Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1978 Járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga: „MENGUNIN var okkar fyrsta verulega vandamál hér við hönnun og byggingu verk- smiðjunnar, en þar á cg fyrst og fremst við reykmyndun,“ sagði Jón Steingrímsson verk- fræðingur við Járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga á fundi með fréttamönnum í s.l. viku. „En eftir þær varnir sem hér verða gerðar er þessi úr- gangur alls ekki skaðlegur, hvorki dýrum né lífríki, en gæti á mjög lognkyrrum degi Jón Steingrímsson, verkfræð- ingur Járnblendifélagsins Aðalmengunarvarnartækin munu rísa norður af stöðvarhúsinu á Grundartanga, en nú er verið að vinna við undirstöðubyggingu fyrir þau. það hefur komið i ljós að það verður mjög fljótlega ónothæft til endurvinnslu. Með starfsleyfi því sem verk- smiðjan hefur nú fengið eru í fyrsta sinn sett ákveðin meng- unarmörk, eða 100 milligrömm á rúmmetra utanhúss og 5 milli- grömm á rúmmetra innanhúss. Ryksuga sú er verður í ofn- húsinu er áætlað að verði þann- ig úr garði gerð að fjöldi stúta verði víða um bygginguna sem síðan verði hægt að tengja slöngu við en þetta kemur í veg fyrir flutning á sjálfri ryksug- unni. Þá er rétt að taka fram, að ef byggja ætti yfir sjálf hreinsi- tækin sem geyma rykið myndi það kosta jafnmikið og að byggja yfir allt starfsliðið hér að staðnum. Með setningu laganna um verksmiðjuna á árinu 1975 var strax hafist handaum umhverf- isrannsóknir, annars vegar loft- rannsóknir og hins vegar lífrik- isrannsóknir og er nauðsynlegt að þessu verki verði lokið áður en verksmiðjan fer í gang á næsta ári. „Mengunarvarnir 6% af kostnaðarverði” — verda þær langfullkomnustu hér á landi orðið frekar hvimiciður fyrir augað að sjá móðuna sem myndaðist. Heildarkostnaður við meng- unarvarnir hér í verksmiðjunni verður um 6% af heildarkostn- aði, eða rétt innan við 2 millj- arðar króna, en samkvæmt út- reikningum Union Carbite sem voru hér á undan Elkem hljóð- aði útreikningur þessi upp-á 1/6 hluta kostnaðarverðs sem færi í mengunarvarnir, en með nýrri aðferðum hefur tekist að koma þessum kostnaði þetta mikið niður án þess að gæði varanna minnkaði. Þetta mengunarkerfi sem hér verður sett upp er eins konar ryksuga sem á margan hátt vinnur eftir sömu aðferðum og venjuleg heimilisrykuSga. Verður hún annars vegar innan húss og hins vegar utanhúss. Með þessum vörnum tekst okk- ur að útiloka að minnsta kosti 99% af allri mengun og ef vel tekst til verður það 99,9% sem tekst að hemja. Þessu mengunarryki er síðan blandað saman við vökva þann- ig að það verður í formi köggla og flutt til Sementverksmiðj- unnar þar sem það verður not- að sem bætiefni í sementsfram- leiðslu. Nokkrar hugmyndir hafa ver- ið uppi hjá okkur um endur- vinnslu þessa úrgangsryks, en Af þeim 100.000. tonnum af kvartsi sem eru notuð í fram- leiðsluna er reiknað með að 15% af ryki skiljist frá sem mengun, eða um 15000 tonn á ári. I sambandi við hávaðameng- un er rétt að taka það fram að hávaðinn er langmestur á þeim stað þar sem grjótið er malað, en þar eru allir veggir hljóðein- angraðir, svo að hávaði verður langt undir þeim mörkum sem leyfileg eru, sagði Jón að lok- um. 24 brautskráðir frá Tækniskóla íslands TÆKNISKÓLI Islands útskrifaði í lok haustannar ‘77 alls 5 hygg- ingatækna, 7 raftækna og 12 hyggingatæknifræðinga. I frétí frá skólanum segir svo um braut- skráninguna: Nýjasti árangur af víðleitní Tækniskóla Islands til að svara þörfum þjóðfélagsins fyrir margs konar tæknimenntun er braut- skráning 5 byggingatækna, þann 20. des. s.l. Hugmyndin er að bygginga- tæknarnir muni einkum starfa sem byggingastjórar, verkstjórar, eftirlitsmenn, verktakar, sölu- menn og innkáupastjórar; og í minna mæli sem aðstoðarmenn á rannsóknarstofum og starfsmenn á verkfræðistofum eða við land- mælingar. Næst hefst kennsla á þessari námsbraut í september 1978. Sama dag voru brautskráðir 7 raftæknar og eru þeir þar með orðnir 44 frá skólanum á 6 ár- göngum. Raftæknar hafa víða haslað sér völl og menntunin reynst hin nytsamasta. Loks voru brautskráðir 12 bygg- ingatæknifræðingar, og fylla þeir þar með töluna 118 frá skólanum á 7 árgöngum. Valgreinarverkefni voru í þetta sinn 5 í þolhönnun, 4 í lögnum og 3 i rekstri. Valgreinastjórar voru verkfræðingarnir Þór Aðalsteins- son, Guðmundur Halldórsson og Jón Böðvarsson. Nám tæknanna tekur 2'/i ár eft- ir sveinspróf en tæknifræðing- anna 5'A ár. Menntun meinatækna er þó með öðrum hætti og tekur 2 ár eftir stúdentspróf. Brautskráning fer jafnan fram 1, okt. og er fjöldi þeirra orðinn 165 á 10 árgöngum. I haust var upp tekið svokallað áfangakerfi í Tækniskólanum og hefur það gefist mjög vel. Fjöldi nemenda. á haustönn var nálega 300. Sendiherra í Kenya Haraldur Kröyer sendiherra af- henti Jomo Kényatta Kenyafor- seta trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra Islands í Kenya með aðsetri í Genf 10. febrúar sl. Ný gullsmíðaverzlun var nýlega opnuð í nýju verzlunar- og skrifstofuhúsnæði á Laugavegi 71 í Reykjavík. Eigandi verzlunarinnar er Ulrich F'alkner gullsmiður sem áður var með verzlun við Lækjartorg. I hinni nýju verzlun verður veitt alhliða þjónusta á svíði gullsmfði. A þessari mynd er eigandi verzlunar- innar, Ulrich Falkner, ásamt konu sinni og tveimur starfsstúlk- um. Ljósm. K.O. Byggingatæknar, talið frá vinstri: Gestur Björnsson, Jón Guðmunds- son, Bjarni Snæbjörnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og Karl Ragnarsson. Byggingatæknifræðingar, talið frá vinstri, fremri röð: Sveinn Karls- son, Olafur Stefánsson, Stefán Finnsson, Steingrímur Hauksson, Stefán Veturliðason. Aftari röð: Sveinn Kristjánsson, Hermann Her- mannsson, Ingólfur Margeirsson, Gísli Gunnlaugsson, Baldur Bjart- marsson, Haukur Helgason og Atli Hauksson. Raftæknar, talið frá vinstri: Stefán Arngrímsson, Björn Ingvarsson, Kristinn Kristinsson, Sigmar Guðbjörnsson, Magnús Björnsson og Agúst Jónsson. A m.vndina vantar Guðmund Þorleifsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.