Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 16 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfuiltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Miðar að launajöfnuði að er kunnara en frá þurfi að segja, að nú um alllangt skeið hafa margir keppzt um að lýsa yfir því, að nauðsynlegt sé að ná kjarasamningum, sem miði að launajöfnuði, því að það sé óeðli- legt í okkar litla þjóðfélagi, að of breitt bii sé á milli launa þeirra, sem hæstar tekjur hafa og hinna sem tekjulægstir eru. En það er öllum jafn kunnugt, að þessi launajafnaðarstefna hefur yfir- leitt farið úr böndunum og í kjarasamningum, ekki sizt þeim, sem síðast voru gerðir við laun- þegasamtökin, fengu ýmsir hóp- ar, sem hæst eru launaðir, mun meiri kjarabætur heldur en það fólk, sem ber hvað minnst úr být- um. Morgunblaðið hefur margoft lagt áherzlu á launajöfnuð vegna þess, að það getur boðið ýmsum hættum heim, ef bilið milli hæstu og lægstu launa breikkar jafnt og þétt í okkar litla, stéttlausa þjóð- félagi, þar sem hver ber sig sam- an við annan. Hitt er svo annað mál, að í engu þjóðfélagi ríkir fullkominn launajöfnuður og lík- lega er bilið breiðast í kommún- istaríkjunum, milli þeirra, sem minnst bera úr býtum og yfir- stéttarinnar, sem hefur hæst laun. Sovézkir kommúnistar hafa viðurkennt þessa staðreynd og segja, að það dragi úr vinnuaf- köstum og áhuga launafólks, ef allir fá sömu laun og ekkert tillit sé tekið til menntunar, hæfileika og ábyrgðar. Það er ekki langt síðan um þetta var m.a. rætt i athyglisverðri grein i Þjóðviljan- um, þar sem einn helzti hug- myndasmiður blaðsins, sem stundaði á sínum tíma nám í Sovétrikjunum og þekkir þar til ýmsum öðrum fremur, benti á þessa erfiðleika ríkisstjórnar, sem þykist hafa stéttleysi og full- kominn launajöfnuð að leiðar- ljósi. Því hefur ekki verið mótmælt, enda ekki hægt, að samkvæmt efnahagsfrumvarpi ríkisstjórnar- innar eru laun hinna lægstiaun- uðu minnst skert og raunar svo, að með barnabótum, niðurgreiðsl- um o.fl. má fullyrða, að tekju- lægstu launþegar haldi þeim lífs- kjörum, sem ráð var fyrir gert í siðustu kjarasamningum. Skerð- ing verðbótaákvæða kjarasamn- inga kemur mjög mismunandi niður á einstaklingum, eftir því, hve háar tekjur þeir hafa. A lágu launin er skerðingin ekki nema um 20%, þ.e. að verðbætur koma að 8/10 hlutum til framkvæmda, en hins vegar fer skerðing vísitöl- unnar eða verðbótanna stighækk- andi með hækkandi tekjum og verður mest helmingur við 176 þús. kr. mánaðarlaun og breytist ekki eftir það, þótt laun hækki. I forystugrein Morgunblaðsins i gær var vitnað í athugasemd 2. gr. frumvarps ríkisstjórnarinnar, þar sem sýnt er fram á, hvernig ráð- gert er að vernda laun hinna tekjulægstu — og er óþarfi að endurtaka tilvitnunina um þetta atriði í frumvarpinu. Hins vegar er ástæða til að minna rækilega á þær tillögur í frumvarpinu, sem miða að því að milda áhrif helm- ingunar verðbóta á kaupmátt og lífskjör almennings og lækka verðlag með nokkurri lækkun skatta og aukningu niður- greiðslna eins og fyrr greinir. Barnabætur eru hækkaðar um 5%, en það léttir skattbyrði barn- margra fjölskyldna og gert er ráð fyrir Iækkun vörugjalds úr 18% í 16%. Þá er gert ráð fyrir, að bæt- ur almannatrygginga hækki með launum frá sama tíma, og er það nýmæli, en auk þess er gert ráð fyrir ' sérstakri hækkun tekju- tryggingar og heimilisuppbótar umfram launahækkun hinn 1. marz nk. Loks hyggst ríkisstjórn- in auka niðurgreiðslur landbún- aðarvöruverðs um 1300 millj. kr. en það jafngildir 1 % í kaupmætti ráðstöfunartekna. Kaupmáttaráhrif þeirra ráð- stafana, sem hér hafa verið nefndar jafngilda þegar allt er talið saman, tæplega 1!4% aukn- ingu kaupmáttar ráðstöfunar- tekna frá því, sem ella hefði orð- ið. Með þessu gæti kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann árið 1978 orðið nálægt því sá sami og á árinu 1977, en þá var hann u.þ.b. jafn mikill og hann hefur mestur orðið áður. Hér er að vísu um að ræða nokkra kaupmáttarfórn frá því, sem að var stefnt með kjara- samningunum, en sá kaupmáttur var sýnd veiði, en ekki gefin — eins og Geir Hallgrímsson forsæt- isráðherra komst að orði í ræðu sinni um ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum. Hins vegar kvað hann nú von til þess að takast mætti að treysta þann kaupmátt, sem náðist á siðasta ári. Að lokum má geta þess, að það er merkt nýmæli í frumvarpinu að vernda láglaun með sérstökum ákvæðum, en í fyrirætlunum Vinstri stjórnarinnar 1974 var ákveðið, að allar verðbætur yrðu afnumdar og þá hrærði verkalýðs- forystan hvorki legg né lið. Harkaleg afstaða hennar nú styngi því mjög í stúf við viðbrögð hennar 1974, og ef til kæmu ein- hverjar drastískar ráðstafanir af hennar hálfu, þætti flestum aug- ljóst, að viðbrögð hennar færu ekki eftir málefnum heldur þvf, hverjir stjórna landinu hverju sinni. Stéttaátök eru undirrót verð- bólgunnar, eins og margoft hefur komið fram, nú síðast hjá einum helzta leiðtoga Alþýðubandalags- ins og ættu menn ekki að gleyma því i hita baráttunnar. Ef verka- lýðsforystan vill slá skjaldborg um kjör hinna lægstlaunuðu, á hún nú leik á borði. I sl. kjara- samningum 1974—1977 hefur hin opinbera stefna verkalýðshreyf- ingarinnar verið að gera láglauna- samninga, en klókir samninga- menn hafa jafnan komizt undan þeirri stefnu og tryggt hátekju- mönnum í launþegasamtökunum meiri hækkanir en lágtekjufólki. Vernd hinna lægstlaunuðu skv. efnahagsfrumvarpinu er einn já- kvæðasti þáttur þess og um leið eitt helzta nýmæli. Þess er að vænta, að verkalýðsforystan meti það, að sérstakt tillit er tekið til þeirra, sem helzt eiga undir högg að sækja i kaupgjaldsmálum hér á landi. Ekki svaraverður skætingur au eru farin að tíðkast aftur hin breiðu spjótin í stjórnmálaumræðum á Islandi, enda senn komið að kosningum. Jafnvel Alþýðublaðið er að fara á taugum og reynir nú að hælbíta Morgunblaðið með sleggjudómum og gífuryrðum, sem eru ekki svaraverð, hversu oft sem þau verða endurtekin (og lesin upp i ríkisútvalpinu með angurblíðri morguntónlist). Skinhelgi blaðs- ins og aðstandenda þess er öllum kunn. Magnús Kjartansson segir í grein í blaði sínu í gær m.a., að þeir nýkratar eða framagosar, eins og hann kallar þá, sprikli í fúafeni og sökkvi æ dýpra, minnir m.a. á, að eitt atriði forðist þeir og blað þeirra eins og heitan eldinn, þ.e. að geta þess, að „enginn ís- lenzkur stjórnmálaflokkur hefur gert sig sekan um jafn mikið sið- leysi í peningamálum og Alþýðu- flokkurinn." Við bíðum eftir að Alþýðublaðið rifji það upp, næst þegar það kallar Morgunblaðið „sorpblað". Nú er reynt að fullyrða, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sök á öllum fjársvikamálum, sem upp koma, m.a. kveður við þennan kosningatón í Þjóðviljanum í æ ríkara mæli. En þá mætti spyrja: bera Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur ábyrgð á einu mesta fjár- málahneyksli hér á landi á sið- ustu árum, Alþýðubankahneyksl- inu? Lítið í eigin barm, herrar minir! En Morgunblaðið mun ekki kveða upp neinn dóm um það frekar en annað. Það litur ekki á sig sem dómstól og hefur aldrei gert. Rannsóknir refsimála eru í höndum þeirra opinberu aðila, sem til þess eru kvaddir lögum samkvæmt. Og dómstólar kveða upp dóma, en hvorki blaðamenn né aðrir. Við skulum vona, að Alþýðublaðið taki nú ekki upp á þvi, sama og gula pressan og skunkurinn — að verja sig með vondri lykt. Skipstjórafélag Norðlend- inga er 60 ára i dag, en það var stofnað í mikilli harðinda- og hafisatíð 13. febrúar 1918 Einn af helstu frum- kvöðlum félagsstofnunarinn- ar var Stefán Jónasson, sem er enn á lífi, 96 ára að aldri. Hann var kosinn fyrsti for- maður félagsins, en aðrir í fyrstu stjórninni voru Sigurð- ur Sumarliðason og Jón E. Bergsveinsson: Stofnendur voru 18 skipstjórar, og stofn- fundurinn var haldinn í Templarahúsinu (samkomu- húsi baejarins) Tilgangurinn með félágs- stofnuninni var margþættur, m a. að efla hag og vernda réttindi skipstjóra og stýri- manna á Norðurlandi, stuðla að bættum vitum og siglingamerkjum og hvers konar slysavörnum og styrkja þá félagsmenn, sem yrðu fyr- Frá vinstri: Kristján Stefánsson, Egill Jóhanns- son, Jónas Þorsteinsson og Björn Baldvinsson. 10 félagsfundi á ári Hin sið- ari ár hefur félagsfundum fækkað stórlega, en stjórnar- fundir verið því fleiri. Eitt sinn var rætt um framboð til bæjarstjórnar i samvinnu við Iðnaðarmannafélag Akureyr- ar, og einnig var barist fyrir því að fá fulltrúa i stjórn Síldarverksmiðja ríkisins á sinni tíð Félagið eignaðist félagsfána árið 1939, og sama ár gekk það í Far- manna- og fiskimannasam- band íslands. Félagsmenn frá upphafi hafa verið um 340, en nú eru þeir 84 Félagssvæðið er Norðurland og Norðaustur- land að og með Vopnafirði. Félagið hefir opna skrifstofu á Akureyri hálfan daginn, og Skipstjórafélag Norðlendinga 60ára ir slysum, og vandamenn þeirra. Meðal mála, sem félagið hefir barist fyrir, má nefna hafnarbætur og bætt innsigl- ingarmerki á Akureyri og gerð skipakvíar þar, uppsetn- ing þokulúðurs við innsigl- ingu til Siglufjarðar, nám- skeið fyrir matsveina, ýmis- konar réttindamál, skipa- skoðunarmál, sjókortagerð og mæling siglingaleiða, m a um Málmeyjarsund auk skemmtanahalds og félags- og fundarstarfa, en fyrstu lögin mæltu fyrir um minnst félagsstarfið stendur með miklum blóma. Félagið á nú orlofshús í Hraunborgum i Grímsnesi. 266 félagsfundir hafa verið bókaðir frá upp- hafi, þar af 59 aðalfundir 68 menn hafa setið i stjórn, varastjórn eða verið endur- skoðendur reikninga frá upp- hafi. Formaður var lengst Benedikt Steingrímsson, en einnig voru lengi formenn þeir Aðalsteinn Magnússon, Þorsteinn Stefánsson, Björn Baldvinsson, Guðmundur Guðmundsson og Baldvin Þorsteínsson. — Friðþjófur Gunnlaugsson hefir verið lengst ritari og Sigurður Sumarliðason lengst gjald- keri. — Júlíus Júliniusson var endurskoðandi í 44 ár og víð stjórnarstörf lengst allra félagsmanna eða i 53 ár Heiðursfélagar Skipstjóra- félags Norðlendinga hafa þessir verið: Ásgrímur Guð- mundsson (1921), Benedikt Steingrimsson, Jón E. Berg- sveinsson og Sigurður Sum- arliðason (1943), Egill Jó- hannsson og Þorsteinn Stefánsson (1954) — Á stjórnarfundi 5 janúarsl var einróma samþykkt að gera þá Björn Baldvinsson og Stefán Jónasson að heiðurs- félögum, og voru heiðurs- skjölin afhent á kaffisamsæti, sem félagið hélt í gær i tilefní sextugsafmælisins. Stefán Jónasson gat ekki verið við- staddur vegna lasleika, en sonur hans, Kristján Stefáns- son, veitti skjali föður síns viðtöku fyrir hans hönd Egill Jóhannsson, hinn eini af þeim heiðursfélögum, sem fyrir voru og enn eru á lifi, sat afmælisfagnaðinn og rifj- aði m.a. upp skemmtilegar endurminningar frá sjósókn- arárum sínum Formaður fé- lagsins, Jónas Þorsteinsson, stýrði hófinu, rakti sögu fé- lagsins og afhenti heiðurs- skjölin Núverandi stjórn Skip- stjórafélags Norðlendinga skipa þessir menn: Jónas Þorsteinsson, formaður, Baldvin Þorsteinsson, vara- formaður, Þorsteinn Vil- helmsson, gjaldkeri, Friðþjóf- ur Gunnlaugsson, ritari, og Áki Stefánsson, Björn Bald- vinsson og Gunnar Arason meðstjórnendur Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.