranz bað mig fyrir mörgum árum að þýða fyrir sig „Oidípús konung“. Varð ég við þeirri beiðni. En svo leið og beið og ekkert gerðist. Ég innti Guðlaug eftir þessu, en hann gaf litið út á það annað en að ein- hverjir væru þessu mótfallnir og þeir gætu skaðað sýningu, ef í hana yrði ráðizt. Að visu var handritið fjölritað í hæfilega mörgum eintökum handa leikur- um við æfingar, en þar við sat. Kannski er skýringin fólgin í því, sem kunnugur upplýsti mig um löngu seinna: „Leikararnir eru allir á móti þér“. — Mig furð- aði nokkuð á þessari fyllyrðingu i fyrstu, en þegar ég fór að hug- leiða hana nánar, var ýmislegt, sem benti til að hún væri ekki úr lausu lofti gripin. Bæði varð mér hugsað til þeirrar meðferðar, sem handrit mitt hafði sætt í Þjóðleik- húsinu og sömuleiðis var sem ég kæmi að lokuðum dyrum, hvar sem leikarar höfðu bæði tögl og hagldir. Ég fór t.a.m. á fund Jóns Þórarinssonar i Sjónvarpinu og stakk upp á þvi við hann að taka til sýningar í Sjónvarpi leikrit eftir Evrípídes. Hann tók á öllu líklega. Taldi það m.a. kost, hve sviðsútbúnaður gæti verið ein- faldur og þvi ódýr, auk þess sem um gott verk væri að ræða. Síðan heyrðist ekkert frekar um málið þaðan. Ég spurði leiklistarstjóra hljóðvarps um möguíeika á að flytja eitthvert af verkum harm- leikaskáldanna grísku þar. Eg fékk hreint afsvar, því að það bryti í bága við starfsáætlun þá sem farið væri eftir o.s.frv. Þó var það einmitt Ríkisútvarp- ið, sem flutti á sínum tíma fyrstu þýðingu mína „Antigonu" Sófoklesar, undir leikstjórn Indr- iða Waage. Var það þá frumkvæði Ríkisútvarpsins, en ekki sam- kvæmt málaleitan minni. Þótti sá flutningur vel takast, svo sem get- ið var í blöðum, enda var leik- stjórn Indriða, sem vænta mátti, frábær. Nú kynni samt einhver að segja: „Skýringin er ofur einföld. Þessar þýðingar Jóns eru alveg ómögulegar“. — Þessi skýring er handhæg, einkum gagnvart fólki, sem erfitt á með að mynda sér sjálfstæða skoðun, en ég held, að hún sé ekki rétt. Ymsir menn, sem ég verð að telja dómbæra í þessu efni, hafa talið þýðingar mínar góðar, enda hefði Menn- ingarsjóður og ísafoldarprent- smiðja vart tekið þær til birting- ar, ef þær væru óalandi og óferj- andi. En hér er við einhvern ósýni- legan óvin að kljást, sem ekki er gott að hafa hendur í hári á. Hann hagar sér eins og Refsinornir, rekur slóð fórnarlambsins og gef- ur því engin grið. En látum það liggja á milli hluta að sinni. „Oresteia" er viðurkennt eitt mesta afrek leikbókmenntanna fyrr og siðar. Þetta leikhúsverk er til í íslenzkri þýðingu, sem ég hef að vísu gert, en kynni þrátt fyrir það að hafa varðveitt eitthvað af sinum upprunalega þrótti. Nú vildi ég bera fram þá áskor- un, að einhver snjall leikhússtjóri og fordómalaus tæki sér fyrir hendur að koma þessu verki á svið með hæfum samstarfsmönn- um. Þá fengist úr þvi skorið, hvort frágangssök sé að sýna griskan harmleik í lausu máli. Jón Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.