Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 17 Sykurát og hirðu- leysi al- gengustu orsakir tann- skemmda staða. þess hvernig gengur í frámtíðinni að vinna með börn- unum. I þessum fyrsta tíma skoðum við þau einungis og tökum e.t.v. myndir. Þeir félagar sögðu að þessi fyrsti tími væri sem sé aðallega gagnasöfnun. Þetta væri tími sem sumir tannlæknar teldu ekki endilega nauðsynlegan. Sumir foreldrar hefðu heldur ekki fullan skilning á því að vinna þannig. Þá sögðust þeir yfirleitt ekki nota sloppa, það kæmi fyrir að börn hefðu slæma reynslu af mönnum í hvítum sloppum og því gætu þau heimfært þá reynslu yfir á tannlækninn. Það væri heldur ekki skilyrði að tannlæknir væri í slopp við vinnu sína. Miklar tannskemmdir Þá var rætt nokkuð um tíðni tannskemmda: Magnús: Af börnum 2—3 ára eru um það bil 50% barna með skemmda tönn, sum 4—6 Ólafur Höskuldsson t.h. og Magnús Kristinsson. Ljósm. ÓIK.M. Allt að helmingur bama með skemmdar tennur / - segja tannlæknarnir Olafur Höskuldsson og Magnús Kristinsson ÞAÐ MUN lengi hafa verið vit- að að tannskemmdir meðal ts- lcndinga eru hinar mestu sem þekkjast og samkvæmt könnun er gerð var fyrir nokkrum árum hafa um 50% barna á aldrinum 2—3 ára skemmda tönn jafnvel 4—6. Þegar þau eru orðin 5 ára er hlutfallið komið í um 75% og tennurnar 4—8. Til að ræða um þessi mál, tannhirðingu, flúor, hvernig verjast megi tannskemmdum og ýmislegt fleira leitaði Mbl. til tveggja tannlækna, Magnús- ar Kristinssonar og Ólafs Höskuldsonar. Ólafur Höskuldsson hefur sérmenntað sig i barnatann- lækningum, var hann við fram- haldsnám í Bandaríkjunum óg Magnús Kristinsson, sem út- skrifaðist úr tannlæknadeild Háskólans fyrir um tveimur ár- um, hefur einkum stundað barnatannlækningar. Þeir voru í upphafi spurðir að því hvort börnin væru „skemmtilegra" viðfangsefni en hinir full- orðnu: Magnús: Mér finnst betra að eiga við börnin, þau eru um það bil 80% af mínum sjúklingum, og er ég á einhvern hátt meira gefinn fyrir að fást við þau, mér fellur það einfaldlega bet- ur. Ólafur: Ég get alveg tekið undir það sem Magnús segir og því veldur e.t.v. líka þetta að manni finnst maður frekar vera að gera eitthvert gagn með því að fást við börnin, þar er meiri von "fil að hægt sé að beina þeim á betri veg. Þetta er kannski svipað því að vera að gera við nýjan bíl sem e.t.v. þarf lítið að eiga við og gamlan, sem er hálfónýtur. Magnús: Börnin eru meira blátt áfram, en það er auðvitað upp og ofan hvernig þau láta að stjórn. Oft hafa þau ekki gert sér neinar hugmyndir um hvernig tannlæknir er, eins og fullorðna fólkið og þau eru því ekki endilega mjög hrædd þeg- ar þau koma til okkar í fyrsta sinn. Ólafur: Fyrsti tíminn fer í það að sýna börnunum tækin, við útskýrum hvernig þau vinna. Þetta er langmikilvæg- asti tíminn, eiginlega undir- skemmdar og þegar þau eru orðin 5 ára er hlutfallið komið f um 75%. Þessar tölur eru sam- kvæmt könnun sem Pálmi Möll- er gerði hérlendis fyrir nokkr- um árum og við höfum enga ástæðu til að ætla að þetta hafi breytzt. Hverjar eru orsakirnar? Ólafur: Það er vafalítið þetta mikla sykurát. Neyzla sykurs hér á landi er um það bil 1 kg á viku á mann til jafnaðar. Líka má rtefna flúorskort í vatni, en hér er flúor ekki bætt í drykkj- arvatn eins og gert er sums staðar erlendis. Magnús: Hirðuleysi má einn- ig nefna, tfðar millimáltíðir, fólk kemur saman og borðar kökur og sælgæti og oft er engu líkara en börnin séu beinlínis fóðruð á sælgæti. Þeir töldu æskilegast að breyta þessum matarvenjum á einhvern veg, en töldu e.t.v. vonlitið að reyna það, sbr. reynslu Norðmanna i þeim efn- um, en töldu það mun vænlegra til árangurs að flúorbæta drykkjarvatnið. Um það atriði eru nokkuð skiptar skoðanir meðal tannlækna og lækna: Ólafur: Flúor getur dregið úr tannskemmdum um helming, þ.e. ef flúor er bætt i drykkjar- vatnið. Hægt er að ná sama árangri með flúortöflum, en það hefur lika sýnt sig erlendis að fólki hættir til að gleyma að taka töflur á hverjum degi, svo það vill detta upp fyrir er frá líður og hefur því ekki sama árangur í för með sér og að bæta flúor í drykkjarvatnið. Magnús: Það má hiklaust mæla með flúor og tek ég undir það að bezt væri að hafa það í drykkjarvatninu, þvi sam- kvæmt erlendum rannsóknum hefur það komið i ljós að af 100 fjölskyidum sem byrja að taka inn flúortöflur, halda aðeins 3 áfram. Það hafa oft birzt grein- ar í blöðum um hugsanlega skaðsemi flúors í drykkjarvatni og það er sjálfsagt að vera var- kár, en það er t.d. komin ára- tugareynsla á þetta í Bandarikj- unum og hefur ekki enn neitt bent til skaðlegra aukaverkana. Enda er flúor ekki hættulegt nema það sé tekið inn í mjög miklu magni. Það er allt eitur ef þess er neytt í nógu brengl- uðu samhengi við annað, og má e.t.v. nefna dæmi eins einfalt og ofát. Hvað er hægt að gera? Hvað eiga foreldrar að gera til að reyna að forðast svo mikl- ar tannskemmdir hjá börnum sínum, hvenær eiga börnin að koma fyrst til tannlæknis? Ólafur: Talið hefur verið bezt- að þau séu færð til tannlæknis þegar allar 20 barnatennurnar eru komnar upp, en það er oft- ast á aldrinum 2lA árs. Samt er það í mörgum tilfellum of seint, en hafi þau alizt upp við að fá reglulega mat á matmálstimum, hafi þau ekki farið með djús á pela í rúmið og sofnað út frá honum, hafi þau ekki þurft að 1 1 1 Hirðing og mataræði ráða ’ hvernig tennurnar verða l H 1 ' 1 nota sírópslyf, sem oft þarf t.d. Barnatennur Fyrsta fullorðinstönn 5-7 ára Þessi mynd er úr bæklingi frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og sýnir hvenær má vænta barnatannanna og fyrstu fullorðins- tannar. vegna eyrnarverkja og tekin á nóttunni og hafi þeim ekki ver- ið gefið snuð með hunangi eða sykri, ættu tennur þeirra að vera heilar. Einnig töldu þeir trygginga- löggjöf hafa nokkur áhrif hér á gang mála, en í dag er þessum málum háttað þannig að fyrir börn á aldrinum 3—5 ára greiða tryggingar helming kostnaðar við tannviðgerðir, en allan kostnað þegar kemur á 6 ára aldurinn. Magnús: Núgildandi reglur um endurgreiðslu eru stórgall- aðar og ýta undir vanrækslu og trassaskap. Hiklaust ætti sama endurgreiðsla að vera fyrir börn frá fæðingu, en ekki hafa stökk frá 3—5 ára og upp i 6 ára. En ekki eru heldur allir sammála um hvort endurgreiða skuli að fullu fyrir tannlækn- ingar. Margir eru þeirrar skoðunar að fólk kynni að meta meira tennur sínar ef það þyrfti að greiða einhverja hlutfallslega upphæð t.d. 10—15% kostnað- arins á móti hinu opinbera. Ætti þvi að greiða 85—90% fyr- ir börn á aldrinum 1 árs og allt til 16—18 ára og er ég efins um að þetta myndi hafa i för með sér aukin útgjöld fyrir ríkis- sjóð. Það er staðreynd að á þessum árum hugsa menn meira um útlit sitt og sorglega oft kemur fyrir að fólk hugsaði ekki um að láta gera við tennur sinar, en vaknaði allt í einu til lífsins, en er þá komið út úr „kerfinu“ eins og sagt er. En ef einhverjir eiga að fá fulla end- urgreiðslu þá eru það litlu börnin. Þetta eru bara barnatennur Er fræðslan nægileg, vita for- eldrar almennt um þýðingu þess að láta gera við barnatenn- ur? Ólafur: Nei, mér finnst fólk ekki frætt nægilega mikið um það og þetta er nokkuð sem bezt á heima í heilsufræðitim- unum í skólunum. „Þetta eru bara barnatennur, er nokkur ástæða til að gera nokkuð?" er setning sem alltof oft heyrist hjá okkur. Þetta segir fólk af hreinni vanþekkingu, það veit ekki hvernig tannskemmdir raunverulega eru. „Þetta verð- ur bara stærri hola sem þýðir að það þarf meira kítti,“ segir fólk. Fólki verður að vera ljóst að barnatennur eru ekki síður nauðsynlegar en fullorðins- tennur, við höfum aldrei meira við tennur að gera en einmitt þegar við erum í uppvextinum. Meltingin hefst í munninutn og barn með skemmdar tennur stendur verulega verr að vígi, við lærum að tala að nokkru leyti með tönnunum. Þá má nefna að ótímabær missjr barnatanna veldur tann- skekkju fullorðinstanna og það getur farið svo að detti þær of fljótt verður of lítið rúm fyrir fullorðinstennurnar. Ég er því þeirrar skoðunar að byrja verður þessa fræðslu á börnunum sjálfum og það næst ekki verulegur árangur fyrr en þau börn, sem nú eru að byrja í skólum, eru vaxin úr grasi og sjálf farin að ala upp sin börn. Magnús: Það er verið að vinna fræðslustarf á vegum heilsuverndarstöðvarinnar, út- gáfa bælkinga, væntanlegar mæður fá nokkra fræðslu, en helzt þyrfti að hafa starfsmann í fullu starfi er sinnt gæti þess- um málaflokki, t.d. rætt við þær konur sem koma í mæðraskoð- un, kenna þeim tannburstun og láta foreldra æfa sig á barninu þegar þeir t.d. koma með það siðar til sprautunar. Þá sögðu þeir Ólafur og Magnús að á vegum Tann- læknafélags Islands væri reynt að sinna þessu fræðslustarfi, en það væri erfitt því það væri 'gert í sjálfboðaliðastarfi og því væri þvi ekki sinnt sem skyldi. Herferðir hefðu verið farnar, en siðan dytti niður áhuginn og því væri þetta fremur óreglu- legt. Töluðu þeir um nauðsyn þess að reka áróður í fjölmiðl- um, t.d. hafa í hverjum auglýs- ingatima sjónvarpsins t.d.: Mundirðu eftir að taka flúor- töfluna í dag? eða eitthvað i þá átt. Þá létu þeir þess getið að 1% af því fé sem Trygginga- stofnunin greiddi fyrir tannvið gerðir rynni í svonefndan tann- fræðslusjóð og hefði ráðstöfun þess fjár með hendi Elín Guð- mannsdóttir trúnaðartann- læknir Tryggingastofnunarinn- ar og hefði hún unnið að ýmiss konar fræðslustarfi, en á sl. ári nam þessi upphæð um 2 millj- ónum króna. Þá greindu þeir Ólafur Höskuldsson og Magnús Krist- insson frá því að á vegum heilsuverndarstöðvarinnar væri um þessar mundir að hefj ast úthlutum á flúortöflum til barna og er sú úthlutun ókeyp- is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.